Morgunblaðið - 07.11.1987, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 07.11.1987, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987 31 lyfjameðferð ef sjúklingurinn væri ekki samvinnuþýður og umdeilan- legt væri hvort rétt geti talist að neyða fólk til að neyta lyfla. Högni taldi það þó rétt þegar um kynferðisafbrotamenn væri að ræða og reifaði þann möguleika að menn yrðu að afþlána dóma sem þeir hefðu fengið skilorðsbundna ef þeir gengj- ust ekki undir lyfjameðferð. Hann sagðist fagna frumvarpi Salome Þorkelsdóttur, ekki síður vegna afbrotámannanna en fómar- lambanna enda væri mikilvægt að ekki liði of langt á milli afbrots og refsingar. Hann taldi það þó ákaf- lega frumstæða lausn að senda afbrotamennina einungis í fangelsi, mikilsvert væri að reyna að hjálpa þeim. Breytingar á ákvæðum um skírlífisbrot Sólveig Pétursdóttir varaþing- maður (S-Rvk) kynnti frumvarp sitt til breytinga á ákvæðum um skírlífis- brot. I frumvarpinu er gert ráð fyrir því að eins verði tekið á óleyfilegu samræði við persónu af sama kyni og við persónu af gagnstæðu kyni. I núgildandi lögum er hámarksrefs- ing vægari ef um samræði við persónu af sama kyni er að ræða. Sólveig sagði þessa breytingu meðal annars gera það að verkum að ungir drengir nytu meiri vemdar en nú er fyrir afbrotum eldri karl- manna. Einnig er í frumvarpinu gert ráð fyrir að hægt verði að beita hám- arksrefsingu fyrir kynferðisbrot þótt samræði eigi sér ei.ki stað ef um mjög alvarlegt brot er að ræða. Hún sagði það nú vera algjörlega á valdi dómstóla að ákveða viðurlög við kynferðisafbrotum þar sem sam- ræði ætti sér ekki stað en þessi kynferðisafbrot væm oft ekki síður alvarleg en hin. Hallvarður Einvarðsson ríkissak- sóknari sagði mikilvægt að stjóm- völd og almenningur héldu vöku sinni í þessum málum. Taldi hann brýna þörf á endurskipulagningu refsilöggjafarinnar í heild. Hætta væri á að sérákvæði sem sett væm í lög samrýmdust illa þeim sem fyr- ir væm. Til dæmis þyrfti að athuga gaumgæfílega áhrif tillögu Salome Þorkelsdóttur á refsilög. Hallvarður sagði og að huga þyrfti að aðstöðu þeirra stofnana sem þjóðfélagið hefur falið að vinna að þessum málum en hún þyrfti að vera góð. Eftir að hafa unnið í röskan aldar- fjórðung við meðferð opinberra mála og kynnt sér meðferð þeirra hjá nágrannaþjóðunum væri hann sann- færður um að vissra endurbóta væri þörf þótt margt hefði vissulega ver- ið vel gert. Húsavík: Nýr bát- ur í flotann Húsavík. NÝR bátur bættist í gær við báta- flota Húsvíkinga, Siglunes ÞH 60, sem er 101 tonn að stærð og keyptur frá Hvammstanga. Bræðumir Aðalsteinn og Óskar Karlssynir hafa lengi gert út tvo báta frá Húsavík, Sæborgu og Guðrúnu Björgu. í haust seldu þeir til Hafnarfjarðar Guðrúnu Björgu sem er 15 tonn að stærð en keyptu Siglunesið sem smíðað var á Akra- nesi 1970. Báturinn er útbúinn til línu-, neta- og rækjuveiða. Skipstjóri á Siglunesinu verður Óskar Karlsson og fer hann á línu- veiðar í næstu viku. — Fréttaritari. Hefði ekki bjargast án flotbúningsins - segir Guðmundur Jónsson, sem féll fyrir borð á Halamiðum „EF ÉG hefði ekki verið í bún- ingnum þá væri ég ekki hér“ sagði Guðmundur Jónsson, 19 ára gamall háseti á Grindvíkingi GK, en hann datt fyrir borð á Halamiðum á þriðjudagsmorgun- inn, og var bjargað eftir 10 míútna volk í sjónum. Ahöfnin á Grindvíkingi keypti öll vinnuflot- búninga fyrir viku siðan, og er óhætt að segja að sú fjárfesting hafi borgað sig, og vel það. Morgunblaðið náði tali af Guð- mundi þegar Grindvíkingur var að landa loðnu í Grindavík um hádegis- bilið í gær. Hann var fyrst beðinn að lýsa aðdraganda slyssins. „Við vorum að draga inn nótina," sagði Guðmundur, „það var farið að hvessa og það kom stjómborðshalli á skipið, og mér skrikaði fótur og datt útbyrðis." Það var dimmt þegar þetta gerð- ist, um 6 leytið á þriðjudagsmorg- uninn, en ekki mjög slæmt í sjóinn; Guðmundur sagðist giska á að það hefðu verið eitthvað um fjögur vind- stig, og kominn smávegis öldugang- ur. „Ég bjóst ekki við að hafa það af þegar ég datt út fyrir og fór fyrst í kaf, en síðan róaðist ég að- eins eftir að ég fann að ég flaut í búningnum" sagði Guðmundur. Félagar Guðmundar tóku strax eftir því að hann hafði fallið út- byrðis, og hófust þegar handa við björgunartilraunir. Guðmundur fór aldrei langt frá bátnum, mest 2-3 metra, og honum tókst að komast aftur að kraftblökkinni á skipinu, og ná taki á nótinni eftir að skip- stjórinn hafði bakkað til hans. Síðan hentu skipveijar björgunarhring til Guðmundar, og sagðist hann hafa orðið ömggur um að honum yrði bjargað þegar hann náði taki á hringnum. Guðmundur var síðan hífður um borð í björgunametinu Markúsi. Guðmundur var í sjónum í um 10 mínútur, en hann sagðist ekki hafa verið orðinn mjög kaldur þeg- ar hann kom um borð, þó að sjávarhitinn á þessum slóðum sé aðeins um 1-3 gráður. Hann þakk- aði það flotbúningnum, en auk þess að halda mönnum á floti á sjónum einangrar búningurinn frá kulda á svipaðan hátt og blautbúningar sem kafarar nota. Guðmundur sagðist hins vegar hafa verið næstum sólar- hring að róast niður eftir „sjokkið" sem hann fékk, og hann ætlar að hvíla sig í viku til tíu daga áður en hann fer næst á sjóinn. Það er aðeins ein vika liðin síðan áhöfnin á Grindvíkingi festi kaup á flotbúningum sem nota má við vinnu, af gerðinni „66 gráður norð- ur“, en áður var unnið í venjulegum gúmmígöllum uppi á dekki. „Sú fjárfesting er búin að borga sig heldur betur“ sagði Guðmundur. Skipveijar á Grindvíkingi sögðu að það væri nokkur galli að vatn læki inn í búningana þegar verið væri að draga inn nótina, en ekki kæmi samt annað til greina en að nota þá að staðaldri. „Þeir eru búnir að sanna ágæti sitt“ sagði einn skips- félagi Guðmundar. Guðmundur er 19 ára Grindvík- ingur, og hann byijaði á sjónum nú í vor. Hann sagðist ekki hafa ákveð- ið hvort hann ætlaði að leggja sjómennsku fyrir sig, en hann ætlar að fara í annan túr þegar hann er búinn að taka sér hvíld í nokkra daga, til að sjá hvort enn sitji beyg- ur eftir í honum eftir hina óþægi- legu lífsreynslu sem hann varð fyrir á Halanum á þriðjudaginn. Morgunblaðið/RAX Guðmundur Jónsson (annar frá vinstri) í flotbúningnum góða á bryggjunni á Grindavík þar sem verið var að landa loðnu upp úr Grindvikingi GK. Með Guðmundi á myndinni eru þrír skipsfélaga Guðmund- ar sem unnu að björgun hans (f.v.): Ævar Ásgeirsson, Kristinn Á. Kristinsson, og Þorvaldur Þorvaldsson. — milljónir, á hverjum laugardegi. Upplýsingasími: 685111.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.