Morgunblaðið - 10.11.1987, Page 37

Morgunblaðið - 10.11.1987, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987 37 þjóð r andi. Innan embættismannakerfís Svíþjóðar er enginn lengur fylgjandi samþykktinni frá 1972. Hún var mikil mistök sem eru orðin þjóðinni dýr., Árið 1984 fékk flotinn eins milljarðs skr. aukafjárveitingu sem bæta átti fyrir gamlar syndir. En slíkt tekur tíma. Það tók líka sinn tíma að fá þessa fjárveitingu í gegn. Enn sem komið er hefur lítið borið á ákveðni og röggsemi. Það að stjómvöld vilja ekki lýsa þjóðemi kafbátanna yfír opinber- lega þarf ekki að eiga sér jafn alvarlegar ástæður og Leitenberg heldur fram. Til að gefa út yfírlýs- ingu þarf stjómin óvéfengjanlegar sannanir. Meðan ekki tekst að þvinga kafbát upp á yfírborð sjáv- ar, sökkva honum eða ljósmynda hann í þekktu umhverfí getur ein- ungis leyniþjónustan sannað þjóð- emið. Slíkum sönnunum hlutu að fylgja tæknilegar upplýsingar um getu þess sem þekkingarinnar afl- ar, en það getur flotinn ekki sætt sig við. Það er einnig spuming hve lengi þetta getur haldið áfram. Land- helgisbrotin og yfírlýst óvissa stjómvalda um hver að þeim standi eyðileggja trúna á ríkisstjóminni og landvömunum. Þetta heftir vald- ið þeirri tilfínningu að ríkisstjómin hafi eitthvað að fela. En einfaldasta spumingin og jafnframt sú sem erfíðast er að svara er þessi: Séu kafbátamir ekki sovéskir, hvaðan em þeir þá? Frá tunglinu? Ef stjómin vill í alvöru forðast að sökkva kafkbáti er eitt óljóst. Það er rétt að skylda hersins er fyrst og fremst sú að þvinga kaf- bátana upp á yfírborðið. En þetta eitt setur kafbátana í mikla hættu, eins og Palme hafði sjálfur sagt. Neiti kafbátur að yfírgefa bann- svæðið er nauðsynlegt að gripa til gagnráðstafana. Ákvörðun um þær era teknar af flokksstjóra; á frið- artímum er hér um lágt foringjastig að ræða. Væntanlega geta ábyrgir foringj- ar ekki tekið þessa ákvörðun nema á þann veg, að þeir fremji ekkert afbrot ef þeir sökkva káfbáti. Eins og málum er nú háttað í flotanum er mjög ólíklegt að kafbátar séu viljandi látnir sleppa. „Við vitum að við eigum í stríði," segir yfírmaður strandhersins, Claes Fomberg. „Við vitum að þeir kafbátar sem við leitum geta varist og að þeir gera það ef í nauðir rek- ur.“ (Flotinn gefur ekki lengur upp nöfn áhafnanna sem starfa við kaf- bátaleit til að koma í veg fyrir hræðslu fjölskyldna þeirra.) Ekki einungis skipanir, heldur einnig aðstæður hafa áhrif á fram- kvæmdimar. „En fyrr eða síðar mun okkur heppnast það“ Það að enn hefur ekki tekist að sökkva kafbáti eða þvinga hann upp að yfirborði sjávar er eingöngu vegna getuleysis hersins en ekki vegna neins konar banns stjóm- valda. Það er í sjálfu sér alveg nógu slæmt fyrir trúverðugleika sænskr- ar öryggismálastefnu. Byijunaraðstaða flotans var verri en Leitenberg virðist gera sér grein fyrir. Það skorti ekki aðeins vopn, heldur einnig þekkingu. Það var fyrst eftir harmleikinn í Hársfjárd að menn sáu að hér var við ný og óþekkt vopn að eiga; smákafbáta, báta sem notaðir era til að sökkva skipum, kafara og móðurkafbáta sem biðu utan landhelginnar. Einn- ig nk. ökutæki sem ferðuðust um hafsbotninn. Það var ekki fyrr en þeir vissu hvers ætti að leita að menn gátu farið að koma sér upp njósnatækjum og vopnum og að- ferðum sem við áttu. Það var nauðsynlegt að byija frá granni. Það hefur verið unnið gott starf. Leitenberg minnist ekki einu orði á rannsóknina á vegum Rannsókna- stofnunar hafsins (FOA) sem hófust fyrir hálfu öðru ári í samvinnu við herforingjaráð flotans og vopna- smiðju hersins. Skipulagningin segir mikið, bæði um byijunarað- stöðuna og um vilja yfírvalda til að leysa vandann. Að verkefninu vinna 160 vísindamenn og það er það stærsta á vegum hersins nú. Stjóm- andi þess, Rolf Arremark segir. Fyréta vandamálið er umhverfið. Heilbrigð skynsemi leikmannsins segir honum að það hljóti að vera auðveldara að fínna kafbát í þrengslum skeijagarðsins en í haf- inu milli Noregs og íslands. En þetta er alrangt. Grannsævið er mjög erfítt umhverfí og af öllu erf- iðu er skeijagarðurinn langverstur viðureignar. Jámgrýtislögin í hafs- botninum trafla segulsviðið. Hljóð- merkin endurkastast frá grynning- um og skeijum og einnig frá yfírborðinu, en þar mætast ólíkar gerðir vatns með mismunandi salt- innihald og hitastig. Framkvæmdir á landi hafa áhrif á titringsmælana, og þannig má lengi telja. i Hlustunar- og eftirlitstæki era almennt ætluð til notkunar á stór- um hafsvæðum. Hingað til hefur lítill áhugi verið á eftirliti á grann- svæði nema í Svíþjóð. Það er heldur ekki mikla þekkingu að fínna í öðr- um löndum. Að mörgu leyti er það brautryðjendastarf að rannsaka Eystrasaltið. Því betur sem hafíð er kannað, því betra verður að fram- leiða ný tæki og vinna úr upplýsing- um frá þeim. Hinn hluti verkefnisins er að fínna upp nákvæm mælitæki. Hlustunarbúnaður er yfírleitt mikil- vægastur en í þessu tilfelli er ekki hægt að reiða sig eingöngu á hljóð- merki. Það þarf einnig að mæla breytingar á segulsviði og sjávar- hita. Segulsviðsbreytingar verða ef málmhlutur fer gegnum sjóinn og hitabreytingar verða þegar kaf- bátur fer milli tveggja svæða og skrúfan blandar saman heitum sjó og köldum. Til dæmis era notaðir sérstakir skjálftamælar, sem FOA hefur framleitt til mælinga á kjam- orkusprengingum. Það nýjasta er leysigeislatækni. Öll þessi tæki eiga sér takmörk. Það er ekki hægt að búast við neinu tæknilegu kraftaverki en allar end- urbætur era spor í áttina, hve stórt, er erfítt að segja til um. Þvi er ómögulegt að fara að óskum stjóm- málamanna og segja nákvæmlega fyrir um hvenær fullnægjandi vam- arkerfi verður sett upp. Eins og nú er háttað, er ekki búist við miklu af aðskildum vamar- kerfum, heldur samtengingu þeirra, svo hægt sé að vinna upplýsingar frá þeim öllum samtímis í tölvu. Það er einnig hluti verkefnisins að framleiða ný vopn. Áhersla er lögð á vopn til að granda skipum og bátum. Vísindamennimir era í tíma- þröng. Árangur rannsóknanna er tafarlaust notaður til að framleiða ný tæki sem síðan era prófuð á leitarsvæðinu. Árangurinn má sjá á hegðun óvinarins, ef nota má það orð. Hann hefur verið varkárari. En það er erfitt að segja hve mikill árangur hefur nást til þessa. „En fyrr eða síðar kemur röðin að okkur, og þá mun ætlunarverk okkar heppnast," segir Torbjöm Hultmann, herforingi, sem jafn- framt er yfirmaður þeirrar deildar innan vopnasmiðja hersins sem sér um neðansjávarvopn. Þann dag mun stefna stjórnarinnar líka sanna gildi sitt. Hafa Svíar gefist upp? í þau fímm ár sem liðin era frá atburðunum í Hársfjárd hefur ekki tekist að þvinga einn einasta kafbát upp á yfirborðið. Fjölmiðlar hafa tekið þetta óstinnt upp. Að hluta má kenna getuleysi hersins um og að öðram hluta fjárskorti. Torbjöm Hultmann bendir á, að jafnvel þótt rannsóknir flotans væra fjármagnaðar og stundaðar af stór- veldi væri samt ekki hægt að ábyrgjast árangurinn. Svo erfitt er þetta verkefni. Hultmann segir að þó ekki hafí enn tekist að festa hendur á kafbáti sé það ekki vegna þess að verkefnið hafí mistekist. Hins vegar væra það mistök að nota ekki hvert tækifæri til tilrauna og ef ekki væra allar mögulegar leiðir nýttar til fjáröflunar. Flest bendir til að enn sé langt í land. Það er mjög eðlilegt. Málið snýst um það að lítil þjóð, sem reyndar býr yfir mikilli tækniþekk- ingu, þarf að ná valdi á vissum aðstæðum, sem stafa af tæknileg- um stórárangri hjá stórveldi. Höfundur er fyrrum forstjóri sænsku utanrlkismálastofnunar- innnr. Hsnn skrif&r nú fnsts tiÁlks iýmis blöð á Norðurlöndum. leita að ókunnum kafbátum inni í Karlskrona. Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson Hópurinn sem synti 110 kílómetra í maraþonsundi. Inga Matthías- dóttir sundkennari er fyrir miðju í fremri röð. Skagaströnd: Maraþonsund krakkanna í grunnskólanum Skagaströnd. KRAKKARNIR í 8. og 9. bekk grunnskólans á Skagaströnd lögðu að baki 110 km { mara- þonsundi um næst síðustu helgi. Höfðu krakkarnir tekið sig saman og safnað áheitum vegna þessa sunds. Krakkamir, sem eru 16, syntu saman tveir og tveir í 10 mínútur í einu og reyndu að komast sem lengst á þeim tímá. Að hverri 10 mínútna töm fengu þeir síðan hvíld í rúman klukkutíma þar til kom að þeim á ný. Fólk úr for- eldra- og kennarafélaginu skiptist á um að vaka með krökkunum og telja ferðimar sem syntar voru. Alls syntu krakkamir 110 km eða 8.800 ferðir í lauginni, sem er ekki nema 12,5 m löng útilaug. Krakkamir höfðu safnað áheit- um eins og áður sagði, þar sem algengast var að fólk lofaði einum eyri á hvem metra sem syntur yrði. Sumir lofuðu þó hærri upp- hæð eða allt upp í 10 aura á metrann. Söfnuðust með þessu móti um 150 þúsund krónur en þessa peninga ætla krakkamir að nota til að kaupa keppnisbúninga fyrir skólann. Nokkur fyrirtæki studdu líka þetta framtak krakkanna, t.d. gaf Kaupfélag Húnvetninga Blöndu- ávaxtadrykk, súkkulaði og súpur I Krakkamir, sem eru 16, syntu saman tveir og tveir í 10 mínútur í einu og reyndu að komast sem lengst á þeim tíma. til hressingar fyrir sundgarpana meðan á sundinu stóð. Að sundinu loknu voru krakk- amir ánægðir en þreyttir og sögðu að erfíðast hefði verið að synda á tímanum kl. 3 til 6 aðfaranótt laugardagsins. - ÓB

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.