Morgunblaðið - 10.11.1987, Síða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987
Sigríður Péturs-
dóttir — Minning
Fædd 28. apríl 1902
Dáin29. október 1987
í dag verður jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni Þórunn Sigríður Péturs-
dóttir, til heimilis á Laufásvegi 44.
Foreldrar hennar voru Hlíf Boga-
dóttir Smith, Ragnheiðar Bogadótt-
ur, Benediktssonar, fræðimanns á
Staðarfelli, og Martinusar Smith,
kaupmanns og konsúls í Reykjavík,
og sr. Pétur Þorsteinsson, prestur
í Eydölum, Þórarinssonar, prests
að Hofi í Álftafirði, og Þórunnar
Sigríðar Pétursdóttur, Jónssonar,
prests á Valþjófsstað í Fljótsdal.
Sigríður var næstelst 10 systk-
ina. Föður sinn missti hún 16 ára
gömul, hann þá aðeins 46 ára að
aldri. Yngsta bamið fæddist daginn
eftir lát hans. Systkinin voru: Þor-
steinn Brynjólfur, f. 1900, sem fékk
lömunarveiki eins árs gamall og var
fatlaður upp frá því. Hann lést
1933. Þórunn Sigríður, sem hér er
minnst. Ragnheiður Anna, f. 1903,
ógift og látin. Hlíf Petra, f. 1905.
Hún fór til ættingja í Canada 15
ára gömul og giftist Vaughan Talc-
ott, bandarískum verkfræðingi, sem
er löngu látinn, en hún dvelur nú
á elliheimili í Washington-fylki í
Bandaríkjunum. Tvíburamir, Karl
Daníel jámsmiður og Gunnar
Andreas rennismiður, f. 1909. Karl,
sem nú er látinn, kvæntist Unni
Magnúsdóttur, Andreas er ókvænt-
ur og búsettur í Reykjavík. Guðný
Anna, f. 1911, gift Ámþóri Jensen,
kaupfélagsstjóra á Eskifirði, nú
búsett á Akureyri. Oddný Lára
Emilía, f. 1912, hjúkrunarkona og
búsett í Reykjavík. Fyrri maður
hennar var Hallgrímur Hallgríms-
son, sem lést 1942. Seinni maður
Oddnýjar var Axel Sveinsson verk-
fræðingur, einnig látinn. Borghild-
ur, f. 1917, fýrri maður Kjartan
Sveinsson og seinni maður Guð-
mundur Guðlaugsson verslunar-
maður. Þau eru búsett í Reykjavík.
Yngstur þeirra systkina var Pétur,
f. 1919, látinn 1960. Hann varflug-
maður.
Eftir Iát föður síns kom Sigríður
17 ára gömul til Reykjavíkur. Bjó
hún þá hjá móðursystur sinni,
Soffíu, og manni hennar, Magnúsi
Guðmundssyni, fv. ráðherra. Hér
gekk hún í Kvennaskólann næstu
tvo vetur, en fljótlega eftir það
þurfti hún að leggjast inn á Vífíl-
staðaspítala vegna berklaveiki og
gekk hún aldrei heil til skógar síðan.
21 árs gömul dvelur Sigríður hjá
föðursystur sinni, Guðnýju Þor-
steinsdóttur, og manni hennar sr.
Jóni Guðmundssyni, prófasti á
Norðfírði. Þá eru skapanomimar
famar að spinna örlagaþráðinn, því
þar kynntist hún tilvonandi eigin-
manni sínum, Páli Magnússyni
lögfræðingi, syni sr. Magnúsar Bl.
Jónssonar prests í Vallanesi og
konu hans, Ingibjargar Pétursdótt-
ur Eggerz frá Akureyjum á Breiða-
fírði. Gengu þau í hjónaband þann
12. október 1924. Bjuggu þau
fyrstu hjúskaparárin á Eskifirði, en
fluttust sfðan til Reykjavíkur þar
sem þau bjuggu æ síðan.
Þau skópu sér fagurt og gott
heimili sem bar vott um listahand-
bragð hennar og góðan smekk
þeirra beggja. Þau lifðu saman í
traustu og góðu hjónabandi þar til
Páll lést 19. febrúar 1985, 93 ára
að aldri, en hann var rúmliggjandi
seinasta árið og annaðist Sigríður
mann sinn heima. Komu þá vel fram
þeir eiginleikar, sem hún var svo
ríkulega gædd og höfðu einkennt
allt hennar líf, en það var framar
öllu að gleðja og hlúa að öðmm.
Sigríður og Páll eignuðust þijú
böm. Þau em: Pétur verkfræðing-
ur, sem giftist undirritaðri, Ingi-
björg innanhússhönnuður, giftist
Þorgrími Tómassyni framkvæmda-
stjóra, en hann lést árið 1972, og
Magnús, listamaður, giftist Önnu
Sigríði Gunnarsdóttur fulltrúa.
Ég kynntist Sigríði fyrst sem ung
stúlka þegar við Ingibjörg, dóttir
hennar, urðum góðar vinkonur. Mér
er rík í minni gestrisnin og hlýja
viðmótið, sem hún sýndi okkur
ávallt, vinum bama sinna, enda
varð sú raunin á, að heimili þeirra
Páls varð okkur mörgum sem annað
heimili.
Seinna varð ég svo þeirrar gæfu
aðnjótandi að eignast Sigríði fyrir
tengdamóður. í því hlutverki sem
öðmm var hún einstök. Hún var
sú sem gagnrýndi aldrei, en var
ávallt boðin og búin með holl ráð
og aðstoð þegar til hennar var leit-
að, sem í mínu tilfelli var alloft, því
ég bjó í húsinu hennar í 11 ár og
seinna í mörg ár í næsta húsi við
hana.
Ekki fóm bamabömin, sem urðu
tíu, og seinna bamabamabömin,
sem nú em sex, varhluta af ástúð-
inni og álít ég þau hafa alist upp
við mikið ríkidæmi að hafa átt og
notið slíkrar ömmu og afa.
Sigríður ólst upp á margmennu
menningarheimili í Eydölum, þar
sem faðir hennar var prestur, og
vom æskuárin henni sérlega ljúf í
minni. Hún sagði mér frá mörgu
frá þeim tíma og geislaði þá jafnan
frá henni, eins og þegar hún minnt-
ist messugjörða föður síns á
sunnudögum. Á eftir var öllum
kirkjugestum boðið til kaffidrykkju
og unga fólkið fékk að dansa við
harmónikkuleik. Má lesa lýsingar
hennar frá þessum ámm á lífínu í
Eydölum í bókinni „Móðir mín, hús-
freyjan", sem kom út í Reykjavík
árið 1978.
Sigríður var gædd svo miklum
og göfugum mannkostum, að erfitt
verður upp að telja. Hún var sér-
staklega greind og glæsileg kona.
Há og grönn og falleg í öllum hreyf-
ingum. Yfír henni var einstaklega
mikil reisn og aldrei sá ég hana
öðmvísi en snyrtilega og fallega
klædda, þó svo hún væri í morgun-
kjól með svuntu. Öll sín verk vann
hún af svo mikilli alúð og smekk-
vísi að unun var að og enga
manneskju hef ég fyrir hitt jafn
prúða í framkomu. Hún tengdamóð-
ir mín var „dama" í orðsins fyllstu
merkingu.
Söknuðurinn er afar sár, en
heilsa hennar og þrek var þrotið
og hún var farin að þrá að samein-
ast ástvinum sínum, sem horfnir
em. Eitt bamabama hennar, sem
fatlað var frá fæðingu, og hún bar
alla tíð mikla umhyggju fyrir, lést
fyrir rúmum tveim mánuðum. Þyk-
ir mér gott að vita af þeim saman
aftur.
Ég þakka af öllu hjarta fyrir að
hafa fengið að eiga samleið með
þessari mannkosta konu. Mun ég
ævinlega minnast mildi hennar og
kærleika í minn garð. Hún var mér
ekki aðeins tengdamóðir, heldur
einnig einlægur og ástríkur vinur.
Guð blessi minningu hennar.
Birna Á. Bjömsdóttir
Á vegferðinni gegnum lífíð skar-
ast oft leiðir án þess að við gefum
því gaum. En þegar komið er á
krossgötur lífs og dauða, þar sem
góður samferðamaður kveður þenn-
an heim, fyllist hugurinn söknuði
og trega. Ótal minningar frá liðinni
tíð birtast og þá fínnum við ef til
vill best hversu mikið við eigum að
þakka þeim sem horfínn er sjónum.
Þannig er mér farið við andlát hinn-
ar mætu konu Sigríðar Pétursdóttur
sem lést í Reykjavík hinn 29. októ-
ber síðastliðinn.
Sigríður var fædd hinn 28. apríl
1902 í Eydölum í Breiðdal. Foreldr-
ar hennar voru prestshjónin þar,
Hlíf Bogadóttir Smith og séra Pétur
Þorsteinsson. Hún var næst elst af
tíu bömum þeirra hjóna og er hún
sú fímmta systkinanna sem kveður
þennan heim.
Sigríður ólst upp í foreldrahúsum
á mannmörgu menningarheimili í
stórum systkinahópi. Þaðan átti
hún margar kærar minningar sem
óefað brugðu birtu á leið hennar
bæði fyrr og síðar. Ung að árum
stundaði Sigríður nám í Kvenna-
skólanum í Reykjavík og varð það
henni dijúgt veganesti, því hún
kunni vel að ávaxta og nýta þá
menntun sem hún hlaut þar.
Árið 1924 giftist Sigríður Páli
Magnússyni lögfræðingi frá Valla-
nesi, sem nú er látinn. Var heimili
þeirra á ýmsum stöðum, meðal ann-
ars á Eskifírði og síðar í Reykjavík.
Þau eignuðust 3 böm, Pétur, Ingi-
björgu og Magnús, sem öll hafa
eignast sína lífsförunauta og af-
komendur sem Sigríði vom mjög
kærir. Hun var kærleiksrík fjöl-
skyldumóðir sem bar hag fjölskyldu
sinnar mjög fyrir bijósti og lét
einskis ófreistað til þess að leggja
þeim allt það lið sem hún mátti.
Enda kunni fjölskylda hennar vel
að meta hana og sýndi það með
gagnkvæmri umhyggju, hlýju og
ræktarsemi sem veitti henni bæði
mikla gleði og lífsfyllingu.
Sigríður átti löngum við van-
heilsu að stríða, v*e'n það kom þó
ekki í veg fyrir að hún stjómaði
stóm heimili þeirra hjóna eins og
best varð á kosið. Páll maður henn-
ar lagði gjörva hönd á margt, fékkst
bæði við margháttuð lögfræðistörf
svo og tók virkan þátt í atvinnulífí.
Af þessu leiddi að gestkvæmt var
á heimili þeirra og var öllum vel
tekið því þau hjón vom bæði gestris-
in og höfðu yndi af að taka á móti
gestum og kunnu vel þá list að láta
þeim líða vel á heimili sínu og fínna
sig þar velkomna.
Ég leigði íbúð í húsi þeirra í all-
mörg ár og fínnst mér æ síðan ég
eiga þeim ógoldna skuld að gjalda
fyrir alla þá velvild og umhyggju
sem þau sýndu mér og mínum á
meðan þeirri dvöl stóð. Sigríður
hafði einstakt lag á að láta okkur
leigenduma fínna að hún vildi vera
okkur skjól og skjöldur ef á reyndi,
fullkomlega laus við alla afskipta-
semi. Þess vegna var svo gott að
leita til hennar og eiga hana að.
Ég tel mig geta fullyrt að flestir
þeirra sem af henni höfðu vemleg
kynni, geta tekið undir þennan vitn-
isburð með mér.
Sigríður hlaut í vöggugjöf marg-
ar góðar gjafir og greind sem hún
kunni vel með að fara og hún nýtti
hvarvetna á lífsleiðinni. Hún var
vel lesin og fylgdist með hræringum
í þjóðlífínu og ekki síður því sem
varðaði líðan og kjör allra þeirra
sem stóðu höllum fæti. Með þeim
hafði hún ríka samúð.
Sigríður var trúuð kona sem hug-
leiddi eilífðarmálin mikið og hafði
af því er ég best veit, á langri ævi
öðlast þá trúarfullvissu sem auð-
veldar mönnum að taka því sem
að höndum ber og ásamt góðri
breytni gerir ferðina yfír til annars
heims að sigurgöngu.
Með innilegu þakklæti og virð-
ingu minnist ég Sigríðar, hinnar
gengnu heiðurskonu og bið henni
blessunar Guðs á eilífðarbraut.
Bömum hennar og öllum öðrum í
hennar flölskyldu færi ég mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Margrét Jónsdóttir
Shttu þér stundimar
ívetur
Það er fátt jafn notalegt og gott sjónvarp þegar úti geisa vond veður.
í Sjónvarpinu áttu nú völ á mikilli fjölbreytni í skemmti- og afþreyingarefni
í vetur.
Meðal helstu kvikmynda á næstunni eru:
The Stunt Man Love at First Bite
The Postman always rings twice Slap Shot
Mephisto Skammdegi
The Last Tycoon
Stuðmenn í Kína verður svo ein af skrautfjöðrunum á gamlárskvöld.