Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 Pekka Pðntinen. ingar sem eiga einhverra hluta við þrálátan sársauka að etja eru oft andlega aðframkomnir og eru að leita að skjótum og auðveldum lausnum á vanda sínumm. þeir hafa oft þjáðst svo mjög að þeir eru meira og minna bugaðir, ætl- ast því til að hver ný meðferð muni ráða bót á meinsemd þeirra. Þetta kann að ganga í einhveijum tilvikum í nálastungumeðferð, en í yfirgnæfandi meiri hluta tilvika verður hugarfar sjúklinga að vera annað og betra. Viðkomandi verða að vera reiðubúnir að taka á mein- inu, því nálastungumeðferðin er í raun byijunin á sjálfsendurhæf- ingu. Hún linar þjáningamar þannig að fólk getur farið að lifa eðlilegu lífi á ný. Og þá breytast viðhorfin." En hvað hafa rannsóknir sýnt og ekki sýnt? „Égget auðvitað lítið sagt um það sem rannsóknir hafa ekki sýnt, annað en að við vitum að það er fjölmargt sem við vitum ekki enn um starfsemi mannslíka- mans. Aftur á móti er eitt og annað sem við vitum. Til dæmis, að líkaminn framleiðir efni sem svipar til morfíns og er nála- stungan hvati að slíkri fram- leiðslu. Einstaklingamir framleiða ákaflega mismikið af þessu efni og því meiri sem framleiðslan er, því betra er að eiga við viðkom- andi sjúklinga með nálastungum. NÁLASTUNGUR eru einungis byijunin á sjálfsmeðferð sjúklinga Finnski nálastungulæknirinn Pekka Pöntinen var með fyrirlestra hér á landi fyrir skömmu NÁLASTUNGULÆKNINGAR haf a verið að ryðja sér til rúms á Vesturlöndum á seinni árum og i sumum þeirra eru þær viðurkenndar, en ekki annars staðar, þar á meðal á íslandi. Angi stórsóknarinnar hefur þó teygt sig yfir hafið til eylandsins og fáeinir Iæknar eru farnir að leggja rækt við nálastungur, þó eingöngu í verkjastillandi til- gangi. Einn þeirra Hallgrimur Magnússon, rekur lækna- stofu á Seltjamarnesi þar sem hann leggur m.a. stund á nálastungur svo og rafmagnsmeðferð, auk þess sem heilsu- rækt er rekin í sömu húsakynnum . Hallgrímur gekkst fyrir ráðstefnu fyrir nokkru, islensku læknamir sem um er rætt komu saman og hlýddu á gest f rá Finnlandi. Sá heitir Pekka Pöntinen og er fremsti nálastungusérfræðing- ur Finnlands. Morgunblaðið ræddi við Pekka rétt áður en hann hélt til sffis heima. Hann var sportlega klæddur, ný- kominn á hótelið eftir Þingvallahring í úrhellisrigningu. „það var bara uppstytta í hálftíma í morgun og við blotnuð- nm þá hvoit eð var, því við voram einmitt þá í sundi,“ sagði Pekka. Svo var sest niður og farið að ræða alvar- legri mál, mál sem vörðuðu verlgalækningar með því að stinga nálum í líkamann, svo undarlega sem það kann að hljóma. Pekka var fyrst beðinn um að gera ofurlitla grein fyrir sér. Hann tekur við: „Upprunalega var ég skurðlæknir, en þaðan lá leiðin í svæfíngarlækningar og meðan ég starfaði sem slíkur var ég formaður finnska svæfingar- læknasambandsins. Þetta var snemma á áttunda áratugnum og um það leyti var hróður nála- stungulækninga fyrst að berast til Skandinavíu. Þetta vakti næga athygli í Finnlandi til þess að ákveðið var að athuga málið og var mér falið að hafa samband við sendiráð Kína í Finnlandi og afla upplýsinga. Það má segja að þar hafi byijunin á þessu verið." Og hvað kom út úr því? Pekka svarar: Við fengum myndbönd sem höfðu mikil áhrif á okkur, m.a. skoðuðum við myndband af hálskirtlatöku þar sem sjúklingur- inn fékk næga deyfíngu með því einu að læknir stakk nál í krikann. milli þumalfingurs og vísifingurs sjúklingsins. Svo opnaði hann bara muninn og kirtlamir voru teknir. Samstarfskona okkar á sjúkrahúsinu var einmitt með slæma hálskirtla ög beið aðgerðar þegar þetta gerðist. Hún bauðst til að vera tilraunadýr fyrir okk- ur. Við deyfðum hana síðan með sama hætti og Kínveijamir gerðu í myndinni, tókum svo kirtlana eins og ekkert væri. Þar sann- færðumst við endanlega um að þetta er hægt. Það varð ekki aft- ur snúið eftir þetta. Þetta var í desember 1972.“ Hvert var svo framhaldið?, Pekka svarar því: „Við byijuðum nátt- úrulega á því að afla okkur eins mikillar þekkingar og kostur var og svo fómm við að reyna þessa nýju meðferð á fúsa sjúklinga. Þetta gaf góða raun, en verður þó að segjast að þetta reyndist Pekka ræðir málin við Harald Erlendsson, áhugasaman lækni. ekkijafnveláalla." Hver er skýringin á þvf? Pekka segin„Mennimir em jafn ólíkir og þeir em margir og það em ýmsir þættir sem valda því að viðbrögð manna við nálastungum ém breytileg. Sumirþessaraþátta em okkur ókunnir, einfaldlega vegna þess að rannsóknir em ekki komnar nægilega langt á veg. Sumir þættir em kunnir og einn veigamesti þátturinn hefur ekkert með rannsóknir að gera, hann heyrir algerlega undir sjúkl- inginn sjálfan. Það er nauðsynlegt að sjúklingur sem leitar til nála- stungulæknis sé fullkomlega reiðubúinn að taka þátt í með- ferðinni. Sé hann það ekki, getur það valdið ómældum erfíðleikum og því verður oft að vinna upp nokkurs konar keppnisskap hjá fólki." Getur þú útskýrt þetta nánar? Já, þannig er mál vexti, að sjúkl- Samkvæmt þessu er ljóst, að ef einhver sjúklingur sýnir lítil við- brögð við nálastungu, þá leysir það engan vanda að stinga fleiri nálum, að minnsta kosti hvað við- kemur umræddum vökvum. Enginn skyldi örvænta þótt nál- amar virki ekki á þeim, það em svo margar leiðir til þess að beij- astgegn sársauka, æfingar, yoga o.fl. Á hvaða punkti fórstu út í nála- stungur alfarið og hvers vegna? „Ef ég svara fyrst seinni spum- ingunni, þá er þetta svo heillandi fag að ég stóðst það ekki þegar ég fór að leggja stund á það. Hugsaðu þér bara, að ámm saman hafði ég læknað fólk með hinum Qölbreytilegustu tólum og tækj- um, en skyndilega kastaði ég því öllu frá mér og stóð uppi með nokkrar nálar í höndunum ef þannig mætti að orði komast. Eftir tilraunina okkar 1972 var ekki aftur snúið, ég umtumaði lífí mínu og settist á skólabekk á ný. Eftir tveggja ára nám í nála- stungulækningum fór ég aftur til sjúklinganna og hef æ síðan verið að nema meira. Þú talar nær eingöngu um nála- stungurtil kvalastillandi aðgerða, em þær ekki til annars nytsam- legar? Pekka: Kínveijar em komnir miklu lengra í nálastung- um heldur en Vesturlandabúar og lækna hin ýmsu mein með þess- ari aðferð. Þetta er enn ungt fag á Vesturlöndum, þannig að enn sem komið er er þetta helst virkj- að gegn sársauka. Hins vegar hefur nálastunguaðferðin sín tak- mörk, það verður að koma fram. Það er mér alltaf ofarlega í huga þegar ég var að læra fagið, þá vom ýmsir starfsbræður mínir að segja að ég hlyti að vera genginn af vitini. í dag hafa margir þeirra komið til mín og sagt að þeir hafi haft rangt fyrir sér og þeir hafi ekki haft áræðni til að breyta til eða kynna sér nálastungur til hlýtar. Það er helst hugmynda- fræðin sem þessu fylgir sem er mörgum vestrænum læknum þymir í augum, en þetta hefur verið að breytast á siðustu ámm. Það kom fram í byijun, að þetta væri eklci viðurkennt enn sem komið væri á öllum Vesturlönd- um, hver er skýringin á því? Og enn svarar Pekka: „Þetta hefur helst verið litið homauga í löndum þar sem skottulæknar hafa verið að fikta við þetta með misjöfnum árangri í gegn um árin. Þar sem slíkt hefur verið, er trú fólksins minni á þetta. Það má nefna Bret- landseyjar, Frakkland, Spán, Ítalíu og sums staðar í Banda- ríkjunum. Við höfum verið heppnir á Norðurlöndum og verið lausir við kuklara. Nálastungur vom viðurkenndar í Finnlandi árið 1975, seinna í Danmörku og Svíþjóð. Það er eitthvað óljóst með viðhorfið í Noregi, en á ís- landi em nálastungur ekki viður- kenndar enn sem komið er. Hvers vegna ekki? Pekka yptir öxlum og segir: „Trúlega vegna þess að þetta er svo tiltölulega nýkomið til ykkar. Það sem þarf til þess að fá fagið viðurkennt er, að lítill hópur áhugasamra lækna taki sig saman og afli sér mennt- unar, komi síðan á fót rannsókn- arverkefni, eða að safnagögnum sem sýna árangur af nálastungu- lækningum, eins og Hallgrímur er byijaður að gera á Seltjamar- nesi. Með sama áframhaldi ættuð þið að fá þetta viðurkennt á ís- landi.“ Hvemig getur þú dregið saman reynslu þína í fáum orðum? Pekka: „Það er nú ekkert grín að gera það, en ég get þó fullyrt að nálastungumeferð getur í mjög mörgum tiivikum náð undraverð- um árangri. Hins vegar er hún aðeins hluti af meðferðinni. Sárs- auki;er flókið fyrirbæri, ekki bara taiigaerting eins og einhvem tíman var talið, og því þurfa nál- ' astungUlæknár ekki einungis að lina kvalir sjúklinga sinna, heldur eigaþeir einnig að skipuleggja sjálfsmfeðferðina og þjálfa þá til þéss að.stunda hana. Svo vildi ég segja, að kynnin af nálastungu- lækningum hafá gert okkur sem þau1 hafa haft, að betri læknum og sjúkdómsgreiningar okkar em betri og nákvæmari." Og hver er framtíðin? Pekka seg- ir að lokum: „Þessari spurningu er að hlúta til auðvelt að svara, auðvitað heldur maður átrauður áfram og lærir vonandi meira, það er svo margt ólært enn í nála- stungum. Eg óska einnig Hall- grími og félögum alls hins besta í framtíðinni, þeir em að vinna gott starf sem er þegar farið að skila sér. Framtíðin ber svo fleira í skauti sér heldur en frekari þró- un framávið í nálastungum. Þá á ég við leiser-geislann. Rannsóknir em hafnar á notkun hans í þágu læknavísinda em hafnar og þær lofa sannarlega góðu. Það er því bjart fram undan. gg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.