Morgunblaðið - 14.01.1988, Side 25

Morgunblaðið - 14.01.1988, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988 25 Bóndi sýknaður af kröfum Áburðarverksmiðjunnar: Búnaðarf élagið var við- skiptaaðili, ekki bóndinn Skógræktarfélag- Islands: Arsrit komið út ÁRSRIT Skógræktarfélags ís; lands árið 1987 er komið út. í ritinu eru 14 greinar um málefni er varðar skógrækt en auk þess er birt að venju skýrsla um starf- semi skógræktar ríkisins á árinu og störf skógræktarfélaganna. Þess utan er sagt frá aðalfundi Skógræktarfélags íslands árið 1986. I ritinu er meðal annars grein eftir Amór Snorrason áætlanafull- trúa Skógræktar ríkisins, um lerki á íslandi þar sem hann gerir saman- burð á tegundum, kvæmum og vaxtarstöðum. Þorbergur Hjalti Jonsson skógfræðingur ritar tvær greinar um vöxt og ræktun sitka- grenis í Skaftafellssýslum og aðra um fylgni hita og vaxtar stafafuru á Norðurlandi. Birt er erindi Vil- hjálms Lúðvíkssonar framkvæmda- stjóri Rannsóknarráðs ríkisins, um markmið skógræktar á íslandi sem hann hélt á aðalfundi Skógræktar- félags árið 1986. Þess utan eru birt í ritinu erindi FRAMBOÐ er nú að aukast á erlendum fiskmörkuðum og verð því lægra en síðustu daga. Verð- ið er þó enn hátt, 100 krónur fyrir ýsukíló, þorskur fór á um 80, grálúða á 80 og karfi 76. Mikið framboð á ýsu hefur vald- ið verðlækkun milli daga um nálægt 10%. Engey RE seldi á þriðjudag 148 iestir, mest þorsk í Hull. Heildar-- verð var 12,5 milljónir króna, meðalverð 83,98. 83 lestir voru af þorski að meðaltali á 79,95, 36 af sem haldin voru á skógræktarþingi í mars síðastliðnum af þeim Magn- úsi Péturssyni hagsýslustjóra, Sigurði Blöndal skógræktarstjóra og Márten Bendz prófessor. Ritið er prýtt fjölda litmynda ásamt skýringarmyndum með greinum. Útgefandi er Skógræktar- félag íslands. Í ritnefnd eru Hulda Valtýsdóttir, Sigurður Blöndal, Snorri Sigurðsson, Tómas Ingi Olrich og Þorvaldur S. Þorvaldsson. ýsu á 100,11 og 24 lestir af grá- lúðu á 80,05 krónur. Sveinn Jónsson KE seldi á miðvikudag 91 lest í Hull. Heildarverð var 7,6 millj- ónir króna, meðalverð 83,54. 35 lestir voru af þorski, sem fór að meðaltali á 78,82 og 49 af ýsu á 89,48. Loks seldi Snæfugl SU hluta afla síns í Bremerhaven, alls 136 lestir. Heildarverð var 10,3 milljónir króna, meðalverð 75,99. Snæfugl selur það, sem eftir er af afla sínum í dag, um 50 lestir. DÓMUR hefur fallið í Borgar- dómi Reykjavíkur i máli sem Áburðarverksmiðja ríkisins höfðaði á hendur bónda í Snæ- fjallahreppi til greiðslu á skuld við verksmiðjuna vegna áburðar- kaupa árið 1986. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að viðkomandi búnaðarfélag hefði verið viðskiptaaðiii Áburðar- verksmiðjunnar um áburðarkaup í hreppnum og því bæri að sýkna bóndann af kröfum verksmiðj- unnar. Fyrir dóminum kom meðal ann- ars fram, að samkvæmt lögum um Áburðarverksmiðjuna selji hún áburð einungis búnaðarfélögum, samvinnufélögum, verslunarfélög- um, kaupmönnum, hrepps- og bæjarfélögum, eða öðrum opin- berum aðilum. Frá 1970 hefur bókhald verksmiðjunnar verið tölvuvætt og hefur verksmiðjan boðið búnaðarfélögum þá þjónustu að reikningsfæra hvern einstakan mann, sem keypti áburð af búnað- arfélögunum, en þó undir safnheiti viðkomandi búnaðarfélags. Þar sem þetta fyrirkomulag hafi komist á hafi hveijum einstökum kaupanda verið sent reikningsyfirlit og hafi Áburðarverksmiðjan talið sig hafa rétt til að ganga að honum án milli- göngu viðkomandi búnaðarfélags. Áburðarverksmiðjan hélt því fram í þessu máli að Búnaðarfélag Snæ- fjallahrepps hafi framselt verk- smiðjunni kröfu sína á bóndann vegna áburðarkaupa hans. I málinu voru lögð fram ljósrit reiknings Áburðarverksmiðjunnar á Búnaðarfélag Snæfjallahrepps vegna áburðarkaupa bóndans, hleðslureikningar yfir áburð frá verksmiðjunni til Búnaðarfélagsins og kvittanir til bóndans um greiðslu inn á reikning félagsins. Það var viðurkennt af Áburðarverksmiðj- unni að Búnaðarfélag Snæfjalla- hrepps sé talið aðalskuldari á þessum skjölum til þess að full- nægja ákvæðum laga um verk- smiðjuna. Pöntun fyrir áburð í Snæfjalla- hrepp árið 1986 var upphaflega gerð í nafni Búnaðarfélagsins, eins og tíðkast hafði til þess tíma. Þá lá einnig frammi í málinu skuldavið- urkenning vegna pöntunarinnar af hálfu Búnaðarfélagsins og ódag- settur reikningur Búnaðarfélgsins til bóndans vegna kaupa hans á áburði. Á reikningnum var rituð athugasemdin: „Áburðarverksmiðj- an mun senda reikningsyfirlit til þín mánaðarlega ásamt vaxtareikn- ingi.“ Formaður Búnaðarfélagsins skýrði þessa athugasemd svo, ákveðið hafí verið að sundurgreina og reikningsfæra sérstaklega kaup hvers bónda fyrir sig. Megintil- gangurinn hafí verið sá að létta vaxtaútreikningi af formanni Bún- aðarfélagsins. Formaðurinn kvaðst ekki hafa hugleitt hvort Áburðar- verksmiðjunni væri með þessu veitt heimild til að ganga beint að bænd- um um greiðslur. Sá háttur hefði hins vegar verið hafður á í nokkur ár að bændur greiddu beint til Áburðarverksmiðjunnar. Dómarinn, Hjördís Hákonardótt- ir, taldi ljóst af gögnum málsins, að Búnaðarfélag Snæijaljahrepps hafí verið viðskiptaaðili Áburðar- verksmiðjunnar um áburðarkaup í Snæflallahrepp vorið 1986. Þegar af þeirri ástæðu bæri að sýkna bóndann af kröfum verksmiðjunn- ar. Þá var Áburðarverksmiðjunni gert að greiða bóndanum 28 þúsund krónur í málskostnað. Skipað í flugráð Samgönguráðherra, Matthías Á. Mathiesen, hefur skipað eftir- talda menn í flugráð frá 1. janúar 1988 að telja. Sem aðalmenn Leif Magnússon, framkvæmda- stjóra, til ársloka 1995 og Birgi Þorgilsson, ferðamálasljóra, til ársloka 1991. Leifur hefur jafn- framt verið skipaður formaður flugráðs ofangreint tímabil. Varamenn hafa verið skipaðir Hilmar B. Baldursson, flugmað- ur, sem jafnframt er varaform- aður flugráðs og Kristján Egilsson, flugstjóri. Auk þess hefur Alþingi hinn 23. nóvember 1987 kosið eftirtalda menn í flugráð frá 1. janúar 1988 til árstoka 1991. Sem aðalmenn Árna Johnsen, fv. alþingismann, Jóhann Albertsson, lögfræðing og Pál Pétursson, alþingismann, og sem varamenn Viktor Aðalsteins- son, fv. flugstjóra, Kristin H. Gunnarsson, skrifstofustjóra og Hallgrím Sigurðsson, flugumferð- arstjóra. Fiskverð lækkar erlendis xtBIIJilJlJiWIJHIWIilil.il...iliLIi.D.tÚlliWlllÍMiWil'IÍLlt 1, ...og þú nærð tökum á tölvunni Finnst þér tölvutæknin yfirþyrmandi? •• ★ Finnst þér tölvan framandi? ★ Finnurðu fyrir tölvuótta? ★ Heftir tölvan starfs- frama þinn? ★ Eða langar þig bara að læra eitthvað nýtt? TOLVU- ÞJÁLFUN er ítarlegt nám fyrir fólk sem vill ná góðum tökum á tölvuvinnslu á skömmum tíma. Kennd eru grunnatriði varð- andi vélbúnað tölvunnar og jaðartæki, notkun stýrikerf- isins, ritvinnslan Word- Perfect og töflureiknirinn PlanPerfect. "MíWkcFii nnmckpið* Athugið möguleika ykkar á að sækja INdiotll lld, » . um styrk fyrir námskostnaði úr starfs- 1.-19. feb. og 7.-25. mars. menntunarsjóði stéttarfélags ykkar. iáiEk'* l • • ■ ár I n »%,-■ v, ... p i• GÍSLI J. JOHNSEN SF. n i SKRIFSTOFUVELAR H.F. (A NÝBÝLAVEGI 16 • P.O. BOX 397 • 202 KÓPAVOGUR • SÍMI 641222 3? Hverfisgötu 33 sími 623737.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.