Morgunblaðið - 10.11.1987, Page 18
r .
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987
Hvað ætlaði doktoiinn
að borga sjómönnum
og útgerðarmönnum?
Um ferskfiskútflutning og 6 tonn af þorski til dr. Öldu Möller
eftir Jóhannes
Kristinsson
Enn einn reiknimeistarinn lætur
ljós sitt skína og að sjálfsögðu er
hann eitthvað tengdur fiskvinnsl-
unni eða SH.
Ég á við grein eftir dr. Öldu
Möller í Morgunblaðinu 29. október
sl., þar sem hún hugsar sér að
skrifa Halldóri Ásgrímssyni sjávar-
útvegsráðherra og fara fram á sinn
hlut í afla landsmanna fyrir sína
fjöhkyldu.
Ég hef ýmislegt við grein dr.
Öldu að athuga.
Fyrir það fyrsta vildi ég gjaman
að Alda læsi bók þá sem Byggða-
stofnun lét vinna fyrir sig og gaf út
í september sl., mér finnst það ekki
til of mikils mælst, þar sem hún
hefur lesið og „stúderað" Utveg
1986.
í bók Byggðastofnunar er safnað
saman staðreyndum um 55 útgerð-
arstaði á landinu, þar sem kemur
fram að ísfiskútflutningur sl. ára
hefur haft mjög jákvæð áhrif á alla
fiskvinnslu í landinu, en þó er varað
við að ana ekki of langt í þeim efn-
um.
í inngangi fer Alda nokkrum
orðum um kvótann sl. 3 ár, ráðstöf-
un hans og spyr sig svo hvort hún
eigi ekki 1,5 tonn af þroski, eða sex
tonn fyrir fjögurra manna fjöl-
skyldu. Ég ætti 13,5 tonn af þroski
plús slangur af öðrum fisktegund-
um sem ég gæti svo selt fyrir
dágóðan pening og þyrfti lítið ann-
að að gera það árið með mína 9
manna fjölskyldu.
Hver á að sækja tonnin
hennar Öldu?
r Ég væri tilbúinn að sækja tonnin
fyrir Öldu, en ég myndi ekki treysta
henni til að ráðstafa þeim, nema
hún væri tilbúin að láta mig og
aðra landsmenn sitja við sama borð
og Reykjavíkurbúar varðandi hita-
veitu o.fl.
Alda talar um kapp með forsjá,
sem alltaf verður umdeilt, þegar
um afla og vinnslu er að ræða og
ekki eru fiskifræðingamir okkar
óskeikulir.
Sýnd veiði en ekki unnin, (ekki
gefin) sagði Alda.
Jóhannes Kristinsson
Það er rétt hjá Öldu að útflutn-
ingur á ísfiski hefur aukist á sl.
árum — en hversvegna?
Sjómenn og útgerðarmenn voru
komnir í þá sérkennilegu aðstöðu
að fiskvinnslan var að verða eini
útgerðaraðilinn á landinu. í bytjun
ársins 1984 má segja að ísfiskút-
flutningur í gámum hafi byijað fyrir
alvöru og var þetta neyðarbrauð
hjá þeim fáu útgerðaraðilum sem
voru eftir sjálfstæðir.
Ef þessi flutningsmáti hefði ekki
komið til, fullyrði ég að næstum
öll útgerð væri nú í höndum fisk-
vinnslunnar, sjómönnum og fisk-
vinnslufólki skammtaður skítur úr
hnefa og þá væri víst allt í sóman-
um.
Það var litið niður á sjómenn og
þeir fáu sem voru til þegar ísfiskút-
flutningur í gámum hófst skömm-
uðust sín fyrir það að vera sjómenn.
Nú þegar þessir menn fundu leið
til að bjarga sinni lífsafkomu ætlar
allt vitlaust að verða í landinu, sjó-
menn og útgerðarmenn eru orðnir
landráðamenn, fiskvinnslan og
verkafólkið fallast í faðma með
Þröst í broddi fylkiogar.
Getur fiskvinnslufólk
verið talsmenn fisk-
vinnslunnar?
Annars er það hálf fyndið að fisk-
verkunarfólk, sem aldrei hefur haft
nein laun að marki, skuli vera tals-
menn fiskvinnslunnar. Mér finndist
ekkert vitlaust að fiskvinnslufólk
reyndi að finna einhveija aðra lausn
en agnúast útí sjómenn hvað þeir
hafa í hlut, það var ekki fiskvinnsl-'
an sem fann upp ísfiskútflutningin,
það voru sjómenn og útgerðarmenn
sjálfir.
Af hveiju ekki að reyna nýjar
leiðir í samningum og launum?
Hvemig væri t.d. að Þröstur
safnaði öllu fiskvinnslufólki saman,
síðan kemur fiskvinnslan, t.d.
Grandi hf., og vill fá 50 konur og
20 karlmenn til starfa í hálfan
mánuð við eitthvert tiltekið verk.
Verkalýðsforystan semur við
Granda hf. um að útvega fólkið og
ljúka verkefninu fyrir vissa upp-
hæð, sem yrði ekkert smáaurakjaft-
æði. Annars ætlaði ég ekki að
leggja verkalýðsforystunni línur og
var þetta hálfgerður útúrdúr, þar
sem öll ráð virðast uppurin hjá fisk-
vinnslunni, önnur en að láta
verkafólkið vinna fyrir sig skítverk-
in eins og alltaf, með því að ota
fískvinnslufólki og sjómönnum
saman. Væri ekki rétt að þeir færu
að snúa sér að innviðum hjá sjálfum
sér?
Sex tonnin hennar Öldu segir hún
vera 338 þúsund kr. virði. Mér þyk-
ir rétt að óska Öldu til hamingju
með að vera sú fyrsta sem kemur
með líklegar tölur til að byggja á,
Ragnheiður Gestsdóttir
Saga af Suð-
urnesjum
myndskreytt
HJÁ bókaforlagi Máls og menn-
ingar er komin út bók fyrir börn
með ljóði Jóhannesar úr Kötlum,
Saga af Suðumesjum, mynd-
skreytt af Ragnheiði Gestsdótt-
ur.
í kvæðinu segir frá dreng sem
fer út á sjó að fiska í soðið og steyp-
ist útbyrðis. En hin unga aflakló
drukknar ekki aldeilis heldur skyrp-
ir saltinu út úr sér og heimsækir
son Faraós í kóralhöll hans neðan-
sjávar og hallarfrúna fögru, segir
í fréttatilkynningu.
Saga af Suðumesjum var fyrst
prentuð í Ömmusögum sem út
komu árið 1933. Ragnheiður Gests-
dóttir hefur gert þrettán klippi-
myndir í litum við ljóðið. Bókin er
25 bls., prentuð hjá Prentsmiðjunni
Odda hf.
A GOODYEAR
r
Þú átt aðeins eftir
nokkra kílómetra.
Það er næstum engin
umferð og hann er
nýhættur að snjóa.
Þú ekur greitt!
Allt I einu!
Hindrun framundan,
— vegurinn lokaður!
— athyglin snarvakin!
— nauðhemlun!
Bíllinn stöðvast,
þú skynjar muninn,
Goodyear Ultra Grip 2
dekkin svíkja ekki.
Nú er að styttast
heim, þú finnur til
öryggiskenndar á
Goodyear Ultra Grip 2.
Það verður gott að
koma heim.
GOODYEAR
ULTRAGRIP2
Á Goodyear Ultra
Grip 2 dekkjunum verður
bíllinn allur annar, hvort
sem er vetur eða sumar.
fJlHEKLA HF
■Jlaugavegi 170-172 Simi 695500
GOOD&YEAR