Morgunblaðið - 10.11.1987, Síða 1
88 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
255. tbl. 75. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Gíslataka á Miðjarðarhafi:
Segja fólkið vera
njósnara Israela
Beírút, Brlissel, Tel Aviv, Reuter.
HRYÐJUVERKASAMTÖK Palestínumanna, sem kenna sig við leið-
toga sinn Abu Nidal kveðast hafa náð sex ísraelskum njósnurum og
tveimur hebreskumælandi börnum á sitt vald. Að sögn talsmanns
samtakanna var fólkið handtekið á sunnudag er það var á siglingu
á snekkju á Miðjarðarhafi skammt undan Gaza-svæðinu umdeilda,
sem ísraelar ráða. Talsmaður belgíska utanríkisráðuneytisins sagði
í gær að fimm gislanna væru Belgar búsettir í Frakklandi og væru
þeir kaþólskrar trúar en ekki gyðingar.
ísraels, sagði í gær að svo virtist
sem snekkjan hefði ekki komið frá
ísrael heldur hefði hún siglt undir
fána Belgíu. ísraelskir ráðamenn
létu einnig í ljós efasemdir um að
liðsmenn Abu Nidal hefðu stöðvað
snekkjuna skammt undan_ Gaza-
svæðinu sökum þess hve ísraelar
héldu uppi ströngu eftirliti á þessum
slóðum.
Talsmaður belgíska utanríkis-
ráðuneytisins sagði í gær að fimm
gíslanna væru skráðir belgískir
ríkisborgarar sem sest hefðu að í
Frakklandi. Nöfn bamanna tveggja
hefðu einnig fundist í opinberum
skrám. Sagði talsmaðurinn það með
öllu óskiljanlegt að hryðjuverka-
mennimir skyldu hafa tekið
betgíska ríkisborgara sem gisla og
kvaðst ekki geta sagt til um hvað
vakti fyrir liðsmönnum Abu Nidal.
Aðspurður neitaði hann að láta
uppi til hvaða aðgerða stjómvöld í
Belgíu hefðu gripið til að fá fólkið
leyst úr haldi.
Samtökin hafa birt nöfn gíslanna
og segja þá hafa bæði ísraelskan
og belgískan ríkisborgararétt. Tals-
maður samtakanna sagði í gær að
enn væri verið að yfírheyra fólkið.
Shimon Peres, utanríkisráðherra
Sri Lanka:
Hryðjuverk
í Colombo
Colombo, Reutcr.
SPRENGJA sprakk í Colombo,
höfuðborg Sri Lanka, í gær og
létust 32 þegar i stað. 106 manns
að auki særðust alvarlega og er
óttast að tala látinna verði um
50 áður en yfir lýkur. Talið er
að kommúnistasamtök nokkur
standi að baki tilræðinu, en þau
hafa lagst gegn friðarf rumkvæði
Jayewardenes forsætisráðherra.
BLÓÐUGUR SUNNUDAGUR
írski lýðveldisherinn, IRA, hefur viðurkennt að hafa
staðið að baki sprengingunni, sem varð á sunnudag
í bænum Enniskillen á Norður-írlandi. Létu 11
manns lífið, jafnt kaþólskir menn sem mótmælend-
ur, og 65 síösuðust. Sprakk sprengjan þar sem fólk
hafði komið saman til að minnast þeirra, sem hafa
látið lífið í ófriði og styijöldum. íbúar í Enniskillen
eru yfír sig komnir af harmi vegna þessa grimmi-
lega hiyðjuverks enda eiga margir um sárt að binda.
Einn þeirra kom að deyjandi dóttur sinni og voru
þetta hennar síðustu orð þegar hann kraup við hlið
henni: „Pabbi, mér þykir svo vænt um þig.“ Myndin
sýnir hvemig umhorfs var eftir ódæðisverkið.
Sjá nánar á bls. 34
Sprengjan sprakk nærri lög-
reglustöð í verkamannahverfinu
Maradana, en á sama tíma var Jay-
ewardene staddur á skrifstofu sinni
í þriggja km fjarlægð.
Ríkissjónvarpið skýrði frá því að
rannsóknaraðilar hölluðust að því
að Þjóðfrelsisfylking marxista
(JVP) sé ábyrg fyrir sprenging-
unni. í JVP eru m.a. þjóðemissinn-
aðir sinhalesar, sem lagst hafa gegn
friðarsamningum Jayewardenes
hinn 29. júlí sl.
Lögreglan í Colombo telur að í
sprengjunni hafí verið um 50 kg
af öflugu sprengiefni og að hún
hafi verið í bíl. Þrátt fyrir að mikl-
ar varúðarráðstafanir hafi verið
gerðar í Colombo að undanförnu,
vegna hryðjuverkahótana JVP,
tókst ekki að koma í veg fyrir ódæð-
ið.
Gengi dollarans lægra en nokkru sinni:
Aðgerða Bandaríkjastjórnar
beðið með vaxandi óþreyju
London, New York, Reuter.
ÁHYGGJUR manna af fjárlaga- og viðskiptahallanum í Bandaríkjun-
um og af því hve það ætlar að dragast, að stjórnin grípi til einhverra
aðgerða, réðu mestu um, að gengi dollarans var í gær lægra en
nokkru sinni fyrr og hlutabréf féllu enn í verði.
Þegar gengisskráningu lauk í
gær fengust 1,65 vestur-þýsk mörk
fyrir dollarann og 1,79 dollarar fyr-
ir enskt pund. í kauphöllinni í Wall
Hundruðum Júgóslava
vísað á brott úr Noregi
Stjórnvöld reyna að stemma stigu við fólksstraumnum
Ósló, Reuter.
NORSK stjórnvöld skýrðu frá því í gær, að 300 Júgóslavar af
albönskum ættum yrðu sendir til síns heima og að verið væri
að athuga mál annarra 600. Hafði fólkið komið til Noregs i at-
vinnuleit og einnig sótt þar um pólitískt hæli.
Tanjug-fréttastofan júgóslav- Fólkið er frá héraðinu Kosovo í
neska sagði í gær, að hinir 600 Júgóslavíu en þar hefur verið
ófriðlegt og grunnt á því góða
milli meirihluta íbúanna, sem eru
af albönsku bergi brotnir, og ann-
arra þjóðarbrota. Hefur það verið
að koma til Noregs sl. tvö ár og
yrðu einnig sendir heim en Kjell
Solem, talsmaður norska dóms-
málaráðuneytisins, sagði, að
ekkert hefði enn verið ákveðið
hvað gert yrði í málum þeirra.
sótt fyrst um atvinnuleyfi og þeg-
ar það gekk ekki um pólitískt hæli.
Norðmenn eru nú að spyma
við fótum og reyna að draga úr
fólksstraumnum til landsins en á
þessu ári aðeins hafa komið þang-
að 5000 manns, aðallega frá íran,
Suður-Ameríku og Sri Lanka.
Sagði Solem, að langflest væri
þetta fólk skilríkjalaust og ekki
raunverulegir flóttamenn.
Street féll verð hlutabréfa allnokk-
uð og sömu sögu er að segja af
verðbréfamörkuðum annars staðar.
Eru kauphallarstarfsmenn og efna-
hagsmálasérfræðingar sammála
um, að stefnan verði niður á við
þar til Bandaríkjastjóm veit til
hvaða ráða hún ætlar að grípa við
að lækka fjárlaga- og viðskiptahall-
ann.
Bandaríska dagblaðið The New
York Times sagði á sunnudag, að
James Baker fjármálaráðherra
hefði boðist til að fallast á veruleg-
ar skattahækkanir gegn því, að
demókratar samþykktu ýmsar nið-
urskurðartillögur repúblikana.
Sagði blaðið, að þetta væri til marks
um, að menn væru famir að ókyrr-
ast og því tilbúnir til að teygja sig
langt til samkomulags. Repúblikan-
ar hafa lagt fram sínar tillögur og
felast þær í því að lækka fjárlaga-
hallann um 30 milljarða dollara á
næsta ári og um 45,5 milljarða árið
1989.
Seðlabankastjórar tíu iðnríkja
héldu í gær fund í Basel í Sviss og
í ályktun, sem þeir létu frá sér fara,
skora þeir á ríkisstjómir að koma
á jöfnuði í viðskiptum sín í milli og
annarra. Kváðust þeir tilbúnir til
að beita sér fyrir ráðstöfunum í
peningamálum til að styðja við
slíkar aðgerðir.
Túnis;
Vill viðræður
um kosningar
Túnisborg, Reuter.
HIN nýja stjórn Túnis hefur leyst
helstu pólitísku fanga úr haldi og
boðið stjómarandstöðunni til við-
ræðna um fijálsar kosningar.
Talið er að nýir valdhafar vi(ji
með þessu sýna viija sinn til þess
að brjóta landið úr pólitískum
viðjum Habib Bourguiba, fyrrver-
andi forseta.
Zine al-Abidine Ben Ali, forsætis-
ráðherra, setti Bourguiba af á
laugardag eftir að læknar höfðu
úrskurðað að hann væri orðinn elliær
og tók sjálfur við forsetaembættinu.
Nýr forsætisráðherra, Hedi Bacco-
uche, sagði í gær, að stjómin hygðist
ræða við stjómarandstöðuna um
nýjar þingkosningar.
Sjá Erlendan vettvang á bls. 28.