Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988
37
Flutningur utanríkisverslunar til utanríkisráðuneytis:
Deilt um lögmæti ráð-
stöfunarinnar á þingi
Krístinn Pétursson
Kristinn Pét-
ursson tekur
sæti á Alþingi
KRISTINN Pétursson, fyrsti
varaþingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í Austurlandskjördæmi
tók í gær sæti á Alþingi í fyrsta
sinn. Hann kemur inn i stað
Sverris Hermanssonar sem er
staddur erlendis.
AIMOGI
ÞINGMENN deildu um það á
síðustu dögum Alþingis fyrir
áramót, hvort það stæðist lög
um Stjórnarráð íslands að
flylja utanríkisverslunina frá
viðskiptaráðuneytinu til ut-
anríkisráðuneytisins með
reglugerð. Til stóð að afgreiða
sem lög frá Alþingi fyrir ára-
mót, stjórnarfrumvörp um
útflutningsleyfi og Utflutn-
ingsráð, en vegna skiptra
skoðana um lögmæti reglu-
gerðarinnar frá því í vor var
ákveðið að skoða málið betur í
nefnd milli 2. og 3. umræðu í
efri deild.
A síðasta degi ríkisstjómar
Steingríms Hermannssonar setti
þáverandi forsætisráðherra reglu-
gerð, þar sem utanríkisverslun var
færð úr viðskiptaráðuneytinu yfir
í utanríkisráðuneytið.
í samræmi við þessa reglugerð
voru lögð frumvörp frá ríkis-
stjórninni um útflutningsleyfi og
Útflutningsráð, þar sem lögum
um þetta var breytt í þá átt að
yfirstjórn var færð til utanríkis-
ráðuneytisins. Frumvörp þessi
hafa verið samþykkt frá neðri
deild og 30. desember síðastliðinn
var 2. umræða í efri deild um
frumvörpin. A þeim fundi var
dreift nefndarálitum fjárhags- og
viðskiptanefndar efri deildar og
voru nefndarmenn ekki á einu
máli.
Meiri hluti nefndarinnar, þau
Halldór Blöndal (S/Ne), formað-
ur, Eyjólfur Konráð Jórtsson
(S/Rvík), Valgerður Sverrisdóttir
(F/Nv), Jóhann Einvarðsson
(F/Rn) og Eiður Guðnason (Afl/
VI), mælti með því að fmmvörpin
yrðu samþykkt óbreytt.
Svavar Gestsson, (Abl/Rvík)
skilaði séráliti, þar sem hann lagði
til að frumvörpunum yrði hafnað
og reglugerðinni breytt. Megin-
röksemdir hans koma fram í
álitinu, en þær eru eftirfarandi:
1. Ekkert bendi til þess að með-
ferð útflutningsmála verði ein-
faldari í meðferð utanríkisráðu-
neytisins.
2. Flutningurinn hafí það í för
með sér að inn- og útflutnings-
verslun verði með þessu ekki
lengur í höndum sama ráðuneytis-
ins, en í lögum um Stjórnaráð
Islands sé byggt á þeirri megin-
forsendu, að skyldum málum sé
skipað saman í Stjómarráðinu.
3. Ekkert hafí komið fram, er
bendi til þess að útflutningsversl-
un verði skilvirkari undir utanrík-
isráðuneytinu en viðskiptaráðu-
neytinu.
4. Frumvarpið og reglugerð for-
sætisráðherra bijóti í bága við
anda stjórnarráðslaganna.
Svavar lagði aðallega út frá
síðasttöldu athugasemdinni í
framsöguræðu sinni. Vitnaði hann
til skrifa tveggja fyrrverandi for-
sætisráðherra og prófessora
Bjama Benediktssonar og Ólafs
Jóhannessonar, sem hann taldi tvo
fremstu stjómlagafræðinga
landsins fyrr og síðar. Taldi hann
reglugerðarvald forsætisráðherra
samkvæmt stjórnarráðslögum
vera mjög takmarkað. Viðkom-
andi fagráðherra færi með þau
mál er heyrðu undir sitt ráðu-
neyti og gæti ákveðið hvemig
hann skipti verkum í sínu ráðu-
neyti. „Forsætisráðherra sker úr
um ef ágreiningur verður um
hvaða mál heyri undir hvaða ráðu-
neyti, en hann getur hins vegar
ekki skipt verkefnum einstakra
ráðuneyta og gerði hann þetta því
án heimildar," sagði Svavar. Full-
yrti Svavar að samkvæmt laga-
túlkun ríkisstjórnarinnar væri
hægt að flytja hvaða mál sem er
í hvaða ráðuneyti sem er.
Júlíus Sólnes, (B/Rn) skilaði
öðru minnihlutaáliti og gerði hann
grein fyrir því. Taldi Júlíus eðli-
legra að slík breyting á Stjómar-
ráðinu ætti sér stað samfara
heildarendurskoðun á því og á
grundvelli þingræðislegrar með-
ferðar Alþingis, en ekki í tengsl-
um við pólitísk hrossakaup. Júlíus
benti einnig á að með þessari
breytingu væri hætta á því að
verslunarhagsmunir og pólitískir
hagsmunir rækjust á. _
Guðmundur Agústsson,
(B/Rvík) taldi tilflutning verkefna
með reglugerð ekki hafa verið
heimilan. „Þegar lögin um Stjóm-
arráð voru samþykkt á sínum
tíma, var á því byggt að utanríki-
sviðskipti heyrðu undir viðskipta-
ráðuneytið og er ekki unnt að
breyta þeirri skipan nema með
lagabreytingu, ekki reglugerð.“
Vitnaði Guðmundur einnig til til
bókarinnar „Stjómskipun Is-
lands" eftir Ólaf Jóhannesson, þar
sem skýrt væri kveðið á um það
að ef breyta ætti verkaskiptingu
á milli ráðuneyta dygði aðeins
lagabreyting. Kvað Guðmundur
þetta mál leiða til þeirrar spum-
ingar hvort víðar væri brotið á
undirstöðureglum stjómskipunar-
innar.
Steingrímur Hermannsson,
utanríkisráðherra kvað þetta mál
hafa verið gaumgæfilega athugað
af lögfræðingum áður en reglu-
gerðin var sett, sem ekki væri
ástæða til að vefengja. Steingrím-
ur benti enn fremur á að utanríki-
sviðskiptin hefðu fram að þessu
verið á fleiri en einum stað og að
á síðustu ámm hefði umfang
sendiráða á sviði viðskipta stórau-
kist. „Það orkar því tvímælis
hvom megin utanríkisskiptin vom
meira og mönnum því standast
að færa þau alfarið yfir til ut-
anríkisráðuneytisins," sagði
Steingrímur og benti á að svipuð
þróun hefði átt sér stað víða um
lönd.
Eyjólfur Konráð Jónsson,
(S/Rvík) sagðist aldrei hafa litist
á að þessi tilflutningur ætti sér
stað 'með reglugerð. Taldi hann
að þingmenn yrðu að gefa sér
nægan tíma til þess að komast
að niðurstöðu um þennan lög-
fræðilega ágreining.
Svavar Gestsson lagði það til
við utanríkisráðherra og formann
íjárhags- og viðskiptanefndar, að
mál þetta yrði rætt nánar í nefnd
á milli 2. og 3. umræðu og féllust
þeir á það. Vom breytingartillög-
ur dregnar til baka til þriðju
umræðu og málinu vísð til um-
ræðu og nefndar.
Samkomulag
um loðnuveið-
ar Norðmanna
TILLAGA til þingsályktunar
um loðnuveiðar Norðmanna í
íslenskri efnahagslögsögu var
samþykkt samhljóða i samein-
uðu þingi í gær. Eyjólfur
Konráð Jónsson, formaður ut-
anrikismálanefndar, mælti
fyrir tillögunni með eftirfar-
andi orðum:
„Mál það sem hér er á dagskrá
þekkja háttvirtir alþingismenn og
um það er full samstaða þing-
flokka hygg ég og væntanlega
þingmanna allra. Efni þess er að
heimila Norðmönnum á ný loðnu-
veiðar í íslenskri efnahagslögsögu
í samræmi við samningsbundna
heimild þeirra til nokkurrar hlut-
deildar í veiðum úr íslenska
loðnustofninum.
Vonandi tekur það enginn ó-
stinnt upp að tækifærið sé notað
til að minna á þá gífurlegu hags-
muni sem við eigum að gæta í
náinni samvinnu við Norðmenn,
og raunar aðra nágranna, í harétt-
armálum. Þau málefni eru enn
sem fyrr meginviðfangsefni háttv-
irtrar utanríkismálanefndar, þar
sem gott samkomulag er um að
reyna að bijóta þau til mergjar,
án þess að ræða þau stöðugt opin-
berlega.
Eðlilegt er þó að geta þess nú
að síðar í mánuðinum' verða hér
í Reykjavík viðræður íslendinga,
Norðmanna og Dana fyrir hönd
Grænlendinga um hafsbotnsrétt-
indi á norðurslóðum, þar sem um
er að ræða réttargæslu á geysivíð-
áttumiklu hafsvæði sem þjóðimar
geta gert tilka.ll til að réttum al-
þjóðalögum.
Jafnframt er unnið að því að
Eyjólfur Konráð Jónsson
tryggja íslensk hafsbotnsréttindi
á Hatton-Rockall-svæðinu, en 350
sjómílna réttindi höfum við nú
þegar á Reykjaneshrygg, þótt
áhugi á hagnýtingu þeirra hafí
verið helst til lítill hingað til. Þessi
stórmál verða í sviðsljósinu áður
en langt líður og þá auðvitað
rædd á Alþingi.
Þar sem þingsályktunartillagan
er flutt af háttvirtri utanríkis-
málanefnd hefur að sjálfsögðu
ekki verið lagt til að henni væri
vísað til nefndar heldur verði hún
samþykkt í dag.
21 þilfars-
skip í smíð-
um erlendis
16 þilfarsskip og
63 opnir bátar í
smíðum hérlendis
NÚ ER 21 þilfarsskip í smíðum
á vegum íslenskra aðila erlendis,
samkvæmt upplýsingum Skipa-
skoðunar ríkisins. Þetta kemur
fram í svari iðnaðarráðherra við
fyrirspum Júlíusar Sólnes á Al-
þingi um innlendar skipasmíðar.
Einnig kemur fram í svarinu að
16 þilfarsskip séu í smíðum í
íslenskum skipasmíðastöðvum,
þar af er eitt 250 tonn hjá Stálvík
hf. og annað 80 tonn hjá Mána-
vör á Skagaströnd en hin eru 10
tonn og minni. Auk þess eru 63
opnir bátar í smíðum innanlands
Fararstjórastörf hjá Samvinnuferðum:
Hundruð manna sækja um tíu stöður
UMSÓKNUM um starf farar-
stjóra rignir nú yfir Samvinnu-
ferðir—Landsýn. Hafa nokkur
hundmð manns sótt um starf
sem fararstjórar, en fyrirtækið
leitar að innan við tíu starfs-
mönnum.
Inga Hrönn Hjörleifsdóttir, deild-
arstjóri hjá Samvinnuferðum sagði
að þau hjá Samvinnuferðum hefðu
aldrei lent í öðru eins; þetta hafí
verið í fyrsta sinn sem auglýst hafí
verið eftir fararstjórum en undir-
tektirnar væru miklum mun betri
en menn hefðu getað ímyndað sér.
„Umsóknarfresturinn rann út 20.
desember síðastliðinn, en umsóknir
berast okkur enn, um 20 talsins á
dag, þannig að þær fylla nú tvær
möppur," sagði Inga. Kvaðst hún
ekki hafa slegið tölu á umsókn-
ir-nar, en vafalaust væri að um
væri að ræða nokkur hundruð um-
sóknir; e.t.v. 3—400.
Inga sagði að umsækjendumir
væru á aldrinum 15 til 70, en al-
gengast væri að umsækjendur væru
fæddir á bilinu 1961—65. „Það
bíður okkar mikið starf við að vinna
úr öllum þessum fjölda umsókna
og ætlum við að reyna að ljúka
þeirri vinnu fyrir miðjan janúar. Það
er líklega ævintýraþrá sem rekur
allan þennan fjölda til að sækja um,
en hins vegar held ég að fæstir
geri sér í raun grein fyrir hversu
starf þetta er erfítt og kreíj'andi,
því fararstjóri er í vinnu allan sólar-
hringinn allan tímann sem hann er
úti.“
og liafin verður smíði á tveimur
220 tonna fiskiskipum i Slipp-
stöðinni hf. á Akureyri, fljótlega
eftir áramótin.
Þau skip sem eru í smíðum er-
lendis eru frá 70 tonnum upp í 900
tonn að stærð og era 8 þeirra í
smíðum í Noregi, 7 5 Póllandi og 6
í Svíþjóð. Fiskveiðisjóður hefur lán-
að til byggingar 23 skipa, alls
1.816.766 krónur, en verð skipanna
23 er alls 3.081.000. Byggðastofn-
un hefur auk þess lánað 27 milljónir
til tveggja þessara skipa.
í svari iðnaðarráðherra kemur
fram að hann hefur óskað eftir
samstarfí við samgönguráðherra og
sjávarútvegsráðherra um vandamál
sem komið hafa upp í kjölfar nýrra
mælingareglna skipa sem tóku gildi
1. júlí sl. en samkvæmt þeim mun
stærð skipa breytast þannig að ma.
bátar, sem hingað til hafa mælst
rétt um eða undir 10 brl. og þurftu
því ekki veiðiheimildir, munu mæl-
ast yfír 10 tonn. í svarinu kemur
fram að í því framvarpi um stjómun
fískveiða, sem nú liggur fyrir Al-
þingi, sé miðað við gömlu mæling-
arreglumar en viðhorfin hafi breyst
þar sem gert sé ráð fyrir að aflatak-
mörkunum til báta 6-10 brl. Auk
þess séu í framvarpinu ákvæði sem
komi að nokkra til móts við þau
sjónarmið að bátar, sem smíði var
hafin á fyrir gildistöku laganna,
eigi kost á sambærilegu veiðileyfí
og eldri bátar.