Morgunblaðið - 07.11.1987, Page 55

Morgunblaðið - 07.11.1987, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987 55 óeðlilegt að skattfríðindi séu notuð sem söluvara og þessu formi fjár- festingar gert hærra undir höfði en öðru. Verður það mál athugað sér- staklega. Tollakerf i í endurskoðun Samkvæmt starfsáætlun ríkis- stjómarinnar á ný, samræmd og einfölduð gjaldskrá aðflutnings- og vörugjalda að koma til fram- kvæmda á árinu 1988. Ríkisstjómin áréttaði þessa stefnumörkun við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins, þar sem jafnframt var ákveðið, að kerfísbreytingin ætti að skila 100 milljón króna tekjuauka í ríkissjóð á næsta ári. Allt frá því íslendingar gengu í Fríverslunarbandalag Evrópu, EFTA, árið 1970 hafa almennir tollar farið lækkandi í samræmi við ákvæði samningsins við EFTA, og síðar Evrópubandalagið. Til þess að mæta tekjutapi ríkissjóðs vegna þessara tollalækkana hefur meðal annars verið ríghaldið í háa tolla á þeim vömm, sem ákvæði fríverslun- arsamninganna náðu ekki til, og jafnframt lögð margvísleg auka- gjöld á sömu vömr. Þetta hefur aftur leitt til mikils misræmis milli innflutningsverðs og innlends vöm- verðs og þar með óhjákvæmilega haft áhrif á neysluVal innanlands. Jafnframt hefur orðið að grípa til umfangsmikilla undanþága frá gjaldtöku af hráefnum, vélum og tækjum til iðnfyrirtækja, til þess að jafna sem mest samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum aðilum. Allt þetta hefur síðan orðið til þess að torvelda mjög framkvæmd og eftirlit með álagningu og innheimtu aðflutningsgjalda. Þess vegna verð- ur að teljast löngu tímabært að samræma og einfalda álagningu aðflutningsgjalda. Það er megintil- gangur þessarar kerfisbreytingar. Kerfisbreytingin gerir ráð fyrir, að tollkerfið verði í stómm dráttum byggt á tveimur tekjustofnum, al- mennum tollum og vörugjaldi í einu eða tveimur þrepum, í stað margra smærri gjaldstofna. Þannig er ráð- gert að fella niður eftirtalin gjöld: Sérstakt vömgjald af innflutningi og innlendri framleiðslu, tollaf- greiðslugjald og byggingariðnaðar- sjóðsgjald. Jafnframt verða hæstu tollar lækkaðir, úr 80% í 30%, að tóbaki og bensíni undanskildu. Þá er gert ráð fyrir því að tollur á matvælum falli alveg niður. Loks er gert ráð fyrir að stíga lokaskrefíð í átt til samræmingar í álagningu aðflutningsgjalda á at- vinnurekstur með því að fella niður alla tolla og vömgjöld af vélum, tækjum og varahlutum ýmiss konar til landbúnaðar og þjónustuiðnaðar. í staðinn verður tekið upp nýtt, samræmt vömgjald, sem lagt verð- ur bæði á neysluvömr og bygginga- vömr, með sem fæstum frávikum. Með þessu er stefnt að sömu álagn- ingu á hliðstæðar vömr í stað þess sem nú er, þar sem sumar vömr bera háa tolla og vömgjöld, en aðr- ar sambærilegar vömr hvorki toll né vömgjald. Þannig er leitast við að tryggja sem mest samræmi milli innlends vömverðs og innflutnings- verðs. Þessi breyting hefur í för með sér talsverða röskun á verðhlutföll- um hér innanlands. Þess em jafnvel dæmi, að einstakar vömtegundir lækki um 40—50% í verði, meðan aðrar hækka um 20—30%. Hjá þessu er erfítt að sneiða, nema með því að ganga þvert á þann megintil- gang breytingarinnar, að einfalda álagningu og bæta eftirlit með inn- heimtu aðflutningsgjalda og jafn- framt samræma verðhlutföll á hliðstæðum vöram. Það segir sig sjálft, að áhrif svo umfangsmikilla tollbreytinga em ákaflega vand- metin. Þetta á jafnt við um áhrif á tekjuhlið ríkissjóðs og raunar ekki síður verðlagsáhrifin eins og þau koma fram í vísitölum framfærslu- og byggingarkostnaðar. Með þessum fyrirvömm má þó ætla, að lækkun tolla og niðurfell- ing hinna ýmsu gjalda hafí í för með sér rúmlega 4 milljarða króna tekjutap fyrir ríkissjóð á næsta ári, sem álagning vömgjalds eða vöm- gjalda þarf að brúa. Söluskattur í starfsáætlun ríkisstjómarinnar er því lýst yfír, að undanþágum frá núverandi söluskatti verði fækkað í áföngum, sem aðdraganda að nýju skattkerfí. Fyrstu skrefín í þessu efni vom tekin á liðnu sumri með sérstökum 10% söluskatti á ýmsa flokka matvöm og þjónustu- greinar. Næsta skref er ráðgert um næstu áramót, en fallið var frá áformum um að flýta þeirri aðgerð, til þess að greiða fyrir þeim viðræð- um um kjarasamninga sem nú fara í hönd. Söluskattur er nú 25%. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hvílík freisting undandráttur frá þessum skatti sem er svo hár hlýtur að vera. Við þetta bætist, að undan- tekningar eða undanþágur frá skattinum em svo fjölskrúðugar, að eftirlit með innheimtu og jafnvel álagning þessa skatts er illfram- kvæmanleg. Undanþágur frá sköttum eiga vafalaust flestar rétt á sér, þegar þröngt er skoðað. Það er hins vegar mannlegt, að leita að smugum í skattakerfinu. Undan- þágufarganið og smugumar verða um síðir svo margar og flóknar, að brestir myndast í skattakerfinu. Þannig er nú komið fyrir söluskatt- skerfínu. Við þetta bætist, að vegna uppsöfnunaráhrifa söluskatts er kerfíð dragbítur á framþróun og verkaskiptingu í atvinnulífi og á viðskipti milli landa. Brestir núver- andi söluskattskerfis em svo alvarlegir og ágallamir svo miklir, að ekki er um annað að ræða, en að byggja upp nýtt kerfi, taka upp virðisaukaskatt. Virðisaukaskattur Virðisaukaskattur hefur á síðustu áratugum verið tekinn upp í flestum löndum V-Evrópu. Kostir þessa skattakerfis em einkum þeir, að skatturinn er hlutlaus gagnvart atvinnurekstri og neysluvali. Hann hvorki ívilnar eða íþyngir einstökum aðilum. Fmmvarp til laga um virðis- aukaskatt hefur þrisvar verið lagt fyrir Alþingi, en ekki náð fram að ganga. Efnisleg umfjöllun um málið hefur hins vegar verið lítil á stund- um, m.a. á síðasta þingi þegar frv. þessa efnis lá síðast fyrir. Þá sætti umfang og eðli hliðarráðstafana vemlegri gagnrýni, sem og skatt- hlutfallið, sem þá var ráðgert 24%. Við undirbúning málsins er nú mjög byggt á fyrra framvarpi, en miðað við að skatthlutfallið verði mun lægra eða 21—22% og verði '/2—1% lægra en skatthlutfall í söluskatti. Upptaka virðisaukaskatts mark- ar þriðja og síðasta skrefið í umskipan söluskattskerfisins skv. verkefnaskrá ríkisstjómarinnar. Aðdragandinn felur hins vegar í sér vemlegar breytingar á söluskatti með fækkun undanþága. Að þessu máli er unnið samhliða endurskoðun frv. um virðisaukaskatt. Reiknað er með því, að söluskattur geti um næstu áramót lækkað í um 22%, en söluskattur á þjónustu verði nokkm lægri. Samhliða því að söluskattur verð- ur lagður á fleiri vömflokka en nú, verður ráðist í all umfangsmiklar hliðarráðstafanir til þess að bæta þeim tekjulægstu áhrif söluskatts á matvömverð. í þessu skyni er m.a. ráðgert sérstök hækkun á bótum lífeyristrygginga, en ríkisstjórnin væntir þess að öðm leyti, að gott samstarf megi takast við aðila vinnumarkaðarins um framkvæmd þessara ráðstafana. í þessu sam- bandi kemur auðvitað sérstaklega til athugunar lækkun skatta í stað- greiðslukerfi, hækkun barnabóta, bamabótaauka og persónuafslátt- ar. Með staðgreiðslukerfinu opnast nýir möguleikar til tilfærslna til þeirra sem við rýmst kjör búa. Tekjutilfærslur um kerfi óbeinna skatta til tekjulágra þjóðfélagshópa munu alltaf missa marks að stómm hluta. Miklu vænlegra er að slíkar tilfærslur fari um tekjuskattskerfí eða fjölskyldubætur. Verðlagsáhrif söluskattsbreyt- inga og breytinga á tollum og vöragjöldum er eðlilegt að skoða í einu lagi, enda ráðgert að þessar breytingar taki gildi samtímis. Auð- vitað verður ekki sagt fyrir um þær með vissu fyrr en hliðarráðstafanir hafa verið skilgreindar, en reikna má með því að verðlagshækkun á mælikvarða framfærslukostnaðar svari til 1 */2—2%, en um V2% í vísi- tölu byggingarkostnaðar. Launaskattur Af endurskoðunarverkefnum skal hér að lokum minnst á launa- skatt. Markmið endurskoðunarinn- ar er að samræma þessa skatttöku í því skyni að eyða þeirri mismunun sem nú er í þessu efni milli atvinnu-' greina. Ekki er nú greiddur launaskattur af launum fyrir sjómannsstörf né af launum í fískverkun, iðnaði og landbúnaði. Hins vegar er greiddur 3,5% launaskattur af öllum öðmm launum og þóknunum. Fyrirhugað er að stíga fyrsta skref til samræm- ingar strax á næsta ári. Samkvæmt fmmvarpi til breyt- inga á lögum um launaskatt, sem lagt verður fram hér á Alþingi inn- an tíðar verður gert ráð fyrir að frá og með næstu áramótum verði lagð- ur 1% launaskattur á allar launa- greiðslur, sem nú em undanþegnar skattinum, nema laun vegna starfa í landbúnaði. Tekjuauki ríkissjóðs vegna þessara breytinga er áætlað- ur 400 milljónir króna á næsta ári og em tekjur ríkissjóðs af launa- skatti þar með áætlaðar um 2,6 milljarðar í heild á því ári. Lambakjötið er Ijúffengur matur. Það er á mjög góðu verði í KRON verslunum núna. Úrval af lambakjöti í allskonar rétti. Frampartar Marinerað kjöt Læri Úrbeinað kjöt Lærissneiðar London lamb Hryggur Hangikjöt Kótilettur Saltkjöt Svið KKM 5 Kauptu inn hjá KRON, það er hagstætt. v/Norðurfeil v/Stakkahlíð Stórmarkaður, v/Tunguveg v/Dunhaga Skemmuvegi i v/Furugrund, Kóp. Kaupstaður í Mjódd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.