Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988 Svíþjóð: Deilur um vistun alnæmis- sjúklinga í lokuðu sjúkrahúsi Sjúklingunum komið fyrir á eyju skammt frá Stokkhólmi eftir Ron Laytner í SVÍÞJÓÐ verða nú æ meiri umræður um það, hvort setja eigi alnæmissjúklinga, sem taldir eru hættulegir umhverfi sínu, inn á lokuð hæli. Beinist athyglin einkum að eiturlyfja- sjúklingum og vændiskonum. Hefur ein kona þegar verið sett í einangrun af þessum sök- um. Þá eru uppi áform um að setja á stofn lokað hæli á eyj- unni Adelsö á vatninu Malaren skammt frá Stokkhólmi, á sveitasetri frá 16. öld sem nefn- ist Stenby Gard. „Þetta eru ekki fangabúðir," segir Anna-Lisa Jatko, sem er einn helsti skipuleggjandi verk- efnisins og upphafsmaður þess, en hún er yfirmaður fíkniefna- deildar Danderyd-sjúkrahússins í Stokkhólmi. „Þetta eru sjúklingar en ekki glæpamenn. Útrýmingar- búðir voru notaðar til þess að drepa fólk. Þetta fólk bíður reynd- ar líka dauða síns, en það mun falla fyrir banvænni veiru. Við eru einungis að fylgja nýjum sænsk- um lögum með því að einangra smitbera. Við viljum bjarga mannslífum." Sjúklingamir munu búa í einkaherbergjum í nýuppgerðu sveitasetrinu. Fram til þessa var hæli fýrir geðveik böm í húsinu. Gert er ráð fyrir því að þeir, sem vistaðir verða á hælinu, fái ekki að snúa þaðan aftur. Skipu- leggjendur og borgaryfírvöld í Stokkhólmi, sem fjármagpia rekst- urinn (í fyrstu verður 10 milljón- um sænskra króna veitt til hælisins a ári um 60 millj. ísl. kr.), segja að fjölskyldur og vinir vistmanna fái að heimsækja þá en feija gengur á milli lands og eyjar. Svíar, sem vom í fylkingar- bijósti kynlífsbyltingarinnar svonefndu, á sjöunda áratugnum, hafa ríkar áhyggjur af útbreiðslu alnæmis. Samkvæmt skýrslu framkvæmdanefndar Evrópu- bandalagsins er fjöldi þekktra alnæmistilfella í aðildarlöndunum nú að nálgast 8.000 og er talið að talan muni tvöfaldast á níu mánaða fresti. „Við emm að gera það, sem verður að gerast," segir Jatko. „Um það bil 1.750 Svíar em smit- aðir af alnæmisveimnni og tæplega 400 hafa þegar tekið sóttina. Alnæmið kann að reynast jafnhræðilegt og svarti dauði var á miðöldum." Ráðgert er að hælið hefiji starf- semi sína í febrúar næstkomandi, en þá verður fyrsta hópnum kom- ið þar fyrir í reynsluskyni. í honum verða 10 smitberar al- næmis af báðum kynjum. Að sögn þeirra, sem unnið hafa að undir- búningi þessara mála, er nægt rými fyrir fleiri byggingar á eyj- unni, en hana og sveitasetrið á Stokkhólmsborg. Lögreglan hefur að undanfömu handtekið vændiskonur og eitur- lyflasjúklinga, sem deila með sér sprautum, í helstu borgum Svíþjóðar og er það gert sam- kvæmt hinum nýju sóttvamarlög- um landsins, sem samþykkt voru 1985. Þeim er ætlað að stemma stigu við smitsjúkdómum og spoma við alnæmi með því að halda líklegum smitberum inni á sjúkrastofnunum. Samkvæmt sænskum lögum er hægt að halda mönnum á sjúkra- húsum eða hælum gegn vilja sínum með dómsúrskurði, reynist viðkomandi vera með alnæmis- veiruna í blóði sínu og stunda lauslæti. „Við verðum að halda slíku fólki á Adelsö,“ segir Jatko. „Venjulegir hommar og jafnvel þeir sem eðlilegir teljast og haldn- ir eru veirunni kunna að vera settir í einangrun ef þeir eru laus- látir í eðli sínu.“ „Við höfum sérlega hættulega konu í einangrun í Huddings- sjúkrahúsinu í Stokkhólmi," sagði embættismaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið. „Við teljum hana hættulega vegna óhemju í kynlífí hennar og erum hræddir um að hún muni halda áfram að breiða út sjúkdóminn, verði henni sleppt. Henni má ekki takast að flýja, en við höfum ekki efni á slíkum öryggisráðstöfunum vegna aðeins eins smitbera. Þess vegna þurfum við eyjarinnar með.“ íbúar Adelsö eru mótfallnir því að eyjan verði notuð undir alnæm- isnýlendu. „Við höfum áhyggjur af bömum okkar, áhyggjur af þeim sem tækist að flýja," segir bamaskólakennarinn Meg Karl- son. „Alnæmissjúklingur á flótta yrði að fara fram hjá heimili mínu til þess að komast að feijunni. Nýlendan verður að algerlega mannheld, en við munum alltaf lifa í ótta.“ Annar íbúi Adelsö, Anders Lin- gerson, bætti við: „Þeir munu beita ofbeldi til þess að sleppa og komast að eyjunni. Smitberamir ættu að vera geymdir einhvers staðar annars staðar, því Stenby Gard er ekki nógu ömggur stað- ur.“ Sagði Lingerson að í undir- búningi væri að senda bænaskjal til æðstu ráðamanna um að hælið yrði ekki opnað þar á eyjunni. Eyjarskeggjar em þó ekki einir um að gagmýna áætlanir stjóm- valda og á meginlandinu hafa margir áhyggjur af skoðunum dr. Litu Titling, sem er aðstoðarpró- fessor við læknaháskólann í Linköping sunnan við Stokkhólm. „Eina leiðin til þess að halda plágunni í skefjum er að fram- kvæma skyldugt ónæmispróf á allri þjóðinni," segir Titling. „Ég myndi koma öllum þeim, sem hafa jákvæða HlV-svömn, fyrir á eyjunni í litlum samfélögum, svo að þeir geti ekki smitað fleiri. Hvað fjölskyldumar áhrærir, myndi ég líka koma þeim fyrir á eyjunni. Þær em að öilum líkind- um líka smitaðar. Sjúkdómar af völdum alnæmis segja fyrst til sín í munni, hálsi og vélinda. Þar sem ég er háls-, nef- og eymalæknir, umgengst ég mikið sýkt fólk og starfs- bræður mínir, sem og tannlæknar, em þeir, sem fyrstir uppgötva að fólk er haldið alnæmi." Hún varaði einnig við því að læknavísindin gætu enn ekki stemmt stigu við alnæmi. „Núver- andi þekking á ónæmisaðgerðum kemur ekki að neinu gagni, því við getum einungis eflt vamar- kerfi lfkamans, en á því þrífst alnæmið." Hún sagði að upp- götvun nýrra tegunda bólusetn- inga gæti tekið meira en tíu ár. „Það er engin önnur aðferð til þess að beijast gegn alnæmi, við höfum engan kost annan en að öll ríki heims einangri smitberana. Við höfum ekki nokkra hug- mynd um hve margir hafa veiruna í sér. Núverandi prófanir em held- ur ekki nákvæmar. Smáræðissýk- ing veldur ekki framleiðslu mótefna í líkamanum, en eina leið- in til þess að uppgötva alnæmi er að leita að þeim. Prófanimar verða þó bráðlega ábyggilegri og niðurstöður þeirra kunna að vera skelfilegar." Titling sagði að vísindamenn mættu ekki valda ótta almenn- ings, en bætti við að þeir mættu heldur ekki leyna staðreyndum. „Ég er ekki þeirrar skoðunar að alnæmi muni valda útdauða mannkyns, en innan 40 ára mun sjúkdómurinn verða gífurlega út- breiddur og áhrifin eftir því. Hann hefur verið til staðar í Afríku undanfarin 25 ár með hræðilegum afleiðingum. Við eigum eftir að sjá hið sama í Evrópu og Afríku. Mannkynið vill lifa af,“ sagði hún einnig og lagði til að öll ríki heims kæmu sér upp alnæmisný- lendum. Sagði hún ljóst að eitt- hvað yrði að gera, því annars yrði afleiðingin sú að heilbrigt fólk myndi safnast saman í samfélög- um þar sem enginn væri haldinn alnæmi, til þess að einangra sig frá hinum smituðu umhverfis sig. „Það þarf að framkvæma próf- anir í stóru borgunum. Sænskir borgarar, sem vita að þeir eru ekki smitaðir, koma sjálfviljugir í prófanir, en þeir sem eru líkast til smitberar eru hræddir við að fara í ónæmispróf.“ Sumir alnæmissérfræðingar í Svíþjóð telja að tala smitbera þar í landi kunni að vera allt að 6.000. Frá nóvember 1986 og til október 1987 voru 243.000 Svíar mót- efnamældir og reyndust 420 vera haldnir alnæmi. „Svíar hafa meira hugrekki en aðrar þjóðir," segir Titling. „Við getum hægt á útbreiðslu alnæmis ef við viljum, en við erum mjög fijálslynd í afstöðu okkar. Núver- andi ríkisstjórn myndi ekki skylda homma eða þá sem stunda laus- læti, til þess að gangast undir prófanir. Bæði læknar og stjóm- völd á Vesturlöndum kenna svo mikið í bijósti um alnæmissjúkl- inga, að þeir gæta ekki hagsmuna almennings. Það er allt of mikil óskhyggja, sem umlykur alnæm- isumræðuna, en eftir því sem ástandið mun versna á næstu árum mun almenningsálitið breyt- ast. Við verðum að framkvæma skylduprófanir. Skoðanakannanir sýna að 70% Svía vilja að skyldu- prófanir séu framkvæmdar og nú er stjórnin farin að heykjast á fyrri afstöðu. Ég tel að Svíþjóð verði fyrsta landið, þar sem öllum verður gert að gangast undir próf- anir — líklega snemma á næsta ári.“ Linda Morseldt, sem er læknir við Roslagpulls-sjúkrahúsið, fremstu stofnun Svía á þessu sviði, er formaður samtaka lækna gegn alnæmi. „Enginn hinna 500 lækna í samtökunum myndi fall- ast á að allir alnæmissjúklingar yrðu einangraðir á eyju. Það er von prófessorsins Litu Titling, sem hefur alnæmi á heilanum, að svo verði. Læknar vita að alnæmi smitast ekki í daglegri umgengni, en Titling er að vekja ótta almenn- ings með hinum ákveðnu skoðun- um sínum, sem við höfum fyrirlitningu á. Fólkið, sem koma á fyrir á Adelsö er harðsvírað og hættulegt fólk, sem veit að það er haldið alnæmi en heldur samt áfram að smita fólk viljandi. Hægt er að koma höndum yfir fólk samkvæmt sóttvamarlögun- um, en það er ekki hægt að halda þeim lengi án réttarhalda. Sannað hefur fyrir rétti að fólkið, sem á að dveljast á Adelsö, hefur neitað að nota smokka við kynlíf, þrátt fyrir viðvaranir heilbrigðisyfir- valda. Lagaheimildin hefur á hinn bóginn ekki verið mikið notuð og við getum ekki komið upp sérs- takri kynlífslögreglu. Slíkt væri ómögulegt og hið sama verður upp á teningnum í öllum löndum öðrum. Lita Titling veldur miklu tjóni. Vegna hennar hafa smitaðir hommar verið hræddir við að leita til okkar, til þess að gangast und- ir mótefnamælingu. Hún er altekin af alnæmishættunni og málflutningur hennar hefur gert iilt verra. Það er slæmt, því við höfðum náð prýðilegum árangri fram að því. Kynsjúkdómatíðni meðal sænskra homma er orðin nær engin, en hún var mjög mik- il áður. Kynlífsbyltingunni í Svíþjóð er lokið og henni lauk fyrst á meðal homma. Það hefur hægst um á kynferðissviðinu í Svíþjóð og brátt verður sömu sögu að segja alls staðar. Það er nú í verkahring stjóm- málamanna heimsins að safna kjarki til þess að tala við fólk um kynlíf, vara það við þessum far- aldri og sannfæra það um að hafa aðeins einn bólfélaga, sem má treysta," segir Morseldt. „Annars kunna verstu óttasemdir okkar um Adelsö að rætast og breiðast út til annarra landa.“ Höfundur er kanadískur blaða- maður. Séð yfir Stenby Gard á Adelsö. Pressens Bild Pressens Bild Bóndinn Stefan Qviberg er einn þeirra íbúa Adelsö, sem ekki vill að alnæmissjúklingar verði vistaðir þar á eynni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.