Morgunblaðið - 07.11.1987, Side 63

Morgunblaðið - 07.11.1987, Side 63
63 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987 ÞRIÐJI BEKKUR LEIKLISTARSKÓLA ÍSLANDS Sýnir „Sjúka æsku“ í Lindarbæ næstu daga riðji bekkur Leiklistarskóla íslands er um þessar mundir með sýningar á leikritinu „Sjúk æska“ eftir Ferdinand Bruckner í Lindarbæ, en hópurinn er nýkom- inn heim úr ferð til Finnlands, þar sem þau tóku þátt í Norrænni leik- listamemahátíð. Þar frumsýndu þau „Sjúka æsku“ í Kino Hels- inki, sem er nemendaleikhúsið þar í borg. Leikritið er síðasta kennslu- verkefni 3. bekkjar og með því hefst kynning á þessum árgangi í leiklistarskólanum, en á næsta ári munu þau standa að Nemenda- leikhúsi Leiklistarskólans. í spjalli við Morgunblaðið sagðist þeim svo frá ferðinni: „Þátttakend- ur í þessari leiklistamemahátíð komu frá öllum Norðurlöndum nema Noregi. Frá Danmörku komu tveir hópar, tveir frá Svíþjóð og þrír frá FinnlandL Síðan vorum við eini hópurinn frá íslandi. Við sáum flestar sýningamar hjá hinum hóp- unum, en auk þess vorum við í opnum tímum hjá finnska skólan- um, máttum mæta þar ef við vildum. í skólanum sáum við einnig Shakespearekynningu og kynningu á Medeu. Við fórum líka í hið fræga Guðsleikhúsið, þar sem við sáum sýningu sem hét „Amen." Þetta leikhús varð frægt með endemum í sumar þegar leikaramir hentu saur í áhorfendur. Húsið sem við sýndum Sjúka æsku í tekur milli 200 og 300 áhorf- endur og aðsóknin var mjög góð. Það var um það bil fullt hús. Gagn- rýnandinn Greta Brother sagði við okkur eftir sýninguna að það hefði vakið sérstaka athygli hennar hversu mikill skaphiti er í sýning- unni. Henni þótti við lík Finnum í skaphitanum. Framhaldið af þessari ferð er að við fáum að sýna tíu sýningar hér í Lindarbæ fyrir þá sem áhuga hafa og eru allir velkomnir. Leikrit- ið fjallar um erfiðleika fólks á árunum milli heimsstyijaldanna. Þetta er mjög heitt sálfræðidrama. Maður getur gert sér í hugarlund rótleysi þessara tíma og dauða- hræðslu. Höfundurinn var mjög rómaður fýrir þetta verk á sínum tírna." Um verkefnavalið sagði hópurinn að þetta væri sjálfvalið verkefni. Það hefði orðið fyrir valinu vegna þess að þeim fínndist ástríðuverk, sem þau vildu, fyrir utan það að í verkinu væru hlutverkin svipuð að stærð og gerðu öll miklar kröfur til þeirra. Leikstjóri þriðja bekkjar í þessu verkefni er Helga Bachmann, en þýðing er unnin af Þorvarði Helga- syni. Með hlutverkin í sýningunni fara: Helga Braga Jónsdóttir og Steinunn Ólafsdóttir sem leika Maríu, Bára Lyngdal Magnúsdóttir sem leikur Desiree, Elva Ósk Ólafsdtóttir sem leikur írenu, Steinn Magnússon sem fer með hlutverk Freders. í hlutverki Petrells er Ólafur Guðmundsson, Sigurþór Albert Heimisson og Christine Carr leikur Lucy. Sýningar þriðja bekkjar hófust í gærkvöldi, föstudagskvöld. Næstu sýningar er í dag klukkan 16.00 og á morgun, sunnudag, klukkan 16.00. Síðan mánudag, þriðjudag, fímmtudag og föstudag klukkan 20.30. Laugardaginn 14. nóvember og sunnudaginn 15. nóvember verða sýningar klukkan 16.00 og síðasta sýning verður mánudaginn 16. nóvember klukkan 20.30 Morgunblaðið/BAR) Þriðji bekkur Leiklistarskóla íslands, ásamt leikstjóra sinum, Helgu Bachmann í hárgreiöslu og hamtimíi,, í Iþróttahúsin í^jnnudaginn 8. nÖyejyjfifé, NÝJASTI FJÖLSKYLDU- MEÐUMURINN! aýa 40 ára reynsla á íslandi d(|g Sogkrafturinn stillanlegur, allt að 1200 Wy eða alsjálfvirkur ap: Allir fylgi- hlutir í vélinni 808 Tengjanleg við teppahreinsara °Ö° Lág bilanatíðni ótrúleg ending H0LLAND ELECTRO > SÖLUAÐILAR: Hainartjöröur: Rafha - Kaupf. Hafnf Kópavogur: Rafbúöin, Auðbrekku Reykjavik: BV-búsáhöld, Hólagarði - Kaupstaður I Mjódd - Gos hf„ Nethyl - Rafvörur, Langholtsvegi 130 - Ljós & orka - Búsáhöld & gjafavörur, Kringlunni - JL-húsiö hf. - Rafbraut, Bolholti 4 Mossfellsbær: Mosraf Akranes: Trésmiðjan Akur Borgarnes: Kaupf. Borgfirðinga Ólafsvik: Versl. Vík Stykkishólmur: Húsið Búöardalur: Kaupf. Hvammsfjarðar Patreksfjöröur: Kaupf. V-Barðstrendinga Bolungarvik: Versl. Einars Guðfinnssonar ísafjöröur: Vinnuver Hólmavik: Kaupf. Steingrimsfjarðar Boröeyrl: Kaupf. Hrútfirðinga Hvammstangi: Kaupf. V-Húnvetninga Blönduós: Kaupf. Húnvetninga Sauöárkrókur: Kaupf. Skagfirðinga Ólafsfjöröur: Vers. Valberg Akureyri: Kaupf. Eyfirðinga, Raftækni, Rafland Húsavík: Kaupf. Þingeyinga Kópasker: Kaupf. N-Þingeyinga Raufarhöfn: Kaupf. N-Þingeyinga Þórshöfn: Kaupf. Langnesinga Vopnafjöróur: Kaupf. Vopnfirðinga Neskaupstaður: Kaupf. Fram Esklfjörður: Pontunarfélag Eskifirðinga Egilsstaóir: Kaupf. Héraðsbúa Seyöisfjörður: Kaupf. Héraðsbúa Reyðarfjöröur: Kaupf. Héraðsbúa Fáskrúðsfjöróur: Kaupf. Fáskrúðsfirðinga Höfn: Kaupf. A-Skaftfellinga Kirkjubæjarklaustur: Kaupf. Skaftfellinga Vlk I Mýrdal: Kaupf. Skaftfellinga Vestmannaeyjar: Kjarni Hvolsvöllur: Kaupf. Rangæinga Rauóalækur: Kaupf. Rangæinga Hella: Kaupf. Þór Þykkvibær: Versl. Friðriks Friðrikssonar Húðlr: Versl. Grund Selfoss: Kaupf. Arnesinga Hverageröi: Bygg.v.versl. Hveragerðis Njarðvlk: Kaupf. Suðurnesja, Samkaup Keflavik: Versl. Stapafell

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.