Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988 Sovétríkin: Einstæð áskorun á Míkhaíl Gorbatsjov Moskvu. Reuter. EINN biskupa rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar hefur skorað á sovésk stjómvöld að opna á nýjan leik sögnfrægt munkaklaustur í Kiev eða Kænugarði. Brýtur biskupinn með þessu í bága við þá stefnu yfir- manna kirkjunnar að styggja í engu stjómvöldin og játa þeim heldur hollustu sína með þegjandi þögninni. Bréfíð frá Feodosy biskupi í Kænugarði, sem stofnað var á 11. Astrakhan og Jenotajevka var birt í síðasta hefti neðanjarðarritsins Fréttabréfs kristinna manna en rit- stjóri þess, Alexander Ogorodnikov, andófsmaður og fyrrum pólitískur fangi, segir, að biskupinn hafi sent sér það 20. október sl. Þá hafði bisk- upinn beðið lengi eftir svari frá þeim, sem bréfíð var stílað til, Míkhaíl Goi-batsjov, leiðtoga Sovétríkjanna. í bréfínu segist biskupinn harma, að munkum skuli ekki leyft að setj- ast að í Pecherskíj-klaustrinu í öld, og biður Gorbatsjov að gera á því bragarbót í minningu þess, að á þessu ári eru liðin 1.000 ár frá kristnitöku í Rússlandi. Andófsmenn innan kirkjunnar hafa áður farið þessa sama á leit og vestrænir fréttaskýrendur segja, að Feodosy biskup taki mikla áhættu með því að skipa sér í þeirra raðir að þessu leyti. Finnst þeim það sam- bærilegt við, að sovéskur hershöfð- ingi gagnrýndi styrjaldarreksturinn í Afganistan. Sjóslysið við Filippseyjar: Réttíndalaus maður sagð- ur hafa stýrt olíuskipinu Maniia, Reuter. SKIPVERJI á olíuskipinu Vect- or, sem rakst á ferjuna Dona Paz við Filippseyjar, sagði á mánu- dag að varðmaður, sem ekki hefði haft réttindi til að stýra skipi, hefði stýrt olíuskipinu þeg- ar slysið varð og til þess hefðu forstöðumenn skipafélagsins veitt honum leyfi. Reynaldo Terefe, einn af þeim 26 sem komust af eftir slysið, sagði ennfremur við nefnd sem rannsakar slysið að varðmaðurinn hefði ekki verið eini skipveijinn sem hefði starfað án réttinda því sá sem starf- að hefði sem siglingafræðingur hefði aðeins haft réttindi sem þriðji bátsmaður. Þessir tveir menn voru á meðal 11 skipverja olíuskipsins sem fórust í slysinu. Terefe sagði ennfremur að honum sjálfum hefði verið leyft að starfa sem varðmaður í meira en tvö ár, þótt hann mætti aðeins starfa sem háseti á minni skipum. Óttast er að um 2.000 manns hafi látist í slysinu, en aðeins 117 lík hafa fundist. Filippseyingar í nokkrum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum hafa skipulagt söfnun til að hjálpa fjölskyldum fómarlamba slyssins. Bretinn Andrew Parker, sem Elizabeth Bretadrottning veitti orðu fyrir hetjulegt björgunarafrek þegar feijan Herald of Free Enterprise fórst, veitti til að mynda söfnuninni lið á blaðamannafundi í London á sunnudaer. Reuter Faðir kveður barn sitt, sem lést í árás ísraelsmanna aðfaranótt sunnudags. Alls létu sjö börn lífið í loftárásunum. Líbanon: ísraelar gera loftárás- ir á stöðvar skæruliða Beirút, Tel Aviv. Reuter. ÍSRAELSKAR árásarþyrlur gerðu loftárás á þorp á yfirráðasvæði Palestínumanna og Drúsa í Líbanon aðfaranótt sunnudags. Að sögn lögreglu og sjúkraliða létu að minnsta kosti 19 lífið og 14 særðust í árásinni. Þetta er fyrsta árás ísraela eftir að öfgasinnaður skæru- liði varð sex ísraelum að bana í svifdrekaárás 25. nóvember á síðasta ári. Tvær árásarþyrlur skutu á bæki- stöðvar Drúsa sem eru um 25 kílómetra suður af Beirút. Að sögn lögreglu var einnig gerð árás á smábæi um 40 kflómetra suður af Beirút. Þyrlumar voru vemdaðar af herflugvélum og herskipum á meðan á árásunum stóð. Að sögn lögreglu var eitt skot- markið í grennd við Baija. Þar eru höfuðstöðvar öfgasinnaðra Pal- estínumanna sem sögðust bera ábyrgð á svifdrekaárás á ísraelskar herbúðir seint á síðasta ári. ísraelar hótuðu að hefna þeirrar árásar sem kostaði sex ísraelska hermenn lífíð. Sjónarvottar að árásinni aðfaranótt sunnudagsins segja að ísraelskar flugvélar hafí skotið niður sex hús og tvö vígi skæruliða í þorpunum Baija og Jiyeh, talið er að tveir úr hópi öfgasinna hafí látist og sex særst. Árásarþyrlurnar komu frá ísra- elskum herskipum sem lágu útifyrir ströndinni. Skotið var að ströndinni frá skipunum og herflugvélar sveimuðu yfír á meðan þyrlumar tvær flugu inn yfir ströndina og skutu á þorp og bæi. Skothríðin Ósoneyðingin og suðurskautið: Síðbúin þíða „uggvekjandi“ Washington. Washington Post. KALDA loftið yfir suðurskautinu var þremur vikur lengur að hitna á þessu vori en venjulega. Hafa vísindamenn áhyggjur af því, að gatið á ósonlaginu yfir suðurskautinu — sem uppgötvað var fyrir tæpum þremur árum — sé ef til vill farið að hafa áhrif á veðurfar um heim allan. Samkvæmt upplýsingum úr gervihnöttum Bandarísku geim- rannsóknastofnunarinnar, NASA, leystist pólsvelgurinn (hringiða af ísköldu lofti, sem myndast yfír Suðurskautslandinu á dimmu vetrarmánuðunum) upp seint í nóvember. Venjulega leysist svelgurinn upp í lok október eða byijun nóvember, þegar vorsólin hitar andrúmsloftið á suðurskaut- inu. „Svelgurinn hefur aldrei leyst eins seint upp og núna,“ sagði Robert Watson, sérfræðingur hjá NASA. „Þetta kann að vera það, sem við var að búast miðað við ósoneyðinguna, en það, sem huga verður að, eru afleiðingamar.“ F. Sherwood Rowland, sem starfar við Kalifomíuháskóla og er í fararbroddi í rannsóknum á ósoneyðingunni, sagði, að þetta fyrirbæri væri „ef tii vill fyrsta vísbendingin um, að meiriháttar umbreyting er að verða á veður- fari. Það er engin leið að segja til um afleiðingamar, en þróunin er uggvekjandi." Aðrir vísindamenn sögðu, að ekki lægi ljóst fyrir, hvort hita- breytingar í heiðhvolfínu yfír suðurskautinu hefðu áhrif á veð- urfar. „Ég held, að þetta hafi engar breytingar í för með sér í veðra- hvolfínu," sagði Mark Schoeberl, vísindamaður hjá NASA. „Þetta hefur aðeins þau áhrif, að hitafar á suðurskautinu er afbrigðilega kalt miðað við undangengin ár.“ Vísindamenn halda, að þess hitaseinkun tengist fyrirbærinu, sem breskir rannsóknamenn greindu fyrst frá árið 1985 og nefnt hefur verið ósongatið: Þegar vetur ríkir á suðurskautinu, fellur ósoninnihald lofthjúpsins þar verulega, en nær aftur eðlilegu marki, þegar vorar. Þessi uppgötvun vakti ugg, því að ósonið vemdar jörðina og íbúa hennar gegn skaðlegustu útfjólu- bláu geislum sólarinnar — sem valdið geta krabbameini, star- blindu og truflunum á ónæmi- skerfínu. Þó að vísindamenn hafi ekki að fullu áttað sig á þessu fyrir- bæri, benda nýjustu irannsóknir til, að eyðing ósonlagsins eigi rætur að rekja til klórsameinda úr flokki efna, sem kölluð eru einu nafni klórflúorkolefni. Talið er, að óvenjuleg skilyrði í lofthjúpn- um yfír Suðurskautsiandinu hafí ýtt undir þessa þróun. Þegar pólsvelgurinn leysist upp á vorin, hækkar ósoninnihald loft- hjúpsins yfír Suðurskautslandinu og gatið hverfur. Nokkuð af ósoni berst þangað frá öðrum heims- hlutum, en einnig myndast þar óson, þegar sólarljósið fer í gegn- um heiðhvolfið. Vísindamenn hafa sett fram þá kenningu, að pólsvelgurinn hafí haldist lengur við á þessu vori vegna mikils ósontaps í vetur. Hópur vísindamanna, sem rann- sökuðu þetta fyrirbæri á síðasta ári, komst að raun um, að óson- innihaldið hafði lækkað um meira en 60%. Ósonið gleypir geislun og stuðl- ar að því að hita upp andrúmsloft- ið. Sumir vísindamenn segja, að ósonskortur yfir Suðurskautsl- andinu kunni að hafa tafíð fyrir nauðsynlegri upphitun til að leysa upp pólsvelginn. „Ef engin ósonmyndun á sér stað, verður heldur engin hitun,“ sagði Irvin Mintzer hjá Alþjóðlegu auðlindastofnuninni. „Þá verður aðeins um stöðugan kulda að ræða og hann leiðir aftur til skýja- myndana í heiðhvolfínu, sem síðan hefur ósoneyðingu í för með sér.“ stóð í fimm mínutur. Herflugvélam- ar flugu yfír í tvær klukkustundir eftir þyrluárásina. í fimmtán kíló- metra Qarlægð, 40 km suður af Beirút, var gerð önnur styttri loft- árás. Stóð skothríð í 3 mínútur og særðust tveir. ísraelskur hermaður skaut pal- estínska konu á Vesturbakka Jórdan á sunnudag. Að sögn út- varpsins í ísrael hefur hermaðurinn verið handtekinn meðan rannsókn stendur yfir. Ekki hefur komið til átaka á Vesturbakkanum í tvær vikur eftir átökin þar í desember. Þá skutu ísraelskir hermenn 23 Palestínumenn í óeirðum á Gaza- svæðinu og Vesturbakkanum. Að sögn talsmanns ísraelska hersins var hermaðurinn að elta böm sem höfðu kastað gijóti að herbíl í bænum el-Rom í grennd við Jerúsalem. Skaut hann á eftir böm- unum og hæfði konuna sem var að þvo. Grænland: Nýjasti togar- inn brennur fyr- ir sjósetningn Frá Nils Jergen Bruun, Grœnlandsfrétta- ritara Morgunblaðsins SERMILIK, stærsti og nýjasti tog- ari grænlensku landstjóraarinnar, brann í Noregi skömmu fyrir ára- mót, áður en hann hafði verið sjósettur. Gerðist þetta í Langste- en-slippnum við Alasund. Smíðaverð togarans var 103 millj- ónir danskra króna (um 600 milljónir íslenskra), en hann átti að afhendast hinn 9. janúar næstkomandi. Við brunann losnaði skipið og rann út í fjörðinn og þar logaði eldur í því í tvo daga áður en tókst að slökkva hann. Skipið, sem er 65 metra langt og um 2.200 tonna stórt, er talið gerónýtt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.