Morgunblaðið - 10.11.1987, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987
Sléttbakur af hentur ÚA eftir tæplega eins árs endurbyggingu:
Stærsta og flókn-
asta endurbygginga-
verk Slippstöðvarinnar
- segir Gunnar Ragnars forsljóri
Sverrír Leósson stjórnarformaður Útgerðarfélags Akureyrínga af-
henti Kristjáni Halldórssyni skipstjóra biblíu til að hafa um borð i
skipinu. Að baki þeim stendur Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvar-
innar.
Sléttbakur var afhentur sl. sunnudag. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir
SLÉTTBAKUR EA 304, skip Út-
gerðarfélags Akureyringa, var
afhent eigendum sínum síðastlið-
inn sunnudag eftir gagngera
endurbyggingu, sem staðið hefur
yfir í tæpt ár fajá Slippstöðinni á
Akureyri. Skipið er búið nýjustu
tækjum, sem völ er á. Óhætt er
að segja að það sé eitt af því
nýtískulegasta sem sést hefur í
flota okkar íslendinga enda túr-
arnir oft langir hjá skipverjum,
þetta fjórar til fimm vikur, og
því hefur mikið veríð í það lagt
að hanna vistarverur þess í senn
sem góðan vinnustað og sem
heimili. Vilhelm Þorsteinsson
framkvæmdasljóri ÚA sagði að
smávægilegar lagfæringar væru
eftir, um það bil fjögurra daga
vinna, en vonir stæðu til að skip-
ið gæti haldið í sína fyrstu
veiðiferð í lok vikunnar.
Keyptur sem
frystitogari
Sléttbakur var upprunalega
byggður í bænum Syvikgrend í
Noregi árið 1968 sem frystiskip og
rúmaði þá 781 brúttótonn. Útgerð-
arfélag Akureyringa keypti skipið
frá Færeyjum árið 1973 og hét það
þá Stella Kristina. Skipið var verk-
smiðrjutogari þegar hann kom til
landsins, en þá voru vinnsluvélar
þess settar í land og skipið gert af
ísfísktogara enda keypt til að afla
hráefnis fyrir vinnsju ÚA í landi.
Það sama ár keypti Útgerðarfélagið
Svalbak, systurskip Sléttbaks, frá
Færeyjum, en það var byggt árið
1969 á sama stað í Noregi. Þessi
tvö skip voru keypt í skiptum fyrir
gömlu síðutogara fyrirtækisins.
Fyrsti skuttogarinn, sem fyrirtækið
eignaðist, var Sólbakur, keyptur
árið 1972 frá Frakklandi. Honum
var lagt í ágúst 1982 og síðan seld-
ur í brotajám. Fjórði skuttogari ÚA,
Kaldbakur, var byggður árið 1974
á Spáni sérstaklega fyrir Útgerðar-
félagið og Harðbakur ári síðar á
sama stað. Hrímbak eignaðist fyrir-
tækið síðan árið 1984, en hann hét
áður Bjami Herjólfsson og var
keyptur af Landsbanka íslands.
Sýnt mikið traust
Gunnar Ragnars forstjóri Slipp-
stöðvarinnar sagði við tækifærið
að rúmlega hálft annað ár væri nú
liðið síðan viðræður hófust á milli
forráðamanna Útgerðarfélags Ak-
ureyringa og Slippstöðvarinnar
varðandi endurbygginguna. „Slipp-
stöðin tók að sér forhönnun á þessu
verki og var hún unnin í nánu sam-
ráði og samstarfi við menn Útgerð-
arfélagsins. Sérstaklega ber að
þakka það traust sem Slippstöðinni
er sýnt með því að fela henni frum-
hönnun verksins og ganga síðan
beint til samninga án þess að bjóða
verkið út á hinum niðurgreidda og
ríkisstyrkta erlenda markaði. Samið
var um verkið 26. september fyrir
rúmu ári og kom skipið til Slipp-
stöðvarinnar í byrjun nóvember.
Eiginlegt verk hófst þó ekki fyrr
en komið var fram yfír áramót því
byrjað var að sandblása og ryðveija
skipið hátt og lágt og lauk því verki
um miðjan janúar.“
Eins og nýtt skip
Gunnar sagði að skipið væri nú
nánast orðið eins og nýtt og væri
þetta verkefni langstærsta, viða-
mesta og flóknasta endurbygginga-
verk sem Slippstöðin hefði ráðist í.
Það væri jafnvel styttri lestur að
telja upp hvað ekki hefði verið gert
í skipinu. „Jafnvel skrokkurinn er
ekki allur sá hinn sami og hann var
því skipið var lengt um átta metra.
Tæknimenn okkar hver á sínu sviði,
stjórnendur framleiðslunnar, iðnað-
ar- og verkamenn hafa Iagt sig
fram við að skila þessu verki sem
best úr hendi og það er einlæg ósk
Slippstöðvarinnar að með þessu sé
endurgoldið það traust sem okkur
var sýnt með því að fela stöðinni
þetta verk. Við vonum líka að
traustið hafí verið endurgoldið með
vel unnu verki og að skipið muni
og megi uppfylla þær væntingar
sem til þess eru gerðar. Okkur
fínnst næstum eins og við séum að
afhenda nýsmíði, svo mikið fínnst
okkur við eiga í þessu skipi." Að
lokum óskaði Gunnar skipi og áhöfn
velfamaðar og afhenti Sverri Leós-
sjmi, formanni stjómar ÚA, skips-
skjöl og þar með skipið. Gunnar
sagði jafnframt að Slippstöðinni
langaði að gefa skipinu gjöf, en úr
vöndu hefði verið að ráða þegar
„VIÐ MEGUM ekki slá höfðinu
við stein þó ytri aðstæður okkar
breytist. Hin svokallaða fast-
gengisstefna er nauðsyn og þó
svo að dollarinn farí lækkandi,
megum við ekki grípa til þess
ráðs að fella gengið eins og gert
var í tíð vinstrí stjómar með
þeim afleiðingum að verðbólgan
fór í 130%,“ sagði Þorsteinn Páls-
son forsætisráðherra meðal
annars á almennum stjóramála-
fundi er hann hélt á Akureyri
sl. sunnudag.
Þorsteinn sagði að þegar komið
hefði verið fram í miðjan september
hefðu efnahagssérfræðingar talið
að fyrri spár þeirra gætu ekki stað-
ist og búast mætti við viðskiptahalla
upp á sex til átta milljarða á næsta
ári ef fram héldi sem horfði. „Þess
vegna urðum við að grípa til harð-
ari aðgerða, sem nauðsynlegar vom
í átt til velfamaðar. Þess vegna var
sérstakri þriggja manna ráðherra-
nefnd falið að gera tillögur til að
rétta af viðskiptahallann."
allt er til alls um borð. Sú ákvörðun
hefði þó verið tekin að kaupa mál-
verk af Sléttbaki í núverandi mynd
eftir listamanninn Öm Inga.
Þorsteinn sagði að allar líkur
bentu til að hægt yrði að lækka
verðbólgu ef aðilar vinnumarkaðar-
ins tækju mið af þeirri umgjörð sem
ríkisstjómin hefði mótað undan-
famar vikur. Hinu væri þó ekki að
neita að eftir að til þessara ákvarð-
ana kom, hefðu átt sér stað mikil
umbrot á mörkuðum okkar erlend-
is. Ljóst væri að með lækkandi
gengi dollarans fæm þjóðartekjur
okkar íslendinga minnkandi svo
mjög sem við væmm háð banda-
ríkjadollaranum. „Reiknað var með
því að kaupmáttur atvinnutekna
myndi aukast um 7% þegar síðustu
kjarasamningar vom gerðir, en all-
ar líkur benda nú til að hann muni
aukast um 16% þótt kaupmáttar-
aukningin komi ef til vill ekki jafnt
niður á alla hópa þjóðfélagsins.
Hlutverk aðila vinnumarkaðarins
er að sjá um að henni sé jafnt
skipt. Aukning kaupmáttar eykur
innflutning og viðskiptahalla. Hins-
vegar er blekking að halda því fram
að hægt sé að auka kaupmátt án
Sverrir Leósson sagði að það
skyldi viðurkennast að forráðamenn
ÚA hefðu verið famir að ókyrrast
svolítið. Hinsvegar væri það ljóst
að starfsmenn Slippstöðvarinnar
hefðu unnið bæði stórt og mikið
verk og ættu stórar þakkir skildar.
Himinlifandi
með aðbúnað
Kristján Halldórsson skipstjóri á
Sléttbaki sagði í samtali við Morg-
unblaðið að farið hefði verið í
prufusiglingu sl. fímmtudagskvöld
út að Grímsey til að ganga úr
skugga um hvemig „nýja skipið"
stæði sig. „Við komum aftur í land
eftir tveggja daga útilegu og gekk
siglingin þolanlega. Smávægileg
vandamál komu upp viðvíkjandi
vinnslunni, sem lagfæra á í vik-
unni, en annað gekk samkvæmt
þess að auka þjóðartekjur. Sagan
hefur kennt okkur að aukin verð-
bólga þýðir minni kaupmátt og
minni verðbólga þýðir jafnari kaup-
mátt.“
Nokkrar fyrirspumir komu fram
á fundinum um endurskoðun kvóta-
kerfísins. Forsætisráðherra sagði
að pólitísk ákvörðun um aflamagn
fyrir næsta ár hefði litið dagsins
ljós þó svo að tillögur fískifræðinga
lægju fyrir. Hann sagðist þó í
grundvallaratriðum vera fylgjandi
núverandi kvótakerfí þó það kerfí
þyrfti frekari skoðunar við, sérstak-
lega hvað varðar útflutning á
ferskum físki. Hann sagðist fagna
þeirri þróun að ákvarðanir varðandi
fískverð væru smátt og smátt að
færast frá miðstjómarvaldi heim í
byggðarlögin þó svo að tæplega 200
fulltrúar á LÍÚ- þingi hafi lýst yfír
andstöðu sinni með fijálst fískverð.
„Huga þarf að því að leggja niður
miðstýrða sjóði þótt aðlögunarvandi
hljóti að fylgja í kjölfarið sem ann-
ars staðar þar sem breytingar eru
óskum. Skipið reynist mjög vel á
siglingu, sérstaklega reyndist tog-
dekkið vel og held ég að segja
megi að allir séu himinlifandi með
aðbúnað um borð.“ Eldhús ásamt
tækjum er nýtt. Matvælageymslur
og frystar eru ný. Nýr og rúmgóður
matsalur ásamt setustofu með full-
komnum sjónvarps- og hljómflutn-
ingstækjum eru um borð. Snyrti-
og hreinlætisaðstaða er öll ný svo
og búningsaðstaða fyrir vinnslufólk
og sjóklæðageymsla fyrir þilfars-
fólk. Allir íbúðaklefar vom yfírfam-
ir og endurbættir eftir þörfum, ný
teppi og dúkar sett á öll gólf. Krist-
ján sagði að 26 manna áhöfn yrði
'á skipinu og um það bil sex til átta
afleysingamenn. Yfirvélstjóri er
Hilmar Luthersson og fyrsti stýri-
maður er Gunnar Jóhannsson.
Skipið ber um 700 tonn af flökum.
gerðar."
Þorsteinn sagði að við þyrftum
að huga að stöðu okkar meðal þjóð-
anna. Við þyrftum að vera opnari
gagnvart nýjungum án þess þó að
hleypa útlendingum í auðlindir okk-
ar, en opna fyrir möguleika á
samstarfí við erlenda aðila. „Ég tel
að við eigum ekkert erindi inn í
Evrópubandalagið, í fyrsta lagi
vegna þess að fiskveiðistefna Evr-
ópubandalagsins er ósættanleg. Við
höfum haft góðan fríverslunar-
samning við bandalagið en verðum
að gera víðtækari samning. Jafn-
framt verðum við að treysta stöðu
okkar innan Atlantshafsbandalags-
ins. Við erum eyja, en við megum
aldrei vera eyland í samfélagi þjóð-
anna,“ sagði Þorsteinn.
Halldór Blöndal alþingismaður
sagði á fundinum að fólk tryði ekki
nú orðið á þriggja flokka stjómir
enda hefðu slíkar stjómir hingað
til ekki enst út kjörtímabilið þegar
þær hefðu verið við völd. Sjálfstæð-
isflokknum fyndist hann heldur
ekki hafa næg völd í þriggja flokka
stjóm.
„Uppinn“
á Akureyri
UPPINN, nýr veitingastaður,
var opnaður á Akureyri sl.
fimmtudagskvöld á Ráðhús-
torgi 9. Eigendur Uppans eru
þau Þráinn Lárusson og Ingi-
björg Baldursdóttir. Aðaluppi-
staða Uppans verða pizzur og
var til pizzugerðarínnar keypt-
ur sérstakur ofn frá Ítalíu.
Á myndinni eru frá vinstri:
Gunnar P. Gunnarsson kokkur,
Pétur Ólafsson framkvæmda-
stjóri, Ingibjörg Baldursdóttir og
Þráinn Lárusson eigendur. Opið
er á Uppanum frá kl. 11 á morgn-
ana til kl. 1 eftir miðnætti og til
kl. 3 um helgar.
Aðilar viimumarkaðarins verða að taka
mið af umgjörð ríkisstjórnarinnar
- segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra