Morgunblaðið - 05.01.1988, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 05.01.1988, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988 7 John Ogdon einleikari. Sinfóníuhljóm- sveit íslands: Frumflutt hljómsveit- arverk eftir Pál P. Pálsson Á FYRSTU áskriftartónleikum Sinfóniuhljómsveitar íslands á nýju ári i Háskólabíói verður frumflutt hljómsveitarverk eftir Pál P. Pálsson sem einnig stjórn- ar hljómsveitinni. Einleikari verður breski píanóleikarinn Jóhn Ogdon. Tónleikarnir verða fimmtudaginn 7. janúar nk. Auk tónverksins „Hendur" eftir Pál P. Pálsson verða á efnisskrá hljómsveitarverkið „Kamival í París“ eftir norska tónskáldið Johan Svendsen og að lokum píanókonsert nr. 2 eftir Brahms við einleik Johns Ogdon. Breski píanóleikarinn John Ogd- on er fímmtugur að aldri og hefur öðlast heimsfrægð sem píanóleikari og ferðast víða og haldið tónleika. Ferill hans hófst fyrir alvöru 1962 er hann hlaut fyrstu verðlaunin í Tchaikovsky-keppninni í Moskvu. Verkefnaval hans er mjög fjölskrúð- ugt; hann leikur jöfnum höndum klassíska Vínartónlist, rómantíska tónlist og slavneska, en þó ef til vill fyrst og fremst tónlist tuttug- ustu aldar tónskálda. Auk píanó- leiks kenndi John Ogdon um tíma píanóleik við Háskólann í Indíana í Bandaríkjunum og hefur einnig fengist við að semja tónlist. Stjómandinn og tónskáldið Páll P. Pálsson hefur verið fastráðinn hljómsveitarstjóri við Sinfóníu- hljómsveit íslands frá 1971 og stjómar að jafnaði tvennum eða þrennum áskriftartónleikum á ári, auk þess að stjóma hljómsveitinni á skólatónleikum og í tónleikaferða- lögum. Hann á að baki nokkur tónverk, sem vakið hafa athygli hér heima og erlendis og ber þar hæst um tugur hljómsveitarverka. Tón- leikamir verða eins og fyrr segir í Háskólabíói á fímmtudagskvöld og hefjast kl. 20.30. (Fréttatilkynning) Páll P. Pálsson stjórnandi. Eróðikk gleðilegt U D O ÁR! Bestu þakkirfyriránægjuleg viðskipti á árinu sem leið. Við viljum með þessari nýárskveðju senda þér nýjustu stundaskrá Eróbikkstúdósins ásamt smá spjalli um liðin og komandi verkefni okkar. „Öryggi í æfingavalif< er okkar aðalsmerki Árið 1987 var annað árið í lífi Eróbikkstúdíósins og gerð- um við, eins og venjulega, okkar besta trl að bjóða upp á það vandaðasta á sviði líkamsræktar og leikfimi. Til að fylgjast með nýjungum á því sviði fórum við í ferðir á ráðstefnurog námskeiðtil Bandaríkjanna þrisvará árinu. nud.& tvikud. Þríðjud. & fimmtud. Föstud. 09.00-10.00 09.00-10.00 Framhaldst. Framhaldst. 12.07-12.55 12.07.12.55 Hádegisþrek F.G.K. 16.30-17.20 16.30-17.30 16.30-17.20 Bamshafandi Framhaldst. M.R.&L. 17.20-18.20 17.30-18.20 17.20-18.30 Framhaldst. M.R.&L. Þrek (70 min) 18.20-19.40 18.20-19.40 18.30-19.30 Púl(80mín) Þrek (80 mín) Eróbikk dans 19.40-20.30 19.40-20.50 M.R.&L. Svitatími (70 mín) 20.30-21.30 20.50-21.40 Framhaldst. M.R.&L. 21.30-22.20 M.R.&L. Laugard. 10.30- 11.30 F.G.K. 11.30- 13.00 Pul (90 min) 13.00-14.00 Framhaldst. ‘ 14.00-15.00 M.R.&L. 15.00-16.00 M.R.&L. 16.00-16.50 Barnshafandi KveÖja Jónína og Ágústa Oryggi í æf ingavali hjá færum kennurumog leiðbeinendum: Ágústa Johnson - IDEA réttindi í eróbikk Ágústa Kristjánsdóttir- leiðbeinandi Nýr- Halldóra Björnsdóttir- íþróttafræðingur Jónína Benediktsdóttir- íþróttafræðingur Mark Wilson - leiðbeinandi Nýr - Soffía Gestsdóttir - íþróttakennari Sæunn Gísladóttir- íþróttakennari (’88) Þuríður Heiðarsdóttir - leiðbeinandi Morguntímar-Hádegistímar-Dag- og kvöldtímar Frjáls mæting í flesta flokka Innritun hafin í síma 2 9191 (Visa Tveir bandarískir gestakennarar komu til starfa með okkur, Vita Chipembere og Nor- vell Roblnson, og var okkur mikil ánægja að hafa þá meðal okkar. Námskeið fyrir íþróttakennara og áhugafólk um eróbikk var haldið á árinu og var þátt- taka mjög góð. Miklar breytingar eiga sér stað á sviði likams- og heilsuræktar í heiminum um þessar mundirog þá sérstak- hvað varðar líkams- þjálfun almennings. Eróbikkerþarmjög framarlega og er það stolt okkar að eiga þátt í að fylgjast með þess- um nýjungum og breyta stöðugt til batnaðar. Okkar stefna er því að halda fleiri námskeið á nýju ári og vera með í að miðla þekkingu og nýjustu vitneskju á hverjum tíma svo æ fleiri geti verið með og stuðla þar með að betri heilsu íslendinga. F.G.K. tímar (forvarnir gegn kransæðasjúkdómum) sem eru vinsælir karlatímar, hófust í september '87. Leiðbeinandi er Hall- dóra Björnsdóttir íþróttafræðingur, sem sér m.a. um morgunleikfimi ríkisútvarpsins. Hóglífi jólanna er lokið. Kyrrseta og kílóasöfnun ekki lengur liðin. Nú er kominn tími til að drífa sig aftur af stað í holla hreyfingu og ná andlegu og líkamlegu jafnvægi. Hringdu í okkur og láttu skrá þig í flokk sem hentar þér. Mundu að hjá okkur er frjáls mæting í flesta tíma og þú mætir þegar þér hentar. Mannræktarklúbburinn okkar Maður er manns gaman er kjörorð hans og með þessi orð að leiðarljósi urðu ýmsir skemmtilegir fundir á árinu. Árshátíð stúdíósins var haldin í mars, farið var í eftirminnilega útilegu í Þórsmörk, fróðlegur fyrirlestur var haldinn um megrun og ann- ar um stjörnumerkin, svo eitthvað sé nefnt. Eróbikkstúdíó á uppleið 1988!!! EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI: * Magi-rass-læri * Barnshafandi tímar * Byrjendatímar * Púltímar * Þrektímar * Svitatímar * Karlatímar (forvarnir gegn kransæðasjúkdómum) * Eróbikk funk- og danstímar * Frúarflokkur * Vaxtamótun með þyngingum * Rólegir tímar - mikil tilsögn og hver æfing kennd frá grunni. Engin reynsla í leikfimi er nauðsynleg. Annáll 1987
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.