Morgunblaðið - 07.11.1987, Page 23
23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987
Hér hefur mold verið klístrað á grind úr mjóum trjábolum. Þetta
er engin dómkirkja en guðshús samt. Myndin er frá Pókot í Vestur-
Kenýju þar sem íslenskir kristniboðar hafa starfað í nokkur ár.
Kristniboðsdagurinn á morgun:
Starf SÍK kostar um
8 milljónir krona
Kristniboðsdagurinn er að
þessu sinni á morgun, sunnudag-
inn 8. nóvember, og verður
kristniboðsins minnst i kirkjum
landsins og á nokkrum samkom-
um á þessum degi.
Nú eru 34 ár síðan íslenskir
kristniboðar hófu að starfa með-
al Konsó-þjóðflokksins í
S-Eþíópíu. Þar er nú mikið unnið
á vettvangi kirkju, skóla, heilsu-
gæslu, þróunarhjálpar o.s.frv.
Söfnuðimir í Konsó eru hluti af
lúthersku kirkjunni í landinu. Hún
vex einna mesi allra lútherskra
kirkna í heiminum. Vakningar eru
víða á starfssvæðum hennar og
hefur hún eignast marga góða leið-
toga.
Skólastarfið gengur mjög vel í
Konsó, einkum eftir að nýr maður
tók við stjóm skólans. Hann er
reyndar sonur fyrsta mannsins í
Koinsó sem tók kristna trú. Sá var
seiðmaður.
Sjúkraskýlið á kristniboðsstöð-
inni í Konsó er eins og vin í
eyðimörk. Þangað leituðu um 30
þúsund manns á árinu sem leið.
Greinilegt er að skilningur fólks á
sjúkdómsvömum og heilbrigðum
lifnaðarháttum fer vaxandi.
Þó að stefna yfirvalda í Eþíópíu
rekist að ýmsu leyti á starf kirkn-
anna í landinu eru tækifæri til
boðunar og hjálpar óteljandi og
hafa leiðtogar lúthersku kirkjunnar
lagt mjög fast að kristniboðunum
að þeir haldi áfram að starfa og
leggi hinum ungu söfnuðum lið eft-
ir föngum. Engir íslendingar eru í
Konsó eins sakir standa. Ung hjón
sem eru heima í leyfi gera ráð fyr-
ir að fara þangað aftur á næsta
ári. Góðar fréttir berast frá íslensku
kristniboðunum í Pókot í V-Kenýu.
Þar hafa risið fjórir söfnuðir á
starfssvæði þeirra í Cheparería og
nágrenni. Fimm skólar hafa verið
byggðir fyrir fé frá íslandi. Hvort
tveggja eflist, starfið í söfnuðunum
og uppbygging skólanna. Pókot-
menn urðu löngum útundan, að því
er varðaði kristilega boðun og
fræðslu í landinu svo að íslending-
amir hafa orðið að byggja upp starf
sitt að miklu leyti frá gmnni. Hald-
in eru skímar- og biblíunámskeið
og er áberandi hversu æskufólk
fylkir sér í raðir kristinna manna.
Ein hjón starfa í Cheparen'a en
önnur íslensk hjón dveljast á stað
sem heitir Koingolai, um 70 km frá
Cheparería. Þau komu þangað fyrir
skömmu eftir rúmlega árs leyfi hér
heima. Þau segja frá þvi í nýlegu
bréfi að þeim hafi verið vel tekið.
Em þau þegar farin að taka til
hendi, þó að hitinn sé oft um 38
stig, og em verkefnin óþrjótandi.
Allur kostnaður kristniboðsins í
Eþíópíu og Kenýu er greiddur með
fxjálsum framlögum áhugafólks. A
þessu ári þarf að safna á áttundu
milljón króna og vantar enn tvær
milljór.ir á þá upphæð. Fjárhags-
áætlun næsta árs gerir ráð fyrir
rúmum 8 milljónum króna.
Kristniboð meðal heiðingja er
sjálfsagður þáttur í starfi kristinnar
kirkju. Kristniboðssambandið vænt-
ir þess að landsmenn allir vilji styðja
þarft málefni. Afhenda má framlög
í aðalskrifstofunni, Amtmannsstíg
2B, Reykjavík, eða á gíróseðli nr.
65100-1. Á aðalskrifstofunni liggur
og frammi bækkingur um starfið.
(Úr fréttatilkyimingu)
Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, boðar
til almenns stjórnmálafundar sunnudaginn
8. nóvember kl. 15.30 í Alþýðuhúsinu við
Skipagötu.
Allir velkomnir.
Sjálfstæðisflokkurinn
NÚ GETA ALLIR EIGNAST Al WA
Einstakt tilbod!!!
CP 550. Útvarp með LB, MB, FM og SW. Magn-
ari 2x15 W(RMS) 5 banda tónjafnari. Tvöfalt
segulband með „High Speed Dubbing", Metal,
CR02, plötuspilari-hálfsjálfvirkur, tenging fyrir
C.D., hátalarar 30 W (RMS).
Frábær tóngæði frá AIWA
VERÐ AÐEINS KR. 31.980.-
Opið til kl. 4 á laugardag.
ATH. Þetta er aðeins ein af mörgum frábærum stæðum frá Al WA
Sendum í póstkröfu.
Söluaðilar: Reykjavík: Hagkaup, Skeifunni. Bolungarvík: Versl. Jóns Fr. Einarssonar.
Hagkaup, Kringlunni. Sauðárkrókur: Radíólinan.
Nesco, Laugavegi. Húsavík: Radióver.
Kópavogur: Tónborg. Akureyri: Tónabúðin.
Akranes: Skagaradíó. Egilsstaðir: Verslunarfélag Austurlands, Fellabæ.
Borgarnes: Shellstöðin.
D I - I
(\daio
Ármúla 38 (Selmúlamegin), 105 Reykjavík.
Símar. 31133 - 83177. Pósthólf 8933^