Morgunblaðið - 10.11.1987, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987
27
Vargnr og Göltur
Elstu skopmyndir af Islendingnm
eftirKolbein
Þorleifsson
Um það hefur verið rætt manna
á meðal, hvort ekki kynnu að leyn-
ast í erlendum söfnum ýmsar
heimildir um íslendinga, sem áður
væru ókunnar. Hefur Vatikan-
safnið verið nefnt til dæmis.
Ég ætla hér að biðja Morgun-
blaðið að birta tvær teikningar, sem
gerðar voru af Norðmanninum P.A.
Munch um miðja síðustu öld, þegar
hann sat á Vatikan-safninu fyrstur
norrænna manna, og teiknaði hjá-
lagðar myndir upp úr bréfabók
Innocentiusar þriðja páfa. Bréfið,
sem myndimar áttu við, var ávítun-
arbréf til Skálholts-biskups, og
ávítaði íslendinga m.a. fyrir morð-
brennur og lauslæti höfðingja.
Skrifari páfa hefur verið listáhuga-
maður af því tagi, sem gert er að
frásagnar-efni í frægri bók: „Nafni
rósarinnar", og lýsir hann morð-
brennendum í Lönguhlíð í Eyjafírði
sem vargi í sauðargæru munksins
og kertasveini, en lauslæti Jóns
Loftssonar og annarra sem gelti,
sem er reykelsisberi. Þessir messu-
þjónar vom nefndir á latínu „aco-
lythus og thuribulus, og gegndu
ýmsir veraldlegir höfðingjar á ís-
landi þessum störfum.
Bréfið, sem þessar myndir heyra
til, var á sínum tíma prentað í af-
skrift Munchs í íslensku fombréfa-
safni, sem Jón Sigurðsson forseti
gaf út á liðinni öld. En myndimar
fylgdu ekki með.
Þessar myndir em að öllum
líkingum elstu skopmyndir af ís-
lendingum sem enn em komnar
fram í dagsljósið. Þess er að vænta,
að fleira fínnist í .eriendum mið-
alda-söfnum, ef vel er leitað.
Höfundur er kirkjusagnfræðingur
ogatarfará vegum Menntamála-
ráðuneytisins við rannsóknir á
Skálboitssögu.
ZENTIS VOKUR FYRIR VANOLATA
2 MISMUNANDI GERÐIR
• SÚKKULAÐIKREM
• MÖNDLU NOUGA KREM
k
Heildsölubirgöir:
Þ. Marelsso
Hjallavegi 27, 104 Reykjavik
f? 91-37390 - 985-20676
KOKUKREM
vognar
i' |* Eigum ávallt fyrirliggjandi
J hina velþekktu BV-hand-
s Ivftivanna mnrS 9500
BÍLDSHÖFDA 16 SÍMI; 6724 44
Líður þér illa...
að óþörfix?
Margir sætta sig við slappleika mánuðum og jafnvel árum sam-
an að óþörfu. Ert þú einn þeirra? Þú getur komist að því ef þú
reynir bætiefnin frá Lýsi hf. Það er nefnilega ótrúlegt hvað
skortur á örlitlu magni af vítamínum, steinefnum eða snefil-
efnum getur gert þér lífið leitt. Ef vanlíðan þín er aðeins við-
vörun líkamans um að þig vanti bætiefni er MAGNAMÍN góð-
ur kostur. MAGNAMÍN miðast nákvæmlega við þarfir íslend-
inga!
LYSI
Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavík.
MAGNAMÍN er sett saman úr 24 vítamínum, stcincfnum og snefilefnum.
MAGNA-B inniheldur öll B-vítamínin. B-vítamín vinna gegn blóðleysi,
bólgum, útbrotum, streitu og sinnulcysi.
MAGNA-C. Líkaminn þarfnast þess stöðugt til að viðhalda heilbrigði
bandvefs, t.d. tannholds og.til vamar kvefi.
MAGNA-E er nauðsynlegt til að líkamanum nýtist önnur vítamín.
ARGUS/SÍA