Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.01.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 17 Orkusala eða draumórar Svar frá íslenzka Alfélaginu hf. við 300 dálksenti- metrum Hjörleifs Guttormssonar Seint verður Hjörleifur Gutt- ormsson, alþingismaður, vændur um ódugnað. Nú síðast birtir hann 300 dálksentimetra grein í Morgun- blaðinu þann 7. janúar. Hjörleifur nefnir greinina „Orkuiðnað — fortíð og framtíð"1, en horfir að megin- hluta til aftur á við. Alþingismaður- inn virðist óttast dóm sögunnar jrfir iðnaðarráðherra ríkisstjómar dr. Gunnars Thoroddsens. Eins og jafnan, þegar þessi andstæðingur samstarfs við erlenda aðila um stór- iðju kveður sér hljóðs um orkumál, kyijar hann gamlan söng og kunn- uglegan. Svo sem við er að búast sér hann skrattann uppmálaðan í líki Alusuisse og dótturfyrirtækisins ÍSAL, og honum virðist einkar sýnt um að líta ekki í aðrar áttir. Klifað er á gömlum tuggum eins og t.d. „hvemig fjölþjóðafyrirtæki kemur ár sinni fyrir borð gagnvart smá- þjóð með yfirburðum í samninga- tækni" o.fl. o.fl. Hvar sér verka Hjörleifs Gutt- ormssonar, fyrrverandi iðnaðarráð- herra, stað í íslenzku atvinnulífi? Einungis í því, sem ekki hefur gerzt. Skýringar árangursleysis „ára hinna glötuðu tækifæra" er að finna í grein þingmannsins. Hann tínir til eftirfarandi skraut- blóm einnar af nefndum sínum um „forsendur orkuiðnaðar". a. „Virk íslensk jrfírráð, sem fela í sér að landsmenn eigi traustan meirihluta í iðnfyrirtælqum og hafi vald á tækni, útvegun hráefna og sölu afurða." Sé átt við stóriðju, þ.e.a.s. orku- freka málmvinnslu, er þetta óraun- hæft. Þeir sem leggja trúnað á gildi þessa hugsjónaríka stefnumiðs vita ekki mikið um heim tækni, við- skipta og verkaskiptingar. b. „Krafa um arðsemi, þar sem m.a. sé gengið út frá orkuverði sem miðist við framleiðslukostnað í nýj- um virkjunum." Hér vantar skilgreiningu á því, hver sé framleiðslukostnaður í nýj- um virkjunum. Almenningur hefur í þessum efnum ekki aðra viðmiðun en heimilistaxta rafveitunnar. Með kúnstum má reikna framleiðslu- kostnaðarverð hvar sem er á bilinu 10 mill/kWh-30 miIl/kWh. Það er líka ljóst, að við mat stóriðjukosta verður að taka tillit til fleiri atriða en orkuverðs. í grein sinni ver Hjörleifur mestu rúmi í uppriíjun á fortíðinni á mjög villandi hátt. Pullyrðingar hans um hækkun í hafi og bókhaldsbrellur hafa verið marghraktar. Hér verður því aðeins bent á nokkur atriði, er varða starfsemi ÍSAL. Frá því ÍSAL hóf starfsemi, hef- ur rúmlega þriðjungur af árlegri veltu fyrirtækisins runnið sem tekj- ur til Islendinga. Þetta hlutfall er sambærilegt við innlendar telcjur af veltu skuttogara. Árið 1984 jafngiltu gjaldeyristekjur af starf- semi ISAL og Jámbiendifélagsins gjaldejrristekjum af einnar milljón tonna loðnuafla. Samningurinn við Alusuisse 1966 var forsenda Búrfellsvirkjun- ar. Á eftir fylgdu Sigölduvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun, og að lok- um hringtenging kerfisins. Þessar framkvæmdir mörkuðu tímamót, sem enginn efast um að hafi orðið landsmönnum til mikilla hagsbóta. Díselrafstöðvar, sem áður voru ómissandi um land allt í árlegu vatnsleysi hinna dreifðu smávirkj- ana, hejrra nú sögunni til. Sannað er, að orkuverð til almennings hefði orðið hærra en raunin er, ef stór- iðja hefði ekki komið til, þótt Hjörleifur eigi bágt með að kyngja því. Með uppbyggingu virkjana og starfsemi ISAL hefur flutzt inn í landið erlend tækni- og verkþekk- ing sem mun halda áfram að koma landsmönnum til góða um ókomin ár. Auk tekna af sölu raforku til stóriðju ber að taka með í reikning- inn ýmsar beinar tekjur, svo sem laun, flutningsgjöld og þjónustu- gjöld, og óbeinar tekjur, t.d. að- stöðugjöld, nýtingu hafnarmann- vitkja og margfeldisáhrif í atvinnulífinu, og er kannski nær- tækast að líta til þeirrar uppbygg- ingar, sem orðið hefur í Hafnarfirði á starfstíma ÍSAL. Það, sem ráðherrann fyrrverandi berst á móti, er „orkusölustefnan". Eins og Iesa má úr stefnuatriðum hans hér að ofan, beinist stefna hans að því að selja ekki orku til orkufreks iðnaðar, heldur einvörð- ungu til fyrirtækja, sem Islendingar ráða alfarið sjálfir, e.t.v. þó með erlendum lántökum. Til marks um þettá er eftirfarandi setning; „Ég hef aldrei skilið söknuð manna jrfír að sjá vatn strejrma óbeislað til sjáv- ar eða reyki stíga upp frá óspilltum jarðhitasvæðum!" Samkvæmt „orkunýtingar- stefnu" Hjörleifs er því eðlilegast, að orka sé áfram óbeizluð! Hjörleif- ur segir, að_ „samningamir við Alusuisse um ÍSAL allt frá upphafi Þ JÓÐLEIKHÚSIÐ sýnir Brúðar- myndina eftir Guðmund Steins- son í allra síðasta sinn föstudagskvöldið 15. janúar. Brúðarmyndin er ellefta leikrit Guðmundar Steinssonar og það sjöunda sem Þjóðleikhúsið sýnir, en verk hans hafa verið sýnd í tólf löndum utan íslands. Leikstjóri Brúðarmyndar er Stef- án Baldursson, tónlist er eftir „Hvar sér verka Hjör- leifs Guttormssonar, fyrrverandi iðnaðar- ráðherra, stað í íslenzku atvinnulífi? Einungis í þvi, sem ekki hefur gerzt. Skýringar árangursleysis „ára hinna glötuðu tæki- færa“ er að finna í grein þingmannsins.“ til þessa dags séu skilgetið afkvæmi orkusölustefnunnar". Hann gerir litið úr samningamönnum íslands og sakar þá um skort á samninga- tækni og um vanhæfni. En hveijar em staðreyndimar um þjóðhagslega hagkvæmni ÍSAL? Starfsmenn ISAL 1987 vom 620, en að auki er fjöldi manna beint og óbeint í ýmsum þjónustu- störfum, þ.m.t. í opinbera geiran- um. Kostnaður fyrirtækisins vegna eigin starfsmanna og verktaka var um 1,1 milljarður króna 1987. Árs- kostnaður fyrirtækisins vegna raforkukaupa er um 0,7 milljarður króna. Velta fyrirtækisins nam um 5,2 milljörðum króna á síðasta ári, þ.e.a.s. aðeins ofangreindir 2 liðir nema meira en þriðjungi veitunnar. Þjóðin hefði orðið af þessum tæp- lega 2 milljörðum á ári, hefði samningatækni Hjörleifs Guttorms- sonar verið ráðandi sl. 2 áratugi. En fer andvirði raforkuverðsins til að greiða skuldasúpu vegna virkj- unar, sem Landsvirkjun þurfti að leggja í vegna ÍSAL? Það er fróð- legt fyrir íslenzka raforkunotendur _ að vita, að ÍSAL hefur nú þegar' greitt sem nemur andvirði Búrfells- virkjunar og tilheyrandi dreifikerfis. Það þýðir auðvitað, að ofangreindur 0,7 milljarður er nú til hagsbóta öðrum neytendum. Orkuverð til ÍSAL lækkar ekki. Það er ekki bundið framleiðslukostnaði Lands- virkjunar, heldur afurðaverði fyrir- tækisins. Flestir sjá, að slíkt er sanngjamt. Það er raunhæf verð- trygging. Greitt er í Bandaríkjadöl- um og megnið af skuldum Landsvirkjunar er í sömu mjmt. Frá 1980 hefur raungildi dollars sveiflazt upp og niður, en Lands- virkjun er vel sett með skuldir og tekjur að mestu í sömu mynt. Eitt grundvallaratriði verða menn að hafa hugfast, þegar hugleidd er samvinna við erlenda aðila um upp- byggjngu atvinnulífs hérlendis: Hún verður ekki að veruleika, nema báð- ir aðilar hafi hag af. Slík samvinna kemst ekki á, ef að leiðarljósi eru hafðir pólitískir fordómar í ætt við það, að verið sé „að selja orkuna til iðnfyrirtækja í erlendri eigu, sem flytja arðinn úr Iandi“ (undirstrikun ISAL). All- ir vita, hvílfkar byrðar þjóðinni hafa verið bundnar erlendis með skulda- söfnun. Hvetjir bera ábyrgð þar á? 'Að stofni innlegg á ráðstefnu VFI í nóvember sl. um stóriðiu. Kristbjörg Kjeld og Erlingur Gíslason í hlutverkum sinum i Brúðar- myndinni. Síðasta sýning á Brúðar- myndinni í Þjóðleikhúsinu Gunnar Reyni Sveinsson, Þórunn S. Þorgrímsdóttir gerði leikmynd og búninga og Ásmundur Karlsson hannaði lýsingu. Með hlutverk fara Erlingur Gísla- son, Kristbjörg Kjeld, Halldór Bjömsson, Guðný Ragnarsdóttir, Róbert Amfínnsson, Herdís Þor- valdsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Sigurður Skúlason og Amór Benón- ýsson. is'tSM sem er Góöa heilsu fseröu meö góöum s\/efni og góöan s\/efn færöu í góöu rúmi. SHANGHAI-rúmiö er meö hinum þekktu sænsku fjaöra- dýnum sem þykja þær bestu í dag. Teg: SHANGHAI m/náttboröum Scr. 31.920.- kr. 3.000,- á mán. kr. 2.920.- útb. með Visa eða Euro. 2ja ára ábyrgð. húsgagiuriiöllin REYKJAVlK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.