Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 B 15 Æ skulýðsstarf og frístundir u n g 1 i n g a á landsby ggðinni Hvammstangi: Fjórðungnr íbúanna vinnur við skólann Nemendur unnu að fræsöfnun Hvammstanga. NEMENDUR Grunnskóla Hvammstanga eru 154 í vetur og hafa aldrei verið fleiri. Kennarnar eru 16, þar af 4 stundakennarar. Má þvi segja að nœrri fjórðungur íbúa Hvanunstanga, sem eru um 700, hafi skólann að vinnu- stað. Á undanfömum áram hefur verið unnið að nýbyggingu við skólann og vora teknar í notkun tvær nýjar kennslustofur í haust. Áformað er að ljúka þeirri fram- kvæmd á næsta ári. í byijun skólastarfs í haust unnu nemendur og kennarar að fræsöfnun fyrir Landgræðslu ríkisins. Safnað var birkifræi, meðal annars í skógarreit Ingi- bjargar Pálsdóttur og Sigurðar Eiríkssonar á Hvammstanga. Var þetta mjög verðugt verkefni, enda nemendur í sólskinsskapi. Grannskóli Hvammstanga starfar í 10 bekkjardeildum, for- skóla og 1.—9. bekk. Skólastjóri er Flemming Jessen. Karl Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirason Nemendur 6. og 7. bekkjar ásamt Flemming Jessen skólastjóra og Þorbimi Gislasyni kennara. Heimahúsaböllín eru líka vinsæl Krakkarnir á Höfn eru ánægð með félagslífið Höfn, Hornafirði. „AÐSTAÐAN er góð,“ segja krakkamir. Á Höfn má skipta æskuiýðs- starfinu i það skipulagða og hið óskipulagða. íþróttir, tómstundastörf í skólum og þess háttar er hið skipulagða starf. Það sem krökkunum dettur í hug að gera hvetju sinni þess utan er hið óskipulagða starf. Hjólreiðatúrar, skautaferðir, sjoppumas, parti ásamt öðm tilfallandi. íþróttastarfið er að mestu í hönd: um ungmennafélagsins Sindra. í vetur býður félagið uppá um 40 stundir í viku í íþróttahúsinu. Þar era fimleikar stúlkna, handbolti, Opið hús í skólanum. Sigurður Ólafsson. Blakið & miklum vinsældum að fagna & Neskaupstað. Þessi mynd er tekin fyrir tveimur árum af keppn- isflokkum Þróttara. Tónlistarlíf er einnig nokkuð meðal unglinga og ber þar hæst skólahljómsveit Neskaupstaðar sem kemur fram við ýmis tæki- færi og setur þá töluverðan svip á bæjarlífið. Ein unglingadans- hljómsveit að minnstakosti er starfandi á staðnum. Æskulýðs- starf mætti að sjálfsögðu vera mun meira hér. Unglingadansleik- ir era til dæmis mjög fátíðir. — Ágúst fótbolti, badminton og fijálsar íþróttir stundaðar. Skólasund stendur enn yfír, auk fijálsra tíma þar. Skólamir reyna svo að sinna þörfum krakkana, og að mestu með „opnu húsi“. En hvað segja ungling- amir um æskulýðsstarfið? Helgarnar verstar Sigrún Sæmundsdóttir: „Ég fer á opið hús í skólanum og stunda íþróttir. Á sumrin vinn ég mikið, stunda íþróttir og fer á böll. Horfi ekki á sjónvarp á sumrin en svolítið á veturna, horfi líka á myndbönd. í skólanum eram við látin lesa bók- menntir, svo við lesum ekki mikið þar fyrir utan. Aðstaðan fyrir íþróttir er góð, og hefur batnað mikið. Verstar era helgamar. Þá veltast krakkar bara um og hafa lítið við að vera. Þá reyna allir að fara í partí ef hægt er. Það er vin- sælt að koma saman og horfa á hasarmynd og kjafta saman fram á rauða nótt.“ Les eitthvað aukalega Sigurður Ólafsson: „Á sumrin reynir maður að vinna sér inn eins mikla vasapeninga og hægt er fyrir veturinn. Svo reynir maður líka að leika sér eins og hægt er í íþrótt- um, fara í fjörðinn á silungaveiðar og allskonar ragl. Íþróttunum fylgja líka ferðalög. A vetuma fer mestur tími í skólann. Þar er opið hús og böli á þriggja vikna fresti. Þess utan reynir maður að finna sér eitt- hvað að gera. Ég horfí svolítið á sjónvarp og les eitthvað aukalega. Aðstaðan fyrir unglinga er góð. Við höfum íþróttahús, grasvöll fyrir fót- bolta og fijálsar. Aðstaða í skólan- um er líka góð fyrir böll og opið hús. Skólinn á hljómtæki, þijú borð- tennisborð og tvö billiardborð og fleira. Ég held því að aðstaðan hér sé mikið betri en víða annars stað- ar. Við fáum auðvitað bara að fara á skólaböll og heimahúsaböll, en þau era nú líka vinsæl. Þá má geta þess að í skólanum er íþróttamót vikulega." Golf og tónlist Kristján Heiðar Sigurðsson: „Ég er mikið í tónlist, en á sumrin spila ég golf. Les nú heldur lítið en horfi eitthvað á sjónvarp. Mér finnst vanta að krakkar komist á böll, það er að segja þau sem ekki fá að fara á almenn böll. Núna eram við að byija að æfa í hljómsveit, og spilum vonandi á skólaböllum. Síðustu ár höfum við bara spilað á þorrablótum í skólanum, en aldrei á skólaböllum. Skólaböllin era bara diskótek." - JGG. Sigrún Sæmundsdóttir. Heimir Haraldsson bassaleikari. Kristján Heiðar Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.