Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988 Pennsylvanía: Olíumengun í Pennsylvaníu __ Jcfferson í Pennsylvanlu, Reuter. þessa, en að sögn embættismanna var eldhætta mikil. Fólkið fékk A laugardag féll olitankur við verksmiðju nærri Pittsburgh sam- að snúa til síns heima á sunnudag. Skaðinn af völdum slyssins an og fór gífurlegt magn olíu niður Monongahela-ána og þurfti er enn ekki fulljós, en víst er að hann er gífurlegur og þegar að flytja um 1.200 manns á brott frá heimilum sínum vegna finna um 50.000 manns fyrir vatnskorti vegna olíumengunarinnar. Bandaríkin: Spurst fyrir um þátt George Bush í vopnasöluhneykslinu New York-borg og Washington, Reuter. 1988: Dulspakir spá krafta- verkum - og hörmungum Washington, Reuter. DULSPEKINGAR vestur i Bandaríkjunum spá þvi að árið 1988 muni einkennast af undur- samlegum atburðum — uppgötv- un kraftaverkalyfja, lífs á öðrum hnöttum og hins týnda megin- lands Atlantis. Á hinn bóginn var því einnig spáð að á mannkyni myndu dynja hinar ýmsu hörm- ungar, jafnt í náttúrunni sem og efnahagssviðinu, nýir sjúkdómar myndu fara sem logi um akur, auk þess sem að frægt fólk yrði fyrir alls konar skakkaföllum. Spár þessar birtust í útbreiddum sorpritum vest'ra, en þau seljast helst í stórmörkuðum. I lok hvers árs birtast slíkar spár þar og eru efahyggjumönnum ekki til minni skemmtunar en þeim, sem treysta þeim sem nýju neti. í vikuritinu Weekly World News birtust skrautlegustu spádómarnir, en greifynjan Sophia Sabak spáði því meðal annars að bandarískt efnahagslíf myndi hrynja til grunna á árinu, í febrúar myndi suðurhluti Kaliforníu farast í jarðskjálfta og í mars myndi eitt hinna auðugu ara- baríkja segja Kínveijum stríð á hendur. Ekki spáði greifynjan þó hörmungum einum, því hún sagði að ásjóna Michaels Jackson myndi birtast í gatinu á ózon-laginu yfir Suðurheimskautslandinu. „Furðu lostnir vísindamenn munu skrá þetta skilmerkilega," sagði frúin. Þá sagði hún að Díana prinsessa af Wales myndi skilja við Karl sinn og gerast tískuhönnuður í Los Angeles. Undan austurströnd Bandaríkjanna sagði hún að leifar Atlantis myndu fínnast og að vísindamenn myrldu finna upp efni, sem kæmi í veg fyrir krabbamein í ófæddum bömum. Að lokum sagði Sabak að sann- anir myndu fást fyrir lífi á öðrum hnöttum um miðjan desember. „Lítið til Margaretar Thatcher, for- sætisráðherra Bretlands, í vænt- ingu eftir tilkynningu þar af lútandi." TALIÐ ER að sérlegur saksókn- ari í vopnasöluhneykslinu muni koma spurningum á framfæri við George Bush, varaforseta Bandaríkjanna, um þátt hans i sölu bandariskra vopna til írans og að hann verði jafnvel beðinn um að koma til viðtals vegna þessa. Kom þetta fram í frétt New York Times um málið. Tek- ið var þó fram að ekkert benti til þess að saksóknarinn hefði í hyggju að ákæra Bush. Haft var eftir embættismönnum stjómarinnar að saksóknarinn, Lawrence Walsh, teldi að Bush ætti nokkmm spurningum ósvarað um vopnasöluhneykslið, sérstak- lega hvað farið hefði honum og forsetanum á milli um málið. Talsmaður Bush vildi ekkert segja um málið og sagði að það væri óviðeigandi á þessu stigi, en bætti við að vitaskuld yrði varafor- setinn samstarfsfús yrði einhvers óskað af honum. Aðild Bush að málinu hefur verið til náinnar umfjöllunar að undanf- ömu og kann að skaða hann í kapphlaupinu um hver hljóti útnefn- ingu Repúblikanaflokksins til forsetaembættis Bandaríkjanna. Nýlega fundust minnispunktar úr Hvíta húsinu frá febrúar 1986, en þar kom meðal annars fram að Bush væri „gegnheill“ í stuðningi sínum við vopnasöluna til írans. Bush hefur til þessa ekki viljað ræða þátt sinn í málinu nema al- mennt og í síðasta mánuði var eftir honum haft að hann myndi ekki rjúfa trúnað sinn enda þótt hann kynni að tapa útnefningu flokks síns fyrir vikið. Afganistan: Rætt um viðbrögð við tillögum Sovétmanna Islamabad, Washington. Reuter. MICHAEL Armacost aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna hóf í gær viðræður við Zia-ul-Haq forseta Pakistans um friðarhorfur i stríðinu í Afganistan. Að sögn bandaríska dagblaðsins Washington Post verður í Islamabad rætt um hvemig bregðast eigi við yfirlýsingum Sovétmanna um að þeir hyggist kalla heim herlið sitt í Afganistan. Pakistanar eru helstu banda- menn Bandaríkjanna á svæðinu og ríkin tvö hjálpast að við að koma hergögnum til skæruliða í Afganistan sem beijast við lepp- stjóm Sovétmanna í Kabúl, höfuðborg landsins. Stjómvöld í Moskvu hafa gefið til kynna að. þau muni draga 115 þúsund manna her sitt til baka úr landinu á 12 mánaða tímabili ef vestræn ríki hætti jafnframt stuðningi við skæruliða. En líklegt þykir að tor- ERLENT velt reynist að semja um hver stjóma eigi landinu eftir það. Oformlegar samningaviðræður milli stjómvalda í Pakistan og Afganistan hafa staðið í fimm ár. Diego Cordovez sáttasemjari frá Sameinuðu þjóðunum er væntan- legur til Islamabad seinna í mánuðinum en hann hefur nýlega átt viðræður við háttsetta menn í Kreml. Júlí Vorontsov aðstoðarut- anríkisráðherra Sovétríkjanna er einnig væntanlegur til Pakistans seinna í mánuðinum og er reiknað með að hann hafi nýjar tillögur fram að færa. Áður en Armacost hélt til Pa- kistans lýsti Ronald Reagan Bandaríkjaforseti því yfír í bréfi til Maulavis Yunis Khalis form- anns samtaka skæruliða Muja- hideens að Bandaríkjamenn myndu halda áfram stuðningi við skæmliða svo lengi sem þeir ættu í höggi við sovéskt herlið. Frakkland: Vestur-þýskur stjórnar- erindreki skotinn til bana Frelsishreyf ing Kúrda grunuð um tilræðið París, Reuter. VESTUR-þýskur stjórnarerindreki var skotinn á göngubrú yfir ána Signu i París í fyrrinótt. Að sögn lögreglu fannst bréf á manninum frá Frelsishreyfingu Kúrda. Samtökin lýstu ekki ábyrgð á hendur sér í bréfinu en krafist var sjálfstæðis Kúrda og þess að vestur-þýsk sljórnvöld skiluðu aftur sjóðum sem gerðir voru upptækir er lögregla réðst inní híbýli öfgasinnaðra Kúrda á síðasta ári. Ráðist var á Siegfried Wielpuetz 31 ára gamlan starfsmann sendiráðs Vestur-Þýskalands um klukkan tvö í fyrrinótt á Avenue de New York í 16. hverfi Parísarborgar. Vegfar- andi fann hinn særða mann. Hann lést af völdum skotsáranna á sjúkra- húsi í gærmorgun. Hann megnaði að stynja upp nokkrum setningum áður en hann gaf upp öndina en ekki er vitað hvort í þeim fólust upplýsingar um árásarmennina. Að sögn starfsmanna vestur-þýska sendiráðsins í París kom Wielpuetz, sem var kvæntur, til starfa þar fyr- ir tveimur árum. Hann vann iðulega á næturnar. Meðal annars fjallaði hann um málefni Kúrda. Undanfarin ár hafa Kúrdar í Vest- ur-Evrópu vakið athygli á málstað sínum með mótmælaaðgerðum við sendiráð og opinberar skrifstofur. Þeir leggja áherslu á kúgun þjóðar sinnar í Iran, írak og Tyrklandi og mótmæla því að stjómvöld í Vestur- Evrópu skuli eiga samskipti við stjórnir þessara landa. Vestur-Þjóð- veijar hafa einkum orðið fyrir slíkum mótmælum síðan lögregla í landinu gerði víðtæka leit að öfgasinnuðum Kúrdum í ágúst á síðasta ári. Þá voru sjóðir gerðir upptækir og krefj- ast Kúrdarnir þess að þeim verði skilað. Talsmaður vestur-þýska ut- anrikisráðuneytisins segir að fénu hafi verið skilað í nóvember síðast- liðnum. Talið er að Frelsishreyfing Kúrda sé undir sama hatti og neðanjarðar- hreyfing sem kallar sig Verka- mannaflokk Kúrda (PKK). Sá flokkur hefur hótað morðárásum í Evrópu til að leggja áherslu á kröf- una um að tyrknesk stjórnvöld láti af hendi land undir sósialískt ríki Kúrda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.