Morgunblaðið - 14.01.1988, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988
17
Orkusala eða draumórar
Svar frá íslenzka
Alfélaginu hf.
við 300 dálksenti-
metrum Hjörleifs
Guttormssonar
Seint verður Hjörleifur Gutt-
ormsson, alþingismaður, vændur
um ódugnað. Nú síðast birtir hann
300 dálksentimetra grein í Morgun-
blaðinu þann 7. janúar. Hjörleifur
nefnir greinina „Orkuiðnað — fortíð
og framtíð"1, en horfir að megin-
hluta til aftur á við. Alþingismaður-
inn virðist óttast dóm sögunnar
jrfir iðnaðarráðherra ríkisstjómar
dr. Gunnars Thoroddsens. Eins og
jafnan, þegar þessi andstæðingur
samstarfs við erlenda aðila um stór-
iðju kveður sér hljóðs um orkumál,
kyijar hann gamlan söng og kunn-
uglegan. Svo sem við er að búast
sér hann skrattann uppmálaðan í
líki Alusuisse og dótturfyrirtækisins
ÍSAL, og honum virðist einkar sýnt
um að líta ekki í aðrar áttir. Klifað
er á gömlum tuggum eins og t.d.
„hvemig fjölþjóðafyrirtæki kemur
ár sinni fyrir borð gagnvart smá-
þjóð með yfirburðum í samninga-
tækni" o.fl. o.fl.
Hvar sér verka Hjörleifs Gutt-
ormssonar, fyrrverandi iðnaðarráð-
herra, stað í íslenzku atvinnulífi?
Einungis í því, sem ekki hefur
gerzt. Skýringar árangursleysis
„ára hinna glötuðu tækifæra" er
að finna í grein þingmannsins.
Hann tínir til eftirfarandi skraut-
blóm einnar af nefndum sínum um
„forsendur orkuiðnaðar".
a. „Virk íslensk jrfírráð, sem fela
í sér að landsmenn eigi traustan
meirihluta í iðnfyrirtælqum og hafi
vald á tækni, útvegun hráefna og
sölu afurða."
Sé átt við stóriðju, þ.e.a.s. orku-
freka málmvinnslu, er þetta óraun-
hæft. Þeir sem leggja trúnað á gildi
þessa hugsjónaríka stefnumiðs vita
ekki mikið um heim tækni, við-
skipta og verkaskiptingar.
b. „Krafa um arðsemi, þar sem
m.a. sé gengið út frá orkuverði sem
miðist við framleiðslukostnað í nýj-
um virkjunum."
Hér vantar skilgreiningu á því,
hver sé framleiðslukostnaður í nýj-
um virkjunum. Almenningur hefur
í þessum efnum ekki aðra viðmiðun
en heimilistaxta rafveitunnar. Með
kúnstum má reikna framleiðslu-
kostnaðarverð hvar sem er á bilinu
10 mill/kWh-30 miIl/kWh. Það er
líka ljóst, að við mat stóriðjukosta
verður að taka tillit til fleiri atriða
en orkuverðs.
í grein sinni ver Hjörleifur mestu
rúmi í uppriíjun á fortíðinni á mjög
villandi hátt. Pullyrðingar hans um
hækkun í hafi og bókhaldsbrellur
hafa verið marghraktar. Hér verður
því aðeins bent á nokkur atriði, er
varða starfsemi ÍSAL.
Frá því ÍSAL hóf starfsemi, hef-
ur rúmlega þriðjungur af árlegri
veltu fyrirtækisins runnið sem tekj-
ur til Islendinga. Þetta hlutfall er
sambærilegt við innlendar telcjur
af veltu skuttogara. Árið 1984
jafngiltu gjaldeyristekjur af starf-
semi ISAL og Jámbiendifélagsins
gjaldejrristekjum af einnar milljón
tonna loðnuafla.
Samningurinn við Alusuisse
1966 var forsenda Búrfellsvirkjun-
ar. Á eftir fylgdu Sigölduvirkjun
og Hrauneyjafossvirkjun, og að lok-
um hringtenging kerfisins. Þessar
framkvæmdir mörkuðu tímamót,
sem enginn efast um að hafi orðið
landsmönnum til mikilla hagsbóta.
Díselrafstöðvar, sem áður voru
ómissandi um land allt í árlegu
vatnsleysi hinna dreifðu smávirkj-
ana, hejrra nú sögunni til. Sannað
er, að orkuverð til almennings hefði
orðið hærra en raunin er, ef stór-
iðja hefði ekki komið til, þótt
Hjörleifur eigi bágt með að kyngja
því.
Með uppbyggingu virkjana og
starfsemi ISAL hefur flutzt inn í
landið erlend tækni- og verkþekk-
ing sem mun halda áfram að koma
landsmönnum til góða um ókomin
ár.
Auk tekna af sölu raforku til
stóriðju ber að taka með í reikning-
inn ýmsar beinar tekjur, svo sem
laun, flutningsgjöld og þjónustu-
gjöld, og óbeinar tekjur, t.d. að-
stöðugjöld, nýtingu hafnarmann-
vitkja og margfeldisáhrif í
atvinnulífinu, og er kannski nær-
tækast að líta til þeirrar uppbygg-
ingar, sem orðið hefur í Hafnarfirði
á starfstíma ÍSAL.
Það, sem ráðherrann fyrrverandi
berst á móti, er „orkusölustefnan".
Eins og Iesa má úr stefnuatriðum
hans hér að ofan, beinist stefna
hans að því að selja ekki orku til
orkufreks iðnaðar, heldur einvörð-
ungu til fyrirtækja, sem Islendingar
ráða alfarið sjálfir, e.t.v. þó með
erlendum lántökum. Til marks um
þettá er eftirfarandi setning; „Ég
hef aldrei skilið söknuð manna jrfír
að sjá vatn strejrma óbeislað til sjáv-
ar eða reyki stíga upp frá óspilltum
jarðhitasvæðum!"
Samkvæmt „orkunýtingar-
stefnu" Hjörleifs er því eðlilegast,
að orka sé áfram óbeizluð! Hjörleif-
ur segir, að_ „samningamir við
Alusuisse um ÍSAL allt frá upphafi
Þ JÓÐLEIKHÚSIÐ sýnir Brúðar-
myndina eftir Guðmund Steins-
son í allra síðasta sinn
föstudagskvöldið 15. janúar.
Brúðarmyndin er ellefta leikrit
Guðmundar Steinssonar og það
sjöunda sem Þjóðleikhúsið sýnir,
en verk hans hafa verið sýnd í
tólf löndum utan íslands.
Leikstjóri Brúðarmyndar er Stef-
án Baldursson, tónlist er eftir
„Hvar sér verka Hjör-
leifs Guttormssonar,
fyrrverandi iðnaðar-
ráðherra, stað í
íslenzku atvinnulífi?
Einungis í þvi, sem ekki
hefur gerzt. Skýringar
árangursleysis „ára
hinna glötuðu tæki-
færa“ er að finna í
grein þingmannsins.“
til þessa dags séu skilgetið afkvæmi
orkusölustefnunnar". Hann gerir
litið úr samningamönnum íslands
og sakar þá um skort á samninga-
tækni og um vanhæfni.
En hveijar em staðreyndimar
um þjóðhagslega hagkvæmni
ÍSAL? Starfsmenn ISAL 1987 vom
620, en að auki er fjöldi manna
beint og óbeint í ýmsum þjónustu-
störfum, þ.m.t. í opinbera geiran-
um. Kostnaður fyrirtækisins vegna
eigin starfsmanna og verktaka var
um 1,1 milljarður króna 1987. Árs-
kostnaður fyrirtækisins vegna
raforkukaupa er um 0,7 milljarður
króna. Velta fyrirtækisins nam um
5,2 milljörðum króna á síðasta ári,
þ.e.a.s. aðeins ofangreindir 2 liðir
nema meira en þriðjungi veitunnar.
Þjóðin hefði orðið af þessum tæp-
lega 2 milljörðum á ári, hefði
samningatækni Hjörleifs Guttorms-
sonar verið ráðandi sl. 2 áratugi.
En fer andvirði raforkuverðsins til
að greiða skuldasúpu vegna virkj-
unar, sem Landsvirkjun þurfti að
leggja í vegna ÍSAL? Það er fróð-
legt fyrir íslenzka raforkunotendur _
að vita, að ÍSAL hefur nú þegar'
greitt sem nemur andvirði Búrfells-
virkjunar og tilheyrandi dreifikerfis.
Það þýðir auðvitað, að ofangreindur
0,7 milljarður er nú til hagsbóta
öðrum neytendum. Orkuverð til
ÍSAL lækkar ekki. Það er ekki
bundið framleiðslukostnaði Lands-
virkjunar, heldur afurðaverði fyrir-
tækisins. Flestir sjá, að slíkt er
sanngjamt. Það er raunhæf verð-
trygging. Greitt er í Bandaríkjadöl-
um og megnið af skuldum
Landsvirkjunar er í sömu mjmt. Frá
1980 hefur raungildi dollars
sveiflazt upp og niður, en Lands-
virkjun er vel sett með skuldir og
tekjur að mestu í sömu mynt. Eitt
grundvallaratriði verða menn að
hafa hugfast, þegar hugleidd er
samvinna við erlenda aðila um upp-
byggjngu atvinnulífs hérlendis: Hún
verður ekki að veruleika, nema báð-
ir aðilar hafi hag af.
Slík samvinna kemst ekki á, ef
að leiðarljósi eru hafðir pólitískir
fordómar í ætt við það, að verið sé
„að selja orkuna til iðnfyrirtækja í
erlendri eigu, sem flytja arðinn
úr Iandi“ (undirstrikun ISAL). All-
ir vita, hvílfkar byrðar þjóðinni hafa
verið bundnar erlendis með skulda-
söfnun. Hvetjir bera ábyrgð þar á?
'Að stofni innlegg á ráðstefnu VFI
í nóvember sl. um stóriðiu.
Kristbjörg Kjeld og Erlingur Gíslason í hlutverkum sinum i Brúðar-
myndinni.
Síðasta sýning á Brúðar-
myndinni í Þjóðleikhúsinu
Gunnar Reyni Sveinsson, Þórunn
S. Þorgrímsdóttir gerði leikmynd
og búninga og Ásmundur Karlsson
hannaði lýsingu.
Með hlutverk fara Erlingur Gísla-
son, Kristbjörg Kjeld, Halldór
Bjömsson, Guðný Ragnarsdóttir,
Róbert Amfínnsson, Herdís Þor-
valdsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir,
Sigurður Skúlason og Amór Benón-
ýsson.
is'tSM
sem
er
Góöa heilsu fseröu meö góöum s\/efni og góöan s\/efn
færöu í góöu rúmi.
SHANGHAI-rúmiö er meö hinum þekktu sænsku fjaöra-
dýnum sem þykja þær bestu í dag.
Teg: SHANGHAI m/náttboröum
Scr. 31.920.-
kr. 3.000,- á mán.
kr. 2.920.- útb. með Visa eða Euro.
2ja ára ábyrgð.
húsgagiuriiöllin
REYKJAVlK