Morgunblaðið - 05.01.1988, Side 62

Morgunblaðið - 05.01.1988, Side 62
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988 62____________ Nægur snjór í Ölpuniim að sögn fer ðaskrif stofa SNJÓLEYSI hefur ekki spillt fyrir ánægju íslenskra skíðaiðk- enda í austurrísku Olpunum, að sögn forsvarsmanna Flugleiða og ferðaskrifstofa. Þrátt fyrir að fresta hafi orðið keppni í heimsmeistaramótinu á skíðum og aðrar fréttir um lítinn snjó á þessum slóðum segja talsmenn ferðaskrifstofa hérlend- is að ferðamenn hafi komist á skíði á hveijum degi í Austurríki um jólin, og virðist eftirspurn íslendinga eftir skíðaferðum síst minni en í fyrra. ■y-.Þessar fréttir af snjóleysi í Ölpun- um eru stórlega ýktar,“ sagði Þorvarður Guðlaugsson sölustjóri Flugleiða í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Að vísu er ástandið ekki eins og best verður á kosið, en fyrir ofan 1500 m. þar sem aðalskíðasvæðin eru, hefur verið hægt að fara á skíði á hveijum degi undanfarið." Þorvarður sagði ennfremur að farið væri að snjóa í Austurríki niður í 1000 metra, og væri spáð áframhaldandi snjó- komu. Rúnar Björgvinsson, markaðs- stjóri Útsýnar, sagði það ekkert sérstakar fréttir að snjólétt væri Ölpunum fyrir áramót, og þó að INNLENT að enginn snjór væri á jafnsléttu væri ágætur snjór á áfangastöðum Útsýnar. „Við erum með staði upp í 3000 m hæð, og okkar farþegar hafa verið á skíðum á hveijum degi.“ sagði Rúnar Björgvinsson. Öm Steinssen, forstjóri ferðaskrif- stofunnar Sögu tók í sama streng, og sagði að ágætar aðstæður hefðu verið til skíðaiðkana í Lech um jólin, þar sem farþegar Sögu dvelja. . Hjá Samvinnuferðum-Landsýn fengust þær upplýsingar að þrátt fyrir að óvenju lítill snjór væri í austurrísku Ölpunum miðað við árstíma væri nægur snjór til skíða- iðkana í Sölden í Austurríki, áfangastað ferðaskrifstofunnar. „Við fórum jólaferðina til Sölden, sem er tiltölulega öruggur staður með snjó.“ sagði Sigríður Sveins- dóttir, sölumaður hjá Samvinnu- ferðum. „Þar var allt skíðasvæðið opið og hægt að fara á skíði allan tímann, þannig að við getum hik- laust auglýst tryggan snjó í Sölden.“ sagði Sigríður Sveins- dóttir. H Frá afhendingn styrks Hagþenkis (f.h.): Barðj Friðriksson, sem var í dómnefnd, Hörður Berg- mann, formaður félagsins, og Þorvaídur Öm Araason er styrkinn hlaut. Fær styrk til að rita um samfélag framtíðarimiar HAGÞENKIR, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, veitti nú í desember Þorvaldi Erai Arnasyni, námsstjóra, sér- stakan styrk að upphæð kr. 100.000 til að semja rit um þjóð- félagsmál. Þá veitti Hagþenkir Helga Hallgrímssyni, náttúru- fræðingi, viðurkenningu fyrir vönduð fræðastörf í aldarfjórð- ung og að miðla árangri af þeim til almennings með óvenju fjölbreyttum hætti. Þessir styrkir eru nýbreytni í starfsemi Hagþenkis, en félagið hefur veitt starfsstyrki og skaða- bætur vegna ljósritunar úr verkum höfunda síðan í ársbyijun 1986. Alls hafa tíu höfundar hlot- ið skaðabætur, 29 hafa hlotið starfsstyrki, og tólf hafa fengið ferðastyrk vegna höfundarstarfa, en styrkir til hvers og eins hafa numið 30-70 þúsund krónum. Fé til styrkjanna hefur fengist með greiðslum frá menntamálaráðu- neytinu fyrir heimild skóla til að ljósrita úr útgefnum verkum. Fimm manns sóttu um styrkinn sem Þorvaldi var veittur, og taldi dómnefndin að öll ritin væru for- vitnileg og flest mjög áhugaverð. I tillögu nefndarinnar um veitingu styrksins sagði að hann skyldi veittur til samningar rits um sam- félag framtíðarinnar vegna þess að lítið_ hefði verið ritað um það efni á íslandi og ef vel tækist til gæti það „vakið þarfa umhugsun og fijóar umræður og orðið les- endum hvatning til að taka sjálfír þátt í mótun samfélagsins." Leiöarkerfi S VR lengist en farþegimi fækkar stöðugt VELMEGUN undanfarinna ára og bygging nýrra borgarhluta hafa haft veruleg áhrif á rekstur Strætisvagna Reykjavíkur. Bif- j^reiðum í einkaeign hefur fjölgað og farþegum með strætisvögnum fækkað um leið og leiðarkerfi vagnanna spannar sífellt stærra svæði. Að sögn Sveins Björasson- ar forstjóra Strætisvagna Reykjavíkur er þessi þróun hér á landi ekkert einsdæmi og stefnir víðast hvar í sömu átt í nágrannalöndunum þó talsverð- ur munur sé þar á. „Hún er með eindæmum þessi bflagleði Islendinga," sagði Sveinn. „Oft í viku sé ég flutningabfla aka hjá, fullhlaðna nýjum bflum, sem verið er að flytja til landsins. Það er ekki laust við að fari um mig ^Jiveiju sinni." En aukin bifreiðaeign lándsmanna hefur einnig haft sín áhrif á sérleyfísferðir og hefur far- þegum sem ferðast með langferða- bifreiðum milli landshluta einnig fækkað. „Miðað við ríkjandi aðstæður má segja að við búum við vissa rekstr- arerfíðleika. Tekjur af fargjöldum endast minna milli ára en á síðari árum þegar þær náðu hæst um 83% en eru nú um 60% af rekstrar- kostnaði. Útgjöld árið 1988 eru áætluð 438,5 milljónir og er áætlað ^ð hlutur tekna af fargjöldum verði ■^240 milljónir. Á móti er gert ráð fyrir að á fjárhagsáætlun næsta árs greiði borgarsjóður 190 milljónir með rekstri vagnanna og að auki 56 milljónir til ijárfestinga, aðallega vagnakaupa og nýrrar skiptistöðvar í Mjódd.“ Starfsmenn fyrirtækisins eru ^610, vagnar 72 sem aka á 21 leið. Farþegar SVR, 1985-87 (seld fargjöld) 1985: 9,8 millj. farþegar 1986: 9,3 millj. farþegar 1987: 8,6 millj. farþegar (áætiað) Millj. farþega .t \ A/ \/ Páskar’85 \/ V y ~t / V/ Páskar '86 M y % . f 1» * uu.uuu Páskar'87 ) FMAMJ JASONDJFMAMJ JÁS0NDJ FMAMJ JÁSOND Sveinn sagði að þrátt fyrir alla þessa vagna standi allt í járnum með að hægt sé að sinna því hlut- verki sem fyrirtækinu er ætlað og verður oft að setja inn aukavagna. Vagnakostur fyrirtækisins hefði verulega verið endurbættur undan- farin ár. Árið 1985 var meðalaldur vagnanna 9,5 ár, í árslok árið 1987 varhann 7,9áren 7,1 ár, árið 1987. Leiðarkerfí vagnanna er í stöð- ugri endurskoðun og er stutt sfðan sérstakir vagnar hófu akstur frá Hlemmtorgi um Laugaveg á 10 mínútna fresti, endurgjaldslaust. „Þetta var nauðvörn að koma þess- um vögnum á, í staðin fyrir leið 2, 3, 4, 5, og 15 sem urðu fyrir mikl- um töftim á leið niður Laugaveg," sagði Sveinn. „Tilraunin hefur tek- ist vel og er ekki annað séð en að henni verði haldi áfram. Við vorum að hugsa um að setja minni vagna inn á þessa leið, allt að 20 manna en reynslan hefur sýnt að ekki veit- ir af stærri vögnum." Verulegra breytinga er þó ekki að vænta á leiðarkerfí vagnanna fyrr en ný skiptistöð í Breiðholti, verður tekin í notkun vorið 1989. „Þá verður verulega bætt út sam- göngum innan hverfísins og við önnur hverfí enda er þetta eitt fjöl- mennasta hverfí borgarinnar. Leiðarkerfíð verður þá allt stokkað upp og nýjum leiðum bætt jnn, sem tengja munu Grafarvog, Árbæjar- og Breiðholtshverfin,“ sagði Sveinn. Sú nýjung var tekin upp síðastlið- ið sumar að tekin var upp sérstök sumaráætlun. Tíðni ferða var breytt og ferðir sem áður voru á 15 mínútna fresti voru famar á 20 mínútna fresti. Reynslan sýnir að farþegum fækkar alltaf yfir sumar mánuðina og því þótti rétt að grípa til þessara aðgerða. Þessi breyting olli nokkrum deilum í upphafi en reyndist nauðsynleg ekki sýst með tilliti til þess ástands sem ríkti á almennum vinnumarkaði síðastliðið sumar. Sagðist Sveinn draga mjög í efa að unnt hefði verið að manna alla vagna og halda þeim úti vegna sumarleyfa starfsmanna, ef ekkert hefði verið að gert. „En þrátt fyrir breyttar aðstæð- ur, færri farþega og lengri leiðir miðað við fyrri ár þegar „allir fóru með strætó", erum við ekki komin að því að gefast upp. Strætisvagn- amir eru sjálfsögð þjónusta sem fleiri ættu auðvitað að nýta sér og mun þægilegri kostur en einka- bílinn, svona dags daglega þegar menn hafa komist upp á lagið með að nýta sér þá,“ sagði Sveinn. „Við gerum okkar besta miðað við að- stæður og reynum að uppfylla þær kröfur sem til okkar em gerðar.“ J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.