Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 13 Guðmundur Thoroddsen menn tímanna. Farsælast er þannig að dæma ekki myndverk eftir aðferðunum heldur árangrinum, myndrænu gildi og innihaldi. Það merkilega kemur einnig í ljós við skoðun sýningar Guðmundar í Gallerí Svart á hvítu, að enda þótt hann segist vinna með vatnsliti líkt og þekjuliti og að í formála sýningar- skrár standi, að hann láti kenni- setningar um meðferð vatnslita lönd og leið, þá nær hann einmitt heillegustum árangri í þeim myndum, sem ljósrænir eiginleik- ar vatnslita koma einna skýrast fram svo sem í myndunum „Dýrl- ingar“ (5), „Dýrlingar" (10) og „Fuglafit" (24). Og slík ljósbrigði hefði Guðmundur trauðlega náð að töfra fram í þekjulitum. Þessar myndir eru í senn ró- Draumar og dýrlingar Myndlist Bragi Ásgeirsson Myndlistarmaðurinn Guð- mundur Thoroddsen, sem búsettur er í París um þessar mundir, lætur sér ekki allt fyrir bijósti brenna. Hann er einn þeirra, sem álíta sig hafa tak- markað gagn af kennisetningum og sýningum annarra listamanna, en þeim meira af lífinu og hvunn- deginum allt um kring. Þetta er á engan hátt ný né frumleg afstaða og orkar jafnvel tvímælis, því að ef kennisetningar eru ekki í tengslum við mannlífið, þá er lítið gefandi fyrir þær, og hið sama má segja um sýningar- salina. Og þannig séð virkar þetta frekar sem kokhreysti og afsökun fyrir að takast ekki á við hrein lögmál myndflatarins en sem metnaðarfull stefnuyfirlýsing (manifestation). Að sjálfsögðu hefur hver efni- viður sinn eiginleika, en þó getur það haft tilgang í sjálfu sér að láta t.d. tré líkjast gijóti og öfugt og gefa þannig frumgerð_efnisins langt nef. Sannleikurinn er einnig sá, að menn hafa teygt og togað mögu- leika vatnslitanna í tímans rás, sem hver og einn getur séð, sem rannsakar þennan þátt myndlistar á listasöfnun og í sýningarsölum. En menn munu aldrei geta kallað það gamaldags og akademískt að draga fram séreðli hvers efnis og haga vinnu sinni samkvæmt því. Þetta gerðu gömlu meistaramir og þetta gerðu frumkvöðlar nú- lista á öldinni, og þetta gera einnig margir róttækustu nýlista- mantískar og draumkenndar og ná þeim tilgangi, sem ætlast er til að undirstrika um leið, að Guð- mundur er nokkur einfari í myndsköpun sinni, þótt varla geti þær talist frumlegar og aðferðin því síður. Vinnubrögðin em full- gild fyrir því. Sýningin orkaði annars ágæt- lega á mig, enda í góðu samræmi við skammdegið, eins og það hef- ur verið undanfarið, draumkennt, en með upphöfnu ljósflæði í bland. Guðmundur málar út frá áhrif- um frá rússneskum íkonamyndum annars vegar, en innhverfri draumaveröld hins vegar og kemst vel frá því að lifa sig inn í hvortveggja við útfærslu mynda sinna. Og það tel ég aðalatriðið og þakka fyrir áhugaverða sýn- ingu . .. Lokaverkefni í Ásmundarsal við Freyjugötu stendur yfir sýning á lokaverk- efnum nýútskrifaðra arkitekta, sem stundað hafa nám í ólíkum skólum í hinum.ýmsu löndum. Sýningar sem þessar eru orðn- ar að árlegum viðburði í þessu húsi Arkitektafélags íslands og hefur sá er hér ritar rekist inn á flestar þeirra. Það má vissulega staðfesta þetta með ólíku skólana og að fram koma ýmis sérkenni, eftir því í hvaða landi viðkom- andi hefur stundað nám. Hér er og einnig vísast komin orsök fyrir hinum miklu inn- byrðis átökum milli stílbragða, sem sjá má á höfuðborgarsvæð- inu, svo að jafnvel megi líkja þeim við slagsmál á köflum. Þó er það vitaskuld af hinu góða, að ungt fólk skuli ekki allt hóp- ast á sama staðinn til náms í líkingu við ásókn myndlistar- manna til Hollands á undanförn- um árum. En máski kemur unga fólkið of fljótt heim til starfa, því að sjálft skólanámið gerir engan að góðum arkitekti, þótt diplóm- vinnan bætist einnig við. Hér þarf eiginlega einnig að koma til þjálfun á teiknistofum úti í heimi ásamt sjálfstæðum rannsóknum í bland. Brýn nauðsyn er á stofnun skóla húsagerðarlistar á íslandi til rannsókna og samhæfíngar og þá í tengslum við myndlistar- háskóla, því að arkitektúr er skapandi fag öllu öðru fremur. Fram kemur á þessari sýningu eins og hinum fyrri, að við eigum margt hæfileikafólk á sviði húsa- gerðarlistar, sem sækir stíft fram. En því skal hins vegar ekki neitað, að þrátt fyrir að því er virðist ágætar hugmyndir verður útfærslan iðulega torskilin venjulegu fólki vegna mikillar áherslu á sjálfa tæknifræðilegu hliðina. Auðvitað þarf sú hlið að vera í lagi í prófteikningum, en það sakaði ekki að mínu mati, að hugmyndimar væru settar fram á skýran, einfaldan og ljós- an hátt, svo að hvert mannsbarn mætti skilja. Þetta hef ég einmitt séð gert á glæsilegan hátt á sýningum og arkitektasöfnum erlendis og þannig var það á hinni miklu sýningu á æviverki Le Corbusier, sem ég sá á Pompidou-menning- armiðstöðinni á sl. hausti. Það horfír nefnilega ekki til framfara að mínu viti, ef tæknin og tölvurnar eiga að verða hér allsráðandi, en mannshugurinn og hin skapandi og skynræna hönd aukaatriði. Þessu vildi ég öðru fremur koma á framfæri, því að mér þóttu skýringateikningamar með hinum ýmsu hugmyndum full vélrænar og kæmi hin teiknandi hendi þar nærri kom í ljós, að þar var þjálfuninni ábótavant — slíkt skrifast að sjálfsögðu á kostnað skólanna, en ekki ger- endanna. Að þessu slepptu er jafnan ákaflega fróðlegt að skoða þessar sýningar og að ósekju mætti hanna sérstaka sýningarskrá, sem með tíð og tíma yrði merk heimild um þróunina — og mætti binda inn á 5—10 ára fresti. Hinum nýbökuðu arkitektum óska ég velfamaðar og góðs gengis í átökunum við verkefni framtíðarinnar. Gerhard Amman í Nýlistasafpinu við Vatnsstíg sýnir um þessar mundir og fram til 24. þ.m. myndverkasmiðurinn Gerhard Am- man frá Maierhöfen í Sambandslýð- veldinu. Ekki eru nemá tvö ár síðan listamað- urinn brautskráðist frá listaháskólan- um í Múnchen, þar sem hann var meistaranemandi hjá prófessor Leo Kornburst. Amman hefur notið hinnar ágætu aðstöðu, sem myndhöggvarar hafa á Korpúlfsstöðum, þar sem hann hefur unnið sem gestur frá því í sumar og munu myndimar á sýningunni vera afrakstur vinnu hans hér, amk. velflest- ar. ' Amman vinnur bæði í gijót og járn ásamt því, að hann bætir við fíngerð- ari efnum, en myndir hans em öðru fremur umhverfislistaverk, þaulhugsuð og hugmyndafræðileg. Listamaðurinn hefði þannig séð ekki getað hugsað sér heppilegri húsakynni hér í borg, en sali og veggi Nýlistasafnsins, því að myndverk hans njóta sín mjög vel þar. Sýningu sína nefnir Amman „Ulan Bator“ og veit ég ekki til hvers hann er að höfða með þeirri nafngift, nema ef vera skyldi að hann sé að vísa til hins fjarræna ög óyenjulega í nálægu rými, telji sig landkönnuð inn í heima, sem eru allt um kring, en fáir eru sér meðvitandi um. Þannig sagar hann niður steina og kannar innra rými þeirra með því að hola þá, en lætur misgrófan sallann mynd mjúka andstæðu við hart efnið og má það teljast áhugave.rður leikur. Á heilum vegg hlykkjast einfalt slöngu- lagað form sniðhallt frá gólfi upp í loft og hreyfír við hinum margvíslegustu kenndum skoðandans eftir því hver á í hlut. Þetta er sértækt og einfalt mynd- verk. Uppi á lofti er svo blár bátur með hvítar árarnar úti og kyrfilega skorðað- ur í hið sérstaka tilfallandi rými. Þannig er báturinn í senn gamalt rými og nýtt rými, gamall tími sem nýr tími að viðbættu því sérstaka andrúmi, sem listamaðurinn framkallar og hver og einn má spá í að vild. Þetta er ein- föld sýning og um leið margræð, allt eftir því hvemig á malið er litið, því að hún hreyfir sennilega lítið viðkennd- um margra, en verður öðrum tilefni til margvíslegra hugleiðinga. En hún er öðru fremur ágætt innlegg í þær myndrænu rökræður, sem átt hafa sér stað í þessum húsakynnum um dagana og hér nokkuð sér á báti. Þá er hún mjög nútímaleg og mjög í anda þeirrar endurreisnar, sem átt hef- ur sér stað i skúlptúrnum meðal þýðverskra á undanförnum áratugum. Og þannig séð í alla staði hin áhuga- verðasta. Gerhard Amman Nú þurfa allir að laga línurnar eftir jólamatinn. Við hjá Röskvu bjóðum aðstoð. Ný námskeið hefjast 18. janúar nk. Tímar: Mánudaga, mið- vikudaga, föstudaga. Skráning í íþróttahúsinu Digranesi, sími 42230. íþróttaráð. Kópavogsbúar - nágrannar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.