Morgunblaðið - 07.11.1987, Side 42

Morgunblaðið - 07.11.1987, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987 Jómfrúræða Sólveigar Pétursdóttur: Umræða um kynferðis- brot ákall til réttarkerflsins Hér fer á eftir jómfrúræða Sól- veigar Pétursdóttur (S.-Rvk.) er flutt var á Alþingi 5. nóvember sl. Hæstvirtur forseti. Ég mæli hér fyrir frumvarpi til laga um breytingu' á núgildandi hegningarlögum nr. 19/1940. I 1. gr. þessa frumvarps er gerð •tillaga um nýtt ákvæði er bætist við 202. gr. hgl. svohljóðandi: „Sé brot sérstaklega stórfellt, þá varðar það fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum.“ í 2. gr. frumvarpsins er gerð til- laga um breytingu á 1. mgr. 203. gr., hún verði svohljóðandi: „Kyn- ferðismök við persónu af sama kyni, þegar atvik að öðru leyti svara til þess, er í 194.—198. gr, fyrri mgr. 200. gr. og seinni mgr. 202. gr. segir, skulu varða þeirri refsingu er í þeim ákvæðum segir. í 3. gr. frumvarpsins er síðan lagt til að lög þessi öðlist þegar gildi. Mikil umræða hefur átt sér stað úndanfarið um kynferðisbrot og þá ekki síst gagnvart bömum og ljóst er að allur almenningur lítur þessi mál mjög alvarlegum augum. Túlka má þessa umræðu sem nokkurs konar ákall til íslenska réttarkerfis- ins og löggjafans um að bregðast ekki hlutverki sínu þegar slík afbrot eru annars vegar. Þess eru jafnvel dæmi að menn hafi haft tækifæri til að fremja fjölda kynferðisafbrota á löngu tímabili og getur slíkt haft það í för með sér að almenn virðing • fyrir lögum þverri. Sé lögum ekki framfylgt em þau gagnslaus til að vama afbrotum af þyí tagi sem efni laganna tekur til. Á þessu verð- ur að taka og margir eru þeirrar skoðunar að of vægt sé tekið á málum sem snerta kynferðis- og/ eða nauðgunarmál almennt. Það er alkunna að margvíslegar hvatir geta legið að baki afbrotum sem þessum og í sumum tilvikum hafa afbrotamennimir sjálfír átt við mikla erfíðleika að stríða, eru jafn- vel haldnir svonefndum persónu- leikatmflunum. Samt sem áður hafa þessir menn verið metnir sak- hæfír, þ.e.a.s. þeir gera sér grein fyrir verknaðinum og hugsanlegum ■ afleiðingum og geta því tekið út refsingu. Nú er það augljóst að taka þarf tillit til margra sjónar- miða áður en dómur er upp kveðinn. Það fer þó ekki hjá því að viðurlög þykja á tíðum næsta væg, oft að hluta til skilorðsbundin, þ.e.a.s. þá er framkvæmd refsingar frestað. Með það í huga langar mig til að minna háttvirta þingmenn á um- mæli föður eins fómarlambsins í hljóðvarpinu fyrir skömmu, þar sem ungur sonur átti hlut að máli. Hann sagði eitthvað á þessa leið: „Maður hlýtur að velta því fyrir sér hveija dómstólum er ætlað að veija í máli sem þessu, fómarlambið eða af- brotamanninn?" Það er velþekkt sjónarmið að ein- staklingur ber ábyrgð gagnvart samfélaginu á þeim athöfnum sínum, sem skaða hagsmuni ann- arra. M.a. á þessu sjónarmiði byggja hegningarlögin tilvem sína. En er tilgangur þeirra einvörðungu sá að refsa mönnum fyrir brot á ákvæðum þeirra eða býr eitthvað meira að baki? Með leyfi hæstvirts forseta lang- ar mig til þess að vitna í inngang að þýðingu á hinu margfræga riti Frelsinu eftir John Stuart Mill, sem Hið íslenska bókmenntafélag gaf út 1970. Þar er m.a. fjallað um löggjafarhugmyndir Jeromys Bent- ham er John Stuart Mill síðar nefndi nytjastefnu. Megininntak hennar varðandi refsingar og réttlætingu þeirra var sú, „að refsilög beri ekki að setja til þess að menn fái rétt- láta refsingu afbrota sinna, heldur ‘ til þess að koma í veg fyrir þá hegð- un, sem við köllum afbrot. Og nytjasiðfræðin gerir þá almennu kröfu að sérhver mannleg athöfn, hvort heldur lagasetning eða hver önnur athöfn sem er, sér réttlætt eða réttlætanleg á grundvelli afleið- inga sinna fyrir almenningsheill." (Tilvitnun lýkur). Hegningarlögum er því ekki ein- ungis ætlað að refsa fyrir afbrot heldur er þeim ætlað að hafa vam- aðaráhrif, þ.e.a.s. koma í veg fyrir að afbrot séu framin, og sérhver breyting á þeim á að vera til bóta fyrir almenningsheill. Það er ekki síst með þetta sjónarmið í huga sem ég tel rettarbóta þörf. Viðurlög gegn kynferðisbrotum hafa verið í íslenskri löggjöf um langan tíma, allt frá elstu lög- bókum. Viðurlög hafa þó verið mismunandi ströng og hafa vafa- laust mótast nokkuð af hinu siðræna viðhorfi almennings á hveijum tíma. Réttarþróunin hefur orðið sú að böm og ungmenni njóta nú orðið betri verndar en áður var. Sem dæmi má nefna 174. gr. eldri hegn- ingarlaga frá 1869, þar sem það varðað hegningarvinnu allt að 8 árum ef maður framdi saurlífí með stúlkubarni undir 8 ára aldri. Sam- bærilegt ákvæði er í 1. mgr. 200 gr. núgildandi hegningarlaga sem íjallar um samræði við bam undir 14 ára aldri og viðurlögin eru þyngri, eða fangelsi allt að 12 árum. Er það fyllilega í samræmi við þau umhyggjusjónarmið sem búa að baki slíkri löggjöf. Frumvarp þetta byggir að sjálfsögðu einnig á þess- um sjónarmiðum. Lagaákvæði þessa fmmvarps em í 22. kafla hegningarlaganna og vil ég af því tilefni vekja sérstaka at- hygli háttvirtra þingmanna á því, að bæði 21. kafli og 22. kafli hgl. um sifskaparbrot og skírlífisbrot hafa staðið óbreytt í 47 ár eða allt frá árinu 1940 og má það merki- legt teljast. Engu er líkara en þessi afbrot hafi sætt svipaðri meðferð og óhreinu bömin hennar Evu, eng- inn mátti sjá þau né um tala. En nú hefur lokinu verið lyft af. Mér er kunnugt um það að svoköll- uð nauðgunamefnd hefur verið starfandi skv. þingsályktunartillögu frá árinu 1984. Henni er ætlað að endurskoða þau ákvæði 22. kafla hgl. sem fjalla um brot gegn kyn- frelsi kvenna, þ.e.a.s. greinar 194—199, en ekki þær greinar sem fmmvarp þetta fjallar um. Vafa- laust og vonandi verða bæði 21. og 22. kafli hgl. endurskoðaðir í heild í náinni framtíð, svo sem þegar hefur verið gert á hinum Norður- löndunum. En að óbreyttum lögum tel ég mál þetta það brýnt að það þoli enga bið. Bæði er það að fjöldi þessara mála af alvarlegra taginu virðist fara vaxandi og eins hitt að borgarar þessa lands standa hér ekki jafnir fyrir lögum. í þessu sambandi vil ég sérstak- lega benda á 194. gr. hgl. um nauðgun þar sem viðurlög em fang- elsi allt frá 1 ári og upp í 16 ár eða jafnvel ævilangt. Það er þó einn galli á gjöf Njarðar. 194. gr. er kynbundin, sbr. upphafi hennar: „Ef kvenmanni er þröngvað til hold- legs samræðis ...“ o.s.frv. Fræðimenn í refsirétti segja lög- jöfnun frá þessu ákæði útilokaða. Samkvæmt gagnályktun njóta því karlar ekki þessarar refsivemdar, né heldur þeir er verða fyrir kyn- ferðisbroti, þar sem samkynja persóna á hlut að máli, þ.e.a.s. homosexual mök. Þetta gildir jafn- vel þótt verknaðurinn sé framinn með því ofbeldi eða nauðung sem 194. gr. gerir ráð fyrir. — Þess má reyndar geta að nauðgunará- kvæðið er ekki kynbundið á hinum Norðurlöndunum, að Finnlandi und- Sólveig Pétursdóttir anskildu. Fmmvarpinu er ætlað að bæta úr þessu með því að sambæri- leg refsing verði lögfest, einnig í þeim tilfellum þegar um kynferð- ismök önnur en samræði er að ræða. I fmmvarpinu segir í greinargerð um 202. gr. hgl. með leyfi hæstv. forseta: Greinargerð Um 202. gr. „202. gr. núgildandi hgl. hljóðar svo: „Hafi nokkur, þeg- ar svo er- ástatt, sem í 194.—201. gr. segir, gerzt sekur um önnur kynferðismök en samræði, þá skal beita vægari hegningu að tiltölu." Þetta orðalag „„vægari hegn- ingu“, er til refsilækkunar, hins vegar er það ekkert skilgreint hvorki í lögunum sjálfum né grein- argerð og enginn refsirammi til- greindur. Það er því algerlega á valdi dómstóla að ákveða viðurlög við þessum afbrotum. Hinsvegar má það teljast ljóst að kynferðismök önnur en samræði geta haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér, sbr. m.a. rit prófessors Jónatans Þórmundssonar Um kynferðisbrot, inngangur, en þar segir á bls. 16 með leyfi hæstvirts forseta: „Hugtakið holdlegt samræði er hvorki skilgreint í lögum né greinar- gerð. Samræði hefur í fræðiritum og framkvæmd verið takmarkað við hefðbundnar samfarir karls og konu. Með þessu eru útilokuð kyn- mök samkynja persóna og mök karls og konu með öðrum hætti en notkun kynfæranna einna. Það kann þó að vera jafnalvarlegt, ef brotaþola er misboðið kynferðislega með öðrum hætti, að slepptri þung- unarhættunni. Má þar nefna kynferðisathafnir, er beinast gegn öðrum hlutum líkamans eða fram- kvæmdar eru með verkfærum." Réttarþróun víða hefur hnigið í þá átt að endurmeta refsinæmi kynferðisbrota og þá ekki síður ýmsar kynferðisathafnir aðrar en samræði. Sem dæmi má nefna að hugtakið „sexual penetration“ í hegningarlögum Illinoisríkis tekur til hvoru tveggja. Þá var það lög- fest 1984 í Svíþjóð að jafna ýmsum kynferðisathöfnum við samræði, ef þær veita eða eru til þess fallnar að veita hinum brotlega kynferðis- lega fullnægingu. í 1. mgr. 195. gr. norsku hegn- ingarlaganna varðar afbrot fangelsi allt að 10 árum fyrir „utugtlig omgang" við bam undir 14 ára aldri, en það varðar fangelsi ekki skemur en 1 ár ef afbrotið felur í sér samræði. Hugtakið „utugtlig omgang" virðist hér nokkuð víðtækt og felur einnig í sér sam- ræði. í 2. mgr. þessarar sömu laga eru viðurlögin fangelsi allt að 21 ári, ef afbrotið hefur alvarlegar afleið- ingar í för með sér. Hér er tekið fram að kynsjúkdómar falli undir þetta ákvæði. 2. mgr. 202. gr. hgl. er því ný- mæli og hljóðar svo: „Sé brot sérstaklega stórfellt, þá varðar það fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 ámm.“ „Sérstaklega stórfellt" tekur til þess hvérsu gróft brotið í heildina er, og verður ekki tæmandi talið. Hér fellur þó undir sú aðferð sem notuð er, svo sem ofbeldi eða frelsis- svipting og fjöldi tilvika. Skaðlegar afleiðingar brots fyrir sálarheill og líkamlegt heilbrigði brotaþola falla hér einnig undir, t.d. ef verknaður hefur kynsjúkdóm eins og eyðni í för með sér, að uppfylltum ásetn- ingarkröfum. I fmmvarpinu segir enn fremur í grg. um 1. mgr. 203. gr. hgl., með leyfi hæstvirts forseta: Um 203. gr. Þetta ákvæði fjallar um kynferðismök við persónu af sama kyni, og hefur falið í sér miklu lakari vernd en ákvæði er snerta önnur kynferðisbrot, þegar litið er til refsimarkanna. Refsihámarkið hefur verið bundið við 6 ára fang- elsi, sem er miklu lægri refsing heldur en lögbundið er, t.d. við 194. gr. 16 ár og 1. mgr. 200. gr. hgl. 12 ár. Slíkt fær ekki samrýmst nútímaviðhorfum, hvorki efnislega né réttarfarslega. Hér er breytingar þörf og mótast sú þörf ekki síst af fjölda alvarlegra mála nú síðustu árin, þar sem brotaþolar em einatt ungir drengir. Og afbrotamaðurinn karlkyns. Læknisfræðilegar líkur benda til þess að einmitt þessi tegund af- brota geti haft mjög skaðlegar afleiðingar í för með sér fyrir brota- þola, og er þá m.a. átt við kynsjúk- dóm eins og eyðni. Því þykir full ástæða til þess, að lögum óbreytt- um, að í lagaákvæði þessu sé einnig vísað til 2. mgr. 202. gr., sem get- ið er um í frumvarpinu. Að öðm leyti vísast til framangreindrar grg. með 200 gr. hgl. Til frekari stuðnings þessu fmm- varpi um breytingu á hegningarlög- um má leiða að því rök að brotaþolar, sérstaklega böm, .piga oft erfíðara með að sýna fram á það að þau hafí verið beitt nauðung eða ofbeldi við afbrot af þessu tagi þannig að 194. gr. eigi við Almennt eiga þau erfiðara með að bera hönd fyrir höfuð sér og því er það skylda okkar að vemda þau gegn misneyt- ingu af þessu tagi. Hæstvirtur forseti. Það er ekki refsigleði er ræður gjörðum flutn- ingsmanns í máli þessu, heldur brýn þörf á réttarbót. Þessi afbrot em almennt litin mjög alvarlegum aug- um og þau hljóta að snerta alla þjóðfélagsþegna. Ennfremur gætir þess misræmis í þessum kafla hgl. að ekki verður lengur við unað. E.t.v. má finna hér nokkra skýringu á þeim tiltölulega vægu viðurlögum er beitt hefur verið 'i dómum síðustu ára. Ef löggjafinn hefur fmmkvæði að því að samræma og herða refsi- löggjöf við kynferðisbrotum þá felur það í sér vísbendingu til dómstóla um breytt refsimat. Að sjálfsögðu er ekkert eitt sjón- armið sem ræður ákvörðun refsing- ar fremur en setning refsilaga. Meta skal refsihæð hveiju sinni eftir öllum atvikum máls og per- sónulegum högum sökunauts, að því leyti sem máli getur skipt.. Ég verð þó að skýra frá því hér, hátt- virtir þingmenn að núna í morgun frétti ég að búið væri að kveða upp dóm í kynferðisbrotamáli, þar sem afbrotamaðurinn var karlmaður en fórnarlambið 9 ára drengur. Dóm- urinn hljóðaði upp á 8 mánuði fangelsi, þar af 6 mánaða skilorðs- bundið sem þýðir í raun að afbrota- maðurinn mun aðeins sitja 2 mánuði í fangelsi, svo fremi sem hann biýt- ur ekki skilorðið. Það skýtur því óneitanlega skökku við, svo að dæmi sé tekið, að dómar í ölvunar- akstursmálum eru oft óskilorðs- bundnir og munu almennt varnaráhrif ráða þar talsverðu um, þ.e.a.s. vegna þeirrar hættu sem slík brot hafa í för með sér. Án þess að gera lítið úr alvöru þeirra afbrota þá hlýtur að mega gera kröfu til þess að svipaðra sjónar- miða sé gætt við kynferðisbrot, og þá ekki síst þau sem beinast gegn börnum. Hæstvirtur forseti. Ég legg til að lokinni umræðu, að frumvarpinu verði vísað til 2. umræðu og hátt- virtar allheijamefndar. Ný hljómplata með Reyni GEFIN hefur verið út hljómplata með harmoníkueinleik Reynis Jónassonar sem nefnist Leikið tveim skjöldum. Áður hafði Reynir sent frá sér tvær plötur og leikið sem aðstoðarmaður annarra á nokkrum plötum. Meðal laga plötunnar eru Viki- vaki og Söngur jólasveinanna eftir Jón Múla Amason, Tangó fyrir Bubba eftir Ríkharð Öm Pálsson, Ástartöfrar eftir Valdimar Auðuns- son, Ástarsæla eftir Gunnar Þórðarson og Stolt siglir fleyið mitt eftir Gylfa Ægisson, auk laga eftir Amsten Johansen, Malando, Andrew Walter og Frosini. Reyni til aðstoðar á plötunni eru Friðrik Karlsson gítarleikari, Þórð- ur Högnason bassaleikari, Sveinn Óli Jónsson trommuleikari, Szymon Kuran fiðluleikari, Reynir Sigurðs- son sem leikur á ásláttarhljóðfæri, auk þess sem Anna Maguire leikur á lágfiðlu og Lovísa Fjeldsted á knéfiðlu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.