Morgunblaðið - 07.11.1987, Síða 29

Morgunblaðið - 07.11.1987, Síða 29
Vestur-Skaftafellssýsla MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987 29 Rætt um skatta og verkaskiptingu Kirkjubæjarklaustri. ALLIR oddvitar og sveitarsljóri í V-Skaftafellssýslu héldu fund í Tunguseli í Skaftártungu, þar sem rædd voru hin ýmsu mál sveitarfélaganna, þá sérstaklega um breytingar sem nú eru á döf- inni varðandi staðgreiðslu skatta og hugmyndir um gjaldheimtu ríkis og sveitarfélaga, sem settar verða á stofn. Einnig var rætt um drög að breytingum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og. létu fundar- menn frá sér fara þessa ályktun um málið: „Fundur oddvita og sveitarstjóra í V-Skaftafellssýslu, þann 29. októ- ber 1987, lýsir þeirri skoðun að þrátt fyrir ánægju yfir auknu sjálf- stæði sveitarfélaga í hinum ýmsu málaflokkum, sem fram fara kemur í drögum að breytingu á verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga, telur fundurinn að tekjur á móti séu alls ekki tryggðar þar sem eingöngu er gengið út frá að þær komi í gegnum Jöfnunarsjóð sve:tarfélaga. Reynsla liðinna ára sýnir ótvírætt, að á þann tekjustofn er ekki treystandi, en framlag hans hefur farið eftir geð- þóttaákvörðun ríkisstjórna á hveij- um tíma. Bendir fundurinn á að aðra tekjustofna, tryggari, hefði verið hægt að færa til sveitarfé- laga, svo sem tekjuskatt, eignaskatt o.fl. Hins vegar álýtur fundurinn að jöfnunarsjóð þurfi að efla og meginverkefni hans verði að jafna aðstöðumun sveitarfélaga. Væntum við þess að allir sem hlut eiga að máli, og þá sérstaklega deifbýlissveitarfélög, sem fara halloka í tekjum við þessa hugmynd að verkaskiptingu, láti málið til sín taka og hvetjum til nánari athugun- ar.“ Þá voru rædd ýmis önnur mál, svo sem umræða um skattlagningu skólamötuneyta sem komið hefur til álita hjá fjármálaráðuneyti. Þyk- ir mönnum að með þeirri skattlagn- ingu væri enn einu sinni verið að mismuna fólki eftir búsetu, þar sem sannarlega er vitað að framhalds- nám þeirra unglinga, sem ekki geta stundað nám í sinni heimabyggð, er dýrara. Fram kom óánægja fundar- manna með þáttagerð sjónvarpsins þar sem fram kemur villandi mynd af mannlífi og búskaparháttum til sveita. Dregnir eru fram í dagsljós- ið, aftur og aftur, gamaldags búskaparhættir sem teljast til al- gjörra undantekning, en sjaldan eru gerðir þættir um sveitalífið eins og það er í raunveruleikanum. Veltu menn fyrir sér hvað lægi til grund- vallar slíkri þáttagerö Það myndi gleðja þá 50 Skandinava og ‘v' fjölda annarra frá öllum heimshornum að fá þig með til IHTTI í Luzern/Sviss i Hótelstjórnunarnám (á ensku). Næsta 3 ára nám (námskeið 88A) byrjar mánudaginn 15. febrúar 1988. Námskostnaður pr. önn eru 23.000 svissneskir frankar. Innifal- ið er fullt fæði og húsnæði. 'gr Við bjóðum einnig uppá sérstakt 4 vikna námskeið í mars 1988: Stjórnun smárra og miðlungs stórra hótela (á ensku) (námskeið SM88/1) fyrir hóteleigendur, framkvæmdastjóra og yfirmenn á hótelum. Biðjið um bæklinga fyrir námskeið 88A eða SM88/1 hjá: IHTTI International Hotel and Tourism Training Institutes Ltd., Box 95, 4006 Basel/Switzerland. Sími (61) 42 30 94, telex 965 216 TC CH. Vinsamlegast takið fram í hvaða dagblaði þiö sáuð auglýsinguna. Per Olof Forshell Nýr sendiherra PER Olof Forshell hefur verið skipaður sendiherra Sviþjóðar á íslandi. Per Olof Forshell er fæddur árið 1928 í Gautaborg og lauk kand. jur.-prófi frá Stokkhólmsháskóla árið 1954. Sama ár hóf hann störf við sænsku utanríkisþjónustuna. Forshell hefur meðal annars starfað í Róm, Genf, New York og París og verið aðalræðismaður Svía í Minneapolis. Síðastliðin sex ár hef- ur hann starfað sem sérlegur ráðgjafi sænska utanríkisráðherr- ans í alþjóðamálum. Forshell er kvæntur Helenu Fors- hell fornleifafræðingi og eiga þau sex börn. BRUNAÐU MED Tlí BADGASTEIN 0G MERIB Úrvals skídaferðir í bestu skíðalönd Evrópu! BADGASTEIN í Austurríki Badgastein er í Gastein dalnum, sem er eitt kunnasta vetraríþróttasvæði Alpanna. Badgastein er ekki aðeins þekktur fyrir stórkostlegar skíðabrekkur heldur líka fyrir heitar vatnsuppsprettur. Petta tvennt, öðru fremur, gerir Badgastein að draumastað þeirra sem vilja endurnýja kraftana um leið og þeirslaka á. Skíðalöndin í Badgastein henta öllum, jafnt byrjendum sem reyndum skíðagörp- um. Badgastein býður upp á fjölbreytta dœgradvöl og fjölskrúðugt nœturlíf. Við bjóðum Úrvals gististaði við hæfi hvers og eins. Brottfarardagar: 23. jan. ’88 -2 vikur. 6. feb. ’88 - 2 vikur. 20. feb. ’88 - 2 vikur. 34.600 Innifalið í verði: Flugfar, akstur til og frá flugvelli erlendis oggisting í tveggja manna herbergi með morgunverði. Bókaðu þig sem fyrst í skíðabrekkurnar í Badgastein. MERIBEL í Frakklandi Meribel er staðsett miðsvæðis i „Dölun- um þremur,“ einu stærsta skíðasvœði heims, þar sem eru um 500 km af skíða- brekkum og 200 lyftur. Þar finnurþú allar tegundir afsktða- brekkum m.a. sérstakar brekkur með púðursnjó. Snjórinn á þessu svœði helst alveg einstaklega góður langt fram á vor. íbúðahótelið sem við bjóðum heitir Residences Orion og er i miðjum bœnum Meribel. Þar hefurðu skíðalyfturnar nánast við hóteldyrnar. / Meribel er fjölskrúðugt nœturlíf, fjöldi veitingahúsa og diskóteka. Brottför: 5. mars í 2 vikur. 2 í studio íbúð, verð kr. 47.414 3 í studio íbúð, verð kr. m m *%Æ ák 41.360 Innifalið í verði: Flugfar, gisting og flutningur til og frá flugvelli erlendis. Renndu við eða hringdu og fáðu nánari upplýsingar. Að sjálfsögðu bjóðum við líka ferðir til þeirra skíðasvœða sem eru á vetraráœtlun Flugleiða. Skíðabœklingurinn er kominn! FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVAL fólk sem kann sitt fag! Pósthússtrœti 13 - Sími 26900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.