Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988
Pennsylvanía:
Olíumengun í Pennsylvaníu
__ Jcfferson í Pennsylvanlu, Reuter. þessa, en að sögn embættismanna var eldhætta mikil. Fólkið fékk
A laugardag féll olitankur við verksmiðju nærri Pittsburgh sam- að snúa til síns heima á sunnudag. Skaðinn af völdum slyssins
an og fór gífurlegt magn olíu niður Monongahela-ána og þurfti er enn ekki fulljós, en víst er að hann er gífurlegur og þegar
að flytja um 1.200 manns á brott frá heimilum sínum vegna finna um 50.000 manns fyrir vatnskorti vegna olíumengunarinnar.
Bandaríkin:
Spurst fyrir um þátt George
Bush í vopnasöluhneykslinu
New York-borg og Washington, Reuter.
1988:
Dulspakir
spá krafta-
verkum - og
hörmungum
Washington, Reuter.
DULSPEKINGAR vestur i
Bandaríkjunum spá þvi að árið
1988 muni einkennast af undur-
samlegum atburðum — uppgötv-
un kraftaverkalyfja, lífs á öðrum
hnöttum og hins týnda megin-
lands Atlantis. Á hinn bóginn var
því einnig spáð að á mannkyni
myndu dynja hinar ýmsu hörm-
ungar, jafnt í náttúrunni sem og
efnahagssviðinu, nýir sjúkdómar
myndu fara sem logi um akur,
auk þess sem að frægt fólk yrði
fyrir alls konar skakkaföllum.
Spár þessar birtust í útbreiddum
sorpritum vest'ra, en þau seljast
helst í stórmörkuðum. I lok hvers
árs birtast slíkar spár þar og eru
efahyggjumönnum ekki til minni
skemmtunar en þeim, sem treysta
þeim sem nýju neti.
í vikuritinu Weekly World News
birtust skrautlegustu spádómarnir,
en greifynjan Sophia Sabak spáði
því meðal annars að bandarískt
efnahagslíf myndi hrynja til grunna
á árinu, í febrúar myndi suðurhluti
Kaliforníu farast í jarðskjálfta og í
mars myndi eitt hinna auðugu ara-
baríkja segja Kínveijum stríð á
hendur. Ekki spáði greifynjan þó
hörmungum einum, því hún sagði
að ásjóna Michaels Jackson myndi
birtast í gatinu á ózon-laginu yfir
Suðurheimskautslandinu. „Furðu
lostnir vísindamenn munu skrá
þetta skilmerkilega," sagði frúin.
Þá sagði hún að Díana prinsessa
af Wales myndi skilja við Karl sinn
og gerast tískuhönnuður í Los
Angeles. Undan austurströnd
Bandaríkjanna sagði hún að leifar
Atlantis myndu fínnast og að
vísindamenn myrldu finna upp efni,
sem kæmi í veg fyrir krabbamein
í ófæddum bömum.
Að lokum sagði Sabak að sann-
anir myndu fást fyrir lífi á öðrum
hnöttum um miðjan desember.
„Lítið til Margaretar Thatcher, for-
sætisráðherra Bretlands, í vænt-
ingu eftir tilkynningu þar af
lútandi."
TALIÐ ER að sérlegur saksókn-
ari í vopnasöluhneykslinu muni
koma spurningum á framfæri við
George Bush, varaforseta
Bandaríkjanna, um þátt hans i
sölu bandariskra vopna til írans
og að hann verði jafnvel beðinn
um að koma til viðtals vegna
þessa. Kom þetta fram í frétt
New York Times um málið. Tek-
ið var þó fram að ekkert benti
til þess að saksóknarinn hefði í
hyggju að ákæra Bush.
Haft var eftir embættismönnum
stjómarinnar að saksóknarinn,
Lawrence Walsh, teldi að Bush
ætti nokkmm spurningum ósvarað
um vopnasöluhneykslið, sérstak-
lega hvað farið hefði honum og
forsetanum á milli um málið.
Talsmaður Bush vildi ekkert
segja um málið og sagði að það
væri óviðeigandi á þessu stigi, en
bætti við að vitaskuld yrði varafor-
setinn samstarfsfús yrði einhvers
óskað af honum.
Aðild Bush að málinu hefur verið
til náinnar umfjöllunar að undanf-
ömu og kann að skaða hann í
kapphlaupinu um hver hljóti útnefn-
ingu Repúblikanaflokksins til
forsetaembættis Bandaríkjanna.
Nýlega fundust minnispunktar
úr Hvíta húsinu frá febrúar 1986,
en þar kom meðal annars fram að
Bush væri „gegnheill“ í stuðningi
sínum við vopnasöluna til írans.
Bush hefur til þessa ekki viljað
ræða þátt sinn í málinu nema al-
mennt og í síðasta mánuði var eftir
honum haft að hann myndi ekki
rjúfa trúnað sinn enda þótt hann
kynni að tapa útnefningu flokks
síns fyrir vikið.
Afganistan:
Rætt um viðbrögð við
tillögum Sovétmanna
Islamabad, Washington. Reuter.
MICHAEL Armacost aðstoðarutanríkisráðherra Banda-
ríkjanna hóf í gær viðræður við Zia-ul-Haq forseta Pakistans
um friðarhorfur i stríðinu í Afganistan. Að sögn bandaríska
dagblaðsins Washington Post verður í Islamabad rætt um
hvemig bregðast eigi við yfirlýsingum Sovétmanna um að
þeir hyggist kalla heim herlið sitt í Afganistan.
Pakistanar eru helstu banda-
menn Bandaríkjanna á svæðinu
og ríkin tvö hjálpast að við að
koma hergögnum til skæruliða í
Afganistan sem beijast við lepp-
stjóm Sovétmanna í Kabúl,
höfuðborg landsins. Stjómvöld í
Moskvu hafa gefið til kynna að.
þau muni draga 115 þúsund
manna her sitt til baka úr landinu
á 12 mánaða tímabili ef vestræn
ríki hætti jafnframt stuðningi við
skæruliða. En líklegt þykir að tor-
ERLENT
velt reynist að semja um hver
stjóma eigi landinu eftir það.
Oformlegar samningaviðræður
milli stjómvalda í Pakistan og
Afganistan hafa staðið í fimm ár.
Diego Cordovez sáttasemjari frá
Sameinuðu þjóðunum er væntan-
legur til Islamabad seinna í
mánuðinum en hann hefur nýlega
átt viðræður við háttsetta menn í
Kreml. Júlí Vorontsov aðstoðarut-
anríkisráðherra Sovétríkjanna er
einnig væntanlegur til Pakistans
seinna í mánuðinum og er reiknað
með að hann hafi nýjar tillögur
fram að færa.
Áður en Armacost hélt til Pa-
kistans lýsti Ronald Reagan
Bandaríkjaforseti því yfír í bréfi
til Maulavis Yunis Khalis form-
anns samtaka skæruliða Muja-
hideens að Bandaríkjamenn
myndu halda áfram stuðningi við
skæmliða svo lengi sem þeir ættu
í höggi við sovéskt herlið.
Frakkland:
Vestur-þýskur stjórnar-
erindreki skotinn til bana
Frelsishreyf ing Kúrda grunuð um tilræðið
París, Reuter.
VESTUR-þýskur stjórnarerindreki var skotinn á göngubrú yfir ána
Signu i París í fyrrinótt. Að sögn lögreglu fannst bréf á manninum
frá Frelsishreyfingu Kúrda. Samtökin lýstu ekki ábyrgð á hendur sér
í bréfinu en krafist var sjálfstæðis Kúrda og þess að vestur-þýsk
sljórnvöld skiluðu aftur sjóðum sem gerðir voru upptækir er lögregla
réðst inní híbýli öfgasinnaðra Kúrda á síðasta ári.
Ráðist var á Siegfried Wielpuetz
31 ára gamlan starfsmann sendiráðs
Vestur-Þýskalands um klukkan tvö
í fyrrinótt á Avenue de New York
í 16. hverfi Parísarborgar. Vegfar-
andi fann hinn særða mann. Hann
lést af völdum skotsáranna á sjúkra-
húsi í gærmorgun. Hann megnaði
að stynja upp nokkrum setningum
áður en hann gaf upp öndina en
ekki er vitað hvort í þeim fólust
upplýsingar um árásarmennina. Að
sögn starfsmanna vestur-þýska
sendiráðsins í París kom Wielpuetz,
sem var kvæntur, til starfa þar fyr-
ir tveimur árum. Hann vann iðulega
á næturnar. Meðal annars fjallaði
hann um málefni Kúrda.
Undanfarin ár hafa Kúrdar í Vest-
ur-Evrópu vakið athygli á málstað
sínum með mótmælaaðgerðum við
sendiráð og opinberar skrifstofur.
Þeir leggja áherslu á kúgun þjóðar
sinnar í Iran, írak og Tyrklandi og
mótmæla því að stjómvöld í Vestur-
Evrópu skuli eiga samskipti við
stjórnir þessara landa. Vestur-Þjóð-
veijar hafa einkum orðið fyrir slíkum
mótmælum síðan lögregla í landinu
gerði víðtæka leit að öfgasinnuðum
Kúrdum í ágúst á síðasta ári. Þá
voru sjóðir gerðir upptækir og krefj-
ast Kúrdarnir þess að þeim verði
skilað. Talsmaður vestur-þýska ut-
anrikisráðuneytisins segir að fénu
hafi verið skilað í nóvember síðast-
liðnum.
Talið er að Frelsishreyfing Kúrda
sé undir sama hatti og neðanjarðar-
hreyfing sem kallar sig Verka-
mannaflokk Kúrda (PKK). Sá
flokkur hefur hótað morðárásum í
Evrópu til að leggja áherslu á kröf-
una um að tyrknesk stjórnvöld láti
af hendi land undir sósialískt ríki
Kúrda.