Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988 31 16 fórust í flugslysi í Tyrklandi: Engin ummerki um sprengingu Frankfurt, Ankara. Reuter. VESTUR-þýskir sérfræðingar, sem rannsökuðu flak Boeing 737- þotunnar, sem hrapaði í Tyrkl- andi á laugardagskvöld, fundu engin merki þess, að vélin hefði sprungið í lofti. Áður höfðu tyrk- neskir embættismenn getið sér til, að skemmdarverk hefði valdið Skakkítum- inn í Písa skekkist enn Písa, Reuter. SKAKKI turninn f Písa skekkt- ist minna á síðasta ári en 1986. Skekktist hann um 0,7 mm að sögn yfirumsjónarmanns tumsins. Eftir að lærimeistarar við há- skólann í Písa höfðu framkvæmt hina árlegu mælingu tilkynnti Giuseppe Toniolo, umsjónarmað- ur tumsins, að með þessu áframhaldi myndi tuminn fara á hliðina eftir um það bil eina öld. Árið 1986 hallaðist tuminn um 1,26 mm. Um 800.000 manns fóru upp í hinn 800 ára gamla marmara- tum á síðasta ári, en hann var reistur sem klukknaturfi við kirkju, sem stendur steinsnar frá. Á árinu, sem nú er að hefjast, er ætlunin að kanna með hvaða hætti hægt er að forða tuminum frá falli. slysinu en með vélinni fórust 16 manns. Um borð í flugvélinni, sem var í eigu Condor-flugfélagsins, dóttur- fyrirtækis Lufthansa, voru 11 Tyrkir og fimm manna vestur-þýsk áhöfn. Hafði flugstjórinn fengið leyfi til að lenda í Izmir en hrapaði til jarðar í 40 km fjarlægð frá borginni, rétt við strönd Eyjahafsins. Enn er leitað að svarta kassanum en í honum em skráð samtöl og annað, sem fram fer í flugvélum, og getur hann hugsanlega gefið skýringu á slysinu. V-þýsku sér- fræðingamir sögðu, að af flakinu mætti ráða, að lendingarhjólin hefðu verið komin niður þegar slysið varð. * *. : m Leitað í flakinu. Vélin hrapaði í skógivöxnu fjalllendi skammt frá borginni Izmir. Reuter Filippseyjar: Vitni segist hafa séð hermann skjóta Aquino Mn.t.ln Dn.aá na. Manila. Reuter. Starfsmaður á flugvellinum í Manila, höfuðborg Filippseyja, bar í gær fyrir rétti, að hann hefði séð hermann skjóta Ben- igno Aquino i höfuðið í ágúst árið 1983. Kvaðst flugvallar- Kauphöllin í Hong Kong: Yfirmenn grun- aðir um spillingu Hong Kong. Reuter. ÞRÍR háttsettir starfsmenn kauphallarinnar í Hong Kong voru hand- teknir um helgina og eru þeir grunaðir um misferli og spillingu. Varð handtaka þeirra til þess, að hlutabréf féllu í verði framan af degi i gær en réttu svo aftur úr kútnum er á leið. Mennimir þrír, Robert Li, fyrmrn innlendra og útlendra milligöngu- stjómarformaður kauphallarinnar og núverandi varaformaður, og Jeffrey Sun og Donald Tsang vom hand- teknir á laugardag en látnir lausir samdægurs gegn tryggingu. Þeim hefur ekki verið birt ákæra enn sem komið.er en urðu að áfhenda vega- bréf sín. Robert Li var mjög umdeildur sem stjórnarformaður og það var að hans ráði að kauphöllinni var lokað í fjóra daga eftir verðhmnið í október. Halda margir því fram, að sú ákvörð- un hafi valdið enn meira verðfalli en ella hefði orðið í Hong Kong. Li hef- ur einnig verið í sviðsljósinu í deilum * Astralía: Tveggja alda búsetuafmæli hvítramanna Sidney, Reuter. UM áramótin hófst árslöng af- mælishátíð tveggja alda búsetu hvítra manna í Ástralíu. Ekki hyggjast þó allir fagna jafnákaft, því samtök frumbyggja hafa lýst yfir að 1988 verði ár sorgar, helg- að þeim, sem féllu fyrir hendi innflytjenda. Bob Hawke, forsætisráðherra Ástralíu, sagði við setningarathöfn hátíðahaldanna að „allir Ástralic ættu að líta um öxl og tryggja að fyrri mistök yrðu ekki endurtekin." Meðal viðburða á árinu verður sigl- ing 26 seglskipa til landsins og sigla þau sömu leið og frumheijamir forð- um daga. Áætlað er að skipin komi til Ástralíu hinn 26. þessa mánaðar. og manna í kauphöllinni í Hong Kong og hafa þeir fyrmefndu jafnan stutt hann. Þá hefur oft verið að því fund- ið, að Li á hlut í einum glæsilegasta næturklúbbnum í Hong Kong en það þykir ekki góð latína hjá embættis- manni kauphallarinnar. starfsmaðurinn ekki hafa þorað að skýra frá þessari vitneskju sinni fyrr. Sprengjuhótun varð til að trufla vitnisburð flugvallarstarfsmanns- ins, sem heitir Jessie Barcelona og ekur dráttarvél á flugvellinum, en framburður hans styrkir þá kenningu saksóknarans, að herinn hafi skipulagt morðið á Benigno Aquino. Olli það mikilli ólgu á eyjunum og leiddi loks til, að Corazon, ekkja Benignos Aquino, var kjörin forseti. „Ég sá hermann miða á hnakka ljósklædda mannsins (Aquinos). Síðan reið skotið af og maðurinn í ljósu fötunum féll til jarðar," sagði Barcelona. Raul Gonzales saksóknari kvaðst einnig vona, að einn hermannanna 36, sem sakað- ir eru um morðið, gerðist vitni ákæruvaldsins en að auki eru á sakbomingabekk fjórir óbreyttir borgarar, þar af tveir fyrrum ráð- herrar. Barcelona kvaðst hafa verið á dráttarvélinni í 15 metra fjarlægð frá vettvangi en morðið átti sér Reuter Jessie Barcelona, flugvallar- starfsmaður í Manila, skýrir frá því, að hann hafi séð hermann skjóta Benigno Aquino. stað þegar Benigno Aquino var að koma heim til Filippseyja úr þriggja ára útlegð í Bandaríkjun- um. Þegar hann gekk niður landganginn leiddu hann tveir her- menn en Barcelona segir, að þriðji hermaðurinn, sem gekk á eftir þeim, hafí skotið Aquino. Segir Gonzales saksóknari, að hann heiti Rogelio Moreno. I réttarhöldunum, sem urðu eft- ir morðið, voru sakbomingamir sýknaðir og þar á meðal Fabian Ver, yfírmaður hersins á tíma Ferdinands Marcos, fyrmm for- seta. Þegar Corazon Aquino tók við var málið tekið upp aftur og komst hæstiréttur landsins þá að þeirri niðurstöðu, að sýknudóm- amir væm ómerkir. Gera varð hlé á vitnisburði Barcelona í gær þegar hand- sprengja fannst á skrifstofu saksóknarans. Fylgdi henni svo- hljóðandi orðsending: „Hættið þessari vitleysu. Þetta er til að minna ykkur á, að við höfum þau tæki, sem til þarf.“ Var hún undir- rituð „Avsecom“ en það er skammstöfun fyrir leyniþjónustu flughersins. Bar hún ábyrgð á ör- yggi Aquinos þegar hann kom til landsins. Tveir nýir kennslustaðir: Dansstúdíó Sóleyjar, Engjateigi 1 og „HaIIarsel“ Þarabakka 3 í Mjóddinni. Ennfremur sem fyrr í Auðbrekku 17, Kópavogi. Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig bamadansa fyrir yngstu kynslóðina - laugardagskennsla á öllum stöðum. Nemendur skólans unnu 12 af 18 íslandsmeistaratitlum í samkvæmisdönsum 1987. Innritun og upplýsingar dagana 4. - 9. janúar kl. 13-23 í síma 641111. Kennsluönnin er 20 vikur og lýkur með lokaballi. ✓ FID Betri kennsla - betri árangur. Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.