Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 64
 V^terkurog hagkvæmur auglýsingamiðill! ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Norðurárdalur: Tvennt slas- ast í bflveltu TVENNT var flutt á sjúkrahús ■ftir bílveltu ofan við Sveina- tungu efst í Norðurárdal í Borgarfirði undir kvöld í gær. Karlmaður var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Akranesi en þyrla Landhelgis- gæsiunnar flaug með konu á Borgarspítalann í Reykjavík. Fólkið er ekki talið i lífshættu. Bifreiðin, sem er af gerðinni Lada Sport, var á norðurleið, upp á Holta- vörðuheiði. Um klukkan 18.25 rann bifreiðin út af í hálku í beygju og valt. Konan meiddist á baki og að sögn sjónarvotts var hún í um tvo tíma í bílnum, í 13—15 stiga frosti, en maðurinn eitthvað skemur. Dagsbrún ræðir verk- faflsheimild j&s tun< BOÐAÐ hefur verið til fundar trúnaðarráðs verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar á fimmtu- Eina málið á dagskrá undarins er staðan og aðgerðir í kjaramálum. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, sagði, í sam- tali við Morgunblaðið, ekki ólíklegt að niðurstaða fundarins yrði sú að samþykkja að boða til félagsfund- ar, þar sem leitað yrði eftir verk- fallsheimild. í trúnaðarráði eiga sæti 100 manns, einkum trúnaðar- menn félagsins á vinnustöðum, auk 20 varamanna. Trúnaðarráðið fer með æðsta vald í félaginu á milli félagsfunda. JEinkabíll í staðstrætó FARÞEGUM með Strætisvögn- um Reykjavíkur hefur fækkað verulega á undanförnum árum. Helst sú þróun í hendur við auk- inn innflutning á bifreiðum til landsins, að sögn Sveins Björns- sonar, forstjóra Strætisvagna Reykjavíkur. Þessi þróun hefur leitt til þess að tekjur SVR af fargjöldum, sem hæst hafa náð að greiða 83% af rekstrarkostnaði, ná á þessu ári 60%. Áætlað er að útgjöld SVR .^yerði 438,5 milljónir og að hlutur ■^kna af fargjöldum verði 240 millj- ónir en borgarsjóður greiði það sem á vantar með rekstri vagnanna. Sjá nánar á blaðsíðu 62. ísingbarinaf Nú er veturinn kominn fyrir alvöru sögðu einhverjir í gær- morgnn þegar þeir lentu í kuldanum á leið til vinnu. í Reykjavík var bjart og fallegt veður, en kaldi með 9 vindstiga frosti. Mesta frostið var á HveravöIIum, 18 stig og á Grímsstöðum, 16 stig. Vetrar- legt var að sjá Ólaf Bjarnason SH 137 frá Ólafsvík í Reykjavíkurhöfn. Stefán Egils- Morgunblaðið/RAX son vélstjóri var að berja af ísingu sem hlaðist hafði á skip- ið á tæpum klukkutíma á sigl- ingu inn tU Reykjavíkur. Stærri tívolíbomban á bannlista yfirvalda Lögreglu og eldvamaeftirliti ber ekki saman um framkvæmd á reglum um eftirlit SAMKVÆMT lista, sem gefinn var út árið 1984, eru tívolíbomb- ur yfir tvær tommur í þvermál bannaðar, en ein sprengjan er olli alvarlegu slysi á gamlárs- kvöld var 2,5 tommur. Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn, sagði í samtali við Morgunblaðið að slíkar bombur væru einungis leyfðar til sýninga, en ekki til sölu til almennings og hefði öll- um innflutningsaðilum verið tilkynnt um það á sérstökum fundi sem haldinn var þegar list- inn var gefinn út. „Þetta eru slys sem enginn mað- ur getur látið fram hjá sér fara,“ sagði Jón Sigurðsson dómsmálaráð- herra. Hann sagðist hafa haldið fund í gærmorgun með viðkomandi embættismönnum í framhaldi af þessum slysum. Jón sagði að ákveð- ið hefði verið að gera sem nákvæm- asta skýrslu um þennan vaming og slysin, meðal annars með viðtölum við það fólk sem varð fyrir slysum. Saltfiskur fyrír 9 milljarða V erðmætaaukning- milli áranna 1986 og 1987 er 55% Á SÍÐASTA ári flutti SÍF út rúm- 62.000 tonn af saltfiski og hefur útflutningurinn aldrei ver- ið meiri í tonnum talið. Verðmæti þessa útflutnings nam rúmlega 233 milljónum dollara, eða rúm- um 9 milljörðum króna. Aukning í magni frá fyrra ári er 17%, en í verðmætum 55%, talið í dollur- um. Árið 1986 voru flutt út rúm 53.000 tonn, að verðmæti 150 milljónir dollara. Framleiðsla saltflsks varð í heild um 63.500 tonn á árinu 1987 og hefði svo til öll verið flutt utan fyr- ir áramót, hefði ekki komið tii strands Hvítanessins fyrir jólin. Útflutningurinn hefur í tonnum ta- lið aldrei verið meiri og framleiðsla síðasta árs er með mestu ársfram- leiðslu á saltfiski. Um 40% af þorskaflanum á síðasta ári fóru til söltunar og er það svipað hlutfall og mörg undanfarin ár. Helztu kaupendur saltfisks á síðasta ári voru eins og jafnan áður Portúgalir og Spánvetjar. Aðrir stórir kaupendur eru ítalir, Grikkir, Frakkar og Þjóðveijar, en að öðru leyti dreifíst salan á mörg lönd í öllum heimsálfum. í framhaldi af því yrði metið hvort ástæða væri til að banna innflutn- ing og sölu á einhverjum tegundum flugelda. Að sögn Bjarka Elíassonar er lögreglu og eldvamaeftirlitinu I sameiningu gert að hafa eftirlit með því að íslenskar leiðbeiningar séu á öllum blysum og flugeldum, en að sögn Gunnars Olasonar, forstöðu- manns eldvamaeftirlitsins, er þar litið svo á, að lögreglan eigi að hafa eftirlit með leiðbeiningunum, en eldvamaeftirlitið með ástandi og aðstæðum á sölustöðum. Lögreglan vinnur nú að rann- sóknum á slysunum sem urðu í Reykjavík og í Borgarfirði af völd- um tívolíbomba, en alvarlegustu slysin nú um áramótin urðu vegna þeirra. Bjarki Elíasson vildi ekki tjá sig um orsakir slysanna á þessu stigi, enda væri skýrslutöku ekki lokið. Lögregla var ekki kvödd á staðinn í neinu tilvikanna og fór því engin vettvangsrannsókn fram. Skylt er að hafa íslenskar leið- beiningar á öllum flugeldum, en eins og fram hefur komið í fréttum Morgunblaðsins voru vanhöld á að þeim reglum væri framfylgt, þar á meðal í slysatilvikum nú um ára- mótin. Að sögn Gunnars Ólasonar, Mputsmtute SOMBUR forstöðumanns eldvamaeftirlitsins, voru sett ný lög um eftirlit og sölu á flugeldum árið 1977, og sam- kvæmt þeim væri litið svo á af hálfu eldvamaeftirlitsins, að fram- kvæmd regina um eftirlit með leiðbeiningum væri í höndum lög- reglu, en eftirlit með sölustöðum í höndum eldvamaeftirlitsins. Bjarki Elíasson taldi hins vegar að báðir þessir aðilar hefðu með höndum eftirlitið í sameiningu. Sjá ennfremur á bls. 26.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.