Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANUAR 1988 59 Ekki gömlu stjömuspána aftur Til Velvakanda Eg er algerlega ósammála Stínu Jóns sem skrifar í Velvakanda hinn 23. desember. Ég þakka Morgun- blaðinu alveg sérstaklega fyrir þá breytingu sem gerð var á stjörnu- spekidálknum í blaðinu en hún var gerð fyrir einu og hálfu ári. Þar tekur Gunnlaugur Guðmundsson afar faglega á þessum málum. Hann útskýrir af kunnáttu og á skemmtilegan hátt ýmsa þætti stjömuspekinnar. Ég fylgist með þessum þáttum af áhuga og veit að mjög margir gera það líka. Það er mikill munur frá þeirri dellu er áður birtist, spádómum sem ekkert innihald var í. Ég vona að Gunn- laugur haldi áfram sínum fróðlegu stjömuþáttum í blaðinu á nýju ári. Gleðilegt ár. Lísa Bj órf rumvarpið: Drykkjusýki er aldrei einkamál Til Velvakanda. Það hefur margt verið sagt um bjórinn að undanfömu og svo virðist sem margir telji hann allra meina bót. Þeir hinir sömu vita ekki, eða vilja ekki vita, að í nágrannalöndum okkar hefur þessi sami sterki bjór valdið miklu böli sem valdi hefur yfirvöldum þar miklum áhyggjum. Menn segja sem svo að engin hætta sé á að fólk ánetjist bjómum, það sé svo lítið í honum af áfengi þó sterkur sé. Þetta er mikil firra. Menn ánetjast bjórþambi engu síður en öðmm drykkjuskap. Bjórdrykkja er hins vegar sú tegund drykkjuskapar sem við íslendingar höfum að mestu verið lausir við, góðu heilli. Ekki byði ég í það ef menn færu að þjóra bjór fyrir framan sjónvarpið á hveiju kvöldi og þannig myndi margur ánetjast sér og sínum til óbætanlegs tjóns. Víða hefur veið látið að því liggja í skrifum þeirra sem vilja bölvaldinn inn í landið umfram allt að bjór- Léleg sjónvarpsleikrit Til Velvakanda. Er nokkur furða þó maður spyiji hvað sé að gerast þegar maður er nýbúinn að horfa á tvö ný íslensk sjónvarpsleikrit á sitt hvorri stöðinni sér til skapraunar. Maður þarf ekki að velta því fyrir sér, hvort leikritið var lélegra, svo bráðléleg vom þau bæði. Byijum á leikriti Stöðvar tvö — þeirra fyrsta leikrit. Maður skyldi nú ætla að metnaður þeirra væri að bjóða upp á vemlega gott leikrit. Raunin var önnur. Kona nokkur ein- talar við sjálfa sig í 20 mínútur og þvílíkt kjaftæði. Hreinn viðbjóður. En svona átti þetta samt að vera. Reyna að hneyksla áhorfendur. Það hlýtur að hafa verið takmarkið og tókst bara vel. Annars var þetta svo ömurlega ómerkilegt að ég nenni ekki að fjalla meira um það. Þá er það leikrit Ríkissjónvarps- ins. Annað eins endemismgl hef ég aldrei séð. Tilgangurinn er þó líkleg- ast sá sami og í leikriti Stöðvar 2. Að hneyksla. Ég held að það hafi tekist fullkomlega! Og hvað skyldi þessi endaleysa kosta skattborgarana, það viljum við fá að vita. Engin undanbrögð. Heild- arkostnaðinn viljum við fá að vita. Það er mikill misskilningur að vera ausa fé í slíka endemis vitleysu. Látið sjeníin sjálf kosta „tilberasmjö- rið“ sitt. Þeir mega gjaman verða fyrir skakkaföllum af slíkri fram- leiðslu. Kannski geta höfundar þessara leikrita gengið til samstarfs um enn eitt snilldarverkið. Fólk að æla, slást og klæmast. Ef þetta er innlegg menningarvitanna ‘til íslenskrar menningar, þá ætti bara að gefa þeim frí. Hættið að láta skattborgar- ana greiða niður þessa æpandi ómenningu! Sig. I. Guðmundsson dryklqa sé einkamál hvers og eins. Þeir hljóta þá einnig að líta svo á að alkóhólismi sé einkamál drykkju- mannsins, eða hvað? En drykkjusýki er ekki einkamál neins vegna þess að við lifum í samfélagi. Falli ein- hver í volæði drykkjusýkinnar kemur það harðast niður á þeim sem næst- ir honum standa en einnig niður á öllum sem einhver samskipti hafa við sjúklinginn. Það sýnir furðulega vanþekkingu á svo útbreiddu félags- legu vandamáli sem drykkjusýki er að telja sér trú um að hún geti ver- ið eða hafi einhvem tíma verið einkamál drykkjufólksins. Þjóðfé- lagið verður að taka á þessum vanda með öllum hugsanlegum ráðum. Al- þingismenn og aðrir sem kallaðir hafa verið til ábyrgðar ættu að ein- beita sér að því að taka á þessum vanda og stemma stigu við frekari aukningu hans. Það er að mínu áliti hneykslanlegt ábyrgðarleysi af þing- mönnum að eyða dýrmætum tíma frá brýnum málum eins og nú árar, til þess að koma fram máli sem að- eins verður þjóðinni til bölvunar ef það nær fram að ganga. Bindindismaður Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábend- ingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki .eftir liggja hér í dálkunum. Simon Spalding hljóðfæraleikari frá Bandaríkjunum leikur á hveiju kvöldi þessa viku i Fógetanum. Fiðluleikur í Fógetanum SIMON Spalding ungur hljóð- færaleikari frá Bandaríkjunum er staddur hér á landi og leikur á hverju kvöldi þessa viku í veit- ingahúsinu Fógetanum við Aðalstræti. Simon Spalding leikur á nokkur hljóðfæri en fiðlan er hans aðal- hljóðfæri. Hann leikur einkum þjóðlagatónlist ýmissa landa og eru sjómannalög og -söngvar í sérstöku uppáhaldi hjá honum, segir í frétta- tilkynningu. Innstæða á gengisbundnum Krónureikningi heldur verðgildi sínu gagnvart eriendum gjaldmiðlum, hvert sem gengi krónunnar verður 9- ' É' Nýi gengisbundni Krónureikningurinn gerir sparifjáreigendum kleift að tryggja verðgildi sparifjár í íslenskum krónum gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Gengisbindingin er reiknuð á þann hátt að 1 ..dag hvers mánaðar hækkar eða lækkar lægsta innstæða sem staðið hefur inni heilan almanaksmánuð samkvæmt skráðu kaupgengi Seðlabankans 21. dag undanfarandi mánaðar. Inn- og útborganir innan mánaðarins fá svo sérstakar verðbætur í formi vaxta. Innstæðan, .sem er bundin í 6 mánuði, ber einnig fasta vexti. Nánari upplýsingar fást í sparisjóðsdeildum bankans. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.