Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988
7
John Ogdon einleikari.
Sinfóníuhljóm-
sveit íslands:
Frumflutt
hljómsveit-
arverk
eftir Pál P.
Pálsson
Á FYRSTU áskriftartónleikum
Sinfóniuhljómsveitar íslands á
nýju ári i Háskólabíói verður
frumflutt hljómsveitarverk eftir
Pál P. Pálsson sem einnig stjórn-
ar hljómsveitinni. Einleikari
verður breski píanóleikarinn
Jóhn Ogdon. Tónleikarnir verða
fimmtudaginn 7. janúar nk.
Auk tónverksins „Hendur" eftir
Pál P. Pálsson verða á efnisskrá
hljómsveitarverkið „Kamival í
París“ eftir norska tónskáldið Johan
Svendsen og að lokum píanókonsert
nr. 2 eftir Brahms við einleik Johns
Ogdon.
Breski píanóleikarinn John Ogd-
on er fímmtugur að aldri og hefur
öðlast heimsfrægð sem píanóleikari
og ferðast víða og haldið tónleika.
Ferill hans hófst fyrir alvöru 1962
er hann hlaut fyrstu verðlaunin í
Tchaikovsky-keppninni í Moskvu.
Verkefnaval hans er mjög fjölskrúð-
ugt; hann leikur jöfnum höndum
klassíska Vínartónlist, rómantíska
tónlist og slavneska, en þó ef til
vill fyrst og fremst tónlist tuttug-
ustu aldar tónskálda. Auk píanó-
leiks kenndi John Ogdon um tíma
píanóleik við Háskólann í Indíana
í Bandaríkjunum og hefur einnig
fengist við að semja tónlist.
Stjómandinn og tónskáldið Páll
P. Pálsson hefur verið fastráðinn
hljómsveitarstjóri við Sinfóníu-
hljómsveit íslands frá 1971 og
stjómar að jafnaði tvennum eða
þrennum áskriftartónleikum á ári,
auk þess að stjóma hljómsveitinni
á skólatónleikum og í tónleikaferða-
lögum. Hann á að baki nokkur
tónverk, sem vakið hafa athygli hér
heima og erlendis og ber þar hæst
um tugur hljómsveitarverka. Tón-
leikamir verða eins og fyrr segir í
Háskólabíói á fímmtudagskvöld og
hefjast kl. 20.30.
(Fréttatilkynning)
Páll P. Pálsson stjórnandi.
Eróðikk gleðilegt
U
D
O
ÁR!
Bestu þakkirfyriránægjuleg
viðskipti á árinu sem leið. Við viljum
með þessari nýárskveðju senda þér
nýjustu stundaskrá
Eróbikkstúdósins ásamt
smá spjalli um
liðin og komandi
verkefni okkar.
„Öryggi í æfingavalif<
er okkar aðalsmerki
Árið 1987 var annað árið í lífi Eróbikkstúdíósins og gerð-
um við, eins og venjulega, okkar besta trl að bjóða upp
á það vandaðasta á sviði líkamsræktar og leikfimi. Til að
fylgjast með nýjungum á því sviði fórum við í ferðir á
ráðstefnurog námskeiðtil Bandaríkjanna þrisvará árinu.
nud.&
tvikud.
Þríðjud. &
fimmtud.
Föstud.
09.00-10.00 09.00-10.00
Framhaldst. Framhaldst.
12.07-12.55 12.07.12.55
Hádegisþrek F.G.K.
16.30-17.20 16.30-17.30 16.30-17.20
Bamshafandi Framhaldst. M.R.&L.
17.20-18.20 17.30-18.20 17.20-18.30
Framhaldst. M.R.&L. Þrek (70 min)
18.20-19.40 18.20-19.40 18.30-19.30
Púl(80mín) Þrek (80 mín) Eróbikk dans
19.40-20.30 19.40-20.50
M.R.&L. Svitatími (70 mín)
20.30-21.30 20.50-21.40
Framhaldst. M.R.&L.
21.30-22.20
M.R.&L.
Laugard.
10.30- 11.30
F.G.K.
11.30- 13.00
Pul (90 min)
13.00-14.00
Framhaldst. ‘
14.00-15.00
M.R.&L.
15.00-16.00
M.R.&L.
16.00-16.50
Barnshafandi
KveÖja
Jónína og Ágústa
Oryggi í æf ingavali hjá
færum kennurumog
leiðbeinendum:
Ágústa Johnson - IDEA réttindi í eróbikk
Ágústa Kristjánsdóttir- leiðbeinandi
Nýr- Halldóra Björnsdóttir- íþróttafræðingur
Jónína Benediktsdóttir- íþróttafræðingur
Mark Wilson - leiðbeinandi
Nýr - Soffía Gestsdóttir - íþróttakennari
Sæunn Gísladóttir- íþróttakennari (’88)
Þuríður Heiðarsdóttir - leiðbeinandi
Morguntímar-Hádegistímar-Dag- og kvöldtímar
Frjáls mæting í flesta flokka
Innritun hafin í síma 2 9191 (Visa
Tveir bandarískir
gestakennarar
komu til starfa með okkur, Vita Chipembere og Nor-
vell Roblnson, og var okkur mikil ánægja að hafa þá
meðal okkar.
Námskeið fyrir íþróttakennara
og áhugafólk um eróbikk var haldið á árinu og var þátt-
taka mjög góð. Miklar breytingar eiga sér stað á sviði
likams- og heilsuræktar
í heiminum um þessar
mundirog þá sérstak-
hvað varðar líkams-
þjálfun almennings.
Eróbikkerþarmjög
framarlega og er það
stolt okkar að eiga þátt
í að fylgjast með þess-
um nýjungum og breyta
stöðugt til batnaðar.
Okkar stefna er því að
halda fleiri námskeið á
nýju ári og vera með í
að miðla þekkingu og
nýjustu
vitneskju á hverjum tíma svo æ fleiri geti verið með og
stuðla þar með að betri heilsu íslendinga.
F.G.K. tímar
(forvarnir gegn kransæðasjúkdómum) sem eru vinsælir
karlatímar, hófust í september '87. Leiðbeinandi er Hall-
dóra Björnsdóttir íþróttafræðingur, sem sér m.a. um
morgunleikfimi ríkisútvarpsins.
Hóglífi jólanna er lokið. Kyrrseta og kílóasöfnun
ekki lengur liðin. Nú er kominn tími til að drífa sig
aftur af stað í holla hreyfingu og ná andlegu og
líkamlegu jafnvægi. Hringdu í okkur og láttu skrá
þig í flokk sem hentar þér. Mundu að hjá okkur
er frjáls mæting í flesta tíma og þú mætir þegar
þér hentar.
Mannræktarklúbburinn
okkar
Maður er manns gaman er kjörorð hans og með
þessi orð að leiðarljósi urðu ýmsir skemmtilegir
fundir á árinu. Árshátíð stúdíósins var haldin í
mars, farið var í eftirminnilega útilegu í Þórsmörk,
fróðlegur fyrirlestur var haldinn um megrun og ann-
ar um stjörnumerkin, svo eitthvað sé nefnt.
Eróbikkstúdíó
á uppleið 1988!!!
EITTHVAÐ VIÐ
ÞITT HÆFI:
* Magi-rass-læri
* Barnshafandi tímar
* Byrjendatímar
* Púltímar
* Þrektímar
* Svitatímar
* Karlatímar (forvarnir gegn
kransæðasjúkdómum)
* Eróbikk funk- og danstímar
* Frúarflokkur
* Vaxtamótun með þyngingum
* Rólegir tímar - mikil tilsögn og
hver æfing kennd frá grunni.
Engin reynsla í leikfimi
er nauðsynleg.
Annáll 1987