Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988 Kristín ÁR staðin að ólöglegum togveiðum FISKISKIPIÐ Kristín ÁR 101 var í gærdag staðið að meintum ólög- legum togveiðum, en skipið hefur ekki leyfi til dragnóta- veiða. Skipið er gert út frá Þorlákshöfn og var því þegar í stað vísað þangað til hafnar. Að sögn Jóns Magnússonar hrl., lögmanns Landhelgisgæslunnar, hafði sjávarútvegsráðuneytið til- kynnt Landhelgisgæslunni að skipið hefði ekki leyfi til dragnótaveiða og um klukkan 15.00 í gær varð þyrla Landhelgisgæslunnar, TF Sif, vör við skipið þar sem það var við togveiðar skammt suður af landinu. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF Sif, stóð Kristínu AR að meintum ólöglegum togveiðum. Var skipstjóranum þegar í stað fyr- irskipað að sigla skipinu til Þorláks- hafnar og var það væntanlegt þangað seint í gærkvöldi. Landhelgisgæslan kærði málið formlega til embættis sýslumanns- ins á Selfossi í gærdag og fór fram á að gerðar yrðu viðeigandi ráðstaf- anir varðandi afla og veiðarfæri þegar Kristín ÁR kæmi til hafnar í Þorlákshöfn. Fiskmarkaðirnir suðvestanlands: Samtenging upp- boða á döfinni Grindavík. HAFNAR eru viðræður milli forráðamanna fiskmarkaðanna í Reykjavík, Hafnarfirði og á Suðurnesjum um hvort mögu- leiki sé á að samtengja uppboðin á öllum mörkuðunum þremur á næstunni, auk þess sem áhugi er fyrir því að koma á fót sam- eiginlegum tölvuupplýsinga- banka þar sem væntanlegir kaupendur geta kallað til sín upplýsingar um fyrirhugaðar sölur í gegnum síma inn á tölv- uskjá í viðkomandi fyrirtæki. Kaupandi í Þorlákshöfn þarf því ekki að fara til Reykjavíkur eða Hafnarfjarðar til fiskkaupa ef af þessu verður því nú er verið að samtengja Þorlákshöfn við Fisk- markað Suðuniesja. Að sögn Ólafs Jóhannssonar framkvæmdastjóra Fiskmarkaðs Suðumesja hafa þegar verið haldnir tveir fundir og sá þriðji verður í dag. „Á þessum fundum hafa þessi tvö mál verið efst á baugi en þreifingar í gangd um fleiri mál eins og sameiginlegt fréttabréf og reglulega samráðs- fundi. Samræming á umboðslaun- um mætti hins vegar strax andstöðu og var tekin af dagskrá. Allir aðilar telja hins vegar æski- legt að samtenging markaðanna og upplýsingabanki verði að veru- leika fljótt enda er hér í rauninni um eitt markaðssvæði að ræða. Meiningin er að sjá hvemig til tekst með samtengd uppboð frá þrem stöðum í kjölfar þess að Þorlákshöfn tengist Suðumesja- markaðnum, áður en farið verður út í að bjóða upp á fímm stöðum samtímis," sagði Ólafur að lokum. Kr.Ben. Viðræður um kjarasamninga á Vestfjörðum: Tímabært að fá fram skýrari límir - segir Pétur Sigurðsson forseti Al- þýðusambands Vestfjarða EKKI varð af fyrirhuguðum fundi samningsaðila á Vestfjörð- um á laugardaginn var, en vænst er óformlegs fundar nú í vik- unni, þar sem ákvarðanir verða teknar um framhaldið. Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusam- bands Vestfjarða, sagði í samtali við Morgunblaðið, að það væri tímabært að fá fram skýrari linur hvað varðaði almenn atriði kjarasamnings. Hann sagði að Alþýðusambands- menn teldu næga reynslu komna á þá tilraun að taka upp hópbónus í frystihúsunum í stað einstaklings- bónuss og það þyrfti nú að fara til þess að semja um viðmiðunartölur bónussins. Búið væri að taka upp nýja kerfið í sex húsum af tólf og hefði það reynst það vel að hann sæi ekki að einstaklingsbónus yrði tekinn þar upp aftur. Hin húsin færu að taka upp hópbónuskerfíð. Hins vegar þyrfti að vera í samning- um ákvæði um endurskoðun, þegar meiri reynsla fengist af hópbónusn- um. Pétur sagði að Alþýðusambandið væri tilbúið til að ræða almenn at- riði kjarasamnings. Vinnuveitendur þyrftu að gera afstöðu sína ljósa varðandi þann ramma sem þeir teldu að samningar ættu að vera í. Benti hann á að tölur hefðu verið nefndar í viðræðum VSÍ og verka- lýðshreyfingar í desember. Hann sæi ekki ástæðu til þess að ríkis- valdið kæmi inn í viðræður verka- lýðshreyfingar og vinnuveitenda og því væri ekki eftir neinu að bíða. „Ég sé ekki flöt á þríhliða viðræð- um. Það leysir ekki málið að ríkis- valdið komi inn í viðræður, eins og framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands hefur látið liggja að. Ég sé ekki að kauphækkanir verði meiri þó ríkisvaldið gefí eftir söluskatt á þvottavélum og strau- jámum, samkvæmt gömlu aðferð- inni,“ sagði Pétur Sigurðsson að lokum. Líkast stríðsástandi segir Guðmundur Viggósson augnlæknir um áramótaslysin Morgunblaðið/Sverrir Guðmundur Viggósson augnlæknir á Landakotsspítala. UNDANFARIN 10 ár hafa að jafnaði 56 manns verið lagðir inn árlega hérlendis vegna meiriháttar augnáverka, sam- kvæmt könnun sem Guðmund- ur Viggósson augnlæknir hefur gert. Slysunum má skipta í nokkra flokka: slys vegna leikja barna og unglinga, vinnuslys, algengust hjá smiðum og bif- vélavirkjum; íþróttaslys, umferðarslys, þar sem fólk skerst á glerbrotum úr framr- úðum; slys sem rekja má til áfengisneyslu og skemmtana og loks áramótaslys, flugelda- slys. Vinnuslys og slys á börnum og unglingum hafa minnkað ár frá ári, segir Guð- mundur, einnig áverkar af völdum umferðarslysa, með aukinni notkun öryggisbelta, en slys vegna áfengisneyslu og skemmtana aukast ár frá ári. Loks eru áramótaslysin, „þau hafa aldrei verið fleiri og alvar- legri en nú, tíðnin er svo geigvænleg að ætla mætti að hér ríkti stríðsástand," segir Guðmundur Viggósson. Á gamlársdag og nýársdag voru fímm sjúklingar lagðir inn vegna áramótaslysa, það er tæpur tíundi hluti þeirra sem gera má ráð fyrir að hljóti alvarlega augná- verka hér á þessu ári. Tveir þessara fímm sjúklinga eru 12 ára strákar, annar hafði búið sér til blys sjálfur en hinn fór gáleysislega með ýlurakettu. Þeir fengu báðir talsverða áverka á annað augað en eiga góða von um fullan bata. Hinir þrír eru fullorðnir menn sem allir slösuðust við að skjóta upp tívolíbombum. „Öll þessi slys eru mjög alvarlegs eðlis, einkum tívolíbombutilfellin. Við erum allt- af að sjá það betur og betur, fínnum nýja áverka,“ sagði Guð- mundur Viggósson. „Auk augná- verkanna eru mennirnir allir með alvarlega andlitsáverka, höfuð- kúpu- og kinnbeinsbrot. Einn missir auga, annar mun þurfa að leita frekari lækninga erlendis, svo illa er augað farið og sá þriðji hefur áverka í augnbotni sem getur valdið varanlegri sjóndepru. Það tókst að útrýma „kínverjunum“ „Ég held að þessar bombur séu mjög varasamar, allt of hættuleg- ar, þótt svo að í flestum tilfellum gangi þetta óhappalaust fyrir sig. Á sínum tíma voru „kínveijarnir" gerðir útlægir vegna þess hve margir urðu fyrir heyrnar- skemmdum vegna þeirra. Þá beittu háls-, nef-, og eyrnalæknar sér fyrir því að gera þá útlæga og það tókst enda sá fólk að gjald- ið var allt of hátt, áhættan of mikil, fyrir tilgangslitla skemmt- un. Nú þegar þessar tívolíbombur hafa valdið þremur fullorðnum mönnum, sem eru auk þess þekkt- ir af vandvirkni og ráðvendni í hvívetna, varanlegu heislsutjóni, þá er tímabært að velta fyrir sér hvort ekki sé rétt að stöðva sölu þeirra og finna áramótagleðinni annan og hættuminni farveg, þetta er greinilega hættuleg vara sem almenningi getur stafað hætta af,“ sagði Guðmundur Vig- gósson augnlæknir. Fremsti hluti kveiks- ins hefur dottið af - segir Einar L. Gunnarsson „BOMBAN sprakk um leið og faðir minn setti eld að kveikn- um,“ sagði Einar L. Gunnars- son en faðir hans, Gunnar J. Friðriksson iðnrekandi, slasað- ist á andliti, meðal annars á auga, þegar hann var að skjóta upp tívolíbombu við sumarbú- stað í Svignaskarði í Borgar- firði á gamlárskvöld. Einar sagði að einnig hefði leg- ið við slysi hjá sér á gamlárskvöld þegar hann var að slqota upp tívolíbombu. Bomban hefði sprungið um leið og hann setti eld að kveiknum, á sama hátt og hjá Gunnari, en hann hefði slopp- ið með skrekkinn vegna þess hversu langt hann stóð frá hólkn- um. En hún hefði farið svo nálægt sér að hatturinn hefði fokið af höfðinu. Einar sagðist hafa skotið upp 5 öðrum bombum og þær farið upp með eðlilegum hætti. Sagðist Einar hafa fundið ör- yggishettuna af tívolíbombunni sem fór of fljótt upp og vissi nú hvað hefði farið úrskeiðis. Með öryggishettunni hefði farið fremsti hluti kveiks bombunnar, án þess að hann tæki eftir, og eftir hefði einungis verið sá hluti hans sem brennur upp á örskots- stundu. Taldi hann víst að það sama hefði gerst hjá föður sínum. Einar sagðist ekki hafa áttað sig á þessu, enda hefði hann sko- tið upp tívolíbombum á gamlárs- kvöld undanfarin ár og talið sig kunna til verka. Líðan Gunnars er eftir atvikum, að sögn Einars. „Þetta er al- gjört rugl“ — heimatilbúið blys sprakk í höndum 12 ára drengs JÓHANNES Óskarsson er 12 ára Hafnfirðingur. Hann hefur, eins og flestir jafnaldrar hans, gaman af flugeldum og púður- kerlingum og fékk á laugardag uppskrift af heimatilbúnu blysi hjá vini sínum og setti krónu í blysið í von um að sprengingin yrði kraftmeiri. Blysið sprakk í höndunum á Jóhannesi og krónan skaust í vinstra auga hans. Jóhannes ligg- ur nú á augnlækningadeiíd Landakotsspítala. „Við vorum tveir, vinur minn og ég, að leika okkur að búa þetta til. Þegar ég kveikti á blysinu fuðraði það upp í höndunum á mér og krónan skaust í augað. Vinur minn slapp. Við hlupum upp á slökkviliðsstöð sem er rétt hjá staðnum þar sem við vorum og slökkviliðsmennimir keyrðu mig á spítalann." Jóhannes fær að fara heim til sín á miðvikudaginn og er ánægð- ur með það. Hann segist vera heppinn að ekki fór verr og lækn- amir segja að hann muni jafna sig að fullu. „En framvegis kaupi ég tilbúna flugelda og fer eftir leiðbeiningunum. Það er algjört Morgunblaðið/Júlíus „Ekki reyna að búa til rakettur sjálf,“ er heilræði frá Jóhann- esi Óskarssyni til jafnaldra sinna. rugl að vera að leika sér með þetta og ég vona að aðrir krakkar átti sig á því svo þeir lendi ekki í einhveiju eins og ég eða slasist kannski ennþá meira," sagði Jó- hannes Óskarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.