Morgunblaðið - 10.11.1987, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987
Að lifa á grjóti
eftir Friðjón
Þórðarson
í ritverkinu Íslenzkar'nútímabók-
menntir 1918—1948 segir Kristinn
E. Andrésson svo m.a., er hann
ræðir um skáldsagnahöfundinn
Gunnar Gunnarsson: „Um kirkjuna
á fjallinu er ekki ofmælt, að hún
er eitt unaðslegasta skáldverk, sem
ritað hefur verið af íslenzkum höf-
undi, og skal þó tekið fram, að átt
er sérstaklega við þann hluta verks-
ins, sem á Islandi gerist."
Við lestur Fjatlkirkjunnar verður
margt minnisstætt. Þriðji þáttur
sögunnar Nótt og draumur endar á ,
minningu, sem hefur brennt sig í
huga söguhetjunnar. Þar segir frá
nokkrum bændum, sem eru saman
komnir „á einum hinna grjótorpnu
bæja í heiðinni". Síðan segir svo:
„Þeir hafa búið hér ár fram af ári,
mann fram af manni, síðan landið
fannst, og lifað á grjóti. Andi þeirra,
trú og tryggð hefur gætt gijótið
lífi. Og ekki hafa slíkir menn, orð-
varir og dáðadýrir jarðarsynir, setið
þessa jörð eina, heldur allar aðrar
gráar og gijótorpnar jarðir lands-
ins.“
Fyrir skömmu komu þrír Breið-
víkingar af Snæfellsnesi til fundar
við þingmenn Vesturlandskjördæm-
is í Reykjavík. Erindi þeirra var að
ræða um hafnarbætur á Amar-
stapa. Þegar umræður stóðu sem
hæst sagði einn gestanna allt í einu:
„Hafið þið þingmenn hugleitt, hvað
grjótið hefur gefið af sér, sem sett
var I hafnargarðinn nú nýlega. Það
fengum við gert með ykkar stuðn-
ingi, sem ber að þakka.“
Það var eins og eldingu hefði
slegið niður í huga minn. Ég sá í
anda íslenzka bændur, sem öldum
saman frá ómunatíð urðu að vinna
hörðum höndum og láta sér nægja
þá lífsbjörg, sem fáanleg var í nán-
asta umhverfí. Lífsbarátta þeirra
virtist oft næsta vonlaus, þegar
horft var út um skjáinn: Framundan
opið og úfíð haf, en hrjóstrugt og
kalt til heiða og fjalla. Mér komu
ósjálfrátt í hug þau orð, sem vitnað
er til hér að framan. Er hægt að
lifa á gijóti?
Flestir munu kannast við Amar-
stapa á Snæfellsnesi. Þar er
náttúrufegurð mikil og hafnarskil-
yrði góð. Skammt undan landi
meðfram nesinu eru fískimið, sem
sjaldan bregðast. Þar er hægt að
físka nær allan ársins hring. Yfír
byggðinni rís Stapafell með Fells-
krossinn á hæstu brún, en að baki
gnæfír Snæfellsjökull (Snæfell) í
allri sinni tign og fegurð. A Stapa
var eitt sinn amtmannssetur. Þar
fæddist þjóðskáldið Steingrímur
Thorsteinsson. — Stutt frá Stapa
bjó reyndar annað þjóðskáld í nokk-
ur ár, Sigurður Breiðfjörð, á
Grímsstöðum við Sleggjubeinu. Þar
eru nú vallgrónar rústir einar. —
En fólki fækkaði á þessum slóðum
eins og víðar úti um byggðir lands-
ins. Orsakir þess hafa m.a. verið
erfiðar samgöngur og hafnleysi.
Margir hafa horfíð á braut með
Friðjón Þórðarson
„En um höfnina er það
að segja, að þar þarf
að færa fram meira
g'rjót og bæta aðstöð-
una, svo að útvegsmenn
geti geymt þar báta
sína og búið við nægjan-
legt öryggi. Satt bezt
að segja þarf að gera
höfnina svo úr garði,
að hún standi undir því
nafni að vera eina líf-
höfnin við norðanverð-
an Faxaflóa.“
söknuði og trega. Steingrímur
kvaddi Jökulinn með þessum orð-
um:
Ég sá þig síðla á kveldi,
sveif í vindi fley,
rennandi röðuls eldi
roðinn og vissi ei,
er þúfa hvarf mér hæsta þín,
hvort að földu hana sjón
haf eða tárin mín.
Fyrir fáum árum var svo komið,
að Stapinn var í eyði að vetrarlagi.
Var nokkur furða, þó að sú hugsun
hvarflaði að mönnum, hvort örlög
byggðanna undir Jökli ættu að
verða þau að fara í auðn til fram-
búðar. Að vísu myndu menn halda
áfram að dást að reisn Jökulsins
úr fjarska. Innlendir og erlendir
ferðamenn myndu halda áfram að
leggja leið sína um þessar slóðir til
þess að njóta útivistar og safna
andlegri orku við rætur Jökulsins,
eins og gerðist í ágústmánuði sl.
sumar. - Og það hafa fasteignasal-
ar á höfuðborgarsvæðinu tjáð mér,
að þær íbúðir seldust að jafnaði
betur, þar sem hægt væri að sjá
Snæfellsjökul út um gluggann. —
En nokkrir heimamenn héldu
tryggð við staðinn, hugsuðu sitt ráð
og horfðu vongóðir til framtíðar.
Hafnarbætur voru gerðar og sam-
göngur á landi hafa farið batnandi.
Fiskibátum flölgar nú ört í Amar-
stapahöfn. Vaxandi afli berst að
landi og fískvinnsla eflist að sama
skapi. Hús em byggð, íbúðarhverfi
skipulögð og mikil eftirspum eftir
lóðum. Utvegsbændum fjölgar á ný.
í fyrrasumar vorum við Valdimar
Indriðason alþm. þama á ferð og
komum að Hellnum (rétt vestan við
Amarstapa). Þá var okkur boðið í
róður á litíum handfærabáti. Við
áttum að vera komnir til Borgar-
ness á ákveðnum tíma, svo að við
höfðum aðeins um eina klukkustund
til ráðstöfunar í sjóferðina. En á
þeim skamma tíma drógum við
nokkra tugi af fallegum fiski rétt
við Hellnagöltinn og náðum landi í
tæka tíð. A miðunum iðaði allt af
lífí og fallegt var að horfa til strand-
arinnar.
En um höfnina er það að segja,
að þar þarf að færa fram meira
gijót og bæta aðstöðuna, svo að
útvegsmenn geti geymt þar báta
sína og búið við nægjanlegt ör-
yggi. Satt bezt að segja þarf að
gera höfnina svo úr garði, að hún
standi undir því nafni að vera eina
lífhöfnin við norðanverðan Faxa-
flóa.
Hér hefur aðeins verið minnzt á
Amarstapahöfn og byggðina í
Breiðavíkurhreppi. En eitthvað
svipað má vafalaust segja um aðrar
hafnir og önnur byggðarlög víða
meðfram ströndum landsins. Góðir
landkostir og gjöful fiskimið bjóða
upp á viðunandi lífskjör, ef sæmi-
lega er búið í haginn fyrir þá, sem
þar vilja lifa og starfa. Framar
flestu ber að nefna öruggar hafn-
ir og greiðar samgöngur. Það er
eðlilegt og sjálfsagt að horft sé til
æðstu valdhafa landsins, í því góð-
æri sem verið hefur að undanfömu
og spurt, hvaða stuðnings sé þaðan
að vænta í þessum málum. Þá er
rétt að vitna í stefnuyfirlýsingu og
starfsáætlun ríkisstjómar Þorsteins
Pálssonar, þar sem rætt er um
meginatriði í stefnu ríkisstjórnar-
innar og þingmeirihluta hennar, en
þar stendur skrifað:
„Stuðlað verði að éðlilegri
byggðaþróun í landinu og varð-
veizlu auðlinda lands og sjávar og
skynsamlegri hagnýtingu þeirra.
Fylgt verði byggðastefnu sem
byggist á uppbyggingu atvinnulífs,
átaki í samgöngumálum, eflingu
þjónustukjama og bættri fjár-
magnsþjónustu heima í héraði."
Höfundur er nlþingismaður Sjálf-
stæðisflokksins fyrir Vesturlands-
kjördæmi.
Hreiður hf. fær
greiðslustöðvun
STJÓRN Hreiðurs hf., sem rekur
alifuglasláturhús í Mosfellssveit,
hefur fengið heimild til greiðslu-
stöðvunar í 3 mánuði hjá sýslu-
manni Kjósarsýslu. Talsmenn
félagsins segja greiðslustöðvunina
ekki vera undanfara gjaldþrots,
og að fyrir dyrum standi endur-
skipulagning félagsins.
I fréttatilkynningu frá stjóm fé-
lagsins segir, að óskað hafí verið eftir
greiðslustöðvuninni til að endurskipu-
leggja fjármál og rekstur félagsins,
en rekstur þess hafí verið erfíður sl.
tvö ár. Áætlað er að Hreiður hf.
muni eingöngu reka sláturhús, en
nýstofnað hlutafélag, Markaðskjúkl-
ingar hf., mun sjá um sölu og dreif-
ingu á afurðum sláturhússins undir
vörumerkinu ísfugl, og til stendur
að stofna annað hlutafélag sem mun
yfirtaka þá kjötvinnslu, sem farið
hefur fram á vegum Hreiðurs hf.
Með þessu móti verður skuldum
létt af Hreiðri hf., og rekstur félags-
ins einfaldaður, segir f fréttatilkynn-
ingunni. Hlutafé í Hreiðri hf. verður
aukið, og er sagt að fyrir liggi vil-
yrði frá bændum um nýtt hlutafé upp
á 20 milljónir króna.
9
VERKSTÆÐI
VERKSMIÐJUR!
Aukið vinnuafköst og hagræðingu á vinnustaðnum
með því að tileinka ykkur nútíma loftvæðingu.
ÞAÐ LIGGUR I LOFTINU! Hafðu samband og
kannaðu málið.
AVS
Framtíð vlSkeifuna, Faxafeni 10, Reykjavík, S 68 69 25