Morgunblaðið - 22.11.1987, Page 55

Morgunblaðið - 22.11.1987, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 B 55 morgnana vann hann sér inn pen- inga með því að skrifa klámsögur fyrir tímarit undir dulnefninu Ant- onia French. Hann hætti auka- starfinu þegar leikritunin fór að borga sig. Viðfangsefni hans er tilvera lit- uðu innflytjendanna í Bretlandi og verk hans eru alltaf sjálfsæfisögu- leg að einhverju leyti. Hann á frænku í Norður-Englandi, sem hringdi reglulega í pabba hans, af því hún náði ekki í soninn, og hund- skammaði hann útaf lýsingum á nokkrum fjölskyldumeðlimum í Fallega þvottahúsinu mínu. Mynd- in sú var gerð fyrir sjónvarp, en öllum á óvart átti hún velgengni að fagna í kvikmyndahúsunum. Um það bil sem fólk fór að flykkj- ast á hana lauk Kureishi uppkasti að „Sammy and Rosie". Nýja myndin var kostuð af bandarískum og breskum aðilum. Hún kostaði tvær milljónir dollara, helmingi meira en „Þvottahúsið". Hún var nýlega frumsýnd í Banda- ríkjunum, en verður ekki sýnd í Betlandi fyrr en í janúar (hvort hún verður sýnd hór yfirleitt er vafa- mál). Hið klámfengna heiti myndarinnar hefur farið fyrir brjóstið á mönnum, sum dagblöð hafa ekki viljað auglýsa nema fyrri helminginn af því og The Motion Picture Association í Bandaríkjun- um neitaði að skrá hana. Ef Kureishi hefði fengið að ráða hefði hann aðeins notað seinni hluta nafnsins. Hollywood hefur auðvitað tekið eftir hinum unga höfundi og gert honum tilboð. Hann hefur ekki lát- ið freistast. „Þú hugsar með þér: Já, það væri fínt. Gott að fá pen- inga. En á hinn bóginn vil ég frekar skrifa mín eigin verk. Ég get ekki verið að setjast niður og skrifa handrit eftir hugmynd einhvers annars. Ég hef svo margar hug- myndir sjálfur." Kureishi kynntist nokkuð Hollywood-andanum í mars sl. þegar hann sótti Óskarsverðlauna- hátíöina. Hann var útnefndur til verðlauna fyrir handritið að „Þvottahúsinu". Verðlaunin hreppti hann ekki, en hann skrifar í dagbókina sem hann héit á meö- an „Sammy og Rosie" var í fram- ieiðslu, að hann hefði setiö i salnum og þráð styttuna af meiri áfergju en hann vissi aö hann ætti til. Úr The New York Times. Arnold Schwarzenegger f Hlauparanum. Ráðstefna um starfsmenntun í atvinnulífinu verður haldin laugardaginn 28. nóvember 1987 kl. 09-17 í Borgartúni 6 í Reykjavík DAGSKRÁ Ráðstefnan sett: Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir. Áhrif nýrrar tækni á vinnumarkaðinn Erindi: Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iðntœknistofnunar íslands: Tækninýjungar og áhrif þeirra á at- vinnulífið. Öm D. Jónsson, framkvœmdastjóri Iðntœknistofnunar: Ný tækni — breyttar kröfur til starfs- manna. Starfsmenntun í atvinnulífinu Erindi: Margrét Björnsdóttir, endurmenntunarstjóri Háskóla íslands: Þróun endur- og eftirmennt- unar. Guðmundur Gunnarsson, skólastjóri Rafiðnaðarskólans: Eftirmenntun fyrir starfsmenn í rafiðnaði. Finnur Ingólfsson, formaður starfsfrœðslunefndar fiskvinnslunnar: Námskeið fyrir starfs- fólk í fiskvinnslu. Stutt ávörp-. Halldór Grönvold, starfsmaður Landssambands iðnverkafólks: Starfsmenntun iðnverka- fólks. Lára M. Ragnarsdóttir, framkvœmdastjóri Stjómunarfélagsins: Skipulag starfsmenntunar í fyrirtækjum. Valur Valsson bankastjóri: Þjálfun starfsmanna Iðnaðarbankans. Valgerður Einarsdóttir, starfsfrœðslufulltrúi Eimskip: Skipulag starfsmenntunar hjá Eim- skipafélagi íslands h.f. Framtíðarfyrirkomulag starfsmenntunar í atvinnulífinu Erindi: Þurfður Magnúsdóttir, forstöðumaður Frœðslumiðstöðvar iðnaðarins: Áætlanir um fram- tíðarskipulag starfsmenntunar í nágrannalöndunum og æskilegt fyrirkomulag á íslandi. Stefán ÓlafurJónsson, deildarstjóri t menntamálaráðuneytinu. Menntakerfið og breytingar í atvinnulífinu. Þuríður Ingimundardóttir, starfsmaður á dagvistarheimilinu Múlaborg: Þátttaka launa- fólks í starfsmenntunarnámskeiðum. Jón Sigurðsson skólastjóri: Fjarkennsla og þjálfun starfsmanna samvinnuhreyfingarinnar. Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands: Tækifæri launafólks til menntunar. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvœmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands: Þarfir at- vinnulífsins og hagsmunir starfsfólks. Starfshópar: Þegar lokið er flutningi erinda verður ráðstefnufulltrúum skipt í starfshópa. í hópunum verður fjallað um framtíðarfyrirkomulag starfsmenntunar í atvinnulífinu, pað er skipu- lagning ogfjármögnun. Lögð er ápað áhersla að sem flestsjónarmið komifram ístarfshóp- unum. Niðurstöður umrxðna í starfshópum Pallborðsumræður: Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ. Gylfi Kristinsson, deildarstjóri ífélagsmálaráðuneytinu. Stefán Ólafur Jónsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvcemdastjóri VSÍ. Ráðstefnuslit: Félagsmálaráðherra. Ráðstefnustjóri: Lára V. Júlíusdóttir, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra. Þátttakendur: Lögð eráhersla ápátttöku fulltrúa samtaka aðila vinnumarkaðarins, stjómvalda mennta- mála og sveitarfélaga, t.d. atvinnumálanefnda, svo og aðila sem annast starfsfrceðslu. Ennfremur eru launpegar og aðrir sem hafa áhuga á viðfangsefni ráðstefnunnar, hvattir til þátttöku. Þátttökutilkynningar: Þátttaka óskast tilkynntfélagsmálaráðuneytinu ísíðasta lagi 25- nóvember 1987. Heimilis- fáng ráðuneytisins er- Hafnarhúsið við Tryggvagötu, 150 Reykjavík. Símanúmer 25000. Ráðstefnugjald: Ráðstefnugjald er kr. 1.000.-. Fyrir það fá þátttakendur hádegisverð, kaffi og ráðstefnu- gögn. Ráðstefnugjald án hádegisverðar er kr. 700.- Gjaldið greiðist við upphaf ráðstefnunnar á ráðstefnustað sem er Borgartún 6. Félagsmálaráðuneytið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.