Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987 Ker með eiturefnum urðuð í flæðarmálinu í Straumsvík Hann sagði að á sínum tíma hefði þessi lausn verið fundin í samráði við Hollustuvemd ríkisins, heil- brigðisfulltrúann í Hafnarfírði og Eiturefnanefnd og hefði engin betri lausn á þessu máli enn fundist. í erindi Sveins kom einnig fram að nýta mætti umrædd ker í brota- jám. Þegar þetta var borið undir Ragnar sagði hann að um tíma hefði jámið utan um kerið verið hirt en það hefði engan veginn borgað sig. Kostnaðurinn við að bijóta innan úr keijunum, múr- steina og fleira, hefði verið um 58.000 krónur, en jámið metið á 5.000 krónur. Þetta kæmi því ekki til greina. Olíulekínn enn ekki fundinn Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Ein af holunum sem leitarmenn hafa grafið könnuð af bandarískum sérfræðingum og fleirum. Keflavíkurflugvöllur: Eiturefnin verða óvirk er þau blandast sjó, segir Ragnar Halldórsson forsljóri ÍSAL Hollustuvemd rikisins, Heil- brigðisfulltrúann í Hafnarfirði og Eiturefnanefnd. Ragnar Halldórsson sagði að kerin hefðu verið urðuð þama síðastliðin 15 ár. í keijunum em eiturefni sem verða óvirk þegar þau blandast seltunni í sjónum. Þá breytast þau í efnasambönd sem eru mjög algeng í sjónum. Fylgst hefur verið með því hvort sjór sem fer inn í gryfjumar og út aftur sé mengaður, en engin mengun hefur fundist að sögn Ragnars. ÁLVERIÐ í Straumsvík hefur látið urða 100 ker i flæðigryfjum í flæðarmálinu skammt frá verk- smiðjunni. Þetta kom fram í framsöguerindi Sveins Ásgeirs- sonar verkstjóra í Sindra-stáli hf. á aðalfundi Landvemdar. Ennfremur kom fram að i þess- um keijum væru eiturefni sem siast gætu út í sjóinn. Ragnar HaUdórsson forstjóri ÍSAL segir að efni þessi verði óvirk þegar þau blandast seltunni í sjónum og kerin séu urðuð í samráði við Keflavfk. LEITARMENN sem leita að olíu- lekanum er varð á oUugeymslu- svæði vamarUðsins við Ytri- Njarðvík og Keflavik fyrir helgi höfðu í gær ekki fundið þann stað þar sem lekinn varð. Notuð eru sérstök lekaleitartæki frá Vatnsveitu Reykjavíkur og hing- að eru komnir tveir sérfræðingar frá Bandarikjunum sem eru sér- fróðir um olíumengun í jarðvegi. Við reglubundnar mælingar kom í ljós að allt að 75 þúsund lítrar af díselolíu höfðu horfið og hafa menn rökstuddan grun um að lekinn hafí orðið einhvers staðar á 350 m langri olíuleiðslu sem var sett niður 1954. Aðalvatnsból Keflvíkinga og Njarðvíkinga eru ofar í heiðinni og telja sérfræðingar að þeim sé ekki hætta búin. Sýni úr vatnsbólunum voru tekin og send til Háskólans og Bandaríkjanna þar sem þau verða rannsökuð. Vamarmálaskrifstofa utanríkis- ráðuneytisins hefur kvatt saman vinnuhóp til að samræma viðbrögð íslenskra aðila vegna mengunar- hættu og hefur Svavar Jónatansson verkfræðingur forystu fyrir hópn- um. Aðrir í hópnum em: Magnús Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi Suð- umesja, Vilhjálmur Ketilsson bæjarstjóri I Keflavík, Oddur Ein- arsson bæjarstjóri í Njarðvík, Gunnar Ágústsson fulltrúi Siglinga- málastoftiunar og Jón Jónsson jarðfræðingur. BB Ker frá Álverinu I flæðarmálinu i Straumsvík. Morgunblaóiö/Ami Sœberg Verkalýðsmálaályktun Alþýðubandalagsins: Þungur áfellisdómur yfir flokknum - segir Ásmundur Stefánsson sem greiddi atkvæði gegn tillögunni ÁSMUNDUR Stefánsson forseti Alþýðusambands íslands greiddi atkvæði gegn tiUögu um verka- lýðsmál á landsfundi Alþýðu- bandalagsins, á þeim forsendum að f henni fælist ákaflega þungur áfeUisdómur yflr flokknum. Fyrr á fundinum hafði verið samþykkt breytingartillaga frá Birnu Þórð- ardóttur og Guðmundi HaUvarðs- syni við hluta af upphaflegu tiUögunni og sagði Ásmundur að landsfundarfuUtrúar hefðu greitt þeirri tiUögu atkvæði án þess að gera sér þýddi. grein fyrir hvað hún í breytingartillögunni, sem var við þann kafla aðaltillögunnar sem heitir kjaramálastefna, segir meðal annars: „Slæm baráttustaða verkalýðshreyf- ingarinnar stafar ekki síst af því að flokkar sem byggja á tilvist hennar hafa keppst um að veita íhaldinu brautargengi bæði í ríkisstjómum og innan verkalýðsfélaga. ... í sam- stjóm fhalds og verkalýðsflokka hefur það verið hlutverk verkalýðs- flokka að hafa hemil á verkalýðs- hreyfingunni og beita áhrifum sfnum og ftökum til þess. Skemmst er að minnast rfkisstjómar Gunnars Thor. en afsprengi hennar situr raunar enn við völd í æðstu stjóm ASÍ með hörmulegum afleiðingum. Er dagar hennar voru allir varð auðveldara en ella fyrir hreinræktaða fhaldsstjóm Steingrfms Hermannssonar að knýja fram árásir sínar á launafólk. ... Allir kjarasamningar frá 1983 hafa borið þessa merki og menn hafa ver- ið að súpa seyðið af samkrulli Formaður Framsóknarflokksins í tímaritsviðtali: Páll Pétursson stendur í vegi fyrir nútímalegum breytmgum í flokknum Svavar hatursfullur, Davið hrokagikkur og Ólafur Ragn- ar óþolandi egóisti, - segir Steingrímur Hermannsson AÐ DÓMI Steingríms Her- mannssonar, formanns Fram- sóknarflokksins, stendur PáU Pétursson í vegi fyrir þeirri viðleitni formannsins að breyta flokknum og gera hann opnari og nútimalegri. Þetta kemur meðal annars fram í viðtali við Steingrfm í tímaritinu Heims- mynd þar sem hann ræðir opinskátt um menn og málefni og vandar sumum stjórnmála- mönnum samtimans ekki kveðjurnar. Að dómi formanns Framsóknarflokksins er Sva- var Gestsson dæmi um haturs- fullan stjóramálamann, Davíð Oddsson er hrokagikkur og Ólafur Ragnar Grimsson er óþolandi egóisti svo dæmi séu tekin. í viðtalinu er ennfremur látið að þvi liggja að Steingrím- ur sækist eftir að verða forseti tslands i framtiðinni og i þvi sambandi viðrar hann hug- myndir sinar um róttækar breytingar á forsetaembættinu, sem miða að þvi að gera það valdameira. Sjálfur segist Steingrímur ekki hafa hom í síðu neins, hvorki í eigin flokki né öðrum. „Ég vil að vísu breyta Framsóknarflokknum, gera hann opnari og nútímalegri og neita því ekki að menn eins og Páll Pétursson vilja standa í vegi fyrir því,“ segir Steingrímur í viðtalinu. „Varðandi aðra stjóm- málamenn fer hroki sumra og hatur annarra f taugamar á mér. Svavar Gestsson er dæmi um hatursfullan stjómmálamann í málflutningi sínum og Davíð Oddsson má passa sig á hrokan- um. Sem vinsæll borgarstjóri hefur hann meira fylgi en Sjálf- stæðisflokkurinn og er fyrir vikið hálfgerður einræðisherra." Að dómi Steingríms hefur virð- ing alþingis farið þverrandi. „Þar sitja engir skörungar en margt ágætis fólk. Kannski er Ólafur Ragnar Grímsson tákn um heims- borgara í stjómmálum, hann er fluggáfaður en óþolandi egóisti." Af samráðherrum sínum nú telur Steingrímur Jóhönnu Sig- urðardóttur þann aðila sem hugsanlega ögrar stjómarsam- starfinu. „Hún er alltof stíf og með því að heimta stóraukið flár- magn í þann þenslugeira sem húsnæðismálin eru gæti hún ögr- að núverandi samstarfsgrund- velli.“ Um Jón Baldvin segir Steingrímur meðal annars að hann fari með „uppbrettar ermar og Bryndfsi sína í Múlakaffí. Mér finnst hann hafa svolítið grófan stíl í almenningstengslum en það virkar kannski." Steingrímur segir að Þorsteinn Pálsson verði nú að leggja áherslu á að „láta flokkshagsmuni víkja sé það stjómarsamstarfinu nauð- synlegt. Og það er líka mikilvægt fyrir hann sem forsætisráðherra að hafa trúnað samráðherra sinna. Hann er ungur, blessaður, og hefur átt á brattan að sækja en sem forsætisráðherra verður hann að sýna þann dug að standa gegn flokkseigendafélaginu en ekki láta það ráða ferðinni, eins og hann gefði í sambandi við Utvegsbankamálið. Þá hótaði hann líka að slíta stjómarsam- starfínu." Varðandi stjómar- myndunina segir Steingrímur meðal annars að það hafi verið Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki meira kappsmál en Framsóknar- flokki að mynda sfjómina og að þeir hafi komið „skríðandi" til sín. verkalýðshreyfingarinnar og ríkis- valds. Allir kjarasamningar hafa verið gerðir uppá ábyrgð ríkisstjóm- ar og hún átt að tiyggja að þeir héldu. Þannig hafa félagar verka- lýðshreyfingarinnar verið gerðir marklausir en lífsskilyrði þeirra lögð í hendur stjómvalda." Ályktunin f heild var ekki afgreidd fyrr en eftir miðstjómarkjör og voru þá aðeins eftir á fundinum um 70 af 370 landsfundarfulltrúum. Tillaga kom um að vfsa tillögunni til mið- stjómar þar sem ekki væri hægt að afgreiða hana sökum fámennis á fundinum en það var fellt, og verka- lýðsmálaályktunin síðan samþykkt með 46 atkvæðum gegn 11. Sjá nánar innlendan vettvang, fréttir og viðtöl vegna lands- fundar Alþýðubandalagsins á bls. 68 tíl 71 og leiðara á miðopnu. í dag íném JHorflunblnbib Péturerefsturá óskalista Brann! • yf:f nýja Ifskirwnri som Ifiog-ði Ik’Ik' in«g ú /ið fá BftJMI: UAT S«Km i SiO VSMIO/B « 2_«13 buujB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.