Morgunblaðið - 14.01.1988, Page 1

Morgunblaðið - 14.01.1988, Page 1
STOFNAÐ 1913 10. tbl. 76. árg.__________________________________FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Pressens Bild Glæsilegur sigur á Júgóslövum íslendingar sigruðu heims- og ólympíumeistara I mæta þeir Dönum. Páll Ólafsson skoraði þijú Júgóslava 23:20 í öðrum leik heimsbikarkeppn- mörk í gærkvöldi — hér stekkur hann inn i teig- innar í Sviþjóð í gærkvöldi. íslendingar eiga því inn og skorar eitt þeirra. Sjá nánar um mótið á möguleika á að sigra í riðlinum, en i kvöld | bls. 58 og 59. * Israel: Fjórir Palestínu- menn fluttir brott Rafah á Gaza-svæðinu. Reuter. ÍSRAELAR fluttu fjóra Pal- estínumenn til Líbanon í gær. Brottflutningurinn fór fram á sama tima og Marrack Goulding aðstoðarframkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna fékk að fara inní Rafah-flóttamannabúðirnar. Órólegt var i flóttamannabúðum viða á herteknu svæðunum i gær. Talið er að tveir menn hafi einuðu þjóðanna er litið á þessa tímasetningu sem vísvitandi ögrun. Tilkynnt var í gær að Goulding hefði framlengt dvöl sinni, en ekki var getið um hvenær hann héldi heimleiðis. Til mótmæla kom víða á herteknu svæðunum í gær. Talið er að tveir hafi látið lífið í átökum milli ísra- elskra hermanna og mótmælenda í flóttamannabúðum á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum í gær. Her- menn skutu tíu ára dreng í Jabalya-búðunum á Gaza-svæðinu og fullorðinn maður var særður lífshættulega í Kalandia-búðunum. Alls hafa 37 manns látist í óeirðun- urn á herteknu svæðunum sem nú hafa staðið í fímm vikur. Verð á olíu hækk- ar á mörkuðum Lundúnum, Reuter. VERÐ Á hráolíu hækkaði á al- þjóðamörkuðum í gær eftir lækkunina sem varð fyrr í vik- unni þegar fréttist að Saudi- Arabía og Kuwait hefðu boðið olíu á lægra verði en ákveðið hafði verið af OPEC-ríkjunum. Norðursjávarolía var seld á 16,45 dollara tunnan í gær, en verð á tunnu fór niður í 15,65 dollara á þriðjudaginn. Vantar nú lítið á að verð á hráolíu sé hið sama og það var þegar fréttir af að Saudi-Arabar veittu viðskipta- vinum í Bandaríkjunum afslátt og að Kuwait hafi boðið Japönum tunnuna á lægra verði en sam- komulag OPEC-ríkja gerir ráð fyrir. Ástæða afturbatans í hráolíu- verðinu er talin vera yfírlýsing Rilwanu Lukman, olíumálaráð- herra Nígeríu og framkværrida- stjóra OPEC, á þriðjudag þess efnis að olíuframleiðsla OPEC-ríkjanna hefði reynst 2 milljón tunnum minni á dag en áætlað var í desem- ber. Sjónvarpsvið- tali við Ryzh- kov aflýst Stokkhólmi. Reuter. SOVÉSKI forsætísráðherrann, Níkolaj Ryzhkov, sem er i opin- berri heimsókn í Svíþjóð, hættí við að koma fram i viðtalsþættí i sænska sjónvarpinu í gær. Ryzkov átti að koma fram í vinsæl- um viðtalsþætti á TV2, sem er önnur af sænsku ríkissjónvarpsstöðvunum. Á þriðjudag sýndi sjónvarpsstöðin þátt sem flallaði um þá ógn sem Svíum hefur staðið af Rússlandi allt frá því á sextándu öld. Eftir sýningu þáttarins var tilkynnt að Ryzhkov myndi ekki mæta. Sjá fréttír af heimsókn Ryzhkovs á bls. 26-27. Reuter Reagan tekurá móti Takeshita Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, og Noboru Takeshita, for- sætísráðherra Japans, hittust í Hvita húsinu i gær, en Takeshita er i opinberri heimsókn vestra. Reagan kenndi lasleika f gær, en kom til fundanns með japanska forsætísráðherranum hress i bragði. Eftir fundinn, sem stóð i tvær klukkustundir, sagði Takeshita að hann hefði verið árangursríkur og að þeir hefðu náð samkomulagi um að vinna að þvi að draga úr óhagstæðum viðskiptahalla Banda- ríkjanna. Sjá einnig: „Samþykkt að stórefla ... “ á bls. 28—29. Fundur hvalveiðiþjóða í Reykjavík: Danir óánægðir með þátttöku Grænlendinga og Færeyinga DANSKA stjórnin hefur ákveðið, að fulltrúi hennar muni ekki taka þátt í fundi hvalveiðiþjóða f Reykjavík 21. og 22. janúar fyrir hönd Grænlendinga og Færeyinga. Henrik Fischer, sem fer með hvalveiði- mál í Grænlandsdeild forsætísráðuneytísins, skýrði frá þessu í gær en hann er einnig i forsvari fyrir dönsku sendinefndina á fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Kemur þetta fram i frétt frá N. J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins i Kaupmannahöfn. fallið í átökum milli fsraelskra hermanna og Palestínumanna. ísraelar, sem hafa sætt harðri gagnrýni Sameinuðu þjóðanna vegna ástandsins á herteknu svæð- unum og vegna áforma um að reka níu Palestínumenn úr landi fyrir að hvetja til óeirða, fluttu fjóra þeirra í herþyrlu til Suður-Líbanon á svæði þar sem ísraelski herinn heldur uppi lögum og lofum. Rauði kross- inn, Jórdanir og PLO hafa fordæmt brottflutning mannanna. Sjónarvottar segja að mennimir Qórir hafi komið til búða suður- líbanska hersins, sem studdur er af ísraelum, í Maij Zhour í Beeka- dal þremur klukkustundum eftir að herþyrla ísraela skildi þá eftir við landamæri ísraels. Á sama tíma og brottflutningur mannanna íjögurra fór fram var Marrack Goulding aðstoðarfram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna leyft að fara inn í Rafah-flótta- mannabúðimar. Goulding var meinaður aðgangur að búðunum á þriðjudag. Að sögn talsmanna Sam- Þessi ákvörðun var tekin vegna þess, að Grænlendingar, sem í fyrstu sögðust ekki ætla að taka þátt í fundinum í Reykjavík, hafa nú afráðið að senda 'Jiangað tvo áheymarfulltrúa, einn fri lands- stjóminni og annan frá samtökum fiski- og veiðimanna. Henrik Fisc- her sagði í viðtali við grænlenska útvarpið, að áheymarfulltrúi gæti hvorki tekið þátt í umræðum né hugsanlegum samþykktum og því litu dönsk stjómvöld svo á, að grænlenska landsstjómin ætti ekki opinbera aðild að Reykjavíkurfund- inum. Fischer sagði ennfremur, að Danir — eins og Grænlendingar í byijun — teldu það geta haft alvar- legar afleiðingar fyrir hvalveiðar Grænlendinga og Færeyinga að taka opinberlega þátt í fundi með Norðmönnum, Suður-Kóreumönn- um, Japönum og Sovétmönnum, þjóðum, sem hefðu stutt hvalveiðar Islendinga í vísindaskyni á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Bour- nemouth í fyrra. Helgi Ágústsson, fulltrúi í ut- anríkisráðuneytinu, sagði í viðtali við Morgunblaðið, að hann vissi ekki annað en að Atli Dam lögmað- ur yrði á Reykjavíkurfundinum, sem á að §alla um skynsamlega nýtingu og vemdun sjávarspen- dýra, sem opinber fulltrúi færeysku landsstjómarinnar en hins végar hefðu Grænlendingar tekið fram, að þeir ætluðu að senda áheymar- fulltrúa. Sagði Helgi það rétt vera, að Grænlendingar gætu af þeim sökum ekki tekið þátt í almennum umræðum og atkvæðagreiðslum en ekkert væri hins vegar í veginum fyrir því, að þeir kynntu niðurstöðu hvalatalningar við Grænland eins og þeir hefðu boðað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.