Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 10.tbl.76.árg. FIMMTUDAGUR 14. JANUAR 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins * '~ ~ ¦¦ Glæsilegur sigur á Júgóslövum Pressens Bild f slendingar sigruðu heíms- og ólympíumeistara Júgóslava 23:20 í öðrum leik heimsbikarkeppn- innar í Sviþjóð í gærkvöldi. íslendingar eiga þvi möguleika á að sigra i riðlinum, en i kvöld mæta þeir Dönuni. Páll Ólafsson skoraði þrjú mörk í gærkvöldi — hér stekkur hann inn í teig- inn og skorar eitt þeirra. Sjá nánar um mótíð á bls. 58 og 59. ísrael: Fjórir Palestínu- menn fluttír brott Rafah á Gaza-svæðinu. Reuter. ÍSRAELAR fluttu fjóra Pal- estínumenn til Líbanon í gær. Brottflutningurinn fór fram á sama tima og Marrack Goulding aðstoðarframkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna fékk að fara inní Rafah-flóttamannabúðirnar. Órólegt var í flóttamannabúðum viða á herteknu svæðunum í gær. Talið er að tveir menn hafi fallið i átökum milli ísraelskra hermanna og Palestínumanna. ísraelar, sem hafa sætt harðri gagnrýni Sameinuðu þjóðanna vegna ástandsins á herteknu svæð- uiiurn og vegna áforma um að reka níu Palestínumenn úr landi fyrir að hvetja til óeirða, fluttu fjóra þeirra í herþyrlu til Suður-Líbanon á svæði þar sem ísraelski herinn heldur uppi lögum og lofum. Rauði kross- inn, Jórdanir og PLO hafa fordæmt brottflutning mannanna. Sjónarvottar segja að mennirnir fjórir hafi komið til búða suður- líbanska hersins, sem studdur er af ísraelum, í Marj Zhour í Beeka- dai þremur klukkustundum eftir að herþyrla Israela skildi þá eftir við landamæri ísraels. Á sama tíma og brottflutningur mannanna fjögurra fór fram var Marrack Goulding aðstoðarfram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna leyft að fara inn í Rafah-flótta- mannabúðirnar. Goulding var meinaður aðgangur að búðunum á þriðjudag. Að sögn talsmanna Sam- einuðu þjóðanna er litið á þessa tímasetningu sem vísvitandi ögrun. Tilkynnt var í gær að Goulding hefði framlengt dvöl sinni, en ekki var getið um hvenær hann héldi heimleiðis. Til mótmæla kom víða á herteknu svæðunum í gær. Talið er að tveir hafi látið lífið í átökum milli ísra- elskra hermanna og mótmælenda í flóttamannabúðum á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum í gær. Her- menn skutu tíu ára dreng í Jabalya-búðunum á Gaza-svæðinu og fullorðinn maður var særður lífshættulega í Kalandia-búðunum. Alls hafa 37 manns látist í óeirðun- um á herteknu svæðunum sem nú hafa staðið í fimm vikur. Verð á olíu hækk- ar á mörkuðum Lundúnum, Reuter. VERÐ Á hráolfu hækkaði á al- þjóðamörkuðum í gær eftir lækkunina sem varð fyrr í vik- unni þegar fréttist að Saudi- Arabía og Kuwait hefðu boðið olíu á lægra verði en ákveðið haf ði verið af OPEC-rikjunum. Norðursjávarolía var seld á 16,45 dollara tunnan í gær, en verð á tunnu fór niður í 15,65 dollara á þriðjudaginn. Vantar nú lítið á að verð á hráolíu sé hið sama og það var þegar fréttir af að Saudi-Arabar veittu viðskipta- vinum í Bandarfkjunum afslátt og að Kuwait hafi boðið Japönum tunnuna á lægra verði en sam- komulag OPEC-ríkja gerir ráð fyrir. Ástæða afturbatans í hráolíu- verðihu er talin vera yfirlýsing Rilwanu Lukman, olíumálaráð- herra Nígeríu og framkvæmda- stjóra OPEC, áþriðjudagþess efnis að olíuframleiðsla OPEC-ríkjanna hefði reynst 2 milljón tunnum minni á dag en áætlað var í desem- ber. Sjónvarpsvið- tali við Ryzh- kov aflýst Stokkliólmi, Reuter. SOVÉSKI forsætisráðherrann, Níkolaj Ryzhkov, sem er í opin- berri heimsókn í Svíþjóð, hættí við að koma fram i viðtalsþætti í sænska sjónvarpinu í gær. Ryzkov átti að koma fram í vinsæl- um viðtalsþætti á TV2, sem er önnur af sænsku ríkissjónvarpsstöðvunum. Á þriðjudag sýndi sjónvarpsstöðin þátt sem fjallaði um þá ógn sem Svíum hefur staðið af Rússlandi allt frá því á sextándu öld. Eftir sýningu þáttarins var tilkynnt að Ryzhkov myndi ekki mæta. Sjá fréttir af heimsókn Ryzhkovs á bls. 26-27. Reuter Reagan tekurámóti Takeshita Ronald Reagan, forseti Bandaríkjaima, og Noboru Takeshita, for- sætisráðherra Japans, hittust f Hvita húsinu i gær, en Takeshita er i opinberri heimsókn vestra. Reagan kenndi lasleika i gær, en kom tii fundarins með japanska forsætisráðherranum hress í bragði. Eftir fundinn, sem stóð i tvær klukkustundir, sagði Takeshita að hann hefði verið árangursríkur og að þeir hefðu náð samkomulagi um að vinna að þvi að draga úr óhagstæðum viðskiptahalla Banda- ríkjanna. Sjá einnig: „Samþykkt að stórefla ... " á bls. 28—29. Fundur hvalveiðiþjóða í Reykjavik; Danir óánægðir með þátttöku Grænlendinga og Færeyinga DANSKA stjórnin hefur ákveðið, að fulltrúi hennar muni ekki taka þátt i fundi hvalveiðiþjóða i Reykjavfk 21. og 22. januar fyrir hðnd Grænlendinga og Færeyinga. Henrik Fischer, sem fer með hvalveiði- mál í Grænlandsdeild forsætisráðuneytísins, skýrði frá þessu f gær en hann er einnig i forsvari fyrír dönsku sendinefndina á fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Kemur þetta fram i frétt frá N. J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins i Kaupmannahöfn. Þessi ákvörðun var tekin vegna þess, að Grænlendingar, sem í fyrstu sögðust ekki ætla að taka þátt í fundinum i Reykjavík, hafa nú afráðið að senda 'Jángað tvo áheyrnarfulltrúá, einn fr& lands- stjórninni og annan frá samtökum fiski- og veiðimanna. Henrik Fisc- her sagði í viðtali við grænlenska útvarpið, að áheyrnarfulltrúi gæti hvorki tekið þátt í umræðum né hugsanlegum samþykktum og því litu dönsk stjórnvöld svo á, að grænlenska landsstjómin ætti ekki opinbera aðild að Reykjavíkurfund- inum. Fischer sagði ennfremur, að Danir — eins og Grænlendingar í byrjun — teldu það geta haft alvar- legar afleiðingar fyrir hvalveiðar Grænlendinga og Færeyinga að taka opinberlega þátt í fundi með Norðmönnum, Suður-Kóreumönn- um, Japönum og Sovétmönnum, þjóðum, sem hefðu stutt hvalveiðar Islendinga f vísindaskyni á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Bour- nemouth í fyrra. Helgi Ágústsson, fulltrúi í ut- anríkisráðuneytinu, sagði í viðtali við Morgunblaðið, að hann vissi ekki annað en að Atli Dam lögmað- ur yrði á Reykjavíkurfundinum, sem á að fjalla um skynsamlega nýtingu og verndun sjávarspen- dýra, sem opinber fulltrúi færeysku landsstjórnarinnar en hins vegar hefðu Grænlendingar tekið fram, að þeir ætluðu að senda áheyrnar- fulltrúa. Sagði Helgi það rétt vera, að Grænlendingar gætu af þeim sökum ekki tekið þátt í almennum umræðum og atkvæðagreiðslum en ekkert væri hins vegar í veginum fyrir því, að þeir kynntu niðurstöðu hvalatalningar við Grænland eins og þeir hefðu boðað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.