Morgunblaðið - 14.01.1988, Page 4

Morgunblaðið - 14.01.1988, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 Ástralía: Islensk kona í fegurðar- keppni giftra kvenna STEINUNN Bcnediktsdóttir, 35 ára gamall starfsmaður Spari- sjóðs Hafnarfjarðar, tekur þátt í Fegurðarsamkeppni giftra kvenna sem haldin verður á Golden Coast i nágrenni Bris- bane í Ástraliu 3. febrúar nk. Steinunn var valin af Unni Arngrimsdóttur hjá Módelsam- tökunum til að taka þátt i keppninni fyrir Islands hðnd. „Þetta er í annað sinn sem ég sendi konu i þessa keppni," sagði Unnur Amgrímsdóttir. „{ fyrra tók Þórunn Elva Guðjohnsen þátt í keppninni, sem þá var haldin á Hawaiieyjum, og stóð sig mjög vel. Steinunn hefur verið sýningar- stúlka hjá mér í mörg ár og komið fram erlendis, t.d. í Frakklandi, Bretlandi og Noregi, þannig að hún er sviðsvön," sagði Unnur. „Keppnin leggst mjög vel í mig,“ Morgunblaðið/BAR Steinunn Benediktsdóttir, þátt- takandi í Fegurðarsamkeppni giftra kvenna, sem haidin verð- ur í Ástralíu 3. febrúar nk. sagði Steinunn. „Þær sem taka þátt f henni verða að vera orðnar 18 ára og búnar að vera giftar í a.m.k. eitt ár. Það má gjaman koma fram að Flugieiðir og veitingahúsið Evrópa styrkja mig til fararinnar," sagði Steinunn sem á 15 ára gamla dótt- ur og er gift Sverri Friðbjömssyni póstafgreiðslumanni. Verðlagsstofnun kannar vöruverð í kjölfar skattkerfisbreytinga: Brauð hefur hækkað um 4-6% umfram söluskattshækkun BRAUÐ hafa að jafnaði hækkað um 4-6% meira en gert var ráð fyrir vegna söluskatts- og vörugjaldsbreytinganna. Einnig hefur komið í ljós, við verðkannanir Verðlagsstofnunar, að fleiri vörur hafa hækkað umfram það sem gert var ráð fyrir vegna þessara breytinga. Verðlagsstofnun hyggst birta niðurstöður úr verðkönnun- um, sem nú eru gerðar, upp úr næstu helgi en ofangreint hefur m.a. komið fram við þær kannanir. Áætlað er að gera skyndikannan- ir á verði tvisvar í viku eins lengi og þurfa þykir og birta niðurstöð- umar opinberlega. Ríkisstjómin hefur beint því til Verðlagsstofnunar að stofnunin beiti öllum ráðum sem lög leyfí til að tryggja að lækkanir á tollum og vörugjöldum skili sér að fullu til neytenda og að hækkun vöruverðs vegna skattabreytinga fari hvergi fram úr því sem hækkun skatta gefi tilefni til. Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra kynnti þessi tilmæli ríkisstjómarinnar á fréttamanna- fundi í gær og sagði að með þeim væri verið að fylgja eftir bréfí sem hann sendi Verðlagsstofnun í des- ember s.l. þar sem óskað var eftir að stofnunin gerði sérstakar kann- anir á vöruverð í tengslum við þessar breytingar. í þeim mánuði kannaði Verðlagsstofnun verðlag sérstaklega og verður tekið mið af þeirri könnun þegar verðbreytingar em skoðaðar nú. Jón sagði að ríkisstjómin beindi því til verðlagsráðs og Verðlags- stofnunar að verðlagsþróun verði veitt strangt aðhald á næstunni meðan þessar breytingar em að ganga yfír og beiti í því skyni upp- lýsingamiðlun og tíðum verðkönn- unum og skirrist ekki við að frysta álagningu ef brögð em að því að verslanir hækki álagningu sína á þessu viðkvæma tímaskeiði. Til þessa fengi Verðlagsstofnun aukið fjárframlag og mannafla ef þurfa þætti. Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði á fundinum að með þessum tilmælum hefði ríkisstjómin tekið tímabundna pólítíska ákvörðun því í stjómarsáttmála segði að stjórn- völdum beri að hafa sem minnst áhrif á verðmyndun. Það væri þó ljóst að viss ringulréið eða misskiln- ingur ríkti meðal kaupmanna vegna þessara skattalagabreytinga og það hefði kallað á þessi viðbrögð. Guðmundur Sigurðsson deildar- stjóri hjá Verðlagsstofnun nefndi á fundinum að í ljós hefði komið við kannanir undanfarna daga að brauð hefðu almennt hækkað um 14-16% en hefðu átt að hækka um rúm 10%. Þessi mismunur hefur verið skýrður með kostnaðarhækkunum sem ekki hefði verið búið að taka tillit til í verði, og sumir kaupmenn hafa sagt að ef söluskattshækkunin hefði ekki komið til hefði verð- hækkun vegna kostnaðarhækkana orðið meiri en raun varð á. Björgun breska flugmannsins: Islenska ríkið ber kostnaðinn ÍSLENSKA ríkið ber allan kostn- að vegna björgunar breska flugmannsins sem nauðlenti á sjónum við Snæfellsnes á laugar- dagskvöldið. Það sama á við um önnur björgunarstörf sem unnin eru hér við land. Pétur Einarsson flugmálastjóri segir að ef bjarga þurfí fólki eða aðstoða sé aldrei talað um hver greiði kostnaðinn, það sé ríkisvaldið sem gerir það. „Þetta eru prýðilegar æfingar. Við þurfum að halda uppi neyðar- þjónustu og halda fólki í þjálfun og ef ekkert gerist fara fram sérstakar æfíngar," sagði Pétur. Hann sagðist ekki sjá neina ástæðu til að fara fram á að aðrir greiddu fyrir þessa þjónustu, enda væri það ekki oft sem eitthvað slíkt gerðist. Margir teldu að flugmenn og rjúpnaskyttur ættu að vera sérs- taklega tryggðir, en hann væri ekki talsmaður þeirrar skoðunar. Þess væri krafíst i nokkrum löndum, til dæmis í Grænlandi, þar sem leit gæti orðið mun umfangsmeiri og dýrari en til dæmis hér á landi. Gunnar Bergsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði að í fyrstu grein laga um stofnunina væri ákvæði um að henni bæri að bjarga mannslífum. „íslenska ríkið gerir út þessa þjónustu og hefur ekki miðað við að sú útgerð standi undir sér,“ sagði hann. VEÐURHORFUR í DAG, 14.01.88 YFIRLIT kl. 15.00 í gær: Hæðarhryggur á leiö yfir ísland en lægð á Grænlandshafi á hreyfingu norð-norð-austur. SPÁ: í dag verður minnkandi norðan- og norð-austanátt á landinu með éljum á Norður- og Austurlandi og norðantil á Vestfjörðum en björtu veðri syðra. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG: Framan af degi lítur út fyrir hæga, breyti- lega átt og víða vægt frost inn til landsins, en síðdegis þykknar upp með vaxandi suð-austan átt suö-vestanlands. HÓRFUR Á LAUGARDAG: Stíf sunnanátt og hlýindi um allt land. Rigning víða um land, síst á Norð-Austurlandi. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað m Skýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / # / * / * Slydda / * / * * # * * * # Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius V Skúrir V éi = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hltl +1 1 v«Aur snjókoma skýjað Bergen 7 rignlng Helsinki 3 þokumóða Jan Mayen +9 hálfskýjað Kaupmannah. 4 þokumóða Narssarssuaq +8 snjókoma Nuuk +8 úrkoma Osló S skýjað Stokkhólmur 3 skýjað Þórshöfn 6 skúr Algarve 13 alskýjað Amsterdam 6 skýjað Aþena 12 skýjað Barcelona 10 þokumóða Bertln 1 léttskýjað Chicago +12 heiðskfrt Feneyjar 6 þokumóða Frankfurt 3 skýjað Glasgow 8 háifskýjað Hamborg 3 skýjað Las Palmas vantar London 8 rlgnlng Los Angeles 10 léttskýjað Luxemborg S skýjað Ma.drid S rigning Malaga 13 rigning Mallorca 12 súld Montreal 1 snjóél NewYork 1 slydda Parfs 9 alskýjað Róm 11 rlgning Vín 3 léttakýjað Washington 2 mistur Winnipeg +31 þoka Valencla 12 alskýjað Þ or skafli j ókst um 8% milli ára Heildarafli síðasta árs 1.577.599 lestir ÞORSKAFLINN á síðasta ári varð 375.940 lestir. Það er litlu minna en spáð hafði verið, en rúmum 8% meira en veiddist árið áður. Loðnuafli varð 91.830 lest- um minni en 1986 og heildarafl- inn 42.525 lestum minni. Botnfiskafli í heild jókst um 45.312 lestir milli áranna. Heildaraflinn á síðasta ári varð 1.577.599 lestir, en var árið áður 1.620.124. Mismunurinn skýrist fyrst og fremst af minni loðnuafla. Veiðar á öðrum físktegundum \Jaru í nær öllum tilfellum meiri 1987 en 1986. Þorskafli jókst úr 347.748 lestum í 375.940, afli af öðrum botnfíski fór úr 261.167 lestum í 278.323 og rækjuafli jókst um 10%, úr 30.398 í 33.806. Aflinn í desember 1987 varð 33.068 lestum meiri en 1986 og munar þar mestu um aukinn loðnu- afla í mánuðinum. í desember 1986 veiddust 101.107 lestir af loðnu en nú 136.990. Þorskaflinn í mánuðin- um var nánast sá sami milli ára, jókst úr 17.289 í 17.998 lestir, ann- ar botnfiskafli jókst um rúmar 3.000 lestir. Síldarafli varð nú 5.220 lestir en var 1986 11.475. Síldar- afli allt árið varð hins vegar meiri 1987 en 1986.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.