Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988 61 Ekki rétt að ráð- herra hafi sjáifdæmi um skipan dómara -segir Jón Sigurðsson um gagnrýni Ólafs Ragnars Grímssonar á skipanir í embætti hæstaréttardómara ✓ _ „Það er ekki rétt að dómsmála- ráðherra hafi algjört sjálfdæmi um hveijir eru skipaðir í emb- ætti hæstaréttardómara," sagði Jón Sigurðsson, dómsmálaráð- herra, er hann var spurður álits á þeirri gagnrýni sem fram kom i skrifum Ólafs Ragnars Grímssonar, formanns Alþýðu- bandalagsins, f Morgunblaðinu á Gamlársdag,_ en í grein sinni gagnrýnir Ólafur Ragnar þá hætti sem hafðir eru á við skipan hæstaréttardómara. Segir Ólafur m.a. að sér hafi fundist að „ýmsir þeirra sem valist hafa í embætti hæstaréttardómara á undanfömum ámm hafi verið fúsari en fyrirrennarar þeirra til að teygja sig út úr girðingu hinnar þröngu lögfræði yfir í lendur pólití- skrar hugmyndafræði" og að þörf kunni að vera á að „breyta þeirri skipan að dómsmálaráðherra hafi algert sjálfdæmi um hveija hann skipar í embætti dómara i Hæsta- rétti". Aðspurður kvaðst Jón Sigurðsson fátt vilja segja um mat Ólafs Ragn- ars á þróun málefna Hæstaréttar þar sem hann teldi vera þörf á frek- ari rökstuðningi fyrir skoðunum hans ef taka ætti þær sem gildar ástæður fyrir breytingum á að- ferðum við skipan dómara. „í lögum em sett skilyrði sem takmarka val á dómumm við tiltölulega þröngan hóp manna," sagði Jón, „ráðherra þarf að leita umsagnar Hæstaréttar um dómaraefni áður en embætti er veitt. Það getur hugsast að hægt sé að nota aðrar aðferðir við val á dómumm en nú tíðkast, t.d. með því að fela valið sérstökum dóm- nefndum, en vandinn er hins vegar ekki leystur þar með því spumingin er við hvað slíkar nefndir ættu að miða og hafa að leiðarljósi. Það er ljóst að hlutverk dómstóla verður stöðugt mikilvægara og því nauð- synlegt að vanda vel val á dómur- um.“ Tillaga þess efnis að sérstakar dómnefndir velji dómara í Hæsta- rétt hefur komið fram áður, að sögn Sigurðar Líndal, prófessors við Lagadeild háskólans. Sagði Sigurð- ur að einnig hefðu komið fram hugmyndir þess efnis að forseti ís- lands skipaði í embættin án atbeina ráðherra, en slíkt samræmdist hins vegar ekki ákvæðum stjórnarskrár- innar. Varðandi gagnrýni Ólafs Ragnars sagði Sigurður að erfítt væri að greina hvað Ólafur ætti við þegar hann talaði um starfsvið hæstaréttardómara. „Dómstólarnir eru hins vegar sífellt að verða sjálf- stæðari og hafa því meiri áhrif á þróun réttarins en áður. Ástæður þessa eru þær að löggjöfin verður æ ónákvæmari og veitir dómurum því aukið svigrúm. Þá koma einnig til áhrif frá engilsaxneskum hefðum og sú staðreynd að breytingar í þjóðfélaginu eru svo örar að lögin ná ekki að fylgja þeim eftir,“ sagði Sigurður að lokum. Hljómborði stolið á Hótel íslandi LÖGREGLUNNI í Reykjavík var tilkynnt um grunsamlegar ferðir manns á Suðurlandsbraut laust eftir klukkan 3.00 aðfaranótt sunnudagsins. Var maðurinn drukkinn og með hljóðgerfil und- ir hendinni. Það voru öryggisverðir Securitas sem þótti maðurinn grunsamlegur og þegar lögreglan kom á vettvang reyndi maðurinn að fela sig, en lög- reglan hafði hendur í hári hans. Við nánari eftírgrennslan kom í ljós að maðurinn hafði tekið hljómborð- ið óftjálsri hendi í veitingahúsinu Hótel íslandi þá um nóttina. Lög- reglan tók bæði manninn og hljómborðið í vörslu sína, Morgunblaðið/Bjami Pétur Sigurgeirsson biskup, Ato Salomoin Haile og Sigríður Guðmundsdóttir. Hjálparstofnun kirkjunnar: 15 milljónir kr. hafa borist í jólasöfnun TIL Hjálparstofnunnar kirkj- unnar hafa borist um 15 millj- ónir króna í beinu söfnunarfé í Jólasöfnuninni. Er þetta um 50% hærri upphæð en safnaðist árið 1985. Það ár fengust einn- ig verulegar tekjur af sölu jólatijáa og plötunnar Hjálpum þeim. Hluti af afrakstri söfnun- arinnar nú fer til Hjálparstarfs á hungursvæðum Eþíópíu. Herra Pétur Sigurgeirsson biskup er kominn aftur til starfa eftir veikindaleyfi og átti hann í gær fund með Ato Salomoin Ha- ile, framkvæmdastjóra Suður Synodu Mehane Yesus-kirkjunn- ar, en íslenzka kristniboðsstöðin í Konsó er á því svæði. Skúli Sva- varsson, framkvæmdastjóri ís- lenzka kristniboðssambandsins, Jónas Þórisson, kristniboði, sem nýkomirín er heim frá frá Eþíópíu, og Sigríður Guðmundsdóttir, framkv læmdastjóri Hjálparstofn- unar kirkjunnar sátu einnig fundinn. Sijórnvöld hvelja til ráðn- ingar Islendinga á kaupskip STJÓRNVÖLD hafa hvatt íslensk skipafélög til að manna flutningaskip með íslenskum áhöfnum, en ekki gefið út bein- ar fyrirskipanir um það, sagði Ragnhildur Hjaltadóttir, deild- arstjóri í samgönguráðuneyt- inu, í samtali við Morgunblaðið í gær. Ekki stendur til að leyfa ráðningu erlendra áhafna á skip skráð hérlendis, líkt og gert hefur verið f Noregi og fleiri löndum. Ragnhildur sagði að samtök sjó- manna hefðu öðru hvoru haft samband við samgönguráðuneytið vegna ráðningar erlendra áhafna á leiguskip, og ráðuneytið hefði í framhaldi af því hvatt skipafélögin til að taka aðeins þau skip á leigu erlendis frá sem hægt væri að manna með íslenskum áhöfnum. Ekki hefði verið gripið til beinna fyrirskipana, enda hefðu íslensk stjórnvöld ekki lögsögu yfir skip- um sem skráð væru erlendis. Skylt væri að ráða íslenska sjómenn á öll skip sem skráð væru hér á landi, og ekki hefði komið til tals að breyta því, eins og gert hefði verið í Noregi, og stæði til í Dan- mörku. Farmenn hafa nú vaxandi áhyggjur vegna ráðningu erlendra ' áhafna á leiguskip. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, segir að fjórum Islendingum hafi nýlega verið sagt upp af m/s Hvítanesi og Pólverjar ráðnir í þeirra stað, og að um 300 farmenn hafi misst vinnu sína sl. 10 ár vegna stórauk- innar leigutöku á erlendum skipum. Gísli Karlsson og Gunnar Guðbjartsson takast f hendur. Framleiðsluráð: Gísli Karlsson ráðinn framkvæmdastj óri Framkvæmdastjóraskipti urðu hjá Framleiðsluráði landbúnað- arins á mánudag. Af störfum lét Gunnar Guðbjartsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri ráðsins undanfarin ár en við tók Gfsli 5. Karlsson, sem undanfarið hef- ur verið bæjarstjóri f Borgarnesi. Gunnar Guðbjartsson er fæddur 6. júní 1917 og varð því sjötugur á síðasta ári. Hann hóf búskap á Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi árið 1942. Hann var formaður Búnaðar- sambands Snæfellinga, búnaðar- þingsfulltrúi Snæfellinga í 32 ár og fulltrúi á aðalfundum Stéttarsam- bands bænda í 36 ár. Hánn var kosinn formaður Stéttarsambands- ins árið 1963 og gegndi því starfi í 18 ár, eða til ársins 1981. Hann var jafnframt formaður Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins um tíma og var ráðinn framkvæmdastjóri þess 1. janúar 1980. Eiginkona Gunnars er Ásthildur Teitsdóttir. Gísli Salomon Karlsson er fædd- ur 19. júlí 1940 á Bijánslæk á Barðaströnd. Hann er búfræði- kandídat af hagfræðilínu frá Búnaðarháskólanum í Kaupmanna- höfn. Gísli starfaði sem hagfræði- ráðunautur á Jótlandi um tveggja ára skeið að loknu námi og var síðan kennari við Bændaskólann á Hvanneyri. Hann varð sveitarstjóri í Borgamesi í apríl 1985 og bæjar- stjóri frá því í haust. Kona hans er Ágústa Ingibjörg Hólm. Talsmenn Eimskips og skipa- deildar SÍS segja að leigutaka á erlendum skipum sé ekki aðalá- stæðan fyrir fækkun farmanna, enda séu leiguskipin langflest mönnuð íslenskum áhöfnum,— Tækniframfarir og aukin hagræð- ing sem hafi fengist með færri en stærri skipum vegi þar þyngst á metunum. Harðnandi samkeppni við erlend skipafélög með miklu lægri launakostnað en hér þekkist geti hinsvegar neytt íslendinga í framtíðinni til þess að fylgja þeirri þróun að ráða ódýrar, erlendar áhafnir á skip sín. Leiðréttingf- Þau mistök urðu í síðastliðnu sunnudagsblaði að niður féll ein stjarna af þremur með gagnrýni Sæbjöms Valdimarssonar um kvik- myndina Undraferðin í Bíóhöllinni. Rétt stjömugjöf er þijár í stað tveggja. . ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.