Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.11.1987, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1987 32 B Rauðrófur Rauðrófan á uppruna sinn að relga til Beta maritima, sem vex villt víða við strendur V-Evrópu, Miðjarðarhafsins og Asíu. En við þekkjum varla aðra en rauðrófuna Beta vulgaris rubra, enda er það eina tegundin sem vex hérlendis. Frjó Beta vulgaris berst með vindi og getur víxlftjóvgað aðrar tegundir af sama stofni, svo sem sykurrófuna, og getur það eyðilagt uppskeru beggja, ef þær eru ræktaðar of nálægt hvorri annarri. Fyrr á öldum voru rauðrófur ræktaðar vegna blaðanna, en þær tegundir sem þá voru í ræktun, mynduðu lítinn sem engan rótarávöxt og því hæpið að kalla þær tegundir rauðrófur. Enska orðið yfír þær er chard. Þá voru blöðin nýtt bæði til átu og skrauts og rótin eingöngu notuð til lækninga, eins og svo margr rætur, svo sem rætur rabarbara o.fl. Chard er enn víða ræktað. Frá 2. og 3. öld eru til uppskriftir með hinni raunverulegu rauðrófu eftir rómverska sælkera, en það er sú rauð- rófa, sem við þekkjum. Þar segja þeir að hún sé betri en kál. Síðan er ekkert vitað um neyslu rauðrófunnar fyrr en á 14. öld að fréttist af henni í Englandi, en í Þýskalandi er hennar fyrst getið árið 1558 og á 16. öld er rauðróf- an kölluð rómanska rauðróf- an í Norður-Evrópu, sem bendir til að uppruna hennar megi rekja til Italíu. í bresk- um frælistum frá um 1800 er minnst á 2 tegundir, aðra rauða en hina langa og rauða. Við þekkjum best hnöttóttar rauðrófur, en hin síðari ár er farið að fiytja inn langar mjóar rauðrófur. Þær eru miklu skemmtilegri í sal- öt en hinar hnöttóttu stóru. Þessar löngu, mjóu rauðrófur eru einmitt núna til í verslun- um hér. íslendingar þekkja yfírleitt ekki rauðróftir öðru vísi en sem súr/sætt meðlæti með steik eða með eplum og kartöflum í sfldarsalöt. Þó er hægt að búa til mjög margt úr ferskri soðinni rauðrófu. Frægasti réttur með rauðróf- um er rússneska súpan Borsch, og af henni eru til ótal útgáfur, sem hafa þróast og breyst í meðförum manna um áratugi og aldir, jafnvel hefur heyrst að þær upp- skriftir séu fleiri en Rússar, sem eru þó 290 milljónir. Helga Sigurðardóttir er með ýmsar tegundir þessarar súpu í sínum mörgu mat- reiðslubókum, t.d. með kjötsoði, með pylsum og svo með íslensku hangikjötssoði. Rauðrófusúpa (Borsch) 2 sn. beikon, 300 g rauðrófur, 100 g sellerírót, 1 meðalstór gulrót, */2 meðalstór blaðlaukur, Vg lítill laukur, 50 g hvítkái, 1 lárviðarlauf, 5 piparkom, 4 allrahandakom, 1 stór kjúklingasúputeningur, 1 lítri vatn, 1 lítil rauðrófa til viðbótar, 1 dl ijómi. 1. Skerið beikonið smátt og setjið í pott. Sjóðið við vægan hita í 5 mínútur. 2. Setjið vatn saman við beik- onið. 3. Rífíð rauðrófumar gróft, rífíð sellrírótina gróft, rífíð einnig gulrótina gróft. Setjið þetta allt í pottinn. 4. Skerið hvítkálið smátt og seijið út í. Þvoið og skerið blað- laukinn og setjið út í. 5. Bætið lárviðarlaufí, pipar- komum og allrahandakomum út í. Sjóðið við vægan hita í 45—60 mínútur. 6. Hellið súpunni í sigti, og meijið grænmetið í gegn. Hendið því sem eftir situr. 7. Setjið kjúklingasúputening út í soðið í pottinum. Hitið að suðu. 8. Rífíð litlu rauðrófuna gróft og setjið út í. Látið ekki sjóðá, annars tapar súpan hinum fallega lit sínum. 9. Hellið súpunni gegnum sigti í skál. 10. Þeytið ijómann og setjið ofan á súpuskálina. Súr/sætar rauðrófur 1 kg rauðrófur, 2 lítrar vatn, 1 msk. salt, 3/4 lítrar edik, 400 g sykur, 2 sm biti fersk piparrót. 1. Þvoið rauðrófumar vel. 2. Setjið vatn og salt í pott, setjið rauðrófumar út í sjóðandi vatnið og sjóðið þar til þær eru meyrar. Stingið gaffli eða mjóum hníf í rauðrófumar til að aðgæta hvort þær em meyrar. 3. Setjið pottinn með rauðróf- unum og vatni undir kalda kranann og látið kalt vatn renna á rauðrófumar. 4. Afhýðið rauðrófumar, það er yfirleitt mjög auðvelt, oft er hægt að fletta hýðinu af án þess að nota hníf. 5. Skerið rauðrófumar í sneið- ar. Fallegt er að nota rifflaðan hníf. 6. Setjið edik og sykur í pott. Afhýðið piparrótina og skerið í sneiðar. Setjið með í pottinn. 7. Setjið rauðrófusneiðamar út í löginn og látið sjóða upp. 8. Hellið á hreinar krukkur. Bindið yfír. Geymið á köldum stað. Athugið: Ekki er nauðsynlegt að setja piparrót út í rauðrófumar en það kemur í veg fyrir að þær mygli. Súr/sætar rauðrófur og laukur 1 kg rauðrófur, langar og mjó- ar, 2 lítrar vatn, 1 msk. salt, 250 g smálaukur, 3/4 lítrar edik, Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar. SIGURÐUR ÞORKELSSON 650 g sykur, 2 sm biti fersk piparrót. 1. Setjið vatn og salt í pott. Látið sjóða. 2. Þvoið rauðrófumar vel, setj- ið í sjóðandi vatnið og sjóðið þar til þær eru meyrar. Stingið gaffli eða mjóum pijóni í rauðrófumar til að aðgæta hvort þær em meyr- ar. 3. Setjið pottinn með rauðróf- unum undir kalda kranann og látið kalt vatn renna á rauðrófum- ar. 4. Afhýðið, rauðrófumar, ske- rið síðan í sneiðar. 5. Afhýðið laukinn. 6. Setjið edik og sykur í pott. Afhýðið piparrótina. Rífíð síðan á rifjámi og setjið út í. Látið sjóða. 7. Setjið rauðrófusneiðamar og afhýddan laukinn í löginn og sjóðið við vægan hita í 10 mínútur. Einfalt rauðrófusalat Nokkur falleg salatblöð, 2 langar rauðrófur, ekki mjög stórar, 4 salatlaukar (hvítur laukur), */2 dl matarolía, 3 msk. gott vfnedik, 1 tsk. hunang, nýmalaður pipar, salt. 1. Setjið saltvatn í pott. 2. Þvoið rauðrófumar og setjið í sjóðandi vatnið. Sjóðið þar til þær em meyrar. Það gæti tekið um 1 klst. 3. Látið kalt vatn renna á rauð- rófumar, skafið þá hýðið af þeim. 4. Skerið rauðrófumar í */2 sm þykkar sneiðar. 5. Raðið salatblöðunum á kringlótt fat. 6. Raðið rauðrófnasneið'>num í hring utarlega á fatið. 7. Afhýðið laukinn, raðið hon- um í hring innan við rauðrófumar, setjið þá aðra rönd af rauðrófum og síðan aftur lauk í miðjuna. 8. Hrærið saman matarolíu, ediki og hunangi. Hellið þessu varlega yfir það sem er á fatinu. Reynið að láta meiri hluta þess fara yfir rauðrófumar. 9. Stráið salti yfir fatið. Setjið það milli fingurgómanna. Notið ekki mikið salt. 10. Malið pipar yfír fatið. 11. Leggið plastfílmu yfír fa- tið, setjið það í kæliskáp og látið það vera þar í 30 mínútur. 12. Takið úr kæliskápnum, lát- ið fatið standa í stofuhita í 15 mínútur áður en þið berið það fram. Smjörsoðnar rauðróf- ur 3 meðalstórar rauðrófur, 2 msk. smjör, 6 msk. vatn, V2 tsk. salt, nýmalaður pipar. 1. Afhýðið rauðrófumar, ske- rið síðan í teninga á stærð við hálfan sykurmola. 2. Setjið smjör og vatn í pott, setjið rauðrófubitana út í, sjóðið við vægan hita í 10 mínútur. Hafíð hlemm á pottinum, en hræ- rið öðm hveiju í þessu. Setjið meira vatn í ef með þarf. 3. Malið pipar yfír, blandið saman. Setjið á fat. Athugið: Þetta er gott meðlæti með kjöti og físki. Smjörsoðnar rauðróf- ur með appelsínu Notið sömu aðferð og við upp- skriftina hér á undan, en setjið 2 msk. af appelsínusafa og V2 tsk. af rifnum appelsínuberki út í, þeg- ar 2 mínútur em eftir af suðutí- manum. Hrærið V2dós af sýrðum ijóma út í, um leið og þið takið þetta af hitanum. Athugið: Þetta salat er mjög gott með steiktri lifur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.