Morgunblaðið - 22.11.1987, Síða 29

Morgunblaðið - 22.11.1987, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 B 29 Sigrún, 1953-54. Eftir Jóhannes Kjarval, 1885-1972. Trémynd, 1977. Eftir Kain Tap- per frá Finnlandi, 1930-. Sýning þessi var liður í kynningarátaki Norður- landanna sem kennt hefur verið við „Scandinavia today". Sýningin var þó ekki hluti af samnefndri stórsýningu sem hóf göngu sína í Bandaríkjunum heldur var þessi sýning sérstak- lega ætluð Japönum og völdu norrænir og japanskir listfræðing- ar verk til sýningar. Að sýning- unni stóðu norræna ráðherraráðið og listasafn Seibu-verslunarkeðj- unnar. Auk þessa styrktu m.a. SAS og Flugleiðir sýninguna. Fulltrúi íslands í sýningamefnd var dr. Gunnar B. Kvaran list- ráðunautur Kjarvalsstaða. Bjóða bæði upp á vörur og list Gunnar B. Kvaran upplýsti Morgunblaðið að Seibu-verslun- arkeðrjan væri alhliða verslunar- hringur og seldi nánast allt milli himins og jarðar en það sem væri merkilegast væri að fyrirtæki þetta byði ekki aðeins viðskipta- vinum sínum upp á efnalegan neysluvaming, menn geta líka svalað andlegum þorsta í verslun- arbyggingum Seibu. T.a.m. er tólfta hæðin og efsta hæðin í verslunarbyggingu þess í Tókýó lögð undir sýningarsali og var norræna sýningin þar haldin. Ennfremur er fyrirtækið með sérstakt listasafn hundrað og tutt- ugu kflómetra norður af höfuð- borginni. Safn þetta er einnig opið almenningi og þar getur m.a. að líta verk ekki ómerkari lista- manna en Kandinskys, Klees og Jaspers Johnes, svo fáeinir séu nefndir. Gunnar var spurður hvort svona menningarframtak væri al- vanalegt meðal stórfyrirtækja í Japan. „íslendingum, sumum hverjum a.m.k., kann að þykja það ótrúlegt en stórfyrirtæki í Japan álíta það sjálfsagðan hlut að gera vel við listir og menn- ingu. Þeirra viðhorf er að lífið sé meira en efnaleg neysla og þau hafi ábyrgð og skyldum að gegna á öllum sviðum. Japönsk stórfyrir- tæki leggja sig því sérstaklega fram við að koma sér upp „menn- ingarpróffl" innan samfélagsins, — að vera inni í samfélagsumræð- unni, hvort sem hún er hagfræði- leg eða menningarleg. Þetta er auglýsing sem borgar sig óbeint og styrkir móralska stöðu þeirra á markaðinum. Flest stærri fyrir- tæki hafa þá reglu að veija ákveðinni prósentu til menningar- mála." Morgunblaðið innti Gunnar eft- ir því hvort menningaráhugi íslenskra fyrirtækja væri sam- bærilegur við þann sem tíðkaðist í Japan. „Ég lýg örugglega engu þegar ég segi að svo er ekki. Það verður að segjast eins og er að margir íslendingar álíta peninga setta í listir óþarfa eða ölmusu. Það finnast einstaka fyrirtæki sem veita fé til lista- og menning- armála, t.d. Flugleiðir, en öll þessi viðleitni þyrfti að vera markviss- ari.“ Fulltrúi Morgunblaðsins spurði Gunnar B. Kvaran hvað það væri einna helst í norrænni myndlist sem höfðaði til Japana, e.t.v. nístandi þögn ellegar skerandi hróp. Gunnar sagði titil sýningar- innar vera nokkuð misvísandi, eiginlega hefðu japönsku fulltrú- unum verið ofar í huga áhrif náttúrunnar og skynjun og túlkun einstaklingsins á þeim. „Það er óhætt að segja að Japönum hafi orðið mjög starsýnt á expressí- ónísk áhrif í norrænni myndlist. Og því varð raunin sú að sett var saman sýning sem á að sýna sam- hengið í norrænum expressíón- isma frá lokum nítjándu aldar fram á daginn í dag. Þetta er eink- ar samstæð sýning og sýnir glöggt hversu náin tengsl eru á milli norrænna listamanna þrátt fyrir að þeir komi frá ólíkum þjóð- löndum. Munch, Jom og Gunnar Örn em greinilega allir af sama meiði bæði hvað varðar myndmál og tjáningu, þó svo að þeir skipi á ólíkum tímum í sögunni. Ljóst er að hinn sameiginlegi menning- arlegi bakgmnnur er afgerandi. A sýningunni var reynt að gefa Japönum eitthvert yfirlit yfir þró- un norrænnar myndlistar síðustu hundrað árin. Þetta er fima víðtækt, var ekki erfitt að velja? „Ákaflega, valið var gert í sam- ráði við japanska listfræðinga frá Seibu-safninu og var mikið rætt áður en við komumst að endan- legri niðurstöðu. Leiðiþemað var náttúran og einstaklingurinn hvort heldur verið var að velja einstaka listamenn til að kynna á sýningunni ellegar einstök verk þeirra. Við vildum hafa samhengi í sýningunni en um leið vildum við gera hverjum og einum lista- manni sæmileg skil. Þess vegna urðum við að takmarka fjölda listamannanna. Hver listamaður er í fyrsta lagi fulltrúi fyrir ákveðna strauma og stefnur, í öðm lagi fyrir sinn samtíma og j þriðja lagi fyrir sitt þjóðland. Á Norðurlöndum er mikill fyöldi myndlistarmanna sem falla undir fymiefnt þema og við urðum að ganga framhjá mörgum verðug- um.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.