Morgunblaðið - 10.11.1987, Page 68
68
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987
LANDSFUNDUR ALÞYÐUBANDALAGSINS:
t
AF INNLENDUM
VETTVANGI
eftir GUÐMUND S. HERMANNSSON
Kjör Olafs Ragnars Grímssonar sem formanns Alþýðubandalagsins:
Merkileg tímamót eða miUikafli?
„EIN merkilegustu tímamót sem orðið hafa í Alþýðubandalaginu."
Þannig lýsti einn flokksmaður formannskjörinu á landsfundi flokksins
eftir að Ólafur Ragnar Grimsson hafði borið sigurorð af Sigriði Stef-
ánsdóttur með 60% atkvæða. Stuðningsmenn Ölafs kunnu sér varla
læti og hugsuðu sér gott til glóðarinnar að nýta þessi nýfengnu áhrif
sin innan flokksins en fram að þvi hafði sá hópur verið vanari að
verða undir i glímunni við „flokkseigendafélagið“ svokallaða sem ekki
hefur fyrr misst tökin á flokknum i 50 ár, eins og einn Ólafsmaður
komst að orði.
Eftir formannskosninguna lögðu
báðir hópar á það áherslu í orði
að sameinast um úrslitin og fylkja
sér á bak við Ólaf Ragnar Grímsson
í formannssætið. Ýmsir voru þó efíns
um að hugur fylgdi máli hjá öllum,
og höfðu til marks um það hörð við-
brögð Svavars Gestssonar fráfarandi
formanns flokksins eftir fund í Al-
þýðubandalaginu í Reykjavík þar
sem fuiltrúar á landsfund voru að
mestum hluta valdir úr hópi stuðn-
ingsmanna Ólafs Ragnars, og ræðu
hans í upphafi landsfundarins. Einn-
ig reiðikast Hjörleifs Guttormssonar
alþingismanns sem hófst með harð-
yrtri ræðu klukkutíma fyrir kosning-
una á laugardaginum og endaði með
því að Hjörleifur neitaði að taka í
hendina á nýja formanninum þótt
hann leitaði eftir því og mætti síðan
ekki á fundinn eftir hádegi á laugar-
dag með þeim ummælum að hann
vildi ekki taka þátt í fagnaðarlátun-
um j kringum Ölaf Ragnar.
A landsfundarfagnaði Alþýðu-
bandalagsins á laugardagskvöldið
var einnig ljóst að „flokkseigendafé-
lagið" hafði ekki jafnað sig því þar
mættu nær engir af gömlu forustu-
mönnum fiokksins. Hinsvegar kom
Sigríður Stefánsdóttir þangað og var
hrókur alls fagnaðar, og það var mál
manna að hún hefði með því, svo og
ræðu sinni eftir að úrslit formanns-
kjörsins lágu fyrir, áunnið sér
óskoraða virðingu flokksmanna.
Sigri fagnað of
snemma
Það sást síðan í kjöri fulltrúa í
framkvæmdastjóm að Ólafsmenn
höfðu fagnað sigri of snemma. Kjöri
í stjóm og framkvæmdastjóm
flokksins var frestað fram á sunnu-
dagsmorgun, þar sem Iq'ömefnd
gekk iila að ná samkomulagi um
uppstillingu. Á endanum náðist þó
samkomulag um embætti vara-
formanns, gjaldkera og ritara, sem
allir vom stuðningsmenn Ólafs
Ragnars, en á lista uppstillingar-
nefndar vom fjórir andstæðingar
Ólafs, Álfheiður Ingadóttir, Ás-
mundur Stefánsson, Guðrún
Ágústsdóttir og Siguijón Péturs-
son; þrír Ólafsmenn, Kristín Á.
Ólafsdóttir, Margrét S. Bjömsdóttir
og Össur Skarphéðinsson, og auk
þess vom á listanum Óttarr Proppé
og Þröstur Ólafsson sem sett var
samasemmerki við.
Tillögur komu síðan um fleiri,
bæði vegna þess að allt þetta fólk
er úr Reykjavík og eins töldu sum-
ir vanta fulltrúa ýmissa hópa og
hagsmuna. Því bættust við nöfn
Bimu Þórðardóttur, Stefaníu
Traustadóttur, Ármanns Ægis
Magnússonar, Bergljótar Krisljáns-
dóttur og Kristins H. Einarssonar.
Það kom síðan í ljós við kjörið að
stuðningsmenn Ólafs Ragnars í
hópi landsfundarfulltrúa höfðu ekki
tekið daginn snemma. Þannig vant-
aði 21 fuiltrúa úr Reykjavík og
varð að fara aftur í 80. varafulitrúa
til að fylla töluna. Einnig vantaði
mikið af aðalfulltrúum Reyknes-
inga.
Niðurstaðan úr kjörinu varð sú
að fulltrúar gömlu flokksstjómar-
innar urðu í efstu sætunum. Auk
þess Jcomst Stefanía Traustadóttir
inn. Ólafur Ragnar fékk aðeins tvo
ömgga stuðningsmenn sína inn,
Kristínu og Armann Ægi. Margrét,
Össur og Þröstur Ólafsson féllu en
talað var um að Þröstur hefði verið
formannskandidat í nefndinni.
Mikla athygli vakti að Bima Þórð-
ardóttir náði kjöri inn í fram-
kvæmdastjómina.
Samkomulag brotíð?
Stuðningsmenn Ólafs töldu að
með þessari kosningu hefði hinn
armurinn brotið samkomulag sem
gert var í uppstillinganefnd, þeir
hefðu hinsvegar staðið við sitt og
upp til hópa kosið Ásmund, Álfheiði
og Guðrúnu. Hinir sögðu að þennan
morgun hefði landsfundurinn verið
allt öðmvísi skipaður en morguninn
áður þegar formaðurinn var kosinn
og nýju fulltrúamir hefðu kosið þá
sem þeir treystu best. Auk þess
sýndi þetta hveijir það væm sem
hefðu áhuga á að starfa í flokknum;
þeir sem ekki mættu hefðu aðeins
verið fengnir til að kjósa Ólaf Ragn-
ar sem formann en höfðu síðan
engan áhuga á frekara starfí á
fundinum.
Ólafsmenn bmgðust við á þann
hátt að hringja í þá sem ekki mættu
um morguninn og stefna þeim ú
varamannakjörið til framkvæmda-
stjómar. í því þóttust þeir síðan
hafa fengið 4-5 af 6 fulltrúum.
Einnig töldu þeir sig hafa fengið
allt að 70% af 40 fulltrúum sem
kosnir vom í miðstjóm flokksins,
en fyrir þá kosningu útbjuggu báð-
ir armar nafíialista. Á lista Ólafs-
manna var sérstök áhersla lögð á
að tryggja Össuri Skarphéðinssyni
góða kosningu til að vega upp á
móti því að hann var felldur úr
framkvæmdastjóminni.
Vegasalt í fram-
kvæmdastjórninni
Eftir þessa kosningu er vafamál
hvort Ólafur Ragnar og hans stuðn-
ingsmenn hafa meirihluta innan
framkvæmdastjómarinnar. í hans
hóp em taldir stjómarmennimir
þrír auk hans sjálfs, tveir þeirra sem
kosnir vom á fundinum, fulltrúi'
æskulýðsfylkingarinnar og einn af
þremur þingmönnum sem þing-
Lít á mig sem formann
alls AJþýðubandalagsins
- segir Ölafur Ragnar Grímsson
„ÞESSI landsfundur staðfesti
eindreginn vi^ja til þess að Al-
þýðubandalagið verði róttækur
og breiður flokkur íslenskra
vinstrimanna sem ætli sér að
hafa afgerandi áhrif á stjóm og
mótun þjóðfélagsins," sagði Ólaf-
ur Ragnar Grímsson formaður
Alþýðubandalagsins eftir lands-
fund flokksins um helgina.
„Kosningar um formann og að-
dragandi þeirra og síðan kosn-
ingamar á landsfundinum
sjálfum sýndu mjög opin og lýð-
ræðisleg vinnubrögð sem em
dálítið óvenjuleg í íslenskum
stjóramálum en veita okkur um
leið mikinn styrk þegar niður-
staðan var jafn afgerandi. Og
þótt menn hafi eðlilega skipst í
hópa eftir því hvort formanns-
efnið þeir studdu þá var alveg
ljóst að þegar upp var staðið frá
landsfundinum þá vom menn
ekki Iengur ekki Sigríðarmenn
eða Ólafsmenn heldur Alþýðu-
bandalagsmenn og ég lít á mig
sem formann Aiþýðubandalags-
ins alls,“ sagði Ólafur ennfrem-
ur.
Ólafur bætti við að ef skoðuð
væri sú upplausn sem ríkir í íslensk-
um þjóðmálum um þessar mundir,
óeining innan ríkisstjómarinnar og
marklaus stefnu í efnahagsmálum
ásamt vaxandi erfiðleikum í efna-
hagsmálum heimsins og þar á
meðal íslendinga, væri alveg ljóst
að brýn þörf væri fyrir lyðræðisleg-
an og róttækan vinstriflokk við
slíkar aðstæður. „Alþýðubandalagið
er staðráðið í því að taka við því
hlutverki og bjóða til liðs þúsundum
vinstrimanna sem beðið hafa eftir
að tekið yrði af skarið í þeim efn-
um.“ sagði Ólafur.
—Ertu með þessu að segja að
Alþýðubandalagið sé orðið róttæk-
ara nú en áður?
„Það er með afdráttarlausari
stefnu, skýrari framtíðarsýn og
reiðubúið að taka á ýmsum höfuð-
vandamálum sem hér hafa verið í
íslensku efnahagslífí og atvinnulífí
og leggja mikla áherslu á baráttu-
mál launafólks og jafnréttismál og
í þeim efnum róttækari og afdrátt-
arlausari flokkun en jafnframt mjög
eindreginn lýðræðisflokkur eins og
landsfundurinn sýndi."
—Nú samþykkti flokkurinn á
landsfundinum rótækari verkalýðs-
málastefnu en áður og ályktaði í
raun gegn stefnu ASÍ?
„Al|jýðubandalagið er flokkur
allra íslenskra launamanna. Hann
er ekki flokkur fáeinna eða ein-
stakra forustumanna launafólks.
Ég tel það mjög ánægjulegt að á
þessum landsfundi gerðist sá at-
burður að hinir ýmsu ólíku skoðana-
straumar innan samtaka launafólks
eiga núna allir fulltrúa í stofnunum
Alþýðubandalagsins, framkvæmda-
Ólafur Ragnar Grímsson
stjóm og miðstjóm. Það gerir
Alþýðubandalagið að miklu breiðari
flokki íslenskra launamanna en áð-
ur og skapar eðlilega umræðu bæði
fyrir sjónarmið bæði þeirra fomstu-
manna launafólks sem gegna æðstu
trúnaðarstörfum þar og eins fyrir
þá sem haldið hafa uppi róttækri
baráttu fyrir hagsmunamálum
launafólks."
Sjóðir Alþýðubandalagsins:
Forystuskiptin breyta engu
segja Ragnar Árnason og Adda Bára Sigfúsdóttir
FORYSTUSKIPTIN í Alþýðu-
bandalaginu eigi ekki að breyta
neinu um stjómun sjóða sem
tengjast flokknum, samkvæmt
upplýsingum Öddu Bára Sig-
fúsdóttur, sem á sæti i stjórn
Sigfúsarsjóðs og Ragnar Árna-
son formann Útgáfufélags
Þjóðviljans.
„Útgáfufélag Þjóðviljans hefur
engin formleg tengsl við Alþýðu-
bandalagið," sagði Ragnar Ama-
son. „Það geta allir gengið í félagið
sem vilja stuðla aðútgáfu Þjóðvilj-
ans, sem berst fyrir sósíalisma,
þjóðfrelsi og verkalýðsmálefnum,
ef þeir undirgangast að greiða
árgjald sem er núna að ég held
1700 krónur. Útgáfufélagið kýs
sér sjálft stjóm og skiptir engu
máli í því sambandi hvort formað-
ur Álþýðubandalagsins heitir
Svavar, Olafur eða Sigríður."
„Fráfarandi framkvæmdastjóm
kaus 6 menn í stjóm Sigfúsarsjóðs
til næstu fjögurra ára á síðasta
eða næstsíðasta fundi sínum fyrir
landsfund. Það var gert undir for-
ystu þáverandi formanns stjómar-
innar, Ólafs Ragnars Grímssonar
og í sátt og samlyndi við hann og
alla aðra,“ sagði Adda Bára Sigf-
úsdóttir en sjóðurinn er kenndur
við föður hennar, Sigfús Sigur-
hjartarson. „Stjóm sjóðsins skipa
6 menn kosnir af framkvæmda-
stjóm Alþýðubandalagsins og 3
tilnefndir af okkur systkinunum.
Hlutverk sjóðsins er íið sjá hreyf-
ingunni fyrir húsnæði eftir getu
og stuðla á allan annan hátt að
því að gera veg hennar sem mest-
an. Það mun hann gera hér eftir
sem hingað til,“ sagði Adda Bára
Sigfúsdóttir.
—Verður þá ekki um leið erfiðara
að koma þessum sjónamiðum sam-
an í einn farveg?
„Þegar um breiða fylkingu
íslensks launafólks er um að ræða
verður það eðlilega mikil vinna að
ná slíkri samstöðu en forsenda
hennar er sú að þeir sem taka þátt
í umræðunni sitji við sama borð og
taki þátt í mótun stefnunnar og
þegar unnið er að henni með þeim
hætti verður niðurstaðan mun
sterkari því enginn hefur verið úti-
lokaður frá upphafí."
—Sumir stuðningsmanna þinna í
formannskjörinu sögðu að í raun-
inni hefðu pólítískar skoðanir þínar
lítið breyst frá því þú varst í Fram-
sóknarflokknum en þeir treystu þér
betur en öðrum til að rífa Alþýðu-
bandalagið upp.
„Þegar ég var I Framsóknar-
flokknum var ég fyrst og fremst
ungur vinstrisinni sem aðhylltist
hugsjónir samvinnumanna, félags-
hyggju og málstaðinn um herlaust
Island. En af reynslu minni þar og
annarsstaðar hef ég orðið enn sann-
færðari um það að grundvallar-
hugmundir jafnaðarstefnunnar og
sósialismans eru það eina leiðarljós
sem við getum haft við mótun þjóð-
félagsins og að því leyti er ég
auðvitað bæði skýrari og róttækari
en ég var á þeim tíma. Ég tel mig
þess vegna á margan hátt betur í
stakk búinn eftir að hafa farið í
gegnum þessa reynslu en ef ég
hefði alltaf starfað innan vébanda
Alþýðuflokksins. “
—Nú hefur nú starfað mikið að
friðarmálum á alþjóðagrundvelli.
Muntu snúa þér eingöngu að því
að stilla til friðar í Alþýðubandalag-
inu?
„Ég held að niðurstaða lands-
fundarins sýni að það muni ganga
vel að ná friði í Alþýðubandalaginu
og reynsla mín af friðarstörfum á
öðrum vettvangi muni koma mér
til góða þar. En hinsvegar mun ég
halda áfram að sinna ýmsum verk-
efíium á sviði alþjóðamála og rækta
tengsl mín við þá fjölmörgu eriendu
forustumenn sem ég hef kynnst
náið á undanfömum árum og ég
er viss um að þau tengsl eiga eftir
að koma að góðum notum, ekki