Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 B 29 Sigrún, 1953-54. Eftir Jóhannes Kjarval, 1885-1972. Trémynd, 1977. Eftir Kain Tap- per frá Finnlandi, 1930-. Sýning þessi var liður í kynningarátaki Norður- landanna sem kennt hefur verið við „Scandinavia today". Sýningin var þó ekki hluti af samnefndri stórsýningu sem hóf göngu sína í Bandaríkjunum heldur var þessi sýning sérstak- lega ætluð Japönum og völdu norrænir og japanskir listfræðing- ar verk til sýningar. Að sýning- unni stóðu norræna ráðherraráðið og listasafn Seibu-verslunarkeðj- unnar. Auk þessa styrktu m.a. SAS og Flugleiðir sýninguna. Fulltrúi íslands í sýningamefnd var dr. Gunnar B. Kvaran list- ráðunautur Kjarvalsstaða. Bjóða bæði upp á vörur og list Gunnar B. Kvaran upplýsti Morgunblaðið að Seibu-verslun- arkeðrjan væri alhliða verslunar- hringur og seldi nánast allt milli himins og jarðar en það sem væri merkilegast væri að fyrirtæki þetta byði ekki aðeins viðskipta- vinum sínum upp á efnalegan neysluvaming, menn geta líka svalað andlegum þorsta í verslun- arbyggingum Seibu. T.a.m. er tólfta hæðin og efsta hæðin í verslunarbyggingu þess í Tókýó lögð undir sýningarsali og var norræna sýningin þar haldin. Ennfremur er fyrirtækið með sérstakt listasafn hundrað og tutt- ugu kflómetra norður af höfuð- borginni. Safn þetta er einnig opið almenningi og þar getur m.a. að líta verk ekki ómerkari lista- manna en Kandinskys, Klees og Jaspers Johnes, svo fáeinir séu nefndir. Gunnar var spurður hvort svona menningarframtak væri al- vanalegt meðal stórfyrirtækja í Japan. „íslendingum, sumum hverjum a.m.k., kann að þykja það ótrúlegt en stórfyrirtæki í Japan álíta það sjálfsagðan hlut að gera vel við listir og menn- ingu. Þeirra viðhorf er að lífið sé meira en efnaleg neysla og þau hafi ábyrgð og skyldum að gegna á öllum sviðum. Japönsk stórfyrir- tæki leggja sig því sérstaklega fram við að koma sér upp „menn- ingarpróffl" innan samfélagsins, — að vera inni í samfélagsumræð- unni, hvort sem hún er hagfræði- leg eða menningarleg. Þetta er auglýsing sem borgar sig óbeint og styrkir móralska stöðu þeirra á markaðinum. Flest stærri fyrir- tæki hafa þá reglu að veija ákveðinni prósentu til menningar- mála." Morgunblaðið innti Gunnar eft- ir því hvort menningaráhugi íslenskra fyrirtækja væri sam- bærilegur við þann sem tíðkaðist í Japan. „Ég lýg örugglega engu þegar ég segi að svo er ekki. Það verður að segjast eins og er að margir íslendingar álíta peninga setta í listir óþarfa eða ölmusu. Það finnast einstaka fyrirtæki sem veita fé til lista- og menning- armála, t.d. Flugleiðir, en öll þessi viðleitni þyrfti að vera markviss- ari.“ Fulltrúi Morgunblaðsins spurði Gunnar B. Kvaran hvað það væri einna helst í norrænni myndlist sem höfðaði til Japana, e.t.v. nístandi þögn ellegar skerandi hróp. Gunnar sagði titil sýningar- innar vera nokkuð misvísandi, eiginlega hefðu japönsku fulltrú- unum verið ofar í huga áhrif náttúrunnar og skynjun og túlkun einstaklingsins á þeim. „Það er óhætt að segja að Japönum hafi orðið mjög starsýnt á expressí- ónísk áhrif í norrænni myndlist. Og því varð raunin sú að sett var saman sýning sem á að sýna sam- hengið í norrænum expressíón- isma frá lokum nítjándu aldar fram á daginn í dag. Þetta er eink- ar samstæð sýning og sýnir glöggt hversu náin tengsl eru á milli norrænna listamanna þrátt fyrir að þeir komi frá ólíkum þjóð- löndum. Munch, Jom og Gunnar Örn em greinilega allir af sama meiði bæði hvað varðar myndmál og tjáningu, þó svo að þeir skipi á ólíkum tímum í sögunni. Ljóst er að hinn sameiginlegi menning- arlegi bakgmnnur er afgerandi. A sýningunni var reynt að gefa Japönum eitthvert yfirlit yfir þró- un norrænnar myndlistar síðustu hundrað árin. Þetta er fima víðtækt, var ekki erfitt að velja? „Ákaflega, valið var gert í sam- ráði við japanska listfræðinga frá Seibu-safninu og var mikið rætt áður en við komumst að endan- legri niðurstöðu. Leiðiþemað var náttúran og einstaklingurinn hvort heldur verið var að velja einstaka listamenn til að kynna á sýningunni ellegar einstök verk þeirra. Við vildum hafa samhengi í sýningunni en um leið vildum við gera hverjum og einum lista- manni sæmileg skil. Þess vegna urðum við að takmarka fjölda listamannanna. Hver listamaður er í fyrsta lagi fulltrúi fyrir ákveðna strauma og stefnur, í öðm lagi fyrir sinn samtíma og j þriðja lagi fyrir sitt þjóðland. Á Norðurlöndum er mikill fyöldi myndlistarmanna sem falla undir fymiefnt þema og við urðum að ganga framhjá mörgum verðug- um.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.