Morgunblaðið - 10.11.1987, Síða 59

Morgunblaðið - 10.11.1987, Síða 59
59 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987 Minning: E. Óskar Sigurgeirs- son starfsmannasíjóri Fæddur 13. október 1920 Dáinn 30. október 1987 Eyþór Óskar Sigurgeirsson, vin- ur okkar og félagi, er látinn. Suður á sólarströndu Spánar komu enda- lokin þar sem hann var sem svo oft áður með eiginkonu sinni á uppáhaldsstað þeirra hjóna erlend- is, í hvfld og hressingu frá amstri hversdagsleikans. Kynni okkar Óskars hófust fyrir rúmum 20 árum, þegar ég kom til flugmálastjómar, en þar vann þá Óskar sem fulltrúi flugvallarstjóra Reykjavíkurflugvallar, síðar deild- arstjóri, en hjá flugmálastjóm vann Óskar til dauðadags og var staða hans nú síðast starfsmannastjóri allrar stofnunarinnar. Með okkur Óskari tókust fljótt góð kynni. Við unnum á sömu hæð í flugtuminum á Reykjavíkurflug- velli, og vom skrifstofur okkar lengst af hlið við hlið. Á mennta- skólaámm Óskars á Akureyri hafði hann verið með stjúpföður mínum og þeir vom því góðir kunningjar, þannig að okkar kynni urðu þess vegna kannski enn nánari. Kynni okkar Óskars náðu langt út fyrir starfíð og mun ég ætíð minnast með gleði veiðiferða, ferða- laga og annarra samvemstunda sem við áttum saman. Engan betri félaga en Óskar var hægt að hugsa sér. { Frímúrarareglunni lágu leiðir okkar einnig saman, en Óskar var í starfí sínu þar heill og óskiptur eins og annars staðar í lífí sínu. Nú þegar leiðir okkar skiljast að sinni bið ég honum Guðs blessunar og megi minningin um góðan dreng vera eiginkonu hans, dætmm, tengdasonum og fjölskyldum þeirra huggun í harmi. Grétar H. Óskarsson. Nú er horfínn á braut félagi okk- ar og söngmaður í Karlakór Reykjavíkur, Óskar Sigurgeirsson. Það var snemma á áram sem Óskar helgaði líf sitt söngnum og var það hans aðal áhugamál, en hann hafði mjög góða fyrsta tenórs-rödd. Hann söng m.a. í kvartett eftir nám í Menntaskólanum á Akureyri. í Karlakór Reykjavíkur kom hann árið 1942 og starfaði þar í um 25 ár og eftir það söng hann í Ámes- ingakómum í Reykjavík. Þar vom okkar fyrstu kynni. Þá starfaði hann með eldri félögum í Karlakór Reykjavíkur síðustu árin. Við sem þekktum Óskar munum margar skemmtilegar samvemstundir í hugum okkar með góðum félaga. Einlægni og heiðarleiki vom meðal þeirra kosta sem prýddu hann. Stella, þér og fjölskyldu þinni sendum við okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Guð styrki ykkur og blessi. Fyrir hönd Karlakórs Reykjavíkur, Böðvar Valtýsson. Riddarinn á bleika hestinum ger- ist ærið stórhöggur nú um sinn í hóp okkar, sem kvöddum Mennta- skólann á Akureyri vorbjartan dag árið 1942 með hvítan koll á höfði og glæsta von í barmi, jafnvel þótt við væmm stödd í miðri heimsstyij- öld. Frá því um mitt þetta ár hafa þrír okkar fallið frá, fyrst^ Ámi Garðar Kristinsson, þá Ásgeir Blöndal Magnússon og nú síðast Eyþór Óskar Sigurgeirsson, fulltrúi á skrifstofu flugmálstjóra. Þar með er fjórðungur hópsins hniginn að velli. Þegar ég frétti skyndilegt fráfall Eyþórs Óskars flykktust gamlar minningar fram í hugann. í MA var litið upp til þessa glæsilega, ljós- hærða Reykvíkings sem eins fremsta söngmannsins í hópi nem- enda. Fögur og þróttmikil tenórrödd hans vakti hvarvetna aðdáun og athygli. Söngkennari skólans, Björgvin Guðmundsson tónskáld, fékk hann til liðs við Leikfélag Akureyrar, þegar það sýndi sjón- leikinn Skrúðsbóndann eftir Björg- vin undir stjóm Ágústs Kvaran á útmánuðum 1941, en þar vom margir söngvar fluttir og þörf góðra raddmanna. Þennan vetur var Ey- þór Óskar líka í skólakómum undir stjóm Björgvins og söng þá m.a. einsöng og tvísöng (ásamt Þorvaldi Ágústssyni) í laginu „Sko, háa foss- inn hvíta" eftir stjómandann og skilaði því hlutverki með miklum glæsibrag. Ekki lét hann þar við sitja, því að þeir Þorvaldur stofnuðu einnig kvartett í skólanum ásamt Brynjólfi Ingólfssjmi og Magnúsi Ámasyni. Sá kvartett söng nokkr- um sinnum við ágætan orðstír. Ekki gmnaði mig þá, að ég ætti eftir að ná svo hátt að verða söng- bróðir Eyþórs Óskars og náinn félagi hans um árabil, enda nýkom- inn úr mútum. En veturinn sem við vomm í 6. bekk skyldi bekkurinn gangast fyrir áramótadansleik með skemmtiatriðum og þá var drifínn upp nýr kvartett innan bekjarins til að syngja nokkur lög á þessari áramótasamkomu. Eyþór Óskar var vitanlega sjálfkjörinn í 1. tenór, en við Þorsteinn Ámason og Oddur Helgason völdumst í hinar raddim- ar. Þetta var upphaf samstarfs okk- ar Eyþórs Óskars að söngmálum. Þessi bekkjarkvartett var síðan endurlífgaður í Reykjavík næsta vetur, en haustið 1943 kom Þor- valdur Ágústsson suður að loknu stúdentsprófí. Þá var nýr kvartett stofnaður með okkur Eyþóri Óskari, Magnúsi Ámasyni og Þorvaldi. Brátt hætti Magnús og þá kom í hans stað Guðmundur Amundason frá Sandlæk, síðar mágur Þorvalds. Þessi kvartett okkar hlaut nafnið „Fjórir félagar" og lifði góðu lífí næstu fjögur árin. Undirleikari okk- ar var Páll Kr. Pálsson og í reynd fimmti félaginn. Við sungum víða þessi ár, einkum í Reykjavík og nágrenni og á Suðurlandi, ekki síst á skemmtunum og samkomum ýmissa félaga, svo sem átthagafé- laga, stéttarfélaga og stjómmála- flokka, nokkmm sinnum í útvarp og a.m.k. einu sinni héldum við sjálfstæða söngskemmtun. Lögin, sem við áttum í pokahominu, vom hátt á annað hundrað, og margar raddsetningar vom eftir Pál Kr. eða Þorvald. Vitanlega reyndi mest á þann, sem söng 1. tenór. Hjá honum var laglínan að jafnaði og hann hlaut að setja mestan blæ og svip á söng- inn. Eyþór Óskar reis allaf undir þessu hlutverki með fullum sóma og miklum þokka án þess þó að falla nokkum tíma í þá freistni að skera sig úr eða yfirgnæfa aðrar raddir. Hann hafði heildarsvipinn jafnan í huga, samræmið milli radda í styrk og hraða og þá staðreynd, að kvartettinn var eitt hljóðfæri, þó að raddimar væm fjórar. Rödd Eyþórs Óskars var bæði há og björt, hafði mikla fyllingu og fagran hreim. Hann var mjög lagviss og fljótur að læra lög, og hann söng alltaf hreina og tæra tóna. Með okkur félögunum fímm tókst ekki aðeins hið besta og ánægjuleg- asta samstarf, heldur einnig heil og sönn vinátta, sem haldist hefir alla tíð síðan þrátt fyrir stijála sam- fundi, eftir að við Guðmundur héldum frá Reykjavík, hvor til sinna heimkynna og á vit ævistarfs. Á Reykjavkurámnum vomm við fé- lagar allir heimagangar á Þórsgötu 10, þar sem Eyþór Öskar ólst upp í stómm systkinahóp hjá foreldmm sínum, Halldóm Guðjónsdóttur og Sigurgeir Halldórssjmi, og þar sem hann stofnaði heimili með heitmey sinni frá Akureyri, Hrafnhildi Sveinsdóttur. Við „Fjórir félagar" vomm allir í Karlakór Reykjavíkur og þar var Eyþór Óskar einn af máttarstólpum 1. tenórs í áratugi og afar virkur félagsmaður. Hann fór margar söngferðir með kómum innanlands og til útlanda, og haustið 1946 fór- um við allir félagamir fjórir í fyrstu Ameríkuferð kórsins, sem tók tvo og hálfan mánuð. Þá vomm við Eyþór Óskar jrfírleitt herbergis- nautar og þá kjmntist ég honum enn betur en áður sem traustum og hjálpsömum félaga. Minningamar frá þessum ámm em margar og ánægjulegar, miklu fleiri en svo, að gerð verði tilraun til að rekja þær hér, en nú skal rejmt að þakka þær, þó að langt sé um liðið. Þær ylja því meir, sem ámnum íjölgar. En nú er hljóðnuð þýða raustin. Eyþór Óskar hné örendur við upp- haf heimferðar frá sólarströnd Spánar, þar sem hann hafði dvalist og notið sumarauka með konu sinni fáeinar vikur. Hann hafði stráð í kringum sig sólargeislum alla ævi og þess vegna fór vel á því, að síðustu dagar hans yrðu fullir af sólskini og sumaryl. En þögnin verður nokkuð djúp nú um sinn. Ég kveð kæran bekkjarbróður og söngbróður með þakklæti og bið honum allrar blessunar á ókunnum leiðum. Við Ellen sendum Stellu fermingarsystur minni, dætmnum fjóram og allri fjölskyldunni einlæg- ar samúðarkveðjur í söknuði þeirra. Sverrir Pálsson Birting afmælis- og minninga rgreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tek- in til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Lejrfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Af vinsælum framhaldsmyndaflokkum má nefna Fyrirmyndarföður, Austurbæinga og Matlock. Nýir flokkar eru t.d. tveir þýskir, Arfur Guldenbergættarinnar og Mannaveiðar, sem notið hafa mikillar hylli ytra Þér leiðist ekki - meðan þú átt Sjónvarpið að. Ty SJONVARPIÐ - Mim miðill, eign okkarallra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.