Morgunblaðið - 07.11.1987, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987
Sr. Kjartan Jónsson, krístniboði skrifar frá Kenýu:
Nýja-testamentið
á máli Pókotmanna
„ Upphaf viskunnar er: afla þér visku, afla þér hygginda fyrir allar eigur þínar! Haf hana
í hávegum, þá mun hún hefja þig.“ (Orðskv. 4,7—8).
Bókmenntir — grund-
völlur tungu og þjóð-
ernis
Þetta heilræði Salómons kon-
ungs hafa menn tekið misalvarlega
í gegnum tíðina, allt eftir tísku og
tíðaranda. íslenskir munkar töldu
það erfiðisins og tíma„sóunarinn-
ar“ vert að sitja langa daga,
kauplaust, oft með loppnar hendur
og pára bókmenntaverk á skinn
með frumstæðum verkfærum. Án
efa hafa ýmsir samtímamenn
þeirra hrist höfuðið yfír þessari
vitleysu.
En við, sem nú lifum getum al-
rei nógsamlega þakkað þeim párið.
Við töluðum varla íslensku ef ís-
lendingasögumar hefðu ekki verið
ritaðar.
Guðbrandsbiblía hindraði að
danskar biblíur og guðsorðabækur
næðu útbreiðslu á meðal þjóðarinn-
ar á ofanverðri 17. öld og stuðlaði
þannig að varðveiðslu íslenskunnar
á myrkum tíma í sögu þjóðarinnar,
áður en þjóðemishreyfíngin gerði
menn stolta af því að vera íslend-
inga og tala ástkæra ylhýra málið.
Marteinn Lúther lagði grundvöll-
inn að þýsku ritmáli með snilldar-
þýðingu sinni á Heilagri ritningu á
kjamgóða þýsku. Bara fyrir það
starf myndi nafn hans skipa ævar-
andi sess í þýskri sögu.
Það mætti lengi fjalla um mikil-
vægi ritaðs máls fýrir varðveislu
þjóðemis og samheldni þjóða og
þjóðabrota. — í Evrópu og um víða
veröld hefur það fylgt útbreiðslu
kristninnar að útbúa ritmál og
málfræði til að geta þýtt bibliuna
á mál nýrra móttakenda, því að
án hennar er enginn kristindómur.
Víða hefur grundvöllurinn að þjóð-
emisvakningu og varðveislu
móðurmáls verið lagður með þess-
um hætti. Án ritmáls sitja menn í
myrkri ólæsis og fáfræði.
Oft hefur fyrsta biblíuþýðing og
málfræði verið ófullkomin en þó
fyrsta skref í átt til fullkomnunar.
Biblíuþýðingar í
Afríku
Talið er að á fímmta þúsund
tungumál fyrirfinnist f Afríku.
Mörg hundruð hafa enn ekki rit-
mál. Fjöldi kristniboða og inn-
fæddra starfsmanna vinna f fullu
starfí að lækkun þessarar tölu.
Fólk á vegum Wickliffe-samtak-
anna í Bretlandi og Bandaríkjun-
um, kristniboðshreyfíngar, sem
hefíir helgað sig þeirri þjónustu,
að útbúa ritmál og þýða Heilaga
ritningu á sífellt ný tungumál, vinn-
ur stórkostlegt starf í þessu
sambandi. Það sest oft að úti í
eyðimörkum eða frumskógum, úr
tengslum við umheiminn við að
útbúa ritmál og málfræði, áður en
það hefst handa við sjálfa þýðing-
una.
Þjóðflokkar Kenýu eru yfirleitt
taldir vera 42, þó að í þeirri tölu
sé ýmsum smáþjóðflokkum slegið
saman (álfka og að halda þvf fram
að Norðurlandabúar séu ein þjóð,
sem tali eitt tungumál!). Ritningin
hefur verið þýdd á tungur flestra
stærstu þjóðflokkanna, en margir
minni bíða enn.
Biblían þýdd á
mál Pókotmanna
í Pókothéraði, þar sem íslenskir
kristniboðar starfa, er verið að
vinna að þessum málum.
Hafíst var handa við þýðingu
Nýja testamentisin8 árið 1936.
Byrjað var á Markúsarguðspjalli.
Þetta var erfitt verk, því að bytja
Kjartan Jónsson
Tveir af þýðendum Nýja testamentisins á mál Pókotmanna. Frá
vinstri, sr. Daniel Tumkou, sem unnið hefur ötullegast allra að
þýðingunni, og James Korrelach, fulltrúi þjóðflokksins á þingi
Kenýu, er lagði hönd á plóginn á fyrri stigum verksins. Biblían
eða einstakir hlutar hennar höfðu verið þýddir á 1.848 tungu-
mál víðs vegar að í heiminum um siðustu áramót.
Valdís Magnúsdóttir
Emanuel Linganyang’. Hann var húshjálp hjá greinarhöfundi og
fjölskyldu. Hann átti ekki kost á skólagöngu í æsku vegna þess
að enginn skóli var á heimaslóðum. Hann fór í fullorðinsfræðslu-
hópinn hjá Valdísi (eiginkonu greinarhöfundar) og lærði að lesa.
Nú les hann fyrir aðra. Hann hjálpar til í einni af kirlgunum í
Chepareria (íslensku kristniboðsstöðinni í Kenýu) sem prédikarí.
þurfti á að búa til ritmál. Það gekk
illa því að sum hljóðin voru ekki til
í algengustu tungumálum Evrópu
og því þurfti að bæta nýjum tákn-
um í stafrófið.
Árið 1954 var búið að sigrast á
helstu byijunarörðugleikunum og
hópur manna, kristniboðar og inn-
fæddir, tóku höndum saman við
að vinna að verkefninu. Þar voru
m.a. enski kristniboðinn Anette
Totty (sem er farin heim fyrir
mörgum árum), James Korrelach
sem verið hefur fulltrúi Pókot-
manna á þjóðþingi landsins um
árabil og sr. Daniel Tumkou, sem
enn er að.
Árið 1958 var þýðing Nýja testa-
mentisins tilbúin og handritið sent
til skrifstofu Sameinuðu biblíiífé-
laganna í Nairóbí. Þar sem rithátt-
ur og málfræði þóttu ekki nógu vel
úr garði gerð, vildu biblíufélögin
ekki gefa Nýja testamentið út fyrr
en þetta vandamál væri leyst.
Nefndarmönnum kom ekki saman
um hvemig bæri að leysa það og
því var ekkert gert í málinu fyrr
en árið 1964, er enskir kristniboðar
tóku það til Englands og fengu The
Trinitarian Bible Society til að
prenta það. Árið 1967 voru 5.000
eintök prentuð. Það vakti ósegjan-
lega gleði, þegar kristnir Pókot-
menn gátu lesið Nýja testamentið
á sfnu eigin móðurmáli. Það voru
ekki margar aðrar bækur til á
máli þeirra og því var þessi sérstak-
lega velkomin. Fram að þessu var
ritmál þeirra, sem gengið höfðu á
skóla, swahflí og enska. Það kom
þó fljótlega í ljós, að ritmálið féll
ekki nógu vel að málinu og það
reyndist erfíðleikum bundið að lesa
bókina.
Sr. Daniel Tumkou var mjög
annt um að leysa þau vandamál,
sem Sameinuðu biblíufélögin höfðu
bent á og árið 1975 hófst hann
handa við að endurskoða þýðing-
una í samvinnu við þau. I árslok
1978 var verkinu lokið. Sfðan þá
hefur verið farið yfír réttritun og
ýmisleg guðfræðileg atriði í sam-
vinnu við fulltrúa , annarra
mótmælendakirkna. Nú er svo
komið, að verkinu er lokið og von-
ast er til að nýtt Nýja testamenti
líti dagsins ljós í lok þessa árs, 51
ári eftir að frú Anette Totty og
félagar þýddu Markúsarguðspjall.
Það væri óneitanleg góð jólagjöf.
Fyrir tveimur árum var hafíst
handa við að þýða Gamla testa-
mentið undir stjóm Sameinuðu
biblíufélaganna. Þrír menn vinna
fulla vinnu við það. Búið er að
þýða 10 bækur af 39, en áætlað
er að verkinu ljúki árið 1991.
Fyrsta og önnur Mósebók eru til-
búnar til tilraunaútgáfu.
Vandamál
Elijah Nyeris er einn þeirra sem
vinnur að þýðingu Gamla testa-
mentisins. Eg spurði hann eitt sinn
hver væru helstu vandamál þeirra,
sem ynnu að því að þýða biblíuna
yfír á mál Pókotmanna. Hann kvað
þau vera mörg. í fyrsta lagi að
ekki er til staðlað ritmál. Margar
mállýskur em talaðar f héraðinu
og vandamál er að skera úr um
hvaða mállýsku beri að fylgja eða
hvað úr hverri þeirra ætti að nota.
Mjög æskilegt væri að bæta hér
úr, en fjármuni vantar til þess.
í öðru lagi vantar mörg orð og
hugtök f málið. Reynt er að leysa
það með því að nota orð, sem koma
nálægt því að tjá merkingu viðkom-
Tæknin er einnig tekin í notkun á „útkjálkum" i Kenýu. Hér er
Elijah Nyeris, sem vinnur við að þýða Gamla testamentið, við
tölvu, sem getur notað rafmagn frá venjulegum bílgeymi, en enn
er rafmagn ekki komið tíl Pókothéraðs.
andi hugtaks. Stundum eru nýyrði
búin til, en þegar það tekst ekki
er þrautalendingin að notá tökuorð
úr swahflí.
Mikilvægi biblíuþýð-
ingarinnar fyrir
Pókot- þjóðflokkinn
Ég spurði Elijah hvaða áhrif
hann teldi að þýðingin myndi fá
fyrir þjóðflokkinn hans. „Þeir munu
skilja Biblíuna og hinn kristna boð-
skap mun betur en áður við að
geta lesið ritninguna á móðurmál-
inu. Þýðingin mun leggja grundvöll
að ritmáli þjóðflokksins, en pókot-
málið er næstum ekkert notað sem
ritmál, heldur swahflf og enska.
Þrír sem vinna í fullu starfi við að þýða Gamla testamentið yfir á
ásamt hollenskum ráðgjafa. Engir utan kirknanna hafa gert neitt
mál Pókotmanna. Hér eru þeir
tíl að varðveita pókotmálið.
Hún mun verða m’kil lyftistöng
fyrir varðveiðslu og hreinsun máls-
ins, sem hefur átt mjög undir högg
að sækja gagnvart ensku og
swahílí og mun leggja mikið af
mörkum við að varðveita þjóðflokk-
inn sem sjálfstæða menningarheild.
Liggur íslensk menn-
ing undir skemmdum?
Við íslendingar, sem höfum
þurft að berjast fyrir því að varð-
veita móðurmál okkar og þjóðemi
ættum að skilja manna best þýð-
ingu þessa mikilvæga starfs.
Það eru ekki liöin 200 ár síðan
almenningur á íslandi gat eignast
Biblfuna á viðráðanlegu verði. Til
eru frásagnir af fólki sem grét af
gleði er Ebenezer Hendriksson
(stofnandi Hins íslenska biblíufé-
lags) gaf fátæku almúgafólki
bókina góðu á söluferðum sfnum
um landið. Það er ef til vill of auð-
velt að nálgast hana nú á dögum.
Látum ekki tíðaranda mótaðan af
afstæðishyggju og virðingarleysi
fyrir helgustu menningarverðmæt-
um okkar, kristinni trú, siðgæði
og verðmætamati ræna þessum
flársjóði frá okkur.
Salómon konungur sagði: „Upp-
haf viskunnar er: afla þér visku,
afla þér hygginda... Haf hana í
hávegum, þá mun hún hefja þig.“
Visku og hyggindi kristinna manna
er fyrst og fremst að fínna f Biblí-
unni. Lesandi góður, gerum það
að reglu að lesa svolitla stund í
Biblíunni á hveijum degi. Hún er
ekki eins hættuleg og margir halda.
Án efa kemur það þér á óvart
hversu miklir fjáréjóðir eru fólgnir
þar.