Morgunblaðið - 07.11.1987, Page 54

Morgunblaðið - 07.11.1987, Page 54
Xrl 54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987_ Skattlagning eigna- tekna í endurskoðun Kallar á upplýsingamiðlun frá bönkum og fjármálastofnunum Kaflar úr fjárlaga- ræðu Jóns Baldvins Hannibalssonar í fjárlagaræðu Jóns Bald- vins Hannibalssonar, fjár- málaráðherra, sem flutt var á Alþingi sl. miðvikudag, var m.a. fjallað ítarlega um endur- skoðun skattakerfis. Morgun- blaðið birtir þann kafla ræðunnar hér á eftir í heild: Fyrsta skrefið í endurskoðun skattakerfisins var tekið á öndverðu þessu ári þegar samþykkt voru hér á Alþingi lög um staðgreiðslu opin- berra gjalda og breyting gerð á lögum um tekjuskatt og eignar- skatt í þeim tilgangi að einfalda þau lög og gera þau aðgengilegri fyrir framkvæmd staðgreiðslu. Staðgreiðsla skatta Frá samþykkt laganna hefur ver- ið unnið að undirbúningi fram- kvæmdar á vegum fjármálaráðu- neytisins og embættis ríkisskatt- stjóra. Nefnd skipuð fulltrúum þessara aðila og fulltrúum frá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga var falið að hafa með höndum umsjón með undirbúningnum og annast samræmingu. Stofnuð var sérstök deild, staðgreiðsludeild, við embætti ríkisskattstjóra og að henni ráðnir starfsmenn. Vinnur hún að undir- búningi staðgreiðslunnar í sam- vinnu við Skýrsluvélar ríkisins, ríkisbókhald o.fl. og annast kynn- ingu á málinu. Sérstakur vinnuhóp- ur skipaður fulltrúum fjármálaráðu- neytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur unnið að undir- búningi þeirra þátta er snúa að móttöku og innheimtu gjaldheimtu- mála. Undirbúningur flestra þátta er vel á veg komin og ekki ástæða til að ætla annað en að staðgreiðslu verði komið á í samræmi við upp- haflega áætlun. Fram kom á Alþingi á sl. vetri þegar framangreind lög voru þar til umfjöllunar að rétt væri að skipa nefnd með fulltrúum þingflokkanna o.fl. til þess að kanna nánar ýmsa þætti staðgreiðslumálsins og hinna breyttu laga um tekju- og eigna- skatt m.a. í ljósi skattálagningar á þessu ári. Nefnd þessi var skipuð í sumar og hefur starfað að verkefni sínu frá því í byrjun september. Nefnd um staðgreiðslu fjallaði í upphafi starfs sín um ýmis tæknileg og framkvæmdaleg atriði í lögum um staðgreiðslu, sem hafði sýnt sig í undirbúningsvinnunni að ástæða væri til að lagfæra. Nefndin skilaði ráðuneytinu álitsgerð um þessi at- riði og tillögum um breytingar á staðgreiðslulögunum. Innan fárra daga verður lagt fram frumvarp til laga með þessum breytingum og fleiri. Þessar breytingar eru eins og áður sagði fyrst og fremst um tæknileg framkvæmdaatriði en breyta ekki staðgreiðslulögunum í neinum meginatriðum og munu á engan hátt raska undirbúningi framkvæmdar. Nefnd um staðgreiðslu vinnur nú að síðari hluta verks síns þ.e. að endurskoða og endurmeta það álagningakerfi opinberra gjalda, sem ganga á í gildi um næstu ára- mót og á að vera grundvöllur skattheimtu í staðgreiðslu. Hluti af þessu starfí er að fjalla um hús- næðisbætur, vaxtaafslátt, sjó- mannaafslátt, bamabætur o.fl. atriði sem lögin fjalla um og komu til umræðu á Alþingi þ.e. framtala fyrir árið 1986 og álagningu gjalda á árinu 1987 og með tilliti til þess, að hvað skattlagningu varðar náist þau markmið, sem sett voru fram við undirbúning laganna á síðasta þingi þ.e. að kerfísbreyting sjálf breyti ekki sjálfkrafa tekjum ríkis- sjóðs af skatti þessum né raskaði vemlega dreifíngu skattbyrði. Að sjálfsögðu kunna ýmsir að telja ástæðu til að breyta öðm hvom eða báðum þessum atriðum. Slík sjónarmið eiga fullan rétt á sér en fyrir skýrleiks sakir þykir rétt að halda þeim aðgreindum frá ákvörð- un um kerfíð sjálft og mat á því með hvaða stuðlum verði komist sem næst því að halda óbreyttu ástandi í þeim tveimur atriðum sem nefnd vom. Umræða um breytingar á þessum atriðum em eðlilegar í framhaldi af því mati sem nefnd- inni er ætlað að gera, en era ekki í verkahring hennar sem slíkrar. í fjárlagafmmvarpinu er gert ráð fyrir að skattbyrði af tekjuskatti verði áþekk því sem áformað var að hún yrði á árinu 1987 við af- greiðslu fjárlaga fyrir það ár og þegar ákveðnar vom breytingar á tekjuskattslögunum. Mun athugun nefndar um staðgreiðslu væntan- lega leiða í ljós, hvort unnt verður að ná þeirri tekjuáætlun með því skatthlutfalli 28,5% og á þeim per- sónuafslætti 139.000 kr. miðað við febrúarvísitölu 1987, sem nú er í lögum. Staðgreiðsla skatta ræðst þó ekki eingöngu af ákvörðunum ríkisins. Að óbreyttri álagningu mun um 60% skattheimtu með þessu kerfi renna til sveitarfélaga sem útsvar. Hefur hlutur þeirra heldur farið vaxandi á undanfömum ámm. Skattbyrði einstaklinga ræðst því ekki síður af ákvörðunum sveitarfé- laga en ríkisins. Staðgreiðslukerfi skatta var komið á í samvinnu við aðila vinnu- markaðarins og ekki síst eftir óskum frá stærstu launþegahreyf- ingum landsins. Gerð kerfisins eins og hún birtist m.a. í skatthlutfalli og ekki síst í skattleysismörkum var framlag stjómvalda til sam- komulags um kjaramál á síðasta ári. Að ekki skuli allt hafa gengið eftir eins og þá var að stefnt verð- ur trauðla skrifað á reikning stjóm- valda, að minnsta kosti ekki á reikning skattkerfísbreytinganna. Mikilvægt er að í millum þeirra aðila sem að þessu máli hafa unnið haldist fullt traust og að í öllu verði staðið við þann ásetning sem uppi var í þessu efni á sl. vetri. Ríkisstjómin hefur fyrir sitt leyti lýst vilja sínum, til þess að svo verði. Kemur það fram í áætlun fjárlagafrumvarpsins um tekjuskatt einstaklinga og mun sýna sig í til- lögugerð stjómarinnar um tekju- skattslögin í framhaldi af starfi nefndar um staðgreiðslu. Ekki skal fullyrt um hveijir verða endanlegir stuðlar skattkerfisins fyrr en niðurstöður athugana nefndar um staðgreiðslu liggja fyrir og Alþingi hefur á nýjan leik Qallað um, ef tilefni verður til breytinga. Sú áætlun um tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga, sem er í fmmvarpi til fjárlaga miðast við að skattar þessir verði svipað hlutfall af tekjum einstaklinga og þær hafa verið. Var annars vegar höfð til hliðsjónar sú áætlun um skattbyrði af tekjuskatti sem fyrir lá þegar Qárlög fyrir árið 1987 vom sett, en hún er jafnframt sú áætlun, sem miðað var við þegar staðgreiðslu- lögin vom sett. Hins vegar var lítið til þeirrar skattbyrði, sem varð í reynd á þessu ári, en hún varð vem- lega lægri en áætlað hafði verið, sökum þess að laun hafa hækkað milli áranna 1986 og 1987 langt umfram það sem áætlað var í lok síðasta árs. Tala fjárlagafmm- varpsins liggur þama á milli en hana verður að sjálfsögðu að endur- skoða þegar ljóst er, hver niður- staða verður komin um skatthlut- fa.ll, persónuafslátt og annað það, sem tengist staðgreiðslunni, og ráða mun tekjum ríkissjóðs af þess- um stofni. Setning laga um staðgreiðslu hafði þann tilgang auk einföldunar á kerfínu að lækka jaðarskatt m.a. með því að breikka skattstofninn og að hækka skattleysismörk, sem gert var með mikilli hækkun per- sónufrádráttar. Samkvæmt lögun- um eins og þau liggja nú fyrir er tekjuskattshlutfallið 28,5%. Við það mun bætast útsvarshlutfall, sem áætlað var að þyrfti að vera 6,25% þannig að í heild yrði skatthlut- fallið 34,75%. Með hliðsjón af verðlagshorfum má áætla að persónuafsláttur að óbreyttum skattalögum verði um 169.700 krónur á árinu 1988, barnabætur með fyrsta bami yrðu þá um 15.525 krónur og aðrar bætur hækkuðu í hlutfalli við það. Gangi þessi áætlun eftir verða skattleysismörk á árinu 1988 þessi hjá eftirgreindum skattaaðilum. Einstaklingur 488.695 á ári eða 40.695 kr. á mánuði að jafnaði. Bamlaus hjón sem bæði afla tekna 976.690 á ári eða 81.390 kr. á mánuði að jafnaði. Iljón með tvö böm, þegar annað hjóna aflar tekna, 1.044.000 kr. á ári eða 87.000 krónur á mánuði að jafnaði, eftir að tekið hefur verið tillit til barnabóta. Einstætt foreldri með tvö börn 819.600 kr. á ári eða 68.300 kr. á mánuði að jafnaði, að teknu tilliti til bamabóta. Eins og áður er sagt em tölur þessar miðaðar við að álagningar- regium tekjuskatts verði ekki breytt frá því sem nú er í lögum og að útsvar til sveitarfélaga verði ekki hækkað. * Alagming útsvars Sveitarfélög landsins em stór aðili að máli þessu. Ákvarðanir þeirra um álagningu útsvars skipta hér miklu. Samkvæmt þeim breyt- ingum á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, sem ákveðnar vom í tengslum við staðgreiðsluna, er sveitarfélögum landsins fijálst að ákveða útsvarshlutfall allt að til- teknu hámarki, sem er í reynd nokkm hærra en áður var. Hámark þetta er 7,5%. En samkvæmt þeim útreikningum sem gerðir vom næg- ir sveitarfélögum u.þ.b. 6,25% útsvar til þess að halda því raun- gildi útsvarstekna, sem þau hafa haft á undanförnum ámm. Álagn- ing útsvars á þessu ári staðfestir þá niðurstöðu og sýnir að lítið eitt lægri útsvarsprósenta en 6,25% hefði nægt sveitarfélögunum til þess að fá í staðgreiðslu sömu tekj- ur og þau hafa á þessu ári. Félagsmálaráðherra mun eins og lög kveða á setja reglugerð um það hlutfall útsvars sem innheimt verð- ur í staðgreiðslu. Slíka reglugerð skal setja að fengnum tillögum Sambands íslenskra sveitarfélaga og að teknu tilliti til áforma sveitar- stjóma um útsvarsálagningu á komandi ári. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur þegar gert til- lögu um að innheimtuhlutfallið verði í hámarki þ.e. 7,5%. Gangi það eftir og verði álagning í sam- ræmi við það er hér um að ræða u.þ.b. 20% hækkun á raungildi út- svarstekna sveitarfélaga. Miðað við árið 1987 yrði þessi viðbótarskattur sveitarfélaganna u.þ.b. 1,5 milljarð- ur króna. Þessi viðbótarskattheimta mundi hækka skattbyrði beinna skatta ríkis og sveitarfélaga um meira en 1/10 eða úr u.þ.b. 11% í yfír 12% og hún myndi raska þeim forsendum sem gengið var út frá við gerð staðgreiðslukerfisins vem- lega. M.a. myndi hún hækka innheimtuprósentuna úr 34,75% í 36% og lækka skattleysismörkin um ca. 1.400 krónur á mánuði eða 17.000 á ári hjá einstaklingi og um 30—34.000 krónur á ári hjá hjón- um. Skattahækkunin hjá þeim sem em ofan skattleysismarkanna yrði 1,25% af heildartekjum þeirra en vegna þeirra sem em neðan mark- anna legði ríkissjóður sveitarfélög- um^til þá fjárhæð. Ákaflega óheppilegt væri að sveitarfélög notuðu fyrsta ár stað- greiðslunnar til að auka skatt- heimtu sína svo vemlega og ynnu þannig gegn þeim markmiðum sem stefnt var að með ákvörðun um staðgreiðslu á sl. vetri þ.e. að halda skattbyrði óbreyttri í heild og að hækka skattleysismörkin. Það verð- ur að ætla að mat Sambands íslenskra sveitarfélaga á álagning- aráformum sveitarfélaganna sé ekki byggt á raunhæfum gmnni. Skattlagning eignatekna Næstu skref í endurskoðun laga um tekjuskatt og eignarskatt em annars vegar lagaákvæði um eigna- tekjur og hins vegar ákvæði um skattlagningu fyrirtækja. Unnið er að undirbúningi í báðum þessum málaflokkum en nokkuð er enn í land að tillögur liggi fyrir. Eignatekjur einstaklinga em skv. núgildandi lögum að vemlegu leyti undanþegnar tekjuskatti. Tekur það til vaxta, affalla og gengis- hagnaðar af innistæðum í bönkum og sambærilegum stofnunum svo og af verðbréfum, víxlum og sam- bærilegum kröfum. Einnig er arður af hlutabréfum skattfijáls hjá mót- takanda að ákveðnu marki auk þess sem arðgreiðslan er frádráttarbær hjá fyrirtækinu, einnig að vissu marki. Ennfremur em kaup á hluta- bréfum að tiltekinni Ijárhæð frá- dráttarbær frá skattskyldum tekjum. Áðrar tekjur sem em í eðli sínu eignatekjur að fullu eða að hluta til, em hins vegar skattlagðar að fullu, svo sem leigutekjur, ýmsar arðgreiðslur, söluhagnaður o.fl. Endurskoðun á skattlagningu eignartekna mun óhjákvæmilega snerta mjög skattlagningu eigna, skattlagningu fyrirtækja og skatt- lagningu einstaklinga með rekstur. Meginsjónarmið við umíjöllun eignatekna er að meðhöndla allar tekjur eins, án tillits til þess hvaðan þær koma. Slíkt sjónarmið stangast hins vegar á við sjónarmið þeirra sem vilja nota þennan þátt skatta til að þjóna öðmm markmiðum en tekjuöflun, svo sem að hvetja til spamaðar eða örva eignamyndun í einu formi fremur en öðra. Þessi sjónarmið þarf að vega og meta, bæði með tilliti til þess hvort skatta- kerfið hafi í þessu efni raunvemleg áhrif, þegar litið er til langs tíma, og með tilliti til þess, hvort þau áhrif em þess virði sem þau kosta bæði í sköttum, sem taka þarf þá með öðmm hætti,,og með flóknara skattkerfi, þar sem hætta á skatt- undanvikum er meiri en ella væri. Verði farið út í almenna skatt- lagningu eignatekna að hætti flestra grannþjóða okkar verður ekki undan því vikist að koma á upplýsingamiðlun frá bönkum og öðram íjármálastofnunum svo og öllum sem versla með hvers lags verðbréf og fasteignir til skattyfir- valda. Án slíkra upplýsinga yrði öll skattheimta óömgg og eftirlit óframkvæmanlegt. Skattar á fyrirtæki Ákvæði skattalaga um fyrirtæki em í endurskoðun. Um þau gilda að mörgu leyti sömu meginsjónar- mið og um skattlagningu einstakl- inga, þ.e. að undanþáguákvæði, sérreglur og misræmi valda erfið- leikum í framkvæmd og takmarka möguleika til virks eftirlits. Auk þess sem að skattaákvæði um fyrirtæki í heild em í endurskoð- un em tiltekin atriði í sérstakri athugun m.a. með tilliti til þess, hvort rétt sé eða e.t.v. nauðsynlegt að gera á þeim breytingar, áður en að hinni almennu endurskoðun kemur. Að hluta er um að ræða atriði sem tengjast þeirri breytingu sem gerð hefur verið á skattlagn- ingu einstaklinga, en önnur em þessi eðlis að ekki er í sjálfu sér þörf á að bíða heildarendurskoðun- ar. Eitt þeirra atriða, sem snerta skattlagningu einstaklinga er skatt- hlutfall fyrirtækja. Jaðarskattur fyrirtækja er 51%. Mismunur á því hlutfalli og því sem einstaklingur greiðir af jaðartekjum sínum er orðinn allt of mikill og getur leitt til tekjutilfærslna, sem byggjast eingöngu á skattalegum forsend- um. Til athugunar er að lækka hlutfall þetta jafnframt því að felld yrðu niður skattfríðindi framlaga í varasjóð og íjárfestingarsjóð og útborgaðs arðs. Af öðmm atriðum, sem em í sérstakri athugun, má nefna af- skriftareglur og flýtifymingar, tap á útistandandi viðskiptaskuldum og mat á vömbirgðum. Ennfremur einkaneysla og fríðindi eigenda eða starfsmanna, sem látin em í té á kostnað fyrirtækja, draga úr skatt- greiðslum þess og em ekki talin njótendum til tekna. Stefnt er að því að hluti þessara breytinga geti tekið gildi á næsta ári og að jafn- framt verði þá séð til þess að þær auknu tekjur af sköttum fyrirtækja, sem fjárlagaframvarpið gerir ráð fyrír, skili sér. Ónefnt er eitt mál tengt skatta- reglum fyrirtækja, þar sem em fjármögnunarleigur. Sýnt þykir að uppgangur slíkra fyrirtækja á síðustu mánuðum stafi að minnsta kosti að hluta til af því að þjónusta þeirra er boðin og seld á þeirri for- sendu að notandinn hafi af því vemlegt skattahagræði. Hvort sem það hagræði er til lengdar eða að- eins í bráð, þ.e. skattfrestun, er

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.