Morgunblaðið - 22.11.1987, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 22.11.1987, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 B 3 Morgunblaðið/Rax Davið Oddsson skýrír út hvar væntanlegt ráÖhús mun rísa. ekki verður um deilt, að ná- lægð Tjamarinnar og sérstök lega lóðarinnar kallaði fram margar góðar hugmyndir, en af þei”n þótti verðlaunatillagan bera af. HVERNIQ LÍST ÞÉR Á ÞÁ HUG- MYND AÐ RÍFAIÐNÓ OG M K>BÆJ ARBARNASKÓLAN N OG BYGGJA ÞAR RÁÐHÚS? ÉG held, að borgarbúar séu mér sammála um, að þessi hús megi ekki víkja. Þau séu ein- mitt hluti þess umhverfís Tjamarinnar, sem menn vilja varðveita. Ég tel að öðru máli gegni um bílastæðin á Báru- lóðinni og næsta umhverfí hennar, sem í dag er dapurleg- asti bletturinn við Ijömina. Ráðhúsið réttir hans hlut. HVAD MEÐ ALLT ÞAO RASK SEM VEROUR VEGNA BYGGING- ARFRAMKVÆMDANNA, SEM REIKNA MÁMEÐ AÐ TAKI MINNST2ÁR? ÞVÍ verður ekki móti mælt, að töluvert rask og ónæði verð- ur á meðan á byggingu hússins stendur. Þess vegna m.a. tel ég að hraða verði framkvæmd- um sem kostur er. HEFUR VERID SKOÐAÐ, HVERN- IG QATNAMÓT VONARSTRÆT- IS OG TJARNARGÖTU MUNI LÍTA ÚT, ÞEQAR RÁÐHÚSIÐ ER ANNARS VEQAR, ÞiNGHÚSK) Á MÓTIOQ SVO VÆNTANLEG NÝBYQGING HAPPDRÆTTTS HÁSKÓLANS? GERT er ráð fyrir, að Tjamar- gata verði að mestu óbreytt frá því sem er í dag. Hins vegar er ætlunin að breikka Vonarstræti um u.þ.b. 2,5 m til norðurs milli Tjamargötu og Suðurgötu til að skapa rými fyrir beygjureinar. ÁHVAÐASTTGIERÁKVÖRÐUN UM VÆNTANLEQA BYGGINGU ÞINGHÚSSINS OG HVERNIG LÍTUR BORQARSTJÓRIOG BORQARSTJÓRN Á ÞÁ FYRIR- HUGUDU BYGGINGU? ALÞINGI hefur ekki tekið ákvörðun um bygginguna, en veitt fé til forhönnunar. í deili- skipulagi miðbæjarins, sem nú er til staðfestingar hjá ráð- herra, er gerður fyrirvari þess efnis, að ekki er tekin afstaða til fyrirliggjandi hugmynda um nýbyggingar Alþingis. Að öðru leyti hafa borgar- yfirvöld ekki flallað um þessa tillögu. HVAÐMEÐ UMFERÐAÐOGFRÁ RÁÐHÚSINU, SEM MARGIR HAFAÁHYGGJUR AF7ÞOLA AÐUGGJANDIGÖTUR UMFERÐ- ARÞUNGANN? í SAMBANDI við deiliskipulag Kvosarinnar, sem við viljum reyndar fremur kalla gamla miðbæinn, var töluvert fjallað um umferðarmál og töldu umferðarsérfræðingar, að erf- itt yrði að leysa umferðar- skipulagið, ef jafnmikið væri leyft að byggja eins og fyrstu tillögur sögðu til um. Við af- greiðslu skipulagsins var dregið úr fyrirhuguðu bygg- ingarmagni og með gerð Geirsgötu og bflastæðum ná- lægt gömlu höfninni, svo og nýjum bflastæðahúsum, sem minnka hringsól umferðar, og öðrum endurbótum, komast menn fyrir þá erfíðleika. Ráðhúsið er einungis lítill hluti þeirrar uppbyggingar, sem gert er ráð fyrir í gamla miðbænum. Ég hef því ekki þungar áhyggjur af umferð í Vonarstræti, þó því sé spáð, að hún aukist úr 10.000 bflum á dag, eins og nú er, í 12.000 bfla á dag, ef bæði húsin rísa, ráðhúsið og nýbygging Al- þingis. Að vísu eru nú tafir í umferð þama á erfíðustu tímum dagsins, en gert er ráð fyrir að koma upp sérstökum beygjureinum við gatnamót og setja upp umferðarljós á mót- um Vonarstrætis og Lækjar- götu. Allt í allt er því gert ráð fyrir betra ástandi umferðar í Vonarstræti í framtíðinni, ró- legri en tafalítilli umferð. Umferð um Tjamargötu í dag er ekki mikil. Sú hugmynd hefur komið fram að hafa ein- stefnu til norðurs á Ijamar- götu sunnan ráðhúss, inn götuna, til þess að umferð um hana aukist sem minnst. HEFUR LÍFRÍKITJARNARINNAR VERIÐ KANNAÐ OG ÞÁ SÉR- STAKLEQA, HVORT BYGGING RÁÐHÚSS GETT HAFT ÁHRIF Á ÞAÐ? TALSVERÐAR heimildir em til um fuglalíf á Tjöminni og til er almenn vitneskja um sambýli fuglanna við Tjömina og þá fæðu, sem ungfuglinn sérstaklega aflar sér í henni. 'Ijömin er í dag að meira eða minna leyti gerð af manna höndum, en það verður að meta það með heilbrigðri skyn- semi, hvort 1—2% skerðing á yfírborði Tjamarinnar, sem hlýst af byggingu ráðhússins, hafí teljandi áhrif á lífríkið. Ég held, að það liggi f augum uppi, að svo sé ekki. Menn, sem vitna til vísinda til að gera ráðhúsið tortryggilegt, eru þvf bersýnilega að nota þau í annarlegum tilgangi. FULLYRT HEFUR VERIÐ, AD RÁÐHÚSIÐ HAFIEKKIVERIÐ KYNNT SEM HLUTIAF MW- BÆJARSKIPULAGINU? ÞAÐ var einmitt gert. Bygg- ingarreitur fyrir ráðhúsið var merktur inn á gögnin, sem fylgdu kynningu á tillögu að deiliskipulagi miðbæjarins, bæði á uppdrætti, Ifkani og f greinaigerð. Þessi kynning fór fram í jan,—mars 1987. í júní—júlí 1987 var síðan sér- stök kynning á verðlaunatil- lögum í samkeppni um ráðhús. Nýtt og endurskoðað aðal- skipulag var síðan kynnt í júní—sept. 1987 og þá var skipulag miðbæjarins enn kynnt með líkani, þar sem fyr- irhuguð ráðhúsbygging var felld inn. Sennilega hefur skipulag og bygging húss ekki verið betur kynnt í annan tíma. Mér fínnst það móðgandi í garð félags- málaráðherra, þegar menn hafa verið að gera því skóna, að ráðherrann muni af pólitískum ástæðum gera full- yrðingar af því tagi, sem spumingin vitnar til, að ástæðu til að teija staðfestingu Kvosarskipulagsins. Félags- málaráðuneytið hefur ætíð tekið málefnalega á málum sveitarfélaganna og virt sjálfs- ákvörðunarrétt þeirra. KOMIÐ HEFUR FRAM ÓTTIUM, AÐ SÍDAR MUNIREYNAST NAUDSYNLEGT AÐ STÆKKA HÚSND OG BYGGJA VK) ÞAÐ, OG ÞVÍ SÉ ÞAÐ SKAMMSÝNIAÐ BYQGJA Á STAÐ, SEM SLÍKT KEMUR VARLA TTL GREINA. ALVEG er ljóst, að við ráð- húsið verður aldrei byggt. Staðurinn og geið hússins úti- lokar það. Þurfí yfírstjóm borgarinnar einhvem tíma á húsiými að halda umfram það, sem bygg- ingin býður upp á, verður það leyst annars staðar. Þetta er raunar það sem gerst hefur t.d. í höfuðborgum hinna Noiðurlandanna, þar sem eng- um hefur dottið í hug að byggja við áratugagömul ráð- hús, þótt stjómsýslan hafí þanist út. Slíkur ótti, sem reynt hefur verið vísvitandi að vekja upp, er því ástæðulaus. ER HÆGT AÐBERA SAMAN MÓTMÆU VEGNA RÁÐHÚSS- INS OG MÓTMÆLIVEQNA ANNARRA FRAMKVÆMDA, T.D. TORFUNNAR VH> LÆKJAR- GÖTU, HALLGRIMSKIRKJU, ARNARHÓLS, ÞJÓÐLEIKHÚSS, HÖFDABAKKABRÚ AR OG HUÓMSKÁLANS? ÉG vil, að ráðhúsið verði met- ið af eigin verðleikum og tel þvf ástæðulaust gera neinn samanburð í þessum efnum. Á hinn bóginn er þessi vantrú á framtíðina dálftið sérkennileg. Að vísu emm við ekki einir um þetta. Þegar Eiffeltuminn var reistur vom svo áköf mót- mæli að lofað var að rífa hann strax að heimssýningunni lok- inni. Ekki var hamast meir gegn nokkm húsi en ópem- húsinu í Sidney. Það þykir ein fegursta bygging í veröldinni. ERT ÞÚ HLYNNTUR ÞVÍ AÐ FRAM FARISKOÐANAKÖNNUN UM, HVORT RÁÐHÚSK) SKUU BYGGT VK> TJÖRNINA, SBR. ÁLYKTUN, SEM SAMÞYKKT VAR Á ÚTTFUNDINUM? ÉG hef ekkert á móti skoðana- könnunum. Þær geta verið fróðlegar. En það er hlutverk borgarstjómar að taka ákvarðanir í málum sem þess- um. Borgarfulltrúar em til þess kjömir af borgarbúum og óframkvæmanlegt er að hafa slikar kannanir um öll þau mál, sem ágreiningur kann að vera um. Skoðanakönnun, sem fram- kvæmd var fyrir viku síðan, eða þegar mótmælin gegn staðsetningu ráðhússins stóðu sem hæst, sýndi að nokkur meirihluti var andvígur. Hins vegar er ekki sama, hvemig spurt er. Ég er þeirrar trúar, að verði menn t.a.m. beðnir um að velja einn stað, af t.d. fjórum eða fímm mögulegum, myndu langflestir velja hinn fagra stað við 'Ijömina. MIKK) HEFUR VERK) TALAÐ UM ENDURNAR OG GRÍNAST MEÐ ÞAÐ ORÐ, ENDURSKOÐUN, ENDURMAT, O.S.FRV. MÖRG- UM—OGÞÁEKKISÍSTSJÁLF- STÆÐISFÓLKI — FINNST MIKILVÆQAST, AD BORGAR- STJÓRISJÁLFSTÆÐISFLOKKS- INSVERMENDURKJÖRINN. ERT ÞÚ AÐ SETJA PÓUTÍSKAN FER- IL MNN OG HAGSMUNISJÁLF- ÉG er borgarstjóri Reykjavík- ur, ekki eingöngu sjálfetæðis- manna. Vel má vera, að ráðhús- byggingin verði gerð að kosningamáli og hef ég ekki á móti því. En þá vil ég einnig, að borgarbúar geti metið bygginguna og umhverfi hennar eins og það mun líta út. Og menn verða að hafa í huga, að bygging ráðhúss er aðeins lítill hluti af þeim verk- efnum, sem ég og mínir félagar f borgarstjóminni hafa verið að fást við á undanföm- um rúmum fímm árum. Mér sýnist, að meira hafí verið að gerast í borgaruppbýgging- unni á þessum fáu árum, en mörgum ámm þar á undan. ER RAUNVERULEG ÁSTÆÐA FYRIR BYQGINGU RÁDHÚSS SÚ, AÐ ÞÚ VILT REISA ÞÉR EIGIN MINNISVARÐA? ÞVÍ fer að sjálfsögðu fjarri. Ég er ekki kominn á minnis- varðaaldur. Að baki ákvörðunar um byggingu ráðhússins standa 10 borgarfulltrúar af 15, sem allir eru sammála um ágæti verðlaunatillögunnar. Ef hægt er að tala um húsið sem minnisvarða verður það minn- isvarði borgarstjómar, fram- takssamra og framsækinna borgarbúa og ekki síst um unga og snjalla arkitekta byggingarinnar og list þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.