Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987
Smábátaeigendur á Reykjanesi:
Vilja að allar drag-
nótaveiðar verði
bannaðar í Faxaflóa
Smábátaeigendur á Reykja-
nesi vilja banna allar veiðar með
snurvoð (dragnót) í Faxaflóa aUt
árið um kring.
Aðalfundur Reykjaness, svæðis-
félags smábátaeigenda á Reykja-
nesskaga, var haldinn I Golfskálan-
um í Leiru 18. október sl. Þar kom
fram mikil og vaxandi óánægja og
áhyggjur með auknar veiðiheimildir
snurvoðarbáta og togbáta á aðal-
veiðisvæðum smábátanna. Þetta
veldur því að smábátamir þurfa að
sækja æ lengra frá landi til að kom-
ast í fisk og er það óheillavænleg
þróun svo ekki sé meira sagt. Um
þetta ályktaði fundurinn eftirfar-
andi: Allar veiðar með snurvoð
(dragnót) skulu bannaðar í Faxa-
flóa árið um kring, segir í frétt frá
félaginu.
Bjart skrifborðsljós,
heima og á vinnustað:
DULUX'TABLE
BYGGlNGAVORUOEHD HRINGBRAUT 120 simi 28600
SIEMENS
Siemens Siwamat 640
. Fyrirferðarlítil og lipur
topphlaðin þvottavéI
• Aöeins 67 sm á hæð, á hjólum.
•Yfir 29 þvottakerfi.
•Vinduhraði: 350, 700 og 850 sn./mín.
•Tekur 4,5 kg eins og venjuleg vél.
Smith og Norland
Nóatúni 4,
s. 28300.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Bourguiba burt eftir 31 valdaár:
Ben Ali, forseti, virðist
njóta trausts Tunisa
„BOURGUIBA tímabilið er á enda. Allir eru sáttir við þessi
málalok." Sagði nýr forseti Túnis, Abidine Ben Ali, sem ýtti
Bourguiba úr sessi um helgina og tók sjálfur við embættinu.
Ben Ali hafði verið skipaður forsætisráðherra fyrir um það bil
mánuði og var þar með talinn arftaki hins aldurhnigna forseta.
Þó bjuggust sennilega fæstir við, að hann myndi leiða málið til
lykta eins fljótt og nú hefur komið á daginn. Ben AJi sagði, að
ákveðið hefði verið að svipta Bourguiba völdum, þar sem hann
væri orðinn elliær og alls ekki fær um það lengur að gegna
embættinu. í opinberum yfirlýsingum hefur verið lögð áherzla
á, að landið hafi í reynd verið forsetalaust um langt skeið vegna
hrörnunar Bourguiba.
Ifréttum frá Túnis segir, að
borgarar hafi tekið tíðindum
rólega og engin ástæða sé til að
hafa áhyggjur af því að einhveijir
rísi upp til andmæla. Bourguiba
dvelur, þegar þetta er ritað enn
f forsetahöllinni í Karþagó og hjá
honum er frænka hans Saida
Sassa, sem margir valdamenn í
Túnis hafa litið homauga. Hún
hefur annast gamla manninn
síðustu ár og margsinnis hefur
hún komið í veg fyrir með ofríki
sínu, að ráðherrar eða aðrir sem
hafa þurft að ná tali af Bourguiba
kæmust á hans fund. A tímabili
var sagt, að hún stefndi að því
að fá forsetann til að skipa sig í
áhrifastöðu. Ekkert liggur fyrir
um það, en fæstum blandast hug-
ur um, að Sassa hefur haft
töluverð afskipti af embættaskip-
unum síðustu árin.
Sagt er að í forsetahöllinni séu
einnig ýmsir nánir stuðningsmenn
Bourguiba og verði ekki hróflað
við neinum. Forsetanum fyrver-
andi verði gefinn kostur á að eyða
því sem hann á eftir ólifað á ein-
um þriggja setra sinna annars
staðar í landinu og honum verði
sýnd sú virðing, sem sé við hæfi.
Habib Bourguiba hefur verið
við völd í Túnis í 31 ár. Hann
hefur notið virðingar erlendi og
hefur verið elskaður af þegnum
sínum. Á því er ekki nokkur
minnsti vafi. Framan af hafði
hann öll völd í sínum höndum og
hann gerði sér far um að færa
land sitt til nútímans, með auk-
inni menntun, bættri heilsugæzlu
og þrátt fyrir takmarkaðar auð-
lindir í landinu, reyndi hann eftir
megrii að sjá til þess að hagur
manna batnaði.Bourguiba sýndi
áhuga á að breyta stöðu konunnar
í samfélagi múhammeðstrúar-
manna, svo að hún er nú líkust
þar og á Vesturlöndum, allra Ara-
baríkja. Hann var hlynntur
Bandaríkjunum og Vesturlöndum
almennt og hefur viljað halda
góðum og nánum samskiptum við
Bandaríkin, einnig á þeim tíma,
þegar Sovétmenn létu að sér
kveða í Norður Afríku.
Það fór hins vegar ekki milli
mála, að lýðræði var ekki í Túnis
í stjómartíð Bourguiba. Það bend-
ir raunar ekkert til að þar verði
breyting á með nýjum valdhöfum.
Én Bourguiba var lengst af vitur
og velviljaður einræðisherra og
enginn hefur dregið f efa að Tún-
is hefur miðað fram á veginn
undir hans sljóm.
Bourguiba féll í þá gryfju að
átta sig ekki á, hvenær hans tími
liðinn. Misvitrir ráðgjafar undan-
farin ár, sem ugglaust hafa
hugsað meira um að skara eld að
eigin köku, en ráða öldruðum og
heilsuveilum manni hollt, bættu
ekki úr skák.
í nágrannaríkjunum Túnis,
Marokkó og Alsír, hefur Ben Ali
verið tekið vinsamlega. Nokkur
vestræn ríki hafa einnig látið frá
sér heyra um valdaskiptin og ver-
ið mjög jákvæð. Stjómarand-
stöðuflokkur Túnis, Islamski
flokkurinn, sem er raunar bannað-
ur, hefur sömuleiðis lýst ánægju
sinni án þess neitt bendi til að
Ben Ali hyggist leyfa honum að
starfa. Islamski flokkurinn hefur
látið meira til sín taka að undanf-
ömu og eins og fram hefur komið
í fréttaskýringum um Túnis á
síðustu mánuðum, hefur það vald-
ið vaxandi kvíða. Skemmst er að
minnast, hve harkalega var tekið
á málum islamskra bókstafstrúar-
manna þar og að flestra dómi em
öfgastefnur af öllu tagi eitur í
beinum Túnisa.
Sumir álíta, að það sem hafi
riðið baggamuninn, að Ben Ali lét
til skarar skríða nú hafi verið sú,
að hann áliti mjög nauðsynlegt
að vináttusamningur yrði gerður
við Libýu og staðfest yrði að taka
upp langtum nánari samvinnu við
Alsír og Máritaníu. Túnisar hafa
verið á báðum áttum og gruna
Moammar Gaddafí, hæstráðanda
í Líbýu um græsku og ekki að
ósekju. Á hinn bóginn hafa sam-
skiptin farið batnandi og nýlega
voru flugsamgöngur milli þeirra
teknar upp eftir æðilangt hlé.
Túnisar voru tregir til að stíga
skrefið til fulls að friðmælast við
Líbýu og taka alvarlega til athug-
unar einhvers konar ríkjasamband
Alsír, Líbýu og Túnis. Meðal ann-
ars af ótta við að Marokkó
einangraðist, vegna erfiðra sam-
skipta Alsír og Marokkó einkum
sakir stuðnings við Polisario-
skæruliðana. Samt er ekki vafí á
því að meiri samvinna grannþjóð-
anna í Norður Afríku gæti reynzt
heilladijúg og Túnisar nytu þá ef
til vill góðs af olíuauðæfum Líbýu.
Skyldleiki þjóðanna hvað sem
ágreiningi líður er meiri en milli
flestra annarra þjóða í Araba-
heiminum. Því er samvinna milli
þeirra rökrétt og félagslega mikil-
væg.
Vonandi mun það þegar tími líður
og línur skýrast, verða þessu landi
og ljúfum þegnum þess til fram-
dráttar. Það er ekkert sem bendir
til annars nú.
do !gB||ÍE-
hu Pnt*
Sotóentronsen
öansune noureH
Ben Ali og Habib Bourguiba. Myndin var tekin fyrir um það bil
mánuði, þegar Ben Ali var skipaður forsætisráðherra.
„Tími Bourguiba er liðinn. Við erum öll sátt við að hann fan frá.