Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 54
54 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 UC I I IUI UVIU/UyNDANNA Ullian Gish með Undsay Anderson á meðan á tökum „The Whales of August" stóö yfir. Bandarfkin: Hvalir ágústmánaðar með Gish og Davis Samanlagður aldur aðalleikaranna fjögurra í nýjustu mynd Lindsay Anderson er 317 ár Hvalir ágústmánaðar. Nafnið er eins furðulegt og myndin sjálf, sem nýlega var frumsýnd í Bandaríkjun- um. Aðalleikararnir í henni eru hin níræöa Liliian Gish, hin 78 ára gamla Bette Davis, Vincent Price og Ann Sothern. Þau hittust í sept- ember fyrir ári síðan á eyju við strönd Maine ásamt leikstjóranum Undsay Anderson og öðru kvik- myndaliði að gera myndina með skrítna nafninu. Veðrið var leiðin- legt; Gish klæddist fjórum pörum af sokkum undir sumarkjólnum og Davis reifst daglega við leikstjór- ann. Núna er meðalaldur kvikmynda- húsagesta undir 25 ára þegar best lætur, en samanlagður aldur aðal- leikaranna fjögurra í Hvölum ágústmánaðar er svo mikið sem 317 ár. „Ég hélt að vinsældir „On Gold- en Pond“ myndu auðvelda okkur að safna fé í gerö þessarar mynd- ar,“ segir Mike Kaplan framleið- andi myndarinnar. „En svo var ekki. Fjármagnarar líta svo á að velgengni „On Golden Pond" og „Cocoon" hafi verið heppni. Og þeir sögðu: Hvar er Jane Fonda- persónan? En það sem heillaði mig viö myndina var að hún hafði engar persónur af yngri kynslóð- inni, ekkert plat." Verksvið framleiðenda eru mis- jöfn. Eitt helsta vandamálið, sem Kaplan þurfti að fást við á hinum afvikna tökustað í Maine, var að finna þrjú hús meö baöherbergi á fyrstu hæðinni. Gish var níræð, Davis hafði fengið slag og Sothern haföi bakbrotnað í slysi og þaö var sífellt erfiðara fyrir hana að ganga. Kaplan keypti ekki kvikmynda- réttinn að leikriti David Berry fyrr en Gish hafði samþykkt að leika í myndinni og þaö komu aldrei aðrir leikarar en Davis og Sothern til greina í hin tvö hlutverkin. En það liðu fimm ár áður en tókst að safna þeim þremur milljónum dollara sem myndin kostaði. „Allt deyr fyrr eða seinna," segir Libby, hin óþægilega persóna sem Davis leikur í myndinni. Það er Ijóst að Gish trúir ekki þeirri yfirlýsingu. Hún var jafnreiðubúin til að leika í myndinni níræð og þegar hún var 85 ára (hún á ekki fæðingarvottorð og gæti verið allt frá 88 til 93 ára þegar myndin var gerð). Og þegar til kom reyndist hún sérlega at- orkusöm. Bette Davis reyndist erfiö viður- eignar og kvartaði t.d. mikið yfir því að hafa ekki miðstöð í húsinu sem hún fékk til afnota. „Bette kann vel við mig,“ sagði Vincent Price, sem lék Sir Walter Raleigh á móti Davis í hlutverki Elizabetar Englandsdrottningar í myndinni „The Private Lives of Eiizabeth and Essex" fyrir 48 árum. „En það þýðir ekki að viö séu bestu vinir. Það kemur í veg fyrir að við séum óvinir. Hún er skemmtilega ósvífin. Hún reykti sínar 18 milljón síga- rettur og við hlógum mikið. Hún hafði 18 arinelda logandi í húsinu og það var svo heitt að maður varð fullur af einum martíní." Framleiöandinn, Kaplan, haföi alltaf ætlað sér að fá þær Gish og Davis, þessa dásamlegu leikara frá gullaldarskeiðinu í Hollywood, til að leika saman í kvikmynd. Þær höfðu aldrei ieikið á móti hvor ann- arri áður. Davis þverneitaði þegar hann baö hana um að taka að sér hlutverkiö fyrir sex árum og þegar hún veiktist minnkuðu enn vonir Kaplans um aö draumur hans rættist. En hún barðist við hjartaá- fallið af jafnmikilli festu og hún barðist við leikstjóra og mógúla fyrir 55 árum. Hún tók að sér hlut- verkið, vó minna en 45 kíló, en lærði sínar línur og allra annarra eins og hún hafði alltaf gert. Með myndinni veittist henni tækifæri til að feröast aftur til Maine þar sem hún hafði búið í tíu ár og alið upp tvö börn sín. „Hún er erfið af því hún er Bette Davis, en ekki af því hún er stjarna," sagði leikstjórinn Lindsay Anderson. „En hún haföi aldrei neinar áhyggjur af því hvernig hún leit út. Þegar hún kom að líta yfir tökur dagsins sagði hún aldrei: Ó, ég lít hræðilega út. Það eina sem skipti máli var að ná persón- unni rétt.“ Davis og Anderson rifust dag- lega og leikstjórinn gaf lítið eftir.,, Það fyrsta sem Lillian hugsar um er hvaö leikstjórinn vill fá fram hjá henni," sagði Anderson. „Hin fag- mannlega afstaða hennar nær aftur til þeirra daga er hún lék fyr- ir D. W. Griffith. Bette reynir að útiloka leikstjórann." Bretland: Hanif Kureishi reiður ungur Lundúnabúi Hanif Kureishi er fullur upp- reisnaranda, fyrrum klámsagna- höfundur, reiður, ungur, Angló-Pakistani, rödd hinna ó- ánægðu og arflausu í Bretlandi Thatchers, handritshöfundur hinn- ar frábæru þjóðfélagskómedíu, Fallega þvottahúsið mitt, (My Be- autiful Laundrette) frá í fyrra og nýju myndarinnar, Sammy and Rosie Get Laid (Sammy og Rosie gera'ða), sem Stephen Frears leik- stýrir, sá sami og ieikstýröi „Þvottahúsinu". Kureishi gengur til vinnu með einfalt sjónarmið í huga. Markmið hvers upptöku- dags er að setja á filmu sem mest af „skít og stjórnleysi". Þegar þessi háskólamenntaði Lundúnabúi talar um skít og stjórn- leysi meinar hann eitthvað sem er andstætt hinni vönduðu bresku kvikmynda -og sjónvarpsfram- leiðslu sem við þekkjum svo vel og höfum unun af. Hann nefnir nokkur minnisstæð nöfn: Brides- head Revisited, A Room With a View, A Passage to India, The Jew- el in the Crown. „Þessar myndir búa allar yfir borgaralegum gæðum sem fara í taugarnar á mér. Ég meina, mér fannst A Room With a View ágæt. Það var góð mynd. En stundum langar mig að henda einhverju í hana. Allir eru svo kurteisir, mynd- irnar eru undir svo góðri stjórn, tebollarnir eru svo frábærlega vel myndaðir, búningarnir svo lýta- lausir. Svo hugsarðu: Heima hjá mér líta nú hlutirnir öðruvísi út. Þú vilt villtari og skítugri mynd, hrjúfa og ódýra — og ögrandi líka.“ Með aöalhlutverkin í „Sammy og Rosie" fara hinn góðkunni ind- verski leikari Shashi Kapoor og Claire Bloom. En það eru yngri persónurnar, hjónin Ayub Khan Din og Frances Barber (hann er litaður, hún hvít), sem eru fulltrúar þeirra Lundúna sem Kureishi þekk- ir best, hvorki kurteis né lýtalaus. í hans huga er borgin full af gettó- um og heimilislausu fólki, kyn- þáttabaráttu og kynjabaráttu, græðgi og valdabaráttu. Það er nóg í myndinni til að móðga alla. Kureishi hélt dagbók á meðan á töku myndarinnar stóð og á einum stað þar sem hann talar um þá hluti sem hafa áhrif á hugmyndir hans, er þessi hugleiðsla: „Ég hugsa enn um kaupsýslumenn sem hálfgildings glæpamenn; ég vantreysti öllum sem ganga í jakkafötum; mér líka eiturlyf, sér- staklega hass, og ég skil ekki af hverju fólk er að giftast." Kureishi var skólastrákur þegar uppreisnirnar á Vesturlöndum árið 1968 áttu sér stað og hann fylgd- ist með í sjónvarpinu. Hann er þrítugur núna og þótt hin svokall- aða '68 kynslóð hafi nú komið sér þægilega fyrir í mjúkum smáborg- arasófum sínum er Kureishi enn undir sterkum áfhrifum mótmæl- anna og veröur alltaf. Hann er sonur Pakistana, sem fluttist til Bretlands til náms árið 1947. Faðir hans kvæntist breskri konu og Kureishi ólst upp í því Bretlandi, sem að stórum hluta óttaðist og hataði litaða innflytj- endur. Kureishi skrifaði með handritinu að fyrstu mynd sinni: „Frá því ég var fimm ára hef ég mætt kynþáttafordómum a.m.k. einu sinni á dag." Það birti til í lifi hans þegar hann hóf nám við Lundúnaháskóla, þar sem andrúmsloftið var ekki eins eitrað, og hann fór að skrifa af alvöru. Hann hafði raunar verið viðloðandi skriftir frá 14 ára aldri og um það leyti, sem hann varð tvítugur hafði hann skrifað fjórar bækur sem voru ekki útgáfuhæfar. Hann lifði í fátækt í London, eyddi síðdögunum í leikritun, en á Bandaríkin: Schwarzenegger leik- ur Hlauparann Nýjasta mynd Arnalds er framtíðarfantasía og ekki af verri endanum Velkomin til ársins 2019 þegar fasistar hafa lagt undir sig Banda- ríkin. Ben Richards (Arnold Schwarzenegger) er þyrluflugmað- ur í fasistaríkinu og kvöld eitt fær hann skipun um að dreifa 1.500 manna hungurgöngu í Bakersfield þar sem óvopnaðar konur og börn eru að tryllast í leit að næringu. Þegar Ben neitar aö verða við skipuninni tekur einhver annar aö sér að framfylgja henni svo úr verður blóðbaö. Ríkið kennir Ben um hvernig fer, hann verður fræg- ur sem hinn „alræmdi slátrari Bakerfields-bæjar" og er settur í fangelsi. Allt þetta gerist á meðan kredit- listinn birtist í nýjustu Schwarzen- egger-myndinni The Running Man (Hlauparinn), sem frumsýnd var nýlega vestur í Bandaríkjunum. Aðrir leikarar í myndinni, sem hlot- ið hefur prýðilega dóma, eru Maria Conchita Alonso, Yaphet Kotto og Richard Dawson en leikstjóri er Paul Michael Glaser, betur þekktur sem sjónvarpsleikari en leikstjóri (Starsky í „Starsky and Hutch"). Heiti myndarinnar, Hlauparinn, er dregið af nafni vinsælasta sjón- varpsþóttarins sem hin ímyndaða framtið bíður uppá og er stór hluti af myndinni. Þetta er hinn full- komni skemmtiþáttur notaður af ríkissjónvarpinu til aö hafa stjórn á borgurunum og halda þeim límdum við skjáinn. f hverri viku velur stööin alræmdan fanga til að „leika" aðalhlutverkið í eltinga- leik hvers reglur eru einfaldar; fanganum er sleppt lausum og hann er síðan eltur uppi af vel- vopnuðum atvinnumoröingjum og drepinn. Handritshöfundur myndarinnar er Steven E. de Souza (48 Hours) en hann byggði handritiö ó skáld- sögu Richard nokkurs Bachmans, sem er bara annað heiti á hroll- vekjumeistaranum Stephen King. Leikurinn fer fram í þeim hluta Los Angeles sem lagðist í rúst í „jarðskjálftunum miklu ’97" og auk Schwarzeneggers eiga Maria Conchita Alonso og Yaphet Kotto fótum sínum fjör aö launa. Þau eru elt af velvopnuðum morðingjum sem m.a. beita eldvörpum, raf- magnssögum og hnífbeittum hokkíspöðum. Þau þurfa ekki endi- iega að hafa brotið mikið af sér. Alonso gerði ekki annað en aö svindla á prófi í háskólanum og sofa hjá þremur mönnum á sama árinu. En hafið ekki áhyggjur. Ef tekið er mið af öðrum Schwarznegger- myndum stappar vöðvafjallið óþokkana í hunda- og kattamat með iítilli fyrirhöfn. Og það er ann- aö meö austurríska vöövafjalliö; honum tekst alltaf að lenda í réttu myndunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.