Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988 38,8% aukning innlána SPRON INNLÁN hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis jukust um 38,8% á síðastliðnu ári, að sögn Baldvins Tryggvasonar, sparisjóðsstjóra. í byijun ársins voru innlán hjá SPRON 1.356 milljónir kr. en 1.882,5 miUjónir í árslok. Aukningin á árinu er því 526,5 milljónir kr. Baldvin sagði að aukning innlána bankinn en meiri en Útvegsbankinn hjá sparisjóðum landsins væri um það bil 35%. í ársbytjun hafi innlán- in verið 7,2 milljarðar og 10,6 milljarðar kr. í árslok. Sagði Bald- vin að sparisjóðirnir sem heild væru þriðja stærsta innlánsstofnun landsins. Þeir væru með minni inn- lán en Landsbankinn og Búnaðar- og aðrir bankar. Útlán Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis voru 1.450 milljónir kr. í lok síðasta árs og höfðu aukist um 49% á árinu, að sögn Baldvins. Hluti aukningarinnar er vegna lög- og samningsbundinna kaupa á verðbréfum ríkissjóðs. Lausafjárstaða bankanna: Afturkippur í inn- lán í lok ársins Útlit fyrir bata í byrjun þessa árs Ut er fyrir að verði í janúar verði ekki tUefni til útlánaaukningar. Spáð hefur verið batnandi lausa- ^árstöðu bankanna í byijun ársins og í fjárlagaræðu sinni í haust taldi Jón Baldvin Hannibalsson Qármála- ráðherra að nauðsynlegt yrði að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir of mikla aukningu útlána í framhaldi af því. Eiríkur sagði að • Seðlabankinn hefði spáð þessari þróun og gerði það enn en hins vegar hefði lausafjárstaða bank- anna versnað óvænt undir lok síðasta árs, þannig að þeir þyrfu að nota batnandi lausafjárstöðu nú í byrjun árs til að rétta sig af. Því væri ekki útlit fyrir útlánaaukningu af þeim sökum. Eiríkur sagði að ástæður fyrir afturkippnum í lok ársins væru ekki fullkannaðar, en Ijóst að innlán hefðu aukist mun minna en gert var ráð fyrir, en útlán haldið áfram að aukast mikið. Síldarstemmning í Skemmunni Morgunblaðið/Bjami Leikfélág Reykjavíkur frumsýnir á sunnudaginn söngleikinn Sfldin er komin og planið er að þessu sinni í leikskemmunni við Meistaravelli. Þar ríkti sfldarstemming eins og hún gerðist líflegust á árum áður er ljósmyndarinn leit við í gærkvöldi. LAUSAFJÁRSTAÐA innláns- stofnana versnaði mjög í lok síðasta árs miðað við fyrri hluta ársins, að sögn Eiríks Guðnason- ar aðstoðarbankastjóra Seðla- bankans. Af þeim sökum telur Seðlabankinn að sá bati sem út- Lést eftir að bifreið lentiá ljósastaur FULLORÐINN maður lést er bifreið, sem hann var farþegi í, lenti á ljósastaur við Suður- landsbraut í gærmorgun. Okumaðurinn og tveir aðrir farþegar voru fluttir á slysa- deild Borgarspítalans, en meiðsli þeirri voru ekki talin alvarleg og fengu þeir að fara heim að lokinni skoðun. Bif- reiðin er talin ónýt. Slysið átti sér stað um klukkan 7.00, rétt austan við Vegmúla. Bifreiðinni var ekið í austurátt og lenti á staur austan við bið- stöð SVR. Ekki er nánar vitað um tildrög slyssins og ekkert sem bendir til að um hraðaakstur hafí verið að rasða. Maðurinn sem lést sat í hægra framsæti bflsins og var hann lát- inn þegar aðstoð barst. Hann hét IngimundurBiynjólfsson, fæddur 9. maí 1920, til heimilis í Hátúni 12 í Reykjavík. Hann lætur eftir sig eiginkonu. Átök um nýjan banka- stjóra víð Landsbankann TVÆR formlegar tillögur um ráðningu bankastjóra Lands- bankans komu fram á fundi bankaráðsins þann 29. desember síðastliðinn, báðar frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í ráðinu. Arni Vilhjálmsson lagði tU að Tryggvi Pálsson, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs bankans, yrði ráðinn, en Pétur Sigurðsson, formaður bankaráðs, lagði til ráðningu Sverris Hermannsson- ar, alþingismanns. Tveir banka- ráðsmanna sögðust ekki geta tekið afstöðu á fundinum og kom þvi ekki tíl atkvæðagreiðslu. A fundi ráðsins með bankastjórum daginn eftir tilkynnti Pétur Sig- urðsson, að ákvörðun um ráðn- ingu yrði frestað til miðs febrúar. Eyjólfur K. Siguijónsson, fulltrúi Alþýðuflokksins í bankaráðinu, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann styddi Tryggva Pálsson- tií starfans, en aðrir en hann og Ámi Meirihluti sjávarútvegsnefndar neðrí deildar: Rýmkað verði um heim- ildir til veiða smábáta MEIRIHLUTI sjávarútvegsnefnd- ar neðri deUdar Alþingis náði seint í gærkvöldi samkomulagi um breytingatillögur við stjómar- frumvarp tíl laga um stjómun fiskveiða. Leggur meirihlutinn tíl að rýmkað verði um heimUdir tU veiða smábáta, meðal annars með því að banndögum verði fækkað. Sjávarútvegsnefndin var ijórklofin í afstöðu sinni. Meirihlutann skipuðu fulltrúar stjómarflokkanna, nema formaður nefndarinnar Matthías Bjamason, en þeir eru: Alexander Stefánsson, Ólafur G. Einarsson, Guðni Ágústsson og Kjartan Jó- hannsson. Auk Matthíasar skiluðu Hreggviður Jónsson og Hjörleifur Guttormsson sérálitum. í breyting- artillögu meirihlutans er lagt til að San Fransisco: veiðar frá 1. janúar til gildistöku laganna komi til frádráttar heildar- afíaheimildum á árinu. Þriðju umræðu um söluskatts- frumvarp ríkisstjómarinnar lauk um klukkan 23.30 í gærkvöldi, en at- kvæðagreiðslu var frestað til klukkan 14 í dag. Höfðu umræður í neðri deild staðið frá kl. 14 í gær og tóku nær eingöngu stjómarandstæðingar til máls. Sjá þingsíðu á bls. 37 og Pétur vilja ekki gefa upp afstöðu sína. Samkvæmt þessu virðast full- trúar stjómarflokkanna klofnir í afstöðu sinni til ráðningar banka- stjóra Landsbankans. Kristinn Finnbogason, fulltrúi Framsóknar- flokksins, og Lúðvík Jósepsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins, vilja ekki tjá sig um stöðu málsins. Ami Vilhjálmsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að hann vildi ekki skýra afstöðu sína, en Eyjólfur K. Siguijónsson sagði að Tryggvi væri réttur maður á réttum stað. Hann hefði ekkert út á Sverri að setja, en bankanum væri mjög hollt að fá til starfans mann, sem hefði afburða þekkingu á starfsemi hans. Hann sagði ennfremur að hann hefði ekki fengið bein fyrirmæli frá Alþýðuflokknum um það, hvem hann ætti að styðja, en talað hefði verið um að halda jafnvægi innan bankans. Hann tæki sjálfstæða ákvörðun í þessu máli og sagði aðspurður að ráðning bankastjóra Búnaðarbankans tengdist ekki ráðningu bankastjóra Landsbank- ans. í dag Skip í eign Islendinga fórst JUorounblaíiiö Cruyff hættur ' hJáAJax ! Kovacs eftir- i naður Atfreós { hjá E&son? Kjöri frestað BLAÐ B ísafirði. TOGSKIPIÐ Sea Master frá San Fransisco fórst 18 sjómflur norð- ur af Bodega Bay að morgni sunnudags. Skipshöfnin, fjórir menn, bjargaðist öll í gúmmí- björgunarbáta, en einn þeirra lést í sjúkrahúsi af völdum kulda. Eigendur skipsins eru íslending- amir Jón Grímsson, sem ættaður er frá ísafirði og Guðjón Guð- mundsson frá Neskaupstað. Þeir voru ekki um borð þegar slysið varð. Jón Grímsson sagði í gær að fréttir væru mjög óljósar af slýsinu þó benti allt til þess að þrír skip- veijar, þar á meðal skipstjórinn, væru við góða heilsu, en þeir hefðu verið saman í gúmmíbjörgunarbát, sem fannst eftir töluverða leit. Fjórði skipveijinn, ungur víetnami, sem nýbyijaður var á skipinu hefði verið einn í öðmm gúmmíbáti og þótt hann hefði fundist fyrst hefði MorgunblaSið/Úlfar Ágústsson Sea Master, skip íslendinganna Jón Grímssonar og Guðjóns Guð- mundssonar, sem fórst á Kyrra- hafi um helgina ekki tekist að bjarga lífi hans. Sea Master fór frá San Fransisco á gamlársdag í fyrsta bolfiskveiði- túr vertíðarinnar. Jón taldi að skipið hefði verið á leið í landvar í mjög slæmu veðri þegar því hvolfdi. Síðast þegar fréttist var Sea Master á floti, en á hvolfí. Þyrlur frá Bandarísku strandgæslunni björg- uðu mönnunum. - Úlfar Spurningar og svör um staðgreiðslu STAÐGREIÐSLA skatta hófst 1. janúar síðastliðinn og í tilefni af því gefur Morgun- blaðið lesendum sínum kost á að fá svarað á síðum blaðsins spurningum sem kunna að vakna varðandi staðgreiðslu- kerfið. Morgunblaðið kemur þeim spumingum sem berast á fram- færi við embætti ríkisskatt- stjóra. Spumingamar og svör við þeim birtast síðan í blaðinu. Lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins 691100 kl. 10-12 árdegis mánudaga til föstudaga og borið fram spum- ingar sínar. Hvammstangi: Stálu hálfu tonni af rækju Þjófarnir komu á sendibfl frá Reykjavík Hvammstanga. BROTIST var inn í rækjuverk- smiðju Meleyrar hf. á Hvamms- tanga aðfaranótt mánudags og stolið 50 kössum, eða um 500 kg, af unninni rækju. Þjófamir náð- ust í Reykjavík og er málið upplýst. Þegar starfsmenn Meleyrar hf. mættu til vinnu í gærmorgun sáu þeir brotna rúðu í útihurð. í ljós kom að horfnir voru um 50 kassar af rækju úr frystiklefa að verð- mæti um 200 þúsund krónur. Við rannsókn kom í ljós að sendibfll hafði sést á staðnum um nóttina og gat næturvörður á hótel- inu Vertshúsi lýst honum all ítar- lega. Rannsóknarlögregla ríkisins fann bílinn síðdegis í gær í Reykjavfk og var þýfíð f honum. Þar náðust og þjófamir, karlmaður og tvær stúlkur. Mun karlmaðurinn vera kunningi lögreglunnar frá fyrri innbrotum. Karl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.