Morgunblaðið - 07.11.1987, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987
33
Bandaríkin:
Er það geit? Kind? Nei, það er gind
Búfé „gert af mannahöndum“ veldur deilum
Kalifomíu, The New York Times.
VÍSINDAMENN á tilraunabúi
Kaliforníuháskóla í Davis ala
nú önn fyrir heimsins stærsta
búfjárhópi, sem „gerður er af
mannahöndum". Þetta eru sér-
kennileg dýr — með haus og
horn geitar og skrokk kindar.
Flest dýranna, sem kalla mætti
gindur, eru enn á unga aldri, þ.e.
gindlingar, og víkja ekki spönn
frá mæðrum sínum, fullorðnum
kindum.
Fullorðin gind bar lambi í sum-
ar sem leið. Líklegt þykir, að
geitur geti borið gindlingum og
allmargar kindur eru nú á leiðinni
með slík afkvæmi.
Gary Anderson og félagar hans
hafa „búið til“ níu gindur með því
að taka frumur úr sjö daga gömlu
kiðlingsfóstri, koma þeim fyrir í
sjö daga gömlu lambsfóstri og
planta síðan blendingsfóstrinu í
leg kindar.
Hvergi í veröldinni er máttur
dýralíftækninnar augljósari en á
tilraunabúi þessa 79 ára gamla
háskóla, sem þekktur er sem mið-
stöð landbúnaðarrannsókna, m.a.
fyrir þróun ferköntuðu tómatanna
og geysistórra véla til að sinna
uppskeru þeirra.
Harðar deilur
Um árabil hefur háskólinn ver-
ið miðpunktur hai-ðvítugra deilna
um allt landið vegna stuðnings
síns við iðnvæðingu landbúnaðar
og notkun hvers kyns efna og
véla í þeirri atvinnugrein, auk
þess sem skólinn hefur verið með-
mæltur hönnun plantna og dýra
í því skyni að þau henti betur
framleiðslukerfinu.
Gindatilraunirnar urðu til þess,
að ný gagnrýnisalda reis, jafn-
framt því sem stuðningsmönnum
þeirra jókst kjarkur. Hafa mót-
mæla- og stuðningsaðgerðir til
skiptis sett svip sinn á umhverfi
Kalifomíuháskóla á undanfömum
mánuðum.
Gindumar em „handaverk"
Gary Andersons, fertugs lífeðlis-
fræðings, sem kýs að kalla
sköpunaverk sín kímemr (lífvera
sem í em vefír af ólíkum erfða-
fræðilegum uppmna).
í grískri goðafræði vom kímer-
ur eldspúandi skrímsli, að hluta
til slöngur, ljón og geitur.
Gindumar hans Andersons em
þó hvorki ógnvænlegar né ljótar,
og þær em, að hans dómi, vel
gefnar, fjörmiklar og hraustar.
Gindumar em bara svolítið sér-
kennilegar í útliti. Hin elsta
þeirra, Duchess, fæddist í apríl
1985, og það var kind, sem bar
henni. Duchess hefur andlits-
drætti og augu geitar, en afgang-
urinn er „kindarlegur": stuttir
fætur, klaufír og þykk ull.
Anderson segir, að tilraunir
þessar séu ómetanlegar vegna
rannsókna á æxlun og meðgöngu
búpenings.
„Við læmm ýmislegt um eðli
þeirra hindrana, sem koma í veg
fyrir, að ein dýrategund geti
gengið með fóstur annarrar teg-
undar," segir hann.
Skilningur á þessu gangverki,
bætir hann við, gæti leitt til um-
talsverðra framfara, t.d. við
björgun dýrategunda, sem em í
yfírvofandi útrýmingarhættu.
Yrði þá e.t.v. mögulegt að planta
frjóvguðu eggi þeirra í algengari
dýr, sem tækju að sér hlutverk
staðmóður.
Einkaleyf i á dýrum
En allt frá því að rannsóknir
þeirra félaga vom kynntar í
Bandaríkjunum í aprílmánuði
síðastliðnum — eftir að Banda-
ríska einkaleyfa- og vömmerkja-
stofnunin hafði kveðið upp þann
úrskurð, að fá mætti einkaleyfi á
dýmm „sem framleidd em fyrir
tilverknað manna“ — hefur And-
erson sætt gagnrýni dýravemdun-
arsinna. Þeir segja, að slíkt fíkt
brjóti í bága við lífhelgina.
Af því að gindur em gerðar úr
frumum kindar- og geitarfóstra,
lægi yfírleitt beinast við að gera
ráð fyrir, að kindur létu blendings-
fóstrinu sem framandi líkamsvef.
En í fæstum tilfellum hefur það
gerst, að gindarfóstrinu hafí verið
hafnað, að sögn Andersons. Hann
heldur, að ástæðan sé sú, að fóstr-
ið sendi frá sér viðeigandi líffræði-
leg boðmerki og ýti undir
heilbrigðan þroska legs og leg-
köku, sem sjái því síðan fyrir
næringu fram að fæðingu.
í júnímánuði síðastliðnum
gekkst Duchess undir fijósemi-
próf. Hún tók að sér hlutverk
staðmóður og bar lambi, sem
Anderson hafði plantað á fóstur-
stigi í leg hennar. Nú em þau
saman í stíu.
Anderson ætlar að leiða Duc-
hess undir hrút til þess að sanna,
að hún geti myndað egg og sé fær
um að eignast eigin afkvæmi, sem
yrðu lömb.
Hann vonast enn fremur til, að
tækifæri gefíst til að leiða hana
undir geithafur, til þess að unnt
sé að ganga úr skugga um, hvort
hún framleiði geitaregg og geti
borið kiðlingi.
En hún verður aldrei fær um
að eignast gind, nema því aðeins
að Anderson planti gindarfóstri í
leg hennar.
Útnefning hæstaréttardómara í Bandaríkjunum:
Ginsburg hæfur þrátt
fyrir marijuananeyslu
- segir Ronald Reagan Bandaríkjaforseti
Washington, Reuter.
DOUGLAS Ginsburg dómari,
sem Ronald Reagan Bandarikja-
forseti hefur útnefnt til embættis
hæstaréttardómara, lýsti því
óvænt yfir í gær að hann hefði
á árum áður neytt fíkniefnisins
marijuana. Reagan forseti sagði
að þessar upplýsingar breyttu
engu um hæfni Ginsburgs til að
gegna þessu starfi. Robert Byrd,
leiðtogi demókrataflokksins í
fulltrúadeild Bandaríkjaþings,
hvatti Ginsburg hins vegar til að
draga sig i hlé sökum þessa.
í yfirlýsingu Ginsburgs, sem er
41 árs að aldri, sagði að ótilgreind-
ir aðilar hefðu spurst fyrir um hvort
hann hefði neytt fíkniefna og hefði
hann því talið heppilegt að skýra
frá hinu rétta í málinu. Ónafn-
greindir bandarískir embættismenn
staðfestu að fjölmiðlar og frétta-
stofur hefðu komið spurningum í
þá veru á framfæri.
„Eftir því sem ég man best
neytti ég einu sinni marijuana er
ég var við nám á sjöunda áratugn-
um og nokkrum sinnum á hinum
áttunda," sagði í yfirlýsingu Gins-
burgs. „Ég hef aldrei neytt annarra
fíkniefna. Þetta voru mistök og ég
iðrast þess að hafa gert þetta,"
sagði þar ennfremur. Útvarpsstöð
ein í Bandaríkjunum sagði í frétt í
gær að 6 manns hefðu orðið vitni
að marijuanareykingum Ginsburgs
og nokkrir fullyrtu að hann hefði í
eitt skiptið komið með fíkniefnið í
samkvæmi.
Þótt Reagan forseti hafí ítrekað
stuðning sinn við Ginsburg er mál
þetta talið fremur neyðarlegt ekki
síst sökum þess að Nancy, eigin-
kona Reagans forseta, hefur rekið
mikinn áróður gegn hvers kyns eit-
urlyfjaneyslu allt frá því að eigin-
maður hennar var kjörinn forseti
Banadaríkjanna. Reagan lýsti yfír
því í ræðu í júlí á síðasta ári að
sala og neysla fíkniefna yrði ekki
lengur liðin.íhaldsamir þingmenn
repúblikanaflokksins í öldungadeild
Bandaríkjaþings lýstu yfir áhyggj-
uin sínum sökum þessa máls í gær
en töldu þó að játningar Ginsburgs
myndu tæpast verða til þess að
þingmenn höfnuðu honum. Gins-
burg mun byija að svara spurning-
um dómsmálanefndar öldunga-
deildarinnar þann 7. desember en
þingmenn þurfa lögum samkvæmt
að leggja blessun sina yfir þá
Douglas Ginsburg ræðir við Ronald Reagan Bandaríkjaforseta í
Hvíta húsinu.
ákvörðun Reagans forseta að til-
nefna Ginsburg til embættis
hæstaréttardómara. Svo sem kunn-
ugt er af fréttum útnefndi Reagan
Robert Bork dómara fyrst til starf-
ans en þingmenn höfnuðu honum.
Edwin Meese, dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, sem hvatti Reagan
til að útnefna Ginsburg til starfans,
lýsti yfir eindregnum stuðningi
sínum við hann í gær. Kvaðst Me-
ese telja það virðingarvert að
Ginsburg skyldi kinnroðalaust hafa
játað yfírsjónir sínar. Marlin Fitz-
water, talsmaður Bandaríkjafor-
seta, sagði forsetann ekki teíja að
marijuananeyslan skaðaði starfs-
hæfni Ginsburgs.
Erum við orðnir útiendingar?
Bretar taka upp vegabréf Evrópubandalagsins
Observer, Laurence Marks
SAMRÆMINGIN - eða sú
kenning að hinar ólíku þjóðir
Evrópubandalagsins (EB) eigi
að taka upp samræmda siði og
háttu — er um það bil að ná til
hins breska vegabréfs.
Frá og með júlí nk. verður byij-
að að taka hin gömlu dökkbláu
harðspjaldavegabréf úr notkun og
í þeirra stað koma minni og þægi-
legri vegabréf Evrópubandalags-
ins, sem Bretar segja að séu á
litin eins og stappaðar plómur.
Hvað sem því líður eru þessi skipti
þegar hafin í hinum EB-löndun-
um.
Tilfínningasamir breskir ætt-
jarðarvinir eru vitaskuld harmi og
furðu lostnir. Menn gætu haldið
að vegabréfíð væri einungis upp-
rennandi safngripur fyrir skrif-
ræðisminjasafn, líkt og ökuskír-
teini eða krítarkort, en fyrir
fjölmarga handhafa þess hefur
vegabréfið minningagildi.
I fyrsta lagi er breska vegabréf-
ið stærra en önnur vegabréf og
þess vegna ber vitaskuld meira á
því þegar það er rétt yfír borðið.
Orðalagið er ennfremur í stór-
fenglegasta lagi: „Utanríkisráð-
herra hennar hátignar óskar og
þarfnast í nafni hennar hátign-
ar ... án fyrirstöðu og hindrunar
þjónustu og greiða ...“ og þar
fram eftir götum.
Orðalagið er þess eðlis að lesa
má milli línanna að séu Frakkarn-
ir (eða ítalimir, Belgamir eða
Spánveijamir) með eitthvem upp-
steyt, muni ríkisstjórn hennar
hátignar senda herskip á vettvang
án tafar og hefja skothríð á spila-
vítið, eða þá að sprengjuflugvélar
jafni Eiffel-tuminn við jörðu. Nú
þurfa Bretar á hinn bóginn sams
konar vegabréf og allir aðrir íbúar
EB og nafn landsins er fyrir neð-
an nafn Evrópubandalagsins. Hið
síðastnefnda hefur ekki síst orðið
til þess að Bretar hrópa upp yfir
sig: „Drottinn minn dýri, við erum
orðnir útlendingar!“
Konungsbréf
Upphaflega vom vegabréf að-
eins gefín út til handa þeim, sem
ferðuðust á vegum konungs, og
þá var tekinn fram áfangastaður,
lengd og tilgangur ferðarinnar.
Síðasta vegabréfið, sem konungur
undirritaði sjálfur, var gefið út
af Georgi III árið 1778. Eftir það
tók utanríkisráðherrann starfann
að sér.
En vegna þessa uppmna hafa
bresk vegabréf ekkert lagalegt
gildi sem slík og em gefín út sam-
kvæmt forréttindum konungs.
Það er ekki hægt að krefjast þess
af breskum þegnum að þeir hafí
vegabréf og ekki er hægt að
meina þeim um heimkomu geti
þeir sagt deili á sér og sannað
þjóðemi sitt. (Höfundur þessarar
greinar komst eitt sinn til Bret-
lands með bókasafnsskírteini
British Museum eitt að vopni.)
Gamla vegabréfið var fyrst
gefíð út árið 1921 samkvæmt
samkomulagi Þjóðabandalagsins.
Þá var landamæraeftirlit mun
strangara og tímafrekara en nú
gerist og marglitir stimplar gerðu
vegabréfin að eins konar minn-
ingabókum. Nú á dögum em
vegabréf sjaldnast stimpluð við
landamæri og vegabréfsáritanir
hafa verið lagðar niður af fjöl-
mörgum ríkjum. í sama mæli
hafa vegabréfin orðið minna
áhugaverð í útliti og í raun er
passamyndin það eina, sem ein-
hvers virði er. Myndin sýnir
glögglega hvemig viðkomandi leit
út áður en tíminn risti andlitið
rúnum reynslunnar.
Hið nýja vegabréf EB er öllu
spartanskara en hið breska. Það
J.TH.
Bretar skulu nú nota vegabréf
Evrópubandalagsins, en þeir
vilja ógjarnan sleppa þvi gamla.
fer vel í vasa, er töluvert ódýrara
í framleiðslu og er þar að auki
með upplýsingum, sem tölvur
nema, og gerir falsanir erfíðari.
Aðaltilgangur þessarar útgáfu er
þó að reyna að efla samkennd
þeirra 320 milljóna, sem búa í
ríkjum Evrópubandalagsins.