Morgunblaðið - 14.01.1988, Síða 19

Morgunblaðið - 14.01.1988, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 19 fyrir sveitarfélögin að ríkissjóður ljúki þessu uppgjöri á fjórum árum og sitthvað bendir til að hér sé áætluð alltof lág upphæð í þessu skyni. Það er síðan kapítuli út af fyrir sig, að ráðuneyti og flárveitinga- nefiid Alþingi er ætlað að „skipta greiðslum úr uppgjörsdeild", þannig að fulltrúar viðkomandi sveitarfé- laga munu eftir sem áður þurfa að hlaupa á milli þessara aðila næstu árin. Í umræðu um þetta mál hefur verið hampað athugun, sem gerð hefur verið á heildaráhrifum breyttrar verkaskiptingar á Qárhag sveitarfélaga á Vesturlandi. Sú at- hugun varðar ekki aðeins tillög- ur samkvæmt frumvarpinu, heldur stóra áfangann sem boð- aður er síðar. Þá er sveitarfélögum þar skipt niður í 8 flokka eftir íbúa- flölda og gert ráð fyrir að með sérstökum misháum framlögum úr sérdeild Jöfnunarsjóðs verði þeim bættur upp kostnaðarauki af breyttri verkskiptingu. Niðurstöð- umar eru taldar viðunandi fyrir sveitarfélögin í heild, enda er þá gengið út frá „að fjárveitingar tii sjóðsins (Jöfnunarsjóðs) verði i samræmi við ákvæði laga um tekjustofna sveitarfélaga". Sjóð- urinn hefur hins vegar í reynd verið skertur verulega á undanfömum ámm og er ekkert lát á þeirri stefnu af hálfu ríkisvaldsins. Illa valin verkefni Fjárhagsdæmið sem rakið hefur verið hér að ofan ætti að nægja til að sannfæra menn um, að með fyr- irliggjandi frumvarpi er rasað um ráð fi-am. Sveitarfélögin verða að fá skýrari heildarmynd áður en far- ið er að lögfesta einstaka þætti. Við þetta bætist, að sumt í tíllög- um nefndanna um verkefnatil- flutning er vafasamt út frá eðli máls og einstaka þættir fráleitir. Dæmi um hið síðast talda eru tón- listarfræðsla og byggðasöfn. Rétt er að taka það skýrt fram, að ég tel fyllilega tímabært að fara yfir og breyta verkaskipt- ingu milli ríkis og sveitarfélaga í ýmsum greinum. Alþýðubanda- lagið hefur einmitt lagt áherslu á valddreifingu, en fjárhagsleg og lagaleg undirstaða verður að vera reist á traustum grunni. Að mínu mati hefði verið æskilegt að ráð- stafa ýmsum svæðisbundnum þáttum, sem ríkinu eru ætlaðir sam- kvæmt fyrirliggjandi tillögum, til millistigs í stjómkerfinu þ.e. til hér- aða eða fylkja. Hér er ekki rúm til að íjalla um_ einstakar tillögur um breytta verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga. Aðeins skal staðhæft, að mí^gar þeirra þurfa mun nánari athugúnar við, áður en tímabært sé að Alþingi og sveitarfélög taki bindandi áF stöðu til þeirra. Kynningu vantar á frumvarpinu Það ber ekki vott um góðan málstað, að talsmenn ríkisstjórn- arinnar á Alþingi hafa staðið þvert gegn því, að frumvarpið um breytta verkaskiptíngu verði sent út tíl umsagnar og kynning- ar í sveitarstjómum og hjá fleiri aðilum. Slíkt þykir þó að jafnaði eðlilegt, þegar um lagasetningu er að ræða, sem er einfaldari í sniðum en þessi „bandormur". Ekki liggur fyrir álit einnar einustu sveitar- stjórnar á frumvarpinu, en margar athugasemdir aðila, sem komið hafa á fund félagsmála- nefndar Neðri deildar. Stjórnarandstaðan á Alþingi hef- ur haldið uppi harðri gagnrýni á frumvarpið og vinnubrögðin sem því tengjast af hálfu stjómvalda. Þeim þingmönnum fer fjölgandi í stuðningsliði ríkisstjómarinnar, sem taka uadir þessa gagnrýni. Nú er það sveitarstjórnarmanna að taka við sér og gera kröfu tíl þess, að þeir fái að kynna sér málavöxtu áður en lengra er komið út í ófæmna. Sinfóníuhljómsveit Islands: Arlegir Vínartón- leikar um helgina ARLEGIR Vínartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands verða haldnir i íþróttahúsinu á Akra- nesi föstudaginn 15. janúar kl. 20.30 og endurteknir i Há- skólabíói á laugardag klukkan 17.00. Að vanda verður efnisskrá vid allra hæfi og Qölbreyttur tónlistar- flutningur. Með hljómsveitinni syngja .Kór Fjölbrautaskólans á Akranesi og kirkjukórinn þar og einsöngvari er austuríska sópran- söngkonan Sylvana Dussmann. Stjómandi á tónleikunum verður austuríski stjómandinn og fiðluleik- arinn Peter Guth, en kórstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson. A efnisskrá verða polkar og vals- ar eftir Johann Strauss yngri og eldri og flutt verk úr óperunum Leðurblökunni og Sigaunabarónin- um. Til dæmis verður fluttur valsinn „An der Schönen Blauen Donau" fyrir kór og hljómsveit. Stjómandinn, Peter Guth, nam fyrst fiðluleik í Vínarborg og síðar í þijú ár í Moskvu hjá David Oistrach. Hann hefur tekið þátt í tónleikaferðum um allan heim, leik- ið inn á hljómplötur og unnið við kennslu og kynnt nýja fiðlutækni. Hann er mikill áhugamaður um samtíðartónlist, en samt ekki síður þekktur fyrir flutning á Vfnartón- list. Hann hefiir sagt um hana: „Hin tímalausa Vínartónlist, sem þekkt er um allan heim og aldrei tapar aðdráttaraflinu, er það list- Peter Guth stjórnandi á Vínar- tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands. form sem einna jákvæðustu áhrif hefur á fólk. Umhyggja fyrir henni er mér alvarleg skylda sem tónlist- armanni frá Vínarborg." Auk þess að stjóma hljómsveit- inni leikur Peter Guth á fíðlu í öllum verkunum. Sylvana Dussmann, sem er 26 ára sópransöngkona, er ný stjama á uppleið í klassískum söng og hefur náð miklum vinsældum í heimalandi sínu, Austurríki. (Úr fréttatilkynningu) FR deild 4 tíu ára í dag FR DEILD 4 er 10 ára í dag. Deildin var stofnuð 14. janúar 1978 og var stofnfundurinn hald- inn að Hlégarði í Mosfellssveit. Á stofnfundinn mættu um 130 manns. FR deild 4 hefur á þessum ámm, sem liðin em, ávallt verið stærsta deildin innan Félags farstöðvaeig- enda á Islandi. Deildin hefur um nokkurra ára skeið starfrækt FR radio 5000 og nú hin síðari ár að hluta til í samvinnu við landsstjóm félagsins. Þessi starfsemi hefur mælst mjög vel fyrir og er ekki ofsögum sagt, að FR radio 5000 gegni mikilvægu hlutverki fyrir alla FR-félaga sem leið eiga til Reykjavíkur. Það sinnir því ekki aðeins félögum deildarinnar. Starf deildarinnar byggist fyrst og fremst á því, að þetta er fjar- skiptafélag. Þó hefur verið reynt að halda uppi félagsstarfi með fé- lagsvist og öðru slíku. Þeir sem til þekkja telja að talstöðin sem í dag- legu tali er kölluð FR-talstöð geti verið hið þarfasta þing. Því er ekki að leyna, að til em þeir sem líta öðmvísi á málin og nota talstöð sína aðeins til að skemma fyrir öðmm. FR deild 4 telur, að eitt brýnasta verkefnið sé að bæta umgengnina í loftinu og að því er stefnt. Laugardaginn 16. janúarnk. kl. 15.00 verður boðið til afinælis- kaffis í félagsheimili deildarinnar í Dugguvogi 2. Félagar deildarinnar og aðrir velunnarar em hvattir til þess að líta inn. Núverandi formaður deildarinnar er Tómas Ragnarsson FR 2170. (Fréttatilkynning) Við byrjum hvem dag /'„ heilsumánuðinum “ með lauflóttum morg- unteygjum íKringlunni kl. 9.30 undir stjóm Janusar Guðlaugssonar iþróttakennara. Þú getur gert þessar æfingar hér i Kringlunni með okkur eða hvar sem er. Þær eru sérstaklega ætlaðar vinn- andi fólki: íbúðinni, frystihúsinu, eldhúsinu, við tölvuna, ritvélina eða núna meðan þú lest Moggann. Munið að gera þessar æfing- ar rólega og anda eðlilega á meðan. iht m Þú hallar höfötnu rólega til skiptistil beggja hlióa. ‘I i I Pá teygir þú hendumar róiega upp til skiptis. Siðan lyftir þú öxlunum rólega upp og lætur þærsigaafturnióur. Loks heldur þO annarri hendinni uppi og beygir þig rólega til hliöar. ídag kl. 9.30 mun Val- geir Guðjónsson kynna kínverskar alþýðu- æfíngar. Á morgun kemur Ingi Jakobsson innanhússarkitekt i heimsókn og verðurrætt við hann um það hvernig góð hönnun geti stuðlað að betri heilsu. Hingað kemur síðan gestur i heimsókn á hverjum morgni til mánaðamóta. Vertu með okkur i lau- fléttum morgunteygjum í Kringlunni, á Bylgjunni eða bara núna. Dagskráin á „heilstutorgum " Kringlunnar í dag, fímmtudaginn 14. janúar, erþannig að öðru leyti og munu þá eftirtaldir aðilar kynna starfsemi sína: Kl. 15-19: Landlæknlsembættlð Kl. 15-18: Melnatæknar Kl. 14-16: LJósmæður Kl. 15-17: Snyrtlfræðlngar Komdu við ogfúðu ráð og upplýsingar hjá sérfrceöingum um BETRIHEILSUÁ NÝJU ARI“ á „heilsutorgum “ Kringlunnar. Starfsfólk Kringlunnar OPINN FUNDUR A HOTEL SOGU I KVÖLD Ástand og horfur í efnahagsmálum Framsóknarfélag Reykjavíkur efnir til fundaríkvöld, fimmtudagskvöld, meö Steingrími Hermannssyni, for- manni Framsóknarflokksins, íÁtthagasal Hótel Sögu kl. 20.30. Fundarefni: Ástand og horfur í efnahagsmálum. Eftir framsöguræöu svarar Steingrímur Hermannsson fyrrispurnum. Fundarstjóri: Valdimar K. Jónsson, prófessor. Allir velkomnir. FRAMSÓKNARFÉLAG REYKJAVÍKUR Höfundur er alþingismaður Al- þýðubandalagsins fyrir Austur- landskjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.